Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 11U eldhúsborðið. „Við lærðum sem smástrákar að nota hníf,“ segir Páll sem hefur ákveðið að kenna öðrum hnífagerðarlistina til að efla hana hér á landi. Honum finnsW heillandi að tveir hnífar eru aldrei eins og hugsar með hrolli til inn- fluttra „íslenskra" minjagripa: í könnun Ferðamálaráðs á liðnu ári mátu erlendir ferðamenn ís- lenska minjagripi á einkunnarbil- inu 0-10 og niðurstaðan varð sex, sem verður að teljast fremur léleg einkunn. Páll segist vita skýring- una: „Hingað eru fluttir inn fjölda- framleiddir gripir frá Tævan og Kína, ég sá til dæmis um daginn sænska dalahestinn í íslenskum fánalitum,“ segir hann og mátaiÉt' blaðið í skaftið - og gleymir heimskunni fyrir utan. Hann hefur útbúið beinflísar úr dökku hrúts- homi til að festa ofan og neðan á skaftið. Festir blað í skafti. Hnífur dreginn úr slíðri SKREYTING. Fjörutíu ára gamall tannlæknabor notaður til að gera víkingagrímu á hnífsskaftið, gert úr homi sem fellur vei í hendi. táknum eins og litlu sólartákni sem finnst meðal flestra forn- þjóða.“ Smiðurinn færir sig upp á skaftið Hann handleikur hreindýrshom- ið sem hann hefur sagað, borar fyr- ir blaðinu, mátar í hendi og veltir því fyrir sér hvort þau hæfl öragg- lega hvort öðru - á meðan fljúga páfagaukar úr opnu búri um vinnu- stofuna. Nú teiknar hann víkingagrímuna á skaftið og segir sögu: I sumar kom ungur ítalskur maður í Gallerí hnoss á Skólavörðustíg - þar sem ég er með hnífa til sölu. Hann var þar lengi og gat ekki lagt frá sér einn hnífinn sem passaði honum svo vel í hendi. Að lokum sagði hann: „Ég verð viku á landinu og ef mér tekst að lifa svo sparlega að ég geti keypt hnífinn kem ég aftur.“ Viku síðar kom hann og sagðist hafa lifað eins og kirkjurotta en aftur á móti ætti hann fyrir hnífn- um. Nú tekur við þriggja tíma vinna hjá hnífasmiðnum við að skera út teiknaða myndina og sólarhringina á skaftið. „Þegar það er búið fer ég með sandpappír um skaftið, fínni og fínni pappír eftir því sem á líð- ur,“ segir smiðurinn. Hann leggur sig í framkróka við að hanna eigin hnífa en apa ekki upp eftir öðrum, þótt viðmiðin séu til dæmis hnífar sem hafa fundist heillegir í dönskum mýrum. „Hnífar hafa líka fundist sem eigend- HNÍFURINN. Fullgert verkið, 12 sentimetra blað, 13 sentimetra skaft og slíðrið rautt undir. Páll, „finn horn sem fellur vel í hendi kaupandans. En hnífsblaðið má samkvæmt íslenskum lögum ekki vera lengra en 12,5 sentí- metrar." Hnífur er háður áhugamálum eigandans. Páll gerir hnífa handa veiðimönnum og miðar við hönd þeirra og ætlunaiverk: A að veiða fisk, fugl, dýr? Hann er jafnvígur á fjölnota hníf í eldhús og sérhníf handa hestamönnum en þá er gald- urinn að geta með öðram enda hans hreinsað upp úr hófi. Á vinnuborði Páls liggur til dæmis hnífur með tréskafti löguðu eins og lax. „Skreytingarnar era oft dýramyndir, mannamyndir eða rúnir,“ segir Páll, „reyndar hef ég sérstakan áhuga á að skreyta þá með víkingatáknum og algildum urnir virðast hafa tínt fyrir 10 öld- um. Þeir þekkjast á því að vera nær ónotaðir." Faðir Páls og Bjarna Þórs hand- verksmanna, Kristján Pálsson, var lærður smiður og Páll minnist þess að hann smíðaði úr ýsubeini við Vinnustofan klæðir hnífasmiðinn vel. Hún er grófgerð og jafnt hús- gögn, munir sem verkfæri fram- andi tölvuvæddum skrifstofumönn- um. Annar handverksmaður, Sveinn Magnússon, á þó flesta munina eins og risaskjaldböku úr jámklump, Tré-Krist á krossi og lampa líkan blómum í potti. „Það er góður andi í húsinu," staðfestir Páll sem formar nú mótar hrárandað nautsskinn eftir lögun blaðsins - sem hann lætur svo liggja í bleyti í 4-5 klukku- tíma. Sporhjól rúllar nú eftir því til að merkja bilið milli gatana, í kjöl- farið stingur hann svo í með al, loks verður það saumað með vax- bornum hörþræði. „Ef þetta væri hestamannaímífur væri kjörið að sauma með hrosshárum,“ segir Páll. Blaðið með eggina klædda viðar- flísum smýgur í slíðrið sem kreppif®*’ að. Páll leyfir þeim að falla hvort að öðru, tekur blaðið reglulega úr og stingur aftur í. Það þarf að fylgjast með hvernig það þornar. Hann gefur því ljósrauðan og dökkan lit. Páll hefur stundum leikið sér að því að fella saman roð og leður til að fegra slíðrið eigi það við: Laxaroð í slíðri laxahnífs! Handtökin era mörg og Páll ber skósvertu yfir víkingagrímu skafts- ins og segir sögu sem aftur gerist í Gajlerí hnoss: I sumar komu nokkrir ástralskir kaupsýslumenn í galleríið. Þeim virtist líka vel íslenska handverkið og gáfu sig á tal við afgreiðslufólk^ ið. Þeir sögðust hafa verið gestír hjá íslensku fyrirtæki og verið leystir út með japönskum arm- bandsúram með merki fyrirtækis- ins, „en,“ sögðu þeir, „þeim hefði verið nær að gefa okkur eitthvað af ykkar verkum, það hefðu verið minjagripir í lagi.“ Hmfur í höndum manns Páll nuddar nú skósvertuna af og fægir skaftið. Skreyting hefur öðlast dýpt. Hann segir að tíu ára gamall sonur hans hafi nýlega fylgst með honum að störfum og sagt eftir nokkra umhugsun: „Pabbi, þú hefur bara þroskast dá- lítið í þessu.“ „Bömin mín segja ap'ð- ég sé alltaf að tína upp eitthvert drasl,“ segir Páll, „í fjöruferðum sting ég á mig beinum, steinum og öðram verðmætum, sem í annarra augum er bara drasl.“ Gamall gormur úr bíl, bútur úr hreindýrshomi, hrútshom, leður- stykki og þráður - ekki lengur á borðinu heldur glampandi stál á skefti og sterkt slíður: 25 sentí- ----------------- metra langur hnífur hef- Á að veiða ur orðið til í höndum fisk, fugl eða manns- ferfætling? Hjátrú um hnífa Hníf má nota til varnar illu. Hníf skal ekki gefa elskhuga sínum, því þá skerst í odda með þeim. Liggi hnífar í kross boðar það feigð. Brotni hnífur veit það á illt. Falli hnífur á gólf og standi þar upp á enda, er von á gesti. Rekist. hnífar saman veit það á þuiTviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.