Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
V erðugir
fulltrúar
Næstkomandi laugardag heldur hér
tónleika útsendari Wu-Tang klíkunnar
bandarísku, Ok Dirty Bastard, eins og
hann kýs að kalla sig, en af viðurnefnum
hefur hann nóg. Árni Matthíasson rekur
sögu sveitarinnar, sem hann segir áhrifa-
mestu rappsveit sögunnar, og goðsögnina í
kringum hana, sem sumir vilja rekja allt
aftur til Kínaveldis keisaranna.
IPLÖTUVERSLUN einni um
hálf þrjúleytið síðastliðinn
miðvikudag var þar kominn
hópur af ungum piltum í
pokabuxum, slitnum víðum treyj-
um og með húfumar niður í augu.
Sumir voru búnir að bíða frá því
um eittleytið og enn dreif að mann-
skap, sem spurðist fyrir við af-
greiðsluborðið, gretti sig og stillti
sér upp hér og þar til að bíða. Öðru
hvort kom inn fullorðið fólk, sem
greinilega hafði sumt ekki komið
inn í plötubúð í áraraðir, spurðist
líka fyrir við búðarborðið og hvarf
svo á braut með ygglibrún. Allir
voru að spyrja um hið sama, miða á
tónleika tveggja meðlima Wu-Tang
gengisins í Laugardalshöll næst-
komandi laugardag. Miðunum
seinkaði, en þeir komu á endanum,
en gerðist samtímis í helstu hljóm-
plötuverslunum höfuðborgarinnar.
Engin hljómsveit, ef hljómsveit
skyldi kalla, hefur valdið öðrum
eins straumhvörfum í rappsögunni
og Wu-Tang gengið. Ekki er bara
að þeir félagar eru upp til hópa
frábærir rapparar, með fremsta
hrynsmið rappsögunnar við
stjómvölinn, heldur er sá líka með
meira viðskiptavit en gengur og
gerist með forstjóra risafyrir-
tækja. Þannig hefur hann stýrt fé-
lögum sínum í milljónasölu hverj-
um fyrir sig, komið á fót geysivin-
sælli fatalínu og sett á laggimar
umsvifamikla plötuútgáfu. Sá heit-
ir Robert Diggs, kallar sig RZA,
en allir liðsmenn sveitarinnar hafa
tekið sér sérkennileg nöfn, sumir
fleiri en eitt og þannig er Diggs
með viðumefnin Bobby Steels, Pr-
ince Rakeem, Rzarector og The
Abbot til viðbótar við RZA. Aðrir í
flokknum em frændi hans, Gary
Grice, sem kallast Genius, Maxim-
illion, Justice og GZA, Russell Jo-
nes, sem kallast ýmist 01’ Dirty
Bastard, Ason, Unique Ason, Dirt
McGirt, Joe Bananas eða Osiris,
og sá er væntanlegur hingað til
lands, Jason Hunter, sem kallast
Inspektah Deck, The Rebel, Rebel
INS eða Rollie Fingers og kemur
með 01’ Dirty Bastard hingað,
Lamont Hawkins, sem kallast U-
God, Golden Arms, Baby-U, 4-Bar
Killer eða Lucky Hands, Corey
Woods er kallaður Shallah Ra-
ekwon, Lou Diamonds, Lex Di-
amonds og The Chef, Dennis Co-
les, kallaður Ghostface Killah, Sun
God, Tony Starks og Ironman,
Clifford Smith, kallaður Method
Man, Johnny Blaze, Meth Tical,
Shakwon, MZA, Ticallion Stallion
og Hott Nikkels, og Jamal Turn-
er, sem kallast Master Killah,
High Chief og Noodles og telst ní-
undi meðlimurinn, en þeir átta
sem áður em taldir skipa eiginleg-
an kjarna Wu-Tang. Fjölmargir
em og tengdir flokknum lauslega,
nægir að nefna Darryl Hill, sem
kallaður er Cappadonna, og Shy-
heim Franklin, sem kallaður er
Shyheim og The Rugged Child, én
einnig má tína til Scientific
Shabazz, Shorty Shit Stain,
Prodigal Sun, Killer Priest, Blue
Raspberry, Dark Skinned
Assassin, KGB, Pop Da Brown
Hornet, KD Da Downlow Wrecka,
4th Disciple, 62nd Assassin,
Buddha Monk, 12 O’Clock,
Dreddy Kmeger, DJ Skane, 111
Master Y-Kim svo fáeinir séu
nefndir til sögunnar, en sam-
kvæmt síðustu talningu em liðs-
menn Wu-Tang veldisins um 400.
RZA og GZA höfðu reynslu af
tónlistariðnaðinum þegar þeir
fóm af stað í tónlistarpælingum,
og það slæma reynslu. RZA lét
þau orð falla í viðtali fyrir
skemmstu að þeir hefðu lært mis-
jafnlega af útgáfustússinu, hann
segist taka því með ró að hafa ver-
ið svikinn af útgáfu sinni, það til-
heyri viðskiptum, en GZA hatist
aftur á móti enn út í forðum út-
gáfu sína og sé mjög tortrygginn á
allt og alla. RZA segir reyndar að
GZA sé sinn lærimeistari þegar
útgáfa og skipulag sé annars veg-
ar, en heildarhugmyndin er RZA
og sem slík hefur hún skilað Wu-
Tang veldinu gríðarlegum tekjum
frá því flokkurinn hóf starfsemi
sína fyrir fimm ámm.
Sagan hermir að RZA hafi setið
í haldi ákærður fyrir manndráp í
Ohio og átt von á að minnsta kosti
átta ára fanglesi. Hann var sýkn-
aður fyrir rest og móðir hans
sannfærði hann um að það lán ætti
að vera honum ábending um að
taka upp nýja háttu. Það gerði
hann og flutti frá Ohio aftur á
æskuslóðir sínar á Staten Island í
New York og tók að undirbúa
stofnun útgáfu. Sú útgáfa varð til
1992 og hafði nafnið Wu-Tang úr
kvikmynd sem kallast Shaolin vs.
Wu-Tang, slagsmála b-mynd frá
Hong Kong, sem segir meðal ann-
ars frá sverðtækninni sem kallast
Wu-Tang og flokki sverðabaldra
sem geta eins barist einir eða allir
í hóp; nokkuð sem hann sá fyrir
sér að myndi henta fyrir sveitina
sem hann hafði sankað að sér.
Þannig hefur hann byggt upp sitt
veldi, meðal annars með því að
sveitin sé öll á Wu-Tang merkinu
en sem einstakir rapparar séu
þeir á samningi hjá öðmm fyrir-
tækjum, nokkuð sem RZA hefur
reyndar hvatt liðsmenn sérstak-
lega til að gera, og einnig hefur sú
speki sem speglast í myndinni og
austurlenskri bardagatækni hent-
að vel í sölu og framleiðslu á fatn-
aði. Eitt af því fjölmarga sem ger-
ir starfsemi flokksins ólíka öðru
hljómsveitarstússi er að liðsmenn
hennar greiða hver fyrir sig tíund
til flokksins af tekjum sem þeir
hafa af öðrum samningum.
Dálæti á austurlenskum
slagsmálamyndum
Eins og sjá má af viðumefnum
sveitarmanna og reyndar má heyra
víða á plötum þeirra, hafa þeir mik-
ið dálæti á austurlenskum slags-
málamyndum. Meðal annars hefur
mátt heyra búta úr þeim á plötum
Wu-Tang flokksins og meðlima
hans, myndum eins og Shaolin vs.
Wu-Tang, Shaolin vs. Lama, Five
Deadly Venoms, Retum Of The
Bastard Swordsman, Master Killer
og Shogun Assassin, aukinheldur
sem þeir félagar hafa tekið stubba
úr myndum eins og Scarface,
Fresh, Carlito’s Way og The Usual
Suspects.
Samkvæmt goðsögunni eins og
hún er rakin í myndunum um Wu-
Tang bardagalistina fór indverskur
búddamunkur, Tamo, sem uppá-
halds leikari þeirra félaga, Gordon
Liu, leikur, til Kína til að nema við
hið nafntogaða Shaolin-musteri þar
sem munkamir æfðu bardagaí-
þróttir á milli þess sem þeir íhug-
uðu fallvaltleika lífsins. Ábótinn,
sem var fremstur bardagamann-
anna, vildi í fyrstu ekki hleypa
munkinum Tamo inn en Tamo fór í
nálægan helli og íhugaði af svo
miklum krafti að augnaráð hans
brenndi gat á hellisvegginn. Þegar
þangað var komið tekur hann til
við æfingamar af fullum krafti og
vinnur sig upp smám saman og fer
þá í það sem þeir kjósa að kalla
herbergi, því hvert stig bardaga-
listarinnar á sér samsvarandi her-
bergi, 35 alls. Þegar hann hafði
lokið þeim öllum vildi hann fara á
36. stigið, sem felast myndi í því að
kenna bardagatæknina öllum þeim
sem hana vildu læra, en á það geta
munkamir ekki fallist. Tamo lendir
í átökum við ábótann og kemst að
því fullkeyptu í þeim slag, en
kemst undan við illan leik og heitir
hefndum, safnar liði og svo fer að
hann leggur musterið í rúst. Bar-
dagalistin hefur síðan gengið í arf
fram á okkar daga að musterið var
endurreist í kjallara húss RZA í
Staten Island í New York, sem þeir
Wu-Tang menn kalla aldrei annað
en Shaolin.
Smám saman hafa þeir Wu-Tang
menn komið sér upp 36 stigum eða
herbergjum, en 36. stigið er að
gefa út tónlist og leika á tónleikum.
Þeir vitna víða til stiganna í lögum
sínum, til að mynda nefnir RZA á
plötu Gravediggaz, sem er
laustengt Wu-Tang, kirkjugarðs-
herbergið, 01’ Dirty Bastard nefnir
níunda herbergið á sólóskífu sinni,
í myndbandinu við lag af fyrstu
skífunni sem heitir Protect Ya
Neck er lagið sagt tákna þrettánda
herbergið, Genius/GZA sendi frá
sér lag sem heitir Fjórða herbergið
og svo mætti lengi telja.
Trúin skiptir þá félaga líka
verulegu máli og þeir virðast að-
hyllast einskonar múslimatrú,
meðal annars tilheyrir RZA klofn-
ingshóp bandarískra múslima sem
kallar sig Fimm prósentin, en það
er trú hans að 85% íbúa jarðarinn-
ar séu þrælar 10% sem eiga eign-
irnar og ráða því sem þeir vilja.
Fyrir utan það standi síðan 5%
sem ein vita hvað er í raun á seyði.
Mikið er lagt upp úr tölfræði og
talnaspeki og merkingafræði orða
sem má og heyra víða á plötum
þeirra félaga. Gott dæmi er á sóló-
skífu Method Man í laginu Mr.
Sandman þar sem hann rappar
„Peace to the number seven“, en
sjö er bókstafurinn G sem þýðir
guð eða svarti maðurinn, en í
næstu línu fá „hinir“ fyrir ferðina í
talnalykli sem ekki er vert að
ljúka upp hér.
All umsvifamikið og
arðbært viðskiptaveldi
Fyrsta smáskífa Wu-Tang, Prot-
eckt Ya Neck, gekk á milli útgef-
enda sem höfnuðu henni, enda var
allsráðandi á þeim tíma fágað og
innihaldslítið bófarapp. RZA og fé-
lagar vissu þó hvað þeir voru með í
höndunum og gáfu hana einfald-
lega út sjálfir. Hún vakti það mikla
athygli að skyndilega voru allir til í
að gefa þá út og fyrsta skífan, Ent:
er the Wu-Tang seldist gríðarvel. í
kjölfarið fylgdu sólóskífur liðs-
manna, sem gerðu útgáfusamninga
við mismunandi fyrirtæki, en RZA
lagði áherslu á að þeir væru hver
hjá sínu fyrirtækinu til að tryggja
betri sölu því fyrirtækin kepptust
við að markaðssetja sinn mann,
nokkuð sem ekki hefði verið lögð
eins mikil áhersla á ef þeir hefðu
allir verið hjá sömu útgáfunni.
Þetta hefur og skilað sér í milljóna-
sölu, og ekki síst hefur sú áætlun
RZA að láta þá semja helst við fyr-
irtæki sem ekki hafa áður verið í
rappútgáfu gefið góðan arð. Þegar
við bætist fatalína sem er geysivin-
sæl eins og áður er getið er við-
skiptaveldi Wu-Tang orðið all um-
svifamikið og arðbært og ekkert
lát á, því síðasta skífa þeirra félaga,
Wu-Tang Forever, hefur selst af-
skaplega vel.
Fjórar sólóskífur
Sólóskífur þeirra Wu-Tang
manna eru orðnar fjórar og fleiri í
bígerð því til stendur að hver og
einn gefi út slíkar plötur. RZA er
við stjómvölinn á plötunum öllum,
sem skýrir að nokkru hvers vegna
erfitt reynist að standa við útgáfu-
áætlanir, því hann kemst ekki yfir
allt.
Fyrsta skífan kom frá Method
Man og hét Tical, sem er heimatil-
búið slangur yfir kannabis. Hún er
myrkari en fyrsta skífa Wu-Tang
og sumum þótti nóg um myrkrið.
Lag af Tical, All I Need, sem Met-
hod Man flutti með Mary J. Blige,
varð mjög vinsælt og þetta er sölu-
hæsta sólóskífa Wu-Tang manns.
Hún kom út 1994.
Næsta skífa var með 01’ Dirty
Bastard sem kemur hingað í
næstu viku og heitir Return to the
36 Chambers: The Dirty Version.
Þar var meiri hamagangur og