Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 12

Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ef hljóðfæraleikararnir eru ánægðir er hljómurinn fallegur Hvað geta verkamaður, tónskáld, flug- stjóri, læknir og þroskaþjálfí átt sam- eiginlegt? Anna G. Olafsdóttir hefur komist að því að þverskurður þjóð- félagsins hefur unun af því að mynda samhljóm eitt síðkvöld í viku í Neskirkju. Nú verður ekki slegið slöku við enda nálgast jólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna óðfluga. EKKI vita allir að í Reykjavík eru starfræktar tvær sinfón- íuhljómsveitir því fyrir utan Sinfóníuhljómsveit íslands er til Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Eins og nafnið gefur til kynna hafa hljóðfæraleikararnir ekki lífsviður- væri af leiknum og ekki er gerðar sömu kröfur um hæfni og í hinni op- inberu sinfóníu- hljómsveit. Ingvar Jónas- son, stofnandi og stjómandi Sinfóníuhjjóm- sveitarinnar, upplýsir að megináherslan sé heldur ekki alveg sú sama. Sinfóníuhljóm- sveit áhuga- menna leggi nefnilega mest upp úr gleðinni. „Ef hljóðfæraleikamir eru ánægðir er hljómurinn fallegur," segir hann léttur í bragði. Ingvar er sjálfur víóluleikari og lék á víólu með Sinfóníuhljómsveit íslands þar til hann tók sig upp ásamt fjölskyldunni og flutti til Málmeyjar árið 1972. Hann lék með sinfóníuhljómsveit og kenndi við tónlistarháskólana í Málmey og síð- ar Gautaborg næstu 9 árin. Ekki var Svíþjóðardvölinni þar með lokið því að fjölskyldan flutti sig um set og Ingvar lék með ópera- hljómsveitinni í Stokkhólmi til árs- ins 1989. Nú var ákveðið að halda heim á leið og lék Ingvar með Sin- fóníuhljómsveitinni og kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík þar til hann lét af störfum vegna aldurs í fyrrahaust. Hann segist hafa kynnst starfí áhugamanna sinfóníuhljómsveita í Svíþjóð. „Við heimkomuna nefndi ég við Jón Nordal, skólastjóra Tón- listarskólans í Reykjavík, að löngu væri orðið tímabært að Reykjavík stát- aði af áhuga- manna sinfóníu- hljómsveit eins og flestar aðrar menningarborg- ir í Evrópu. Hann tók hug- myndinni vel og kynnti mig fyrir þremur mönnum úr gamalli áhugamanna sinfóníu- hljómsveit Garðars Cortes. Með lið- sinni þremenninganna, Páls Einars- sonar, Jakobs Hallgrímssonar og Leifs Benediktssonar, var hljóm- sveitin endurvakin og valið nafnið Sinfóníuhljómsveit áhugamanna,“ segir Ingvar og tekur fram að hljómsveitin hafi starfað óslitið frá stofnun árið 1990. Engin inntökuskiiyrði Hljóðfæraleikararnir eru á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Stærsti hópurinn hefur aldrei haft lífsviðurværi af tónlist- MARGRÉT María Leifsdóttir, Þorvaldur Steingrímsson og Jakob Hall- grímsson víóluleikarar. MARGRÉT María með kaffibollann á örstuttum aðalfundi íhléi. inni. Aðrir eru tónlistarnemar og enn aðrir eru í hlutastörfum eða hafa látið af störfum á sviði tónlist- ai’innar. „Lengi vel áttum við af og til í erfiðleikum með að leysa af hljóðfæraleikara í forfóllum og því þurftum við stundum á því að halda að kalla til svokallað „björgunarlið“ úr sinfóníuhljómsveitinni. Nú er ástandið betra og ekki þörf á viðbót nema hvað alltaf er hægt að bæta við strengjahljóðfærum. Allir eru velkomnir og ekld sérstök inntöku- skilyi’ði,“ segir Ingvar. Hann viður- kennir hins vegar, þegar frekar er gengið á hann, að hafa stundum miðað við að viðkomandi hafí lokið fjórða stigi í hljóðfæraleik. „Annars er um að gera að koma og prófa því viðkomandi er auðvitað besti dóm- arinn sjálfur." Nú eru um 40 hljóðfæraleikarar í hljómsveitinni og fara æfingar fram einu sinni í viku. „Við höfum notið góðvildar kirkjuyfirvalda og fengið afnot af Neskirkju endurgjaldslaust til æfinga á þriðjudagskvöldum. A móti höfum við komið fram með kórnum einu sinni á ári. Núna er að koma að næstu tónleikum í Nes- kirkju 17. desember. Aðalverkið er jólakonsert Corellis og era einleik- arar á fiðlu Ásta Óskarsdóttir og Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir og á selló Páll Einarsson,“ segir Ingvar og tekur sérstaklega fram því til viðbótar að framflutt verði ný út- setning Atla Heimis Sveinssonar á fjórum lögum. Tónleikaferðalög efla andann Ingvar segir að haldnir séu þrennir til femir stórir tónleikar ári. Tvisvar hafi verið farið í tón- leikaferðalag til ísafjarðar. „Ég hef rekið mig á hversu gott er fyrir andann í hljómsveitinni að farið sé í tónleikaferðalög enda gefst oft lítill timi til að tala saman og kynnast á æfingum. Sama er uppi teningnum í atvinnumanna hljómsveitum. Þó svo að fólk sitji hlið við hlið og tali sam- an í 15 til 20 mínútna pásum kynnist það yfirleitt ekki almennilega fyiT en á ferðalögum. Hópurinn þjapp- ast saman og því fer ekki fjarri að hljómurinn verði annar á eftir,“ seg- ir Ingvar. Hann segir að hljómsveitin hafi gjarnan lengt dvöl í Skálholti í tengslum við tónleika til að eiga saman nokkra daga. Eftir tónleika í Reykjavík sé gjarnan farið út enda sé heldur tómlegt að fara beina leið heim. Tvisvar hefur hljómsveitin leikið við háskólahátíð og var tæpt á því í síðasta tölublaði Háskólatíð- inda hvort til greina komi að veita hljómsveitinni aðstöðu innan Há- skólans og nýta krafta hennar betur í þágu hans. Ingvar segir slíkt fyrir- kbmulag vel geta komið til greina. Draumaferð til Færeyja Draumurinn er að fara í tónleika- ferðalag til Færeyja. „Færeyingar eiga ekki atvinnusinfóníuhljómsveit. Eina sinfóníuhljómsveitin er áhuga- mannahljómsveit eins og okkar og draumurinn er að halda tónleika með henni í Færeyjum. Sá hængur er á að Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna er ekki rík og sér því ekki fram á ferðalög alveg á næstunni. Annars höfum við verið að grínast með að með sama áframhaldi með Beethoven sinfóniurnar verði sú ní- unda á dagskránni árið 2000. Ekki væri úr vegi að flytja hana með frændum okkar í Færeyjum alda- mótaárið," segir Ingvar og tekur fram að Færeyingamir vilji endi- lega fá islenskt söngfólk með hljóm- sveitinni. Ingvar segir að skróp sé ekki á dagskrá hjá neinum í hljómsveit- inni. „Hljóðfæraleikaramir eru í hljómsveitinni af brennandi áhuga og því er skróp aldrei á dagskránni. Hins vegar getur auðvitað komið fyrir að fólk komist bara alls ekki. Stundum vill t.d. svo til að flugstjór- inn er í New York á þriðjudögum. Ein kona í hljómsveitinni eignaðist barn og missti úr eina æfingu! Önn- ur kona var ekki viss um hvort hún treysti sér með til ísafjarðar enda komin langt á leið og fékk á endan- um fæðingarlækninn til að koma með. Hann notaði tækifærið og brá sér á skíði í skíðalandi ísfirðinga á meðan hljómsveitin hélt tónleik- ana.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.