Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ
ÁT
Hai
AÐ ER orðið nokkuð síð-
sérpöntunarlisti
"ÁTVR komst í gagnið.
Hann var nokkuð lengi
að komast af stað, úrvalið var
ekki ýkja mikið í fyrstu og við-
skiptavinir voru lengi að átta sig á
þessum valkosti. Eflaust hefur
það líka haft sín áhrif að það er
meira mál að nálgast sérpöntun-
arvín en þau vín sem er að finna í
hinum almennu verslunum. Ein-
ungis ein vínbúð, Heiðrún á
Stuðlahálsi, hefur sérstaka sér-
pöntunai-deild þar sem flest vínin
á sérpöntunarlistanum er hægt
að fá beint úr hillu. í öðrum versl-
unum er hægt að panta vínin,
með einhverjum afgreiðslufresti,
yfirleitt 2-3 dagar. Þá verður að
greiða sérstakt sérpöntunargjald,
hvort sem keypt er í Heiðrúnu
eða vínin pöntuð annars staðar.
Þetta er vissulega ókostur en
breytir ekki því að sérpöntunar-
listinn er smám saman að bylta
vínúrvali því er stendur hinum al-
menna neytanda til boða. Á und-
anfömum þremur árum hefur
orðið sprenging í vínúrvali veit-
ingahúsa. Sú sprenging nær nú
einnig til okkar neytenda. Á sér-
pöntunarlistanum er að finna
töluvert fleiri vín en eru i reglu-
legu úrvali ÁTVR og þótt inn á
milli séu misjöfn vín, í einstaka
tilvikum hálfgert rusl, þá er í
langflestum tilvikum um vönduð
vín að ræða, oftar en ekki frábær
vín. Ég held að það sé óhætt að
fullyrða að aldrei áður hafi ís-
lenskum neytendum staðið til
boða jafnmörg góð vín, hvort sem
er rauðvín, hvítvín eða kampavín.
Fyrir fáum misserum voru
nær engin góð Búrgundar
og Bordeaux almenningi
aðgengileg. Nú er vandinn
að velja hvaða vín eigi að
taka.
Desembermánuður er sá
mánuður sem við leggjum
mest upp úr mat og drykk
og því væri synd að láta
miðlungs vín spilla góðri
máltíð. Þótt góð vín séu
vissulega ekki ódýr þá er
þó hægt að hugga sig við
að þau eru ekkert ódýrari,
jafnvel dýrari úti í hinum
stóra heimi, eins furðulegt
og það kann nú að hljóma.
Þótt íslensku skattaregl-
umar gerir ódýr vín dýr í
alþjóðlegum samanburði
þá eru þau mjög hagstæð
þegar dýr vín eru annars
vegar.
Eg ákvað að velja úr
nokkur þeirra vína á sér-
pöntunarlistanum sem ég
gæti helst hugsað mér
sjálfur að bera fram eða
stinga í kjallara en ákvað
jafnframt að takmarka
mig við sígild frönsk vín,
með einni undantekningu
frá Portúgal. Frakkland
er og verður helsta upp-
spretta hágæðavína í heiminum.
Þá ber að hafa hugfast að góð vín
þurfa oft langan tíma til að ná
þroska. Gjaman áratug eða leng-
ur, þótt sumum þyki auðvitað
ung, stór vín góð. Vín sem náð
hafa slíkum aldri era hins vegar
ekki fáanleg nema með mikilli
fyrirhöfn og tilkostnaði, t.d. á
uppboðum erlendis eða í finum
vínbúðum Parísar, London og
New York. Hinir hagsýnu kaupa
því risana unga og ______________________
geyma þá sjálfir. Slík Qýr vín eru
J C 1.SIV1M1II
Það hefur orðið
sprenging í úrvali
vandaðra vína sem
eru almenningi að-
gengileg hér á
landi, segir Stein-
grímur Sigurgeirsson og veltir fyrir sér
hvaða gæðavín gætu átt vel við matar-
flóru desembermánaðar.
w *** &
nokkra stund. Látið standa í 2-3
klukkustundir í karöflu, þá breyt-
ir vínið um karakter, mýkist og
breiðir úr sér. Einstaklega góð
kaup og vín sem væri athyglisvert
að geyma í nokkur ár.
Bæði vínin era á mörkum þess
að vera of ung. Framsýnir kaupa
nú og drekka jólin 1999-2002.
Chateau Mouton d’Armailhac
1993 (4.200 kr.) er nágranni
Mouton-Rothschild og í eigu
sama anga Rothschild-fjölskyld-
unnar. Vínið er enn nokkuð lokað
en þó má greina dökk sólber og
pennastokk í þungum massanum,
sem titrar af afli. Vínið stígur og
stígur í munni, það er þykkt og
stamt og situr lengi eftir. Vöðva-
og kjötmikið vín þar sem áfengur
ávöxturinn fléttast listilega sam-
an við eikina. Til að njóta þessa
víns til hins ítrasta ættu menn í
fyrsta lagi að opna flöskuna í
kringum jólin 2003. Þetta er því
tilvalin jólagjöf fyrir vínáhuga-
menn.
St.-Julien vínið Chateau Gra-
aud-Larose 1989 (4.640 kr.), frá
hinu virta Cordier-húsi, er hins
vegar farið að sýna mun meiri
þroska. I nefi lyngmói, blóðberg
og þurrkaðar kryddjurtir í bland
við sæta sultu. Upplagt vín með
rjúpum og annarri bragðmikilli
villibráð. Þótt það þoli geymslu í
»i«»
1991
Ku-.v.c
|CORT oNj
framsýni getur borgað
sig margfalt. Og hvað er
líka betra en að gefa ______
vínáhugamanninum
harðan pakka með skilyrði um að
ekki verði tappi tekinn úr næstu
fimm árin?
En ég byrja hins vegar á
reynslulistavíni sem kom nú í des-
ember og er það gott að það verð-
ur að fá að fíjóta með. Á reynslu-
listann í Heiðrúnu, Kringlu,
Eiðistorgi og Akureyri er nýkom-
ið Grand Cra vín frá Chablis. Það
er frá framleiðandanum Joseph
ekki „dýr“ á
íslandi
Drouhin, Les Clos 1993. Litur er
gullinn og djúpur, áferð þykk og
feit. Ilmur er sætur jafnt sem
steinefiiakenndur. Ögn af hun-
angi og sítrónutertu í bland við
jarðveginn. Vínið er mikið í
munni og feitt. Það býr hins veg-
ar yfir mikilli fágun er temprar
kraftinn og enginn þáttur fer
nokkum tímann yfir strikið.
Þetta Chablis-vín ætti að henta
með öllum feitum fiski, t.d. laxi,
________ rektum jafnt sem gröfn-
um, skötusel og lúðu.
Þá ætti það að geta ráð-
ið við kalkún ef fylling
________ og meðlæti er ekki yfir-
þyrmandi og sæt. Vínið
er enn ungt og býr yfír hinum
ferska þokka ungra Chablis-vína.
En þótt það sé ljúffengt nú ætti
það að verða ennþá betra eftir ein
3-5 ár.
Bordeaux
En þá að rauðvínunum og fyrst
fjögur vín frá Bordeaux-héraði,
þeirri sígildu uppsprettu franskra
gæðavína.
Chateau de Rochemorin 1994
(1.780 kr.) er vín úr smiðju meist-
ara André Lurton, eins helsta
baráttumans svæðisins Péssac-
Leognan í Graves. Lurton keypti
Rochemorin árið 1973 og endur-
nýjaði þá allan vínvið. Staðsetn-
ing þess er einstaklega góð í hæð-
unum á milli Chateau Smith-
Haut-Lafitte og bæjarins
Martillac. dimmur og jarðvegs-
mikill ilmur með þurram nokkuð
stömum ávexti í munni. Feitt
kökukrem og dökk ber. Töluverð
sýra. Klassískt Graves-vín sem
fengur er í.
Chateau Tronquoy-Lalande
1993 (1.590 kr.) er St-Estéphe-vín
í flokknum Cru Bourgeois. Vín
þetta var upphaflega flokkað sem
fjórða Cra í flokkunum áranna
1824 og 1827 en náði ekki að
halda velli í hinni endanlegu
flokkun árið 1855. Sýramikill bolti
sem tekur í fyrst eftir að flaskan
er opnuð. Bragðið einkennist af
eik, svörtum berjum, kaffi og
kjarri. Ögn grænt og hrátt í
fyrstu en gengur vel saman eftir
all mörg ár til viðbótar er það
pússað og fínt nú og fullkomið til
neyslu. Ofðið „yndislegt“ var
ítrekað notað við smökkunina.
Bourgogne
Gevrey Chambertin Premier
Cra Les Champeaux 1991 er líkt
og Chablis-vínið frá Joseph Drou-
hin og sömuleiðis nýkomið inn á
reynslulista. Litur þykkur og
djúpur með byrjandi þroska.
Ungur ávaxtailmurinn __________
farinn að víkja fyrir
dýrslegri og sveitalegri
ilmkörfu er minnir á út-
hús, súrhey og milt
píputóbak. I munni milt
og þægilegt, greina má snert af
negulnöglum og lakkrís í lokin.
Rétt eins og Graaud-Larose er
þetta vín sem nú þegar má njóta
af til fulls. Allra best væri það lík-
lega með nautakjöti, ekki síst
stóram steikum, mildri villibráð
og jafnvel kalkún með öllu heila
klabbinu í fyllingu og meðlæti.
Le Corton er ein þekktasta
ekra Búrgundarhéraðs. Tíguleg
Hinir hyggnu
kaupa nú og
geyma
hæð við bæjina Aloxe-Corton og
Pemard-Vergelesses á því svæði
sem skilgreint er sem Cote-des-
Nuits. Góð Corton-vín eru ein-
hver stærstu og mestu vín sem
Búrgund getur af sér. Þetta vín
frá Bouchard Pére (4.200 kr.) er
eitt þeirra. Þótt það sé jafnaldri
fyrra Búrgundarvínsins, árgerð
1991, er það rétt að hefja æsku
sína. Liturinn djúpur og ungur, í
nefi ber: brómber og hindber. I
munni er vínið sem kjaftshögg,
óbeislaður fítonskraftur. Það ríf-
ur í góminn, ertir skynfærin og
hristir upp í manni. Frakkar kalla
vín sem þetta vin de garde, vín til
geymslu. Þetta er því enn eitt vín-
ið sem hinir framsýnu fjárfesta í
eða gefa bestu vinum sínum eða
eiginmönnum í jólagjöf. Risi, sem
leyfa ber að hvíla í nokkur ár, en
mun endast langt fram á næstu
öld.
Rhone
Rhone er þriðja sígilda rauð-
.vínshérað Frakkland. Vín þaðan
era, þyngri, grófari og villtari en
hin fáguðu vín Bordeaux og Bour-
gogne. Sem sagt, villibráðarvín.
Eitt allra besta svæði Rhone er
hæðin Hermitage í norðurhluta
héraðsins. Frá Chapoutier kemur
Hermitage 1993 (2.640 kr.). Nefið
greinir sultuð ber og sólbakaðar
rúsínur, stíllinn er kröftugur og
sveitalegur og í munni koma fram
kryddeinkenni, negull og pipar-
kökiu-, lakkrís og reykur. Vínið er
þétt og samanrekið og bragðið
samþjappað. Pottþétt vín sem er
mjög þægilegt að neyta nú þegar
þó það ætti að eldast vel í þó
nokkur ár. Af þeim vínum
sem hér er fjallað um er
þetta líklega það sem
helst myndi eiga við, auk
villibráðar, reykta kjötið,
sem gjaman er boðið fram
á þessum árstíma, hangi-
kjöt og hamborgarhrygg.
Það er ávallt álitamál
hvort vín ráði við slíka
rétti en þetta gæti verið
forvitnileg blanda, ekki
síst með heitu bragðmiklu
hangikjöti.
Annar þekktur Rhone-
framleiðandi er Jaboulet
en vín frá honum hafa
lengi verið á markaði hér.
Hermitage La Chapelle
hefur verið í boði á veit-
ingahúsum um nokkurra
ára skeið og nú er
Chapelle 1992 (3.570 kr.)
fáanlegt á sérpöntunar-
lista. Þetta er Hermitage í
allt öðram stíl en
Chapoutier-vínið. Ilmur
mjög áfengur og sætur,
fíngerðari, fágaðri og rús-
ínumar vínlegnar. I munni
breiðir það úr sér, nokkuð
sýramikið og tannískt.
Þyrfti nokkur ár til að ná
kjörstigi. Að minnsta kosti
þyrfti að umhella víninu
með góðum fyrirvara. La
Chapelle er vín sem á vel við milda
villibráð, t.d. villigæs og villiönd,
jafnvel með fyllingu.
Oporto
Einhver glæsilegustu eftir-
rétta- og ostavín sem fáanleg era
koma frá Oporto í Portúgal, ár-
gangspúrtvínin sem á góðum ár-
um geta náð háum aldri og batn-
að stöðugt. Fonseca Vintage
Port 1983 (3.860 kr.) er vín í
þeim flokki, púrtvín
sem hægt er að drekka
og hægt er að geyma.
Liturinn, dökkur og
djúpur, ilmur áfengur
og þykkur. Þurrkaðir
krydd, áfengismariner:
og gerjuð ber. í
ávextir,
aðar rúsínur
munni er það ótrúlega kraftmik-
ið, rjómamikið og feitt með
þykkri sætu. Magnað vín með
gífurlega breidd í bragði og ilm-
ur sem er svo ljúffengur að hann
gæti verið ilmvatn. Ræður við
alla osta og ætti að vera fullkom-
ið með velheppnuðum Riz á la
mande.