Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR14. DESEMBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
Nútíminn
er mynd
eftir Chaplin
Grikkir hafa sennilega ein ströngustu
viðurlög við smygli, sölu, dreifíngu og
neyslu á eiturlyfjum í Evrópu, en Sindri
Freysson bendir á að það hafí þó ekki
komið í veg fyrir að eiturlyfjasala er
talin fara vaxandi og þá hörmulegu
staðreynd að á þriðja tug grískra ung-
menna hefur dáið af völdum heróínn-
eyslu á tiltölulega skömmum tíma.
NÚTÍMINN er bíómynd
eftir Chaplin og nútíminn
er enn grátbroslegri til-
vera okkar, nútíminn er blað sem
Sartre og de Beauvoir stofnuðu
ásamt fleirum eftir seinni heims-
styrjöld og nútíminn er málgagn
Framsóknarflokksins sem fór á
hausinn á íslandi og nútíminn er
enn sérkennilegri útgáfa á líðandi
stundu okkar. Maður mér kær
varpaði fyrir skömmu fram þeirri
kenningu að á tímaspíralinum
sem við örkum eftir séum við nú
stödd samhliða þriðja áratugi
þessarar aldar, uppgangstíma
sundrungar, öfga, fordóma og
ótta, ofþenslu á peningamörkuð-
um og þjóðemishyggju. Við erum
að endurtaka okkur án þess að
leiða hugann að því, speglumst í
liðnum tíma sem var ekki til eft-
irbreytni, á sama hátt og menn
og þjóðir á þriðja áratuginum öp-
uðu eftir enn eldri skeiðum sög-
unnar. Mér fannst kenningin
varpa athyglisverðu ljósi á nú-
tímann - samtímann í strang-
asta skilningi - og þá ekki síður
á villuráfandi nútímamanninn,
Homo Errans.
Að vera nútímamaður - hvort
sem maður er „algjör“ nútíma-
maður í samræmi við kröfuna
sem Rimbaud setti fram á sein-
ustu öld eða hálfgerður nútíma-
maður eins og ég býst við að
flestir séu, tvístígandi á óljósu
tímabelti í vitundinni - er hugar-
ástand þegar allt kemur til alls.
Að tilheyra nútímanum er um-
fram allt spurning um afstöðu,
ekki tæknilega þróun. En það er
auðvelt að blekkjast. Ég sá fyrir
nokkru reffilegan fulltrúa grísku
rétttrúnaðarkirkjunnar standa í
anddyri Hótel Atlantis í Iráklion,
gráskeggjaðan, með hið hefð-
bundna tagl og svo skrautlegan
gullkross að hann gaf hafa verið
patríarkinn í Istanbúl eða einn
biskupanna sjö sem skipta Krít á
milli sín. í nokkrar mínútur virt-
ist hann sjálfur holdgervingur
hinnar hefðbundnu grísku kirkju,
einsog hann væri einn dýrlinga
frumkirkjunnar sem hefði stigið
niður af ævafornu íkoni - allt
þar til hann teygði sig inn undir
skósíða hempuna og dró upp far-
síma. Sennilega hringdi hann í
bíólínuna eða eitthvert hinna ótal
símanúmera sem Grikkir geta
hringt í til að láta spá fyrir sér,
þjónusta sem 20 þúsund manns
notfæra sér dag hvern og greiða
samtals um fimm milljónir króna
fyrir - á sólarhring. Eitt andar-
tak hugsaði ég með mér að þama
væri endanleg sönnun þess að
nútíminn hefði vitjað Grikkja, en
jafnharðan rann uppi fyrir mér
að þótt nærtækt sé að skilgreina
nútímamanninn út frá ytri þátt-
um á borð við tækniundrin sem
hann sankar að sér, er það
grunnfærin skilgreining og ódýr.
Maður sem hleypur trimmfor-
maður um lífið, hlaðinn friðþjóf-
um, farsímum og fótanuddtækj-
um (fyrirgefið ofstuðlunina), með
annað augað á CNN og hitt á
tölvupóstinum, er ekki endilega
nútíminn holdi klæddur. Þvert á
móti gæti hugsun slíks manns
verið afturhaldssöm fram úr hófi,
afsprengi tíma sem ætti helst að
liggja grafinn. Þessi hálfmótaði
nútímamaður gæti verið for-
dómafullur og skertur einstak-
lingur, sjálfhverfur mengunar-
valdur, rígfastur í póhtísku
flokkakerfi eða öðrum birtingar-
myndum úreltrar hugmynda-
fræði. Hann gæti verið heila-
þveginn boðberi frjálshyggju -
sem sumir hneigjast sífellt meir
til að líta á sem borgaralega að-
lögun að darwinisma, hamraða í
líki penings: „survivals of the
richest" - eða forritaður með
hugmyndum sem Jósef Stalín og
aðrir þjóðemisöfgasinnar hefðu
ekki fúlsað við - maður sem tel-
ur spekina um að rækta garðinn
sinn felast í að skjóta nágrann-
ann ef hann nálgast kálbeðið.
Hann gæti líka verið gríski þing-
maðurinn sem krafðist endur-
upptöku dauðarefsingar í liðnum
mánuði ásamt sextíu starfs-
bræðrum sínum öðrum, ýmist í
stjómarandstöðu eða stjóm, og
sannfærði mig í leiðinni um að
nútíminn er mörgum orrustum
frá því að leggja Grikkland að
velli.
Eitthvað hlýtur að minnsta
kosti að vanta upp á nútímann í
hugsun grísku þingmannanna og
sjálfsagt líka dómarans sem úr-
skurðaði þrítugan bónda í ævi-
langt fangelsi sama dag og þre-
menningamir lögðu fram kröfu
sína, fyrir að selja tveimur skóla-
nemum sjö grömm af hassi. Ég
endurtek: sjö grömm. Það er
fjarri mér að verja eiturlyfjasölu
en ævilöng fangelsisvist fyrir af-
brot af þessari stærðargráðu er
áhka ofstækisfull og fomeskjuleg
refsing og að aflima menn fyrir
hnupl eins og tíðkast í sumum
ríkjum sem hafa ekki lýðræði og
réttindi þegnanna í hávegum.
Gríski dómsmálaráðherrann og
meirihluti þingheims töldu aftur-
hvarf til dauðarefsingar hins veg-
ar ekki vera á dagskrá en „þegar
við segjum lífstíð þá meinum við
lífstíð", var haft eftir ráðherran-
um í fjölmiðlum. „Hasta la vista
baby,“ sagði Schwarzenegger í
Tortímandanum tvö, ef minnið
svíkur ekld, áður en hann skaut
einhvem mannræfil í tætlur.
Grikkir hafa sennilega ein
ströngustu viðurlög við smygli,
sölu, dreifingu og neyslu á eitur-
lyfjum í Evrópu sem hefur þó
ekki komið í veg fyrir að eitur-
lyfjasala er talin fara vaxandi og
þá hörmulegu staðreynd að á
þriðja tug grískra ungmenna
hafa dáið af völdum heróínneyslu
á tiltölulega skömmum tíma.
Fregnir af dauðsföUunum heUtu
olíu á eld þeirra sem vilja innleiða
dauðarefsingu að nýju, einkum í
málum fíkniefnasmyglara, og
hverfa með þeim hætti til aðferða
sem Grikkir hafa ekki stundað í
áratugi, numin úr gildi fyrr en
árið 1993. Ekki síst vekja svo
harðneskjulegar hugmyndir
spumingar þegar umræðan í
mörgum vestrænum ríkjum er
tekin að snúast um hvort stríðið
við eiturlyfjapláguna sé ekki tap-
að og ástæða sé til að lögleiða
ýmis svokölluð léttvægari fíkni-
efni, í senn til að hafa yfirsýn og
nokkra stjóm á útbreiðslu þeirra
og koma í veg fyrir að glæpa-
menn fitni af að smygla þeim og
selja. En Grikldr rækta önnur
sjónarmið og því kom ekki sér-
lega á óvart þegar 43,5% grískra
ungmenna á aldrinum 15 til 29
ára sögðust í nýlegri könnun vera
á móti því að notkun „léttra"
fíkniefna á borð við maríjúana og
hass verði gerð lögleg.
Umrædd könnun afhjúpaði
raunar afturhvarf grískra ung-
menna til gilda sem herforingja-
stjórnin 1967-74 hefði eflaust
lagt blessun sína yfir. Þannig
vom 72% aðspurðra í könnuninni
hlynnt hernum, sem ungum
grískum karlmönnum ber skylda
til að þjóna í tæp tvö ár af ævi
sinni auk þess sem hugmyndir
eru uppi um að konur verði
einnig kvaddar í herinn. 60% að-
spurðra ungmenna kváðust
fylgjandi hinni mjög svo íhalds-
sömu rétttrúnaðarkirkju, tæp
77% voru hlynnt skólakerfinu og
67,5% vildu að ólöglegum inn-
flytjendum - sem hingað hafa
leitað frá Albaníu og öðrum
suðupottum á Balkanskaganum
- yrði vísað hið snarasta úr
landi. 67% þeirra voru á móti
einkareknum sjónvarpsstöðvum
og álíka mörg prósent voru and-
víg grísku ríkisstjórninni. Aðeins
3,4% kváðust umhugað um sam-
eiginlega framtíð Evrópu og
5,4% um vandamál nágranna
sinna á Balkanskaganum eða
vanþróaðra ríkja. íhaldssöm,
skyldurækin, þjóðemissinnuð og
síðast en ekki síst heimakær, því
alls em 66% ungmenna enn í for-
eldrahúsum, óháð því hvort þau
eru í vinnu, skóal eða á milli vita.
í Ijósi þessara skoðana og skap-
gerðarþátta þótti mér sérstak-
lega athyglisvert að skoða við-
horf unga fólksins til stjórnmála,
því að það endurspeglar að mínu
viti vaxandi tilhneigingu ís-
lenskra jafnaldra þeirra til að
hunsa núverandi pólitískt kerfi
og vera langeyg eftir öðram val-
kostum. Yfirgnæfandi meirihluti,
eða 87% aðspurðra, var almennt
andvígur stjórnmálamönnum og
85% aðspurðra á móti stjóm-
málaflokkum. Pólitíkin, listin „að
sjá fyrir nútímann", á ekki upp á
pallborðið. Og þau grípa heldur
ekki til sama úrræðis og kynslóð-
in á undan þeim gerir í ríkum
mæli, sama úrræðis og ég
fabúleraði um að áðumefndur
guðsmaður hefði gripið til:
hringja í spálínur sem bjóða upp
á stjörnumerki og aðrar vonir
um að skyggnast inn í framtíð-
ina. Þau era vissulega kvíðafull,
en leita annarra svara.
í samtali við aþenska dagblað-
ið Ta Nea, sem styður ríkis-
stjómina heilshugar öfugt við
ungu kynslóðina, reyndi Vasso
nokkur Artinopoulos, prófessor í
sálfræði við Panteion háskóla, að
skýra hina miklu sókn Grikkja í
spálínur, mestmegnis kvenna á
aldrinum 45 til 55 ára, með þeim
hætti að hún væri afleiðing óör-
yggis þeirra, kvíða og ófull-
nægðra þarfa: „Þrátt fyrir tækni-
Iega þróun óttumst við ókunn öfl
því meir sem við einangramst frá
samfélaginu,“ sagði Vasso. „Fyr-
ir vikið leitum við svara í göldr-
um.“ Hann kvaðst jafnframt telja
þessa tilhneigingu eiga ævaforn-
ar rætur. Rætur sem teygja sig
allt til þess tíma er ráðgjafar
grískra konunga til foma sendu
þá á fund véfréttarinnar í Delfi
eða annarra áreiðanlegra heim-
ilda um ókomna tíma. Meira að
segja Sókrates ráðlagði fólki að
leita svara hjá véfréttinni í Delfi
og það ráð tengdist ekki á neinn
hátt því að véfréttin sagði
Sókrates vera greindasta mann
sem uppi hefði verið. Það þarf
vart að taka fram að hann var
tekinn af lífi árið 399 fyrir Krist
- að fyrirskipan 280 álíka nú-
tímalegra hugsuða og grísku
þingmennirnir 61 era árið 1997
eftir Krist - sakaður um að
spilla æskunni.
Öðruvísi jólaskreytingar
Full búð af nýjum gjafavörum
Allar skrcytingar unnar af fagmönnum
Sjón er sögu ríkari
blómaverkstæði
INNA:
Skólavöröustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090|
BOKHALDSHUGBÚNAÐUR
fywWINDOWS
Fyrir árið 2000
F1KERFISÞRÓUN HF.
l±hJ Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun