Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Augnablik úr margbrotnu dauðastríði BÆKUR Æviminningar GLERHYLKIÐ OG FIÐRILDIÐ eftir Jean-Dominique Bauby. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Fróði hf. 1997 - 121 blaðsíða HINN 8. desember 1995 féll Jean- Dominique Bauby ritstjóri tísku- blaðsins Elle skyndilega í dauðadá í aftursæti nýrrar gerðar BMW-bif- reiðar, 45 ára gamall. Hann lýsir síðasta degi fyrra lífs með augum þess sem neyddur er til þess að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að lýsa þessum síðustu stundum, svo þungbærum en þó svo tómlegum... Hvernig á ég að lýsa því þegar ég vaknaði við hliðina á mjúkum, hlýjum líkama hávaxinnar, dökk- hærðrar konu í síðasta sinn... án þess að kunna að meta það, næstum því með fýlu- svip. Allt var grátt þennan morgun. Allt var grátt, drungalegt og þrúgandi, jafnt him- ininn sem mannfólkið. (111) Bauby var í dái í þtjár vikur og lengi vel of sljór og utangátta til þess að gera sér grein fyrir því hvernig komið var fyrir honum, eins og hann lýsir sjálfur, þar til hann komst til fullrar meðvitundar í janúarlok árið 1996 á hersjúkrahúsi í smábæ við Ermar- sund. Mig verkjar í hælana, höfuðið er blýþungt og það er eins og ég sé lokaður inni í glerhylki sem þrýstir að öllum líkamanum. (5) Svo lýsir Jean-Dominique Bauby líðan sinni í formálsorðum að æviminningum sín- um og lesandinn tekur eftir því að maðurinn, sem kveðst fastur við rúm sitt eins og hrúðurkarl á kletti, not- ar bara annað augað til þess að skoða umhverfi sitt. Hann víkur líka að skyndilegum kynnum sínum af líkamshluta sem hann hafði aldrei leitt hugann að, heilastofni sem tengdi heila hans og mænu þar til hjartaáfall setti strik í reikninginn. Héráðurfyrr varþetta bara kallað slag og sá, sem varð fyrir því, safnaðist til feðra sinna, en þróun lífgunartækninnar hefur lengt dauðastríðið oggert það marg- brotnara. Ég slapp úr klóm dauðans en verð framvegis að lifa með því sem nefnt er „locked-in-syndr- ome“... Sjúklingurínn er lamaður frá höfði niður í tær, lokaður inni í sjálfum sér. Hann hefur óskerta hugsun en getur hvorki hreyft sig né talað. Ég fyrír mitt leyti get ekki tjáð mig nema með því að depla vinstra auganu. (6) Sá er hinn nýi veruleiki Jean- Dominique Bauby. Hugur hans flögrar óhindraður þótt líkaminn sé í fjötrum, sem líkt er við fiðriidi innan í glerhylkinu þunga. í kollinum dansar stafaruna sem hefst á E,S,A, ekki eiginlegt stafróf, heldur vinsældalisti staf- anna, byggður á því hversu oft þeir koma fyrir í móðurmálinu, frönsku. Keríið er ekki margbrotið. Sá, sem vill tala við mig, þylur stafrófíð, það er að segja ESA afbrigðið en ekki ABC, þar til ég stöðva þuluna með því að depla auganu við stafínn sem viðmælandi minni á að skrífa hjá sér. Aðgerðin er endurtekin fyrir næsta staf og svo koll af kolli og efekki kemur fyrir villa, verður brátt til heilt orð og síðan svo til skiljanlég- ir setningarhlutar. (25 og 26) Bauby lýsir því hversu margt er hægt að fara á vængjum fiðrild- isins, fram og tilbaka í tíma og rúmi, til hirðar Mídasar konungs eða til Eldlandsins. Ég get farið heim til konunnar sem ég elska, lagst undir sængina við hlið hennar og strokið blíðlega yfír sofandi andlit hennar. Ég get byggt mér loftkastala, haft á brott með mér gullreyfíð, fundið Atlantis, sokkið í sæ, gert bernsku- draumana að veruleika og fullnægt löngunum fullorðinsáranna. (7) Hann getur líka með eigin orðum samið línur ferðasögu sem gerist í rúminu svo þær séu tilbúnar þegar sendiboði útgefandans kemur til þess að skrá þær hjá sér, staf fyrir staf. í huganum fer hann tíu sinnum yfir hveija setningu, strikar út orð á einum stað, bætir inn lýsingarorði á öðrum og lærir text- ann sinn utan að, hveija málsgrein fyrir sig. I huga hans er bæði myrkur og birta, sökn- uður eftir sælustundum í baði með viskíglas, tebolla, blaðabunka eða bók, yfir því að geta ekki klappað börnum sínum á kollinn eða tjáð þeim ást sína og grát- brosleg, jafnvel kald- hæðin útlistun á veru- leika hins rúmfasta. Sjaldan er mér til- hugsunin um núver- andi ástand mitt þján- ingarfyllri en þegar ég minnist slíkra unaðssemda. Sem betur fer hef ég ekki oft tíma til svo ömurlegra þanka. (19) Hann lýsir því jafnframt hvernig hann aftekur með öllu að klæðast ljótum æfinga- búningi sem spítalinn skaffar sjúkl- ingum. Þess vegna er ég nú klæddur eins og á stúdentsárunum gömlu, góðu. Spjarirnar gætu rétt eins og baðið, opnað flóðgáttir ljúfsárra end- urminninga, en ég sé ekki annað í þeim en tákn þess að lífíð haldi áfram. Fötin mín eru mér líka sönn- un þess að ég vilji enn vera ég sjálf- ur. Ef ég er dæmdur til þes að s/efa fínnst mér viðkunnalegra að það sé peysa úr kasmírull sem ég slefa á. (19) Frásögnin kallar á hluttekningu en líka aðdáun á styrk sögumanns, gleði yfir hugrekkinu sem hann á til og þakklæti yfir því að fá innsýn í svo hræðilegan veruleika, sem svo sannarlega vekur mann til umhugs- unar. Hún heldur lesandanum oft í helgreipum, sem rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Bauby vaknar upp við það einn morguninn að hrokafullur og hryssingslegur augnlæknir á spítalanum er að sauma saman á honum hægra augn- lokið, líkt og hann sé að stoppa í sokk. Og hann er gagntekinn skelf- ingu. Eg ímyndaði mér að augn- læknirinn gæti tekið upp á þvííofur- kappinu að sauma saman vinstra augað líka, vinstra augað á mér sem var eini tengiliður minn við umheim- inn, eini glugginn á fangelsinu, eina opið á glerhylkinu. (55) Það er vart hægt að gera sér í hugarlund hvílíkt þolinmæðisverk það hefur verið að skrá minninga- brot Baubys, sem lést fjórum dögum efir útgáfu bókarinnar í Frakklandi. Eftir stendur frásögn manns sem stendur keikur gegn meinlegum ör- lögum og fær mann til þess að brosa gegnum tárin. Texti Guðrúnar Finnbogadóttur er aðgengilegur og lipur og kápan bæði táknræn og smart. Frásögnin sjálf er holl áminning þeim sem taka heilsu sína sem sjálfsagðan hlut og hvatning til þeirra sem eiga um sár- ara að binda. Helga Einarsdóttir Guðrún Finnbogadóttir BÆKUR Fulltrúi vestrænnar skynsemishyggju BERTRAND Russell er einhver þekktasti heimspekingur þess- arar aldar. A þriðja áratugnum gerði hann mikið af því að skrifa bækur um hluti á borð við hamingj- una og hjónabandið ætlaðar almenningi. Ein þeirra nefnist „Að höndla hamingj- una“ og er nú komin út í íslenskri þýðingu Skúia Pálssonar heimspekings. Skúli gefur bókina einnig út undir merkjum nýrrar út- gáfu, bókaforlagsins Sóleyjar. Hann er framkvæmdastjóri for- lagsins og hyggst leggja áherslu á bækur fyrir almenning um heimspeki og vísindi. Skúli, sem er með MA-próf í heimspeki frá Miinchen, sagði í samtali við Morgunblaðið að sig hefði lengi langað til að leggja fyrir sig út- gáfu, en nú hefði hann ákveðið að láta verða af því. „Astæðurnar fyrir því að ég réðst í þetta eru ævintýralöngun og bókaáhugi," sagði Skúli. „Eg kenndi heimspeki í framhalds- skóla þar sem kennslan snýst um að láta heimspekina gera gagn og vekja umhugsun fremur en að miðla heimspekiarfinum. Þetta er framhald á því. Þetta snýst ekki um fræðin, heldur að geta gert gagn í lífinu sjálfu.“ Hann kvaðst hafa lesið þessa bók Russelis fyrir nokkrum árum og hún hefði haft áhrif á sig. Þá sæi hann að það væri markaður fyrir bæk- ur af þessu tagi. Óánægður með sjálfshjálparbækur „Eg hef verið óánægður með svo- kailaðar sjálfshjálp- arbækur," sagði hann. „Þar á sér stað ofureinföldun og á köflum er um að ræða hrein og klár hindur- vitni af því að fólk getur verið svo auð- trúa. Kosturinn við bók Russells er að hún er jarð- bundin og skrifuð fyrir venjulegt fólk. Hann vísar ekki til neinnar opinberunar, annars lífs eða heima. Þegar farið er að visa til engla og annarra tilverustiga býð- ur það hættunni heim. Ég vildi koma inn í þessa tegund bókaút- gáfu sem fulltrúi vestrænnar skyn- semishyggju." Skúli sagði að vestræn menning hefði að ósekju átt undir högg að sækja undanfarið. „Margir halda að vestræn menning sé í blindgötu, en vest- ræn skynsemishyggja hefur mátt til að endurnýjast," sagði hann. Tæp 70 ár eru liðin frá því að bók Russells kom út. Skúli kvaðst vera þeirrar hyggju að hún hefði ekki átt erindi til Islendinga þá, en ætti það nú. „Hann talar um lífsgæðakapp- hlaupið, fjölskylduna í upplausn, flutning úr sveitum í borgir," sagði hann. „Allt þetta á við hér.“ Að sögn Skúla var Russell flók- inn persónuleiki. Eftir að hann skrifaði „Að höndla hamingjuna" hafi hann að eigin sögn verið óhamingjusamur. Astæðan var sú að hann fór ekki eftir því, sem hann skrifaði í bókinni. Russell lést árið 1970 og var þá 98 ára gamall. Hann skrifaði mikið fyrir almenning og barðist fyrir friði og afvopnun. Hann var skeleggur andstæðingur heims- styijaldarinnar fyrri og beitti sér einnig gegn Víetnam-stríðinu. Það var ekki fyrr en um síðir að hann féllst á að réttlætanlegt hefði verið að beijast gegn nasist- um í heimsstyijöldinni síðari. „Að höndla hamingjuna“ skipt- ist í tvo hluta, sem nefnast „Astæður óhamingju" og „Ástæð- ur hamingju". Hvaða athafnir, sem venju- legt fólk freistast til eru í raun skaðlegar? Ófyrir- leitni í viðskiptum sem varðar þó ekki við lög, harðneskja við undirmenn á vinnustað, grimmd gagnvart eiginkonu og bömum, ill- vilji í garð keppinauta, oftstopi í stjórnmáladeilum - allt eru þetta syndir sem valda skaða í raun og veru en eru algengar meðal virðu- legra og virtra borgara. Með þess- um syndum breiðir maður út ófar- sæld í nánasta umhverfi sínu og leggur sitt af mörkum til að grafa undan siðmenningunni. ÚrAð höndla hamingjuna. Skúli Pálsson Vegurinn sem á að feta BÆKUR T r ú r i t LEIÐIN EINFALDA eftir Móður Teresu. Torfi Geir Jóns- son þýddi. Útg. Vöxtur 1997.159 bls. MÓÐIR Teresa var einn af þessum óvenjulegu einstaklingum í græðgis- legum margmiðlunar- og auglýsinga- heimi nútímans sem virðast aldrei hafa þörf fyrir annað en gefa og biðja og þessi bók sem er unnin í samvinnu við John Cairs lýsir því á eftirtektarverðan hátt. í bókinni er stiklað á uppruna Móður Teresu og lífshlaupi hennar gerð skil en að mestu er það hún sjálf sem hefur orðið og skýrir út fyrir lesanda það sem knúði hana áfram alla tíð. Hún skýrir á einfald- an hátt samfélag sitt og Kærleiksboðberanna - þ.e. reglunnar sem hún stofnaði - við guð og það er holl lesning. Þó mér sé ekki nokkur lífsins leið að segja að bókin sé skemmtileg aflestr- ar fyrir veraldarhyggjulesanda er það nú svo að þegar á líður og maður er nokkrum sinnum búinn að leggja hana frá sér og segja stundarhátt við sjálfan sig: Æ, þetta guðsröfl, þá tekur maður samt til við hana aftur. Ekki bara af því að maður þarf að lesa bókina til að geta staðið í skilum heldur vegna þess að ein- lægni Móður Teresu er heillandi og trúarsannfæring hennar slík að hún hlýtur að fanga mann. Einu sinni hitti ég þessa frægu Móður Teresu. Það var í Bagdad í írak skömmu eftir að stríðinu lauk 1991 og þá var hún þangað komin að setja á stofn heimili fyrir munað- arlausar stúlkur. Hún var ekki á þeim buxunum að ræða við fjölmiðla- menn. Hún var að vinna eitt sjálfsagt kærleiksverk í hennar augum. En fyrir atbeina írsks prests sem með henni var fékk ég að vera viðstödd bænastund hjá henni og systrunum og síðan spjalla stundarkorn við hana. Og það var sérstæð stund. Þessi gamla, litla og bogna kona hreif mig með innileik sínum og hjartanlegri vissu. Síðán hef ég skilið þá sem hafa nánast dýrkað hana og því var gleði að lesa bókina hennar. Því að maður finnur að hvert orð er mælt af yfirlætislausum trúar- hita og umburðariyndi sem fæstum er gefið nú um stundir og enn færri eru þeir sem geta miðlað því til annarra svo að það skipti máli. Bókin er ekki alveg auðlesin til að byija með vegna þess að fyrir okk- ur, þessar venjulegu og veraldlega sinnuðu manneskjur sem notum guð ekki fyrr en fokið er í flest skjól - þá kemur hún og hneigir sig í auðmýkt og talar til hans af fögnuði og talar líka til hans sem jafningja. Það snertir mann. Af því hún er sönn og full af kærleika. Full umburðar- lyndis gagnvart öðrum trúarbrögð- um. Það er ekki öllum gefið, réttara sagt það er fáum gefið sem eru svo sinnaðir sem hún. Þess vegna er þessi bók ekki endi- lega sú skemmtilegasta, en áreiðan- lega það besta sem ég hef lesið fyrir þessi jól. Þó ég hafí ekki séð frumtextann fæ ég ég ekki betur séð en þýðing Torfa Geirs Jónssonar sé mæta vel af hendi leyst. Jóhanna Kristjónsdóttir Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN íleitað glötuðum tíma - Leiðin til Swann eftir franska rithöfundinn Marcel Proust er komin út hjá Bjarti. Pétur Gunnarsson þýddi og ritar inngang þar sem hann ger- ir grein fyrir ævi og verkum Marcel Proust og segir frá tilurð og gildi Marcei þessa bókmennta- Proust verks. í kynningu segir: „íleit aðglöt- uðum tima er þekktasta bók- menntaverk tuttugustu aldar. Allt frá því bókin kom fyrst út hefur hún verið talin marka straumhvörf í vestrænum bókmenntum." Bókin erprentuð íprentsmiðj- unni Gutenberg. Bókband annaðist Bókfell. Bókin er 189 síður. Verð hennar er 3.680 krónur. • HANNA frænka fer upp í sveite r litmyndabók fyrir börn eftir Olgu Bergmann myndlistar- mann. Olga myndskreytti bókina Stelpan sem var hrædd við dýr eftir Árna Bergmann, er hlaut við- urkenningu Fræðsluráðs 1995. Hanna frænka fær kú í höfuðið og heimurinn snýst á hvolf. Fyrir kúnni Rósu hallast veröldin líka, en þær verða loks bestu vinkonur - enda skilja þær hvor aðra. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 bls. ogprentuð íDan- mörku. Verð: 1.390 krónur. • BÖRNIN í Skarkalagötu og Lotta flytur að heiman er eftir Astrid Lindgren í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Útgefandi er Mál og menning. Bækurnar eru endurútgefnar. Lotta flytur að heiman er 64 bls. ogkostar 1.390 kr. Börnin í Skarkalagötu er 140 bls. og kostar 1.590 kr. Báðar eru með fjölda lit- mynda eftirllon Wikland. Þæreru prentaðar íBelgíu. Móðir Teresa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.