Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 19
FRÉTTIR
Fjáröflun til kaupa á
leysi-skurðlækningatæki
STYRKTAR- og sjúkrasjóður
verslunarmanna í Reykjavík stend-
ur fyrir átaki í fjáröflun til kaupa á
leysiskurðlækningatæki, en helstu
kostir þess eru m.a. að með notkun
þess styttist biðlisti eftir aðgerð í
blöðruhálskirtli, legudögum á
sjúkrahúsi fækkar að jafnaði um
þrjá daga og færri veikindadagar
verða frá vinnu. Allir þessir þættir
eru þjóðhagslega mikils virði auk
þess að með kaupum á þessu leysi-
tæki styttir það þjáningartíma
þeirra sem á slíkri aðgerð þurfa að
halda,“ segir í fréttatilkynningu.
Styrktar- og sjúkrasjóður versl-
unarmanna í Reykjavík, sem stofn-
aður var 24. nóvember 1867, er
sjálfstæður sjóður og elsti starfandi
sjóður hér á landi. I tilefni 130 ár af-
mælisins voru veittar 500.000 krón-
ur til kaupa á þessu mikilvæga
skurðlækningatæki og auk þess
munu sjóðsfélagar beita sér fyrir
átaki í þjóðfélaginu til kaupanna en
það mun kosta um 14 til 15 milljónir
króna.
Formaður átaksnefndar er Jó-
hannes Jónsson í Bónusi en auk
hans eiga sæti í nefndinni Lárus
Blöndal Guðmundsson, fyrrum bók-
sali, Olafur Maríusson, fyrrum
kaupmaður í P&Ó, Ólafur Ágúst
Ólafsson, stórkaupmaður í Rafborg,
Ragnar Borg, stórkaupmaður G.
Helgason & Melsteð, Pétur Þ. Pét-
ursson hjá Lyst með McDonalds-
matsölukeðjuna og Valur J. Ólafs-
son, kaupmaður. Formaður Styi-kt-
ar- og sjúkrasjóðsins er Ólafur
Jensson framkvæmdastjóri.
Einn sjóðsfélaganna Ketill Axels-
son hefur ákveðið að gefa 500 þús-
und krónur til kaupanna í tilefni 5
ára afmælis Kaffís Parísar þann 13.
desember 1997. Afhenti hann gjöf-
ina Guðmundi Vikari Einarssyni,
yfirlækni Jrvagfæraskurðdeildar
Landspítala Islands, á Kaffi París
að viðtöddum nefndarmönnum
átaksins og formanni sjóðsins. Það
er von Ketils Axelssonar, eiganda
Kaffis Parísar, að gjöf þessi verði
öðrum hvatning til þess að veita
þessu góða og þýðíngarmikla máli
lið,“ segir þar jafnframt.
Verðin koma á óvart.
Þetta er jólagjöfin sem konuna
dreymir um
Snyrti- og gjafavöruverslun, Laugavegi 80, sími 5611330.
Skólaslit
Lýð-
skólans
FJÓRÐU skólaslit Lýðskól-
ans verða í Norræna húsinu
þriðjudaginn 16. desember kl.
16. I tilkynningu segir að
Lýðskólinn sé skóli fyrir
framhaldsskólanemendur
sem vilji nýta sér „öðruvísi"
skóla.
Enn sem komið er er skól-
inn ekki á fjárlögum en hann
hefur verið styrktur af ýms-
um aðilum þó helst af Reykja-
víkurborg. Skólinn hefur flutt
þrisvar á tveimur árum en
hann byrjaði í Norræna hús-
inu vorið 1996. Nú í haust
hafa 30 nemendur stundað
nám í skólanum. Skólinn er í
samvinnu við marga Lýðskóla
í Skandinavíu en þar starfa
rúmlega 400 lýðskólar.
„Lýðskólinn er kjörinn fyr-
ir framhaldsskólanemendur
og nýstúdenta sem ekki hafa
valið framtíðarbraut sína og
vilja kynnast sjálfum sér og
samfélaginu út frá gagnrýn-
um sjónarhóli,“ segir enn-
fremur.
og mögnuðum myndum.“
( Stefán Jón Hafstein í Degi 9. 12. )
falinn óhemjulegur fróðleikur, settur fram
sem flestum má vera auðskilið.“
( Sigurður Blöndal í Austurlandi, 27.11.)
„ Sú frásögn er öll þess eðlis að lesanda finnst
hann sjálfur vera staddur á söguslóð.“
( Gísli Sverrir Árnason í Eystraliorni, 4.12. )
Fæst í bókaverslunum um land allt.
Verð kr. 5.990,- m. vsk.
Mannlíf, saga, náttúra
ÞJÓÐSAGAEHF
Sími: 567 1777
ffi
FJÖLL OG FIRNINDI Dreifing:
£
„í þessari bók
á tungumáli,
TÍ.
mcam USTMU«m OG Gá*F*YORUK
<T Fía ÁUSTURUÖRÖUM
Thailensldr listmunir
Ekta teppi
Vemdargripir
Ljósker
ffl!R ftandunnSð og á hreint frábæru verði!
t.d. bænamottur frá.kr. 7.800,
bronsstyttur frá.kr. 3.900
íkonar frá....kr. 2.900 „
Ikonar
Styttur
Borð
Antik
Dagana 14.-17. des
kl. 12-21 á
HOTEf
REYKJAVIK
SIGTÚNI
munlt
Jðtofnnð I9V-4-
RAÐCREIÐSLUfí