Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ TÚSSMYNDIR Guðjóns af húsum á Akranesi. Ljósm.Sigurgeir AP sýningu Guðjóns í Akogeshúsinu í Eyjum. Eyjasportið hans Gauja í Gíslholti Hann Guðjón Olafsson í Eyjum var að „mixa“ jólakortin þegar Elín Pálmadóttir sló á þráðinn til hans. 130 sérteiknuð kort og engin tvö alveg eins. Dreif sig beint í það eftir að hafa opnað tvær myndlistar- sýningar, í Vestmannaeyjum og á Akra- nesi. A öðrum árstíma er hann auk vinn- unnar að bjástra úti í Suðurey, að hvetja knattspyrnuliðið sitt IBV eða stunda annað dæmigert Eyjasport. ETTA kom allt af sjálfu sér, sagði Gaui í Gíslholti eins og hann oft kallaður í Vest- mannaeyjum, þegar hann var spurður hvemig hann færi að því að stunda öll sín fjölbreyttu áhugamál. Starf hans tengist auðvitað fiski, hann sér um afla- og birgðahald hjá Vinnslustöðinni, fylgdi Fiskiðjunni þangað þegar fyrirtækin sameinuð- ust. Starfsaldurinn er orðinn 40 ár samanlagt. Faðir hans var formað- ur á báti og hann var alinn upp á bryggjunum frá því hann var peyi og áhuginn á sjónum lá beint við. En hann var alltaf sjóveikur svo það kom vart til greina sem ævistarf. í 40 ár átti hann með góðum félögum trillu, sem þeir léku sér á, eins og hann orðar það. Þar var ekki skipt um áhöfn á hverju ári. Guðjón ætlaði sér raunar að verða myndlistarmaður og var í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1955-57, enda hafði hann verið síteiknandi frá því hann var lítill drengur. En þá lenti hann í slysi, fékk blóðeitrun í vinstri hönd- ina og átti í því í heilt ár. Höndin var meira og minna sundur skorin og stirð. „Maður var svoddan hrak- fallabálkur, allt af að meiða sig. Það var ekki alltaf lognmolla í kring um mann,“ segir Guðjón. Þá bauðst honum vinna á skrif- stofunni hjá Fiskiðjunni og hann ílentist þar. En hann hætti ekki að mála og teikna. Það má öliu venjast og það bjargar að þetta var vinstri höndin, sagði hann þegar hann var spurður hvort höndin bagaði hann. Þurfti svosem ekki að spyrja þegar litið er á þessar íðilfínlega teiknuðu h'nur í myndunum á kortunum, sem maður fær árlega. Eða sér mynd- irnar hans. Þær stóðu innrammaðar með öllum veggjum og upp við hús- gögn á heimili þeirra Hólmfríðar SEQLAQEHDiN Ey)aslóð 7 Reyk|avík tlmUI I 1100 GUÐJÓN Ólafsson frá Gíslholti við eina af myndum sínum í Vestmannaeyjum. Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings þegar blaðamaður var ferð í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu. 76 vatnslitamyndir rétt ófamar á sýn- ingu í Akogeshúsinu í Vestmanna- eyjum, sem er rétt nýlokið og koma ekki aftur nema um tíu stykki. Hin- ar prýða veggi á öðrum heimilum um jólin. Og þama vora til viðbótar 70 túss- myndir af húsum, rétt ófamar á sýningu á Akranesi, sem enn stend- ur yfir í galleríinu hjá honum Helga Dan og sonum. Hvemig kom það til? Guðjón hef- ur ekkert verið að sýna út um hvippinn og hvappinn um ævina. Hugmyndin kom irá Helga Dan, knattspyrnumanni og rannsóknar- lögreglumanni, sagði Guðjón, ann- ars hefði hann aldrei látið sér detta þetta í hug. Helgi hafði séð húsa- teikningarnar hans frá Vestmanna- eyjagosinu í bók Guðjóns Armanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjabyggð og eldgos, og stakk upp á því að hann kænti upp á Akranes til að vinna myndir af húsum þar. Fyrir hans áeggjan fór Guðjón upp á Akranes, skoðaði sig um, tók ljós- myndir og rissaði. Afraksturinn era þessar 70 tússteikningar, sem nú eru til sýnis á Akranesi. Og hann var rétt nýkominn heim til Eyja frá opnun sýningarinnar á Akranesi, í slíku stuði að hann var að fara beint í jólakortin. Helgi kom mér af stað aftur. Þeg- ar ég var laus við myndirnar af Akranesi fór ég að gera vatnslita- myndimar. Var eins og ég væri laus úr álögum og þráði að komast í vatnslitina. Áður var ég orðinn svo- lítið þreyttur á öllu saman“, segir Guðjón. Jólahangiketið úr Suðurey Guðjón situr sjaldan auðum höndum. Viðfangsefnin virðast árs- tíðabundin. Hver hlutur hefur sinn tíma í hans lífi. Hann er Suðurey- ingur, í hópi úteyjamanna sem á vorin fara í eyjar til eggjatöku og til lundaveiða í júlí og fram í miðjan ágúst. Því fylgir fleira og er hluti af tilverunni, segir Guðjón og bætir við að svo þurfi að sitja yfir ánum þarna úti. Úti í Suðurey eru þeir með kindur, sem ganga úti allan ársins hring. í desember fara þeir þangað út með hrútinn og leyfa honum að leika sér að vild. Sauð- burður er viljandi seint hjá þeim eyjamönnum, upp úr 15.-20. maí, svo veður sé farið að lagast. Þetta er allt úthugsað. Þeir rækta kollótt Nýjar sendingar frá Indlandi og Mexíkó m.a. mikið úrval af kommóðum Opið sunnudaga kl. 13-17 Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, sími 554 6300. fé til þess að burður sé ekki eins erfiður, ef þeir skyldu ekki komast út í eyjar vegna veðurs. Annars skiptast þeir á um að sitja yfir ánum um sauðburðinn, og era þá í 4-5 daga hver hópur, finnst það mann- eskjulegra. Þeir era um 25 félag- arnir og fara 2-3 saman. Það var ástæða til þess að þeir fóru að hafa fé þarna úti. Upphaflega var það gert til þess að eyjan væri betri yf- irferðar fyrir þá sjálfa. Féð býr til fjárgötur. Það er hagkvæm leið til stígagerðar. Kindakjöt er líka bú- bót. Guðjón segir að þeir taki á haustin sauði heim, sem er jóla- hangikjötið hjá þeim. Annars segir hann að þetta sé orðinn skemmti- legur kapituli í lífinu. Sjálfur var hann alinn upp við kindur og kýr á heimilinu í Gíslholti. Og þetta er stór hluti af tilveranni. Fleira skipar veglegan sess í til- vera Guðjóns Ólafssonar. Hann var knattpyrnumaður á yngri árum og keppti að sjálfsögðu með Tý. Hann var alltaf Týrari, en í dag jafnharð- ur I.B.V.-ari, eftir að búið var að sameina Tý og Þór. Hefur stutt fé- lagið, borgar í það eins og sjúkra- samlagið, og fylgir því á leikjum þegar fer að líða á í bikarúrslitun- um. Dálætið má marka af því að eldri sonur hans var skírður Ólafur Týr. Hann er nú kennari í Vest- mannaeyjum og býr með fjölskyldu í húsi beint á móti þeim hjónum. Hinn sonurinn Osvaldur er tónlist- arkennari á Dalvík. Hólmfríður Ólafsdóttir, kona Guðjóns, var heilsugæsluforstjóri í Eyjum en var komin á „99 ára“ reglu opinberra starfsmanna og nýtti það í sumar til að hætta. Guðjón lifir fjölbreyttu lífi og dettur ekki í hug að flytja úr Vest- mannaeyjum og „suður“ eins og kitlar gjaman landsbyggðarfólk. Þegar haft er orð á þessu við hann játar hann því, hann sé nú bara að komast til ára sinna, orðinn 62ja ára gamall. „Magnús Kjartansson tón- listarmaður sagði einhvern tíma svo spaklega að þegar maður væri kom- inn á þennan aldur þá ætti maður enga framtíð, bara fortíð. Mér fannst nokkuð til í þessu. En ég held bara að hann Helgi Dan hafi núna skapað mér framtíð með þessu“, sagði Guðjón að lokum, sem gefur fyrirheit um að hann sé hreint ekki hættur að teikna eða mála. „Bókin er komin út og fæst í bókaverslunum um ailt land. T/mamótabók eftir mann sem liggur ekki á skoðunum sínum um möguleika okkar sem þjóðar til að þróast á hærra stig og verða fynrmyml öðrum þjóðum til eftirbreytni".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.