Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 13 Jarðvísindi fara vel saman við sellóleik MÉR FINNST fara ágæt- lega saman að vera jarð- vísindamaður og sellóleik- ari. Ekki er heldur óalgengt að vís- indamenn séu á kafi í tónlist. Hvor tveggja felur í sér skapandi hugs- un. Tónlistin felur í sér tjáningu og ef vísindamenn eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar með orðum eins og stundum er haldið fram ætti tónlistin að hjálpa til,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands, og sellóleikari og stjórnar- formaður Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í hjáverkum. Tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi Páls. „Tónlist var höfð fyrir okkur systkinunum alla tíð. Ég var heldur ekki hár í loftinu þegar ég fór að læra á blokkflautu í Bamamúsíkskólanum. Eftir að hafa kynnst blokkflautunni varð sellóið fyrir valinu í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Selló var þá ekki orð- ið jafn þekkt hljóðfæri og nú og því var ekki óalgengt að fólk ræki upp stór augu við að sjá lítinn strák burðast með stórt selló á götunni. Nú kippir sér enginn upp við að sjá bam á gangi með selló,“ segir Páll. Leikið með námi og starfi Hann segist hafa lært á sellóið frá 10 ára aldri til tvítugs. „Tvítug- ur varð ég að taka ákvörðun um hvað ég vildi gera í framtíðinni. Sú ákvörðun varð mér erfið enda sell- óið kært. Niðurstaðan varð hins vegar að ég hóf nám í eðlisfræði í Þýskalandi eftir stúdentsprófið. Hljóðfærið fór með og ég var svo heppinn að hafa tækifæri til að spila með háskólahljómsveit í Þýskalandi og síðar í annarri með framhaldsnámi á sviði jarðvísinda í Bandaríkjunum," segir hann og segist aðspurður aldrei hafa iðrast þess að hafa valið vísindin því hann hafi nánast alltaf haft tækifæri til að leika á sellóið með námi og starfi. Eftir heimkomuna lék Páll með Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur sem var áhugamannahljómsveit undir stjóm Garðars Cortes. „Gár- ungamir kölluðu hljómsveitina stundum „Vitlaustu sinfóníuna" en hún var hin ágætasta og lék víða, fór t.a.m. í tónleikaferðalag um Morgunblaðið/Ásdís ÁSTA segir að því miður þurfi hún sennilega að skrópa á síðustu æf- ingunni fyrir tónleikana í Neskirkju því að hún eigi að fara i próf dag- inn eftir. Allir leggja sig fram „ÉG BÝST við að við Ieggjum meira uppúr félagsskapnum en gert er i venjulegri atvinnu- manna sinfóníuhljómsveit. Hins vegar fer því fjarri að við séum að fúska því að allir leggja sig fram um að útkoman verði eins góð og best verður á kosið. Hljóðfæraleikaramir æfa sig heima og ef á þarf að halda em haldnar raddæfingar. Eftir tón- leika viljum við sanngjarna um- fjöllun. Að tekið sé fram hvað hafi verið gert vel og hvað ekki svo að hægt sé að gera betur og betur," segir konsertmeistarinn Ásta Oskarsdóttir. Ásta stundaði tónlistarnám frá 5 til 19 ára aldurs á Akur- eyri. Að því loknu nam hún hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í eitt ár. „Eg hætti af því að mig lang- aði í háskólann. Nú er ég á þriðja ári i tannlækningum. Meðfram hef ég reynt að halda mér í æfingu, t.d. með því að leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kenna og leika dinnertónlist," segir hún og tek- ur fram að eflaust hafi mestu skipt að hún hafi verið með í Sinfóníuhljómsyeit áhugamanna í um þijú ár. „Ég hef reynt að mæta á hverja einustu æfingu og alveg sérstaklega af því ég er konsertmeistari í vetur. Annars er yfirleitt nyög vel mætt. Að- alástæðan er væntanlega ábyrgðin. Við emm að vinna að sameiginlegu markmiði og verð- um því að treysta hvert á annað. Ekki er heldur svo mikið um að vera á þriðjudagskvöldum. Ætli flestir sætu ekki bara fyrir framan sjónvarpið ef ekki væm æfingar," segir Ásta og tekur fram að ágæt tilbreyting sé falin í því að skreppa út, spila og njóta um leið félagsskapar hinna hlj óðfæraleikaranna. Ásta nefnir að hljómsveitin fari sístækkandi. „Ingvar er al- veg frábær stjómandi og svo hvetjandi að ég held að enginn hafi hætt í hljómsveitinni ótil- neyddur. Hann er heldur ekki lengi að hafa uppi á erlendum liljóðfæraleikurum, t.d. au pair stúlkum, til að leika timabundið með hljómsveitinni. Hópurinn er því sífellt að stækka. Nú þarf því ekki lengur að kaila til auka- hljóðfæraleikara fyrir tónleika eins og oft þurfti að gera á fyrstu áranum." Ásta segir að sumir í hljóm- sveitinni hafi reynslu af því að spila í svipuðum hljómsveitum erlendis. „Ein hefur t.d. spilað í áhugamannahljómsveit í Bret- landi. Hún hefur verið að hvelja okkur til að gera meira saman, t.d. fara á pöbb eftir æfíngar og tónleika, eins og gert er þar. ís- lendingar em minna fyrir svo- leiðis en stundum bregðum við auðvitað undir okkur betri fæt- inum. Félagsskapurinn er fínn og engin rígur á milli hópa hljóðfæraleikara með ólík hljóð- færi. Allir tala við alla og hópur- inn blandast vel.“ Morgunblaðid/Árni Sæberg PÁLL mundar bogann undir málverki eftir myndlistarmanninn og flautuleikarann Arngunni Ýr. Amgunnur fékk lánað línurit úr jarð- skjálftamæli hjá Páli til að gera myndir með tilvísun til jarðvísinda vorið 1996. Páll sagði henni að nýafstaðin jarðskjálftahrina í jöklinum gæti verið undanfari goss og hún málaði því ímyndað fjall í kjölfar eld- goss. Aðeins liðu nokkrir mánuðir þar til fjallið varð að raunveruleika í jöklinum. Norðurland. Af hljómsveitinni spratt Islenska óperan og kraftar Garðars fóru meira og minna í óp- erureksturinn. Önnur starfsemi sveitarinnar lognaðist því út af.“ Hugmyndin kvisaðist út Páll lék með Islensku hljóm- sveitinni í nokkur ár en það var kammerhljómsveit atvinnumanna sem starfaði af krafti undir stjóm Guðmundar Emilssonar. „Eftir heimkomu Ingvars frá Sviþjóð kvisaðist út að vilji væri fyrir því að reyna aftur að starfrækja áhugamannasinfóníuhljómsveit. Við hittumst nokkrir á fundi og ákváðum að slá til árið 1990. Okkur gekk heldur dræmt að safna í hljómsveitina til að byija með enda þurfti oft töluvert til að fólk færi að dusta rykið af hljóð- færunum. Fyrsta misserið voru því eingöngu strengjaleikarar í hljóm- sveitinni. Blásarar komu á öðru misseri. Smám saman fjölgaði svo í hópnum Núna er kominn býsna góður og sterkur kjarni. Aðrir koma og fara eins og gengur." Páll segir að reglulega séu haldnir tónleikar enda sé nauðsyn- legt að geta steftit að sameiginlegu markmiði. „Hljómsveitin er hins vegar fyrst og fremst til af því að okkur þykir svo gaman að spila. Maður kemur endumærður heim af æfingum á þriðjudagskvöldum. Ég hef stundum heyrt söngfólk í kórum tala um sömu tilfinningu. Að fá útrás við að verða hluti af fal- legum samhljóm. Annars konar ánægja fæst út úr því að takast á við erfið verkefni. Að ráðast í erfitt verkefni og finna um leið framfarir hjá sjálfum sér og öðrum. Með því eykst styrkur hljómsveitarinnar og hægt verður að velja erfiðari og erfiðari verkefni," segir Páll. Hann minnist á að félagsskapur: inn í hljómsveitinni sé frábær. „í hljómsveitinni er fólk á öllum aldri allt frá unglingum upp í öldunga úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Ann- ars hef ég svo oft upplifað hvemig tónlistin getur brúað bil á milli ólíks fólks, menningarheima og þjóðfélaga; með hljóðfærið sér við hönd er maður t.d. ekki lengi að eignast vini og verða hluti af stærri hópi í útlöndum.“ Hljómsveitin hlaut í fyrsta skipti opinþeran styrk til starfsemi sinn- ar á þessu starfsári, 300.000 kr. frá Reykjavíkurborg. „Styrkurinn var okkur afar dýrmætur. Við gátum keypt nótur og sýnt einleikurum og einsöngvumm smá lit. Styrkurinn hefur gert okkur bjartsýnni og djarfari." * Ometanlegt að geta leitað á náðir tónlistarinnar LÖGFRÆÐIN og tónlistin era tveir gjörólíkir heimar og bæta hvor annan upp. Ég get vel ímyndað mér að með því að sökkva sér algjörlega á kaf í tónlist- ina geti tónlistarmenn einangrast svolítið frá umheiminum. Að vera í öðra og geta leitað á náðir tónlist- arinnar er því alveg ómetanlegt," segir Ragnheiður Elfa Þorsteins- dóttir, deildarstjóri í umhverfis- ráðuneytinu, og fiðluleikari í Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Ragnheiður hefur lært á fiðlu frá 6 ára aldri. „Ég velti því fyrir mér á tímabili á unglingsárunum hvort ég ætti að snúa mér alfarið að fiðlunni. Sú hugmynd varð hins vegar fljót- lega undir, enda gerði ég mér grein fyrir því hversu erfitt yrði að lifa og starfa við hljóðfæraleik. Eftir stúd- entsprófið varð lögfræði fyrir val- inu og fiðlan fylgdi mér áfram. Óneitanlega var tíminn hins vegar af skomum skammti og eftir að ég lauk lögfræðiprófi ákvað ég að taka mér tak og tók 8. stigið við Tónlist- arskóla Reykjavíkur undir leið- sögns hins frábæra fiðlukennara Lin Wei vorið 1994. Að því búnu sneri ég mér nær alfarið að lög- fræðinni," segir Ragnheiður. Æfingar ganga fyrir Ragnheiður segist hafa leikið með hjjómsveitinni meira og minna frá byrjun. „Stundum hafa orðið hlé eins og þegar ég var í framhalds- námi í Édinborg. Annars hafði ég gott tækifæri til að halda mér í þjálfun á meðan á náminu stóð því að ég lék með áhugamannahljóm- sveit í háskólanum. Sú reynsla var mjög skemmtileg enda er mun meiri hefð fyrir áhugamanna sin- fóníuhljómsveitum úti en hér. Mig minnir t.d. að þrjár hljómsveitir hafi verið starfandi í háskólanum og 2 eða 3 í borginni sjálfri," segir hún og tekur fram að gaman verði að fylgjast með því hver þróunin verði í hljómsveitinni hér heima. „Annars hef ég tekið eftir og fund- ist gaman að fylgjast með því hvað hjjómsveitin hefur verið að taka miklum framforam. Þó ekki á kostnað andans því að andinn er alltaf jafnléttur." Ragnheiður segist láta æfingarn- ar ganga fyrir nánast öllu öðra á MorgunblaðUVÁsdís RAGNHEIÐUR með soninn Olaf Jens. þriðjudagskvöldum. ,^AJlt annað sit- ur einfaldlega á hakanum enda er hljómsveitin mér algjörlega ómet- anleg. Tónlistin hreinsar hugann og lætm- mann gleyma öllu amstri hversdagsleikans,“ segir hún. Hún segir að með því að spila í tvo og hálfan tíma á viku á hljóð- færi haldi hljóðfæraleikarar sér ótrúlega vel við. „Ég hvet bara alla með tónlistarnám að baki til að taka upp hljóðfærið og nýta þar með þekkingu sína.“ Ragnheiður kímir þegar hún er spurð að því hvort rétt sé að hún hafi lagt svo mikið upp úr þvi að fara í tónleikaferð til ísafjarðar, komin átta mánuði á leið, að hún hafi tekið fæðingarlækninn með. „Nei, ekki alveg,“ segir hún. Jens Guðmundsson fæðingarlæknir kom með til ísafjarðar til að fylgja syni sínum í hljómsveitinni. Ég kynntist honum í ferðinni og sagði við hann að skilnaði á flugvellinum að gaman væri ef hann tæki á móti barninu. Hann svaraði því til að hann væri yfirleitt ekki viðstaddur nema ef eitthvað kæmi uppá. Það rættist hins vegar því sonur minn Ólafur Jens var tekin með keisaraskurði og sá naftii hans um það.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.