Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 24
24 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÓPUR 800 verkfræðinga og tæknimanna hefur unnið að þróun B 757-300 vélarinnar en Flugleiðir fá siíka vél afhenta í mars 2001.
Ný þota Flugleiða hingað til lands 21. janúar
BOEING verksmiðjurnar banda-
rísku stefna að því að afhenda
Flugleiðum nýja B 757-200 þotu
20. janúar næstkomandi og er
ráðgert að fljúga henni áleiðis
hingað til Iands að kvöldi þess
dags. Við komuna til Keflavíkur
að morgni 21. janúar verður
henni formlega gefið nafn en
skráningarstafir hennar eru TF-
FIN.
Smíði þotunnar lauk í nóvem-
ber og hefur hún síðan verið í
láni hjá Boeing verksmiðjunum
vegna tilraunaflugs með nýja
tegund flugstjórnartölvu,
Pegasus, og tæki fyrir fjarskipti
og flugleiðsögu gegnum gervi-
hnetti. Um borð er einnig búnað-
ur til margháttaðrar skráningar
upplýsinga frá þessum nýju tækj-
um en slík skráning er forsenda
þess að fá viðurkenningu banda-
risku flugmáiastjórnarinnar,
FAA, á notkun tækjanna í B 757
þotum. Fram til þessa hafa þau
aðeins verið í breiðþotum. Búist
er við að þessum tilraunum ljúki
fyrir jól og verða þá tækin tekin
úr og gengið endanlega frá þot-
unni áður en hún verður afhent
fulltrúum Flugleiða.
Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri flugflota og örygg-
issviðs Flugleiða, og Kristinn
Halldórsson, forstöðumaður
tæknideildar félagsins, voru ný-
lega í Seattle og kynntu sér m.a.
þennan búnað og framvindu til-
raunaflugsins. Leifur sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þessi
leiðsögutækni gegnum gervi-
hnetti væri nauðsynleg í flugi yfir
Kyrrahafið og hefði þegar verið
tekin upp. Búast mætti við því að
svo yrði einnig síðar í flugi yfir
Atlantshafið en ICAO, Alþjóða
fiugmálastofhunin, stefnir að því
að taka upp þessa tækni fljótlega
eftir aldamót.
Fá helming búnaðarins
fyrir leiguna
Leifur segir að samið hafi verið
við Boeing verksmiðjurnar um að
helmingur búnaðarins sem tengist
þessu flugleiðsögukerfi verði
áfram í vélinni. Er þar um að
ræða lagnir og loftnet en síðar
gætu Flugleiðir fjárfest í nauð-
synlegum viðbótartækjum fyrir
fjarskiptin um gervihnetti. Verð-
mæti alls búnaðarins er kringum
hálf milljón dollara, kringum 35
milljónir íslenskra króna.
Næsta þota sem Flugleiðir
kaupa frá Boeing verður einnig af
gerðinni B 757-200 og á að af-
henda hana í apríl 1999. Siðan
koma tvær af hinum nýju B 757-
300 með árs millibili, í mars 2001
og 2002. Leifur segir að þróun
nýju þotunnar gangi samkvæmt
áætlun en hún er 7 metrum lengri
en 200 gerðin og tekur 226 far-
þega B 757-200 tekur 189. „Síð-
asta sumar störfuðu um 800 verk-
fræðingar við þróun þessarar
nýju flugvélar og hefur verið lok-
ið við nærri fjögur þúsund teikn-
ingar af þeim 4.415 sem þarf við
smíðina," segir Leifur. „Fyrir
nokkru var hafin smfði fyrstu vél-
arinnar og á henni að ljúka í maí
1998 og er ráðgert að fyrsta flug-
ið verði á miðju næsta ári. Verk-
smiðjurnar gera ráð fyrir að fá
lofthæfisviðurkenningar banda-
rískra og evrópskra flugmálayfir-
valda í janúar 1999 og að þá hefj-
ist afhending til þýska leiguflug-
félagsins Condor sem pantað hef-
ur 12 slíkar vélar.“
Sem fyrr segir er TF-FIN vænt-
anleg hingað til lands að morgni
21. janúar eftir um sjö tíma og 15
mfnútna flug frá Seattle í Banda-
ríkjunum. Þann dag verður settur
f hana ýmis búnaður og á hún sfð-
an að hefja flug í áætlun félagsins
föstudaginn 23. janúar.
Flugfloti Flugleiða er nú 9 þot-
ur, þ.e. fjórar B 757-200 og fjórar
B 737-400, ein B737-300 fraktþota
og þrjár Fokker 50 skrúfuþotur
sem leigðar eru til Flugfélags ís-
lands. Með nýju þotunni eru alls
fjórar þotur í ákveðinni pöntun og
jafnframt á fyrirtækið kauprétt á
átta B 757 þotum til viðbótar árin
2000 til 2006.
NÝ GERÐ sæta verður bæði í Saga-Class farrýminu og almennu far-
rými og er breytingin m.a. sú að rofar fyrir hljómtæki og kvik-
myndasýningar eru nú ofan á sætisörmum.
NÆSTA nýja vél frá Boeing, fyrir utan B 757-300 er B 777-300 sem hér er nær á myndinni og er talsvert
stærri en B 757-200 þota Flugleiða. Stutt er í að fyrstu vélamar af þeirri gerð verði afhentar flugfélögum
sem pöntuðu hana fyrst.
HER em Kristinn Halldórsson (t.v.) og Leifúr Magnússon um borð í nýju vélinni sem er hálffull af ýmsum
tækjabúnaði vegna tilraunaflugsins fyrir Boeing verksmiðjurnar.