Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 26
26 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Gráglettin jól Aþessum aðfara- tíma jólanna hoppa títt af ýmsu til- efni upp í hugann brot úr jólaljóðinu hans Kristjáns J. Gunnarssonar, úr bók hans Gráglettnar stundir. Að sjálfsögðu horfir hann grá- glettnum augum á allt umstang- ið. Brennur kertaljós á lágum snúð Ikveikjuvaldur. Eldvarnaefth’litið. Ljóssins hátíð keypt í hornsins búð. Farin á hausinn. Notarius publicus. Gleðin burtu svipti allri sút. Maður á aldrei að vera ánægður. Lífskjaranefnd. Sælt var barn með rauðan vasaklút. Þvílík jólagjöf! Neftóbaksvamir ríkisins. Man ég forðum heilög haldin jól Svo þú heldur það! Rannsóknastofnun vitundarinnar. með hangikét á borðum heims um ból, Fjallalambið étið fyrir bragðið. Kjötsölunefnd. og kirkjuhósta, kulda, gluggahrím Kirkjan svo sem engin Perla. Hitaveitan. og kyijun gamals sálms með úrelt rím. Sögðum við ekki. Atómskáldin. Þótt sæluþjóðin efst úr hæstri hæð Hamingjusamasta þjóð í heimi. Gallupkönnunin. nú hrapi blönk í þorsksins öldudal Tuttugu prósent aflasamdráttur. Hafrannsóknastofnun. og Fjallakonan sé fremur illa stæð Nú verður alþýðan að herða sultarólina. Landsfeður. skal fólk vors lands ei skorta kapítal. Sláum lán fyrir húshaldinu. Landsmæður. Og þó vor tíð sé válegt voðans fár Og út gekk annar hestur rauður. Opinberunarbókin. var verslun fyrir jólin góð í ár. Þessir íslendingar eiga meira af peningum og töskum en annað fólk. Edinborgarkaupmaður. Ó, Fjallkona, ég faðmað gæti þig. Þetta er ekki Fjallkonan heldur fósturdóttir henn- ar, glasabam af óvissum uppruna. Ættíræðistofnun Akademíunnar. Hvern íjandann ætl þú getir? spyr hún mig Faðmlög gætu orðið erfið vegna stækkandi ísbrjósta. Jöklarannsóknafélagið. Þinn fannaskautafaldinn signir sól. Hún stendur fyrir framan speg- ilinn og ýfir upp eiturgræna gönkaraburstina. I senilisma spyr ég: Voru jól? Vá, vá hrópar hún, ég var næst- um búin að gleyma guðssonar- teitinu. Ókay. Ég versla bara jól- in um leið og ég skutla manns- syninum í Krógasel. Og hún þrí- fur jólabarnið, skellir því í Silver Crossinn og parkerar honum framanvið Andrés Önd í vídeó- horni SAGAKAUPS. Var áður barn í asnastall inn lagt? Við svona bágbomar hreinlætis- aðstæður hefði átt að setja barn- ið í súrefniskassa. Fæðingarhjálpin. Var orð um reykelsi og myrru sagt? Notið fremur Johnsons bamapúður. Ungbamaeftirlitið. í fjárhúskróniii barnið sælt ég sé og sauðamenn í Holt- um beygja kné. Tímans kvörn í duftið muna mól ég man ei lengur: voru - eru - jél? Ljóð og sögur era hluti af jóla- mánuðinum. Gnægð nýrra bóka. Gallinn sá að varla er þorandi að kaupa bók snemma, til gjafa eða eigin þarfa. Fyn- en varir hefur hún verðfallið. Fyrsta bókin í búðarglugga útgefanda var að- vöran. Hún var þá þegar merkt tveimur verðum, lækkuð við út- komu. Svo kemur hver afsláttur- inn af öðram á bókum sem maður hefur augastað á. Era bóksölu- menn ekki að skjóta sig í löppina og lækka verðgildi bóka í hugum fólks? Ósjálfrátt verkar það líka lækkandi á gildismat bókar þeg- ar höfundur segir í viðtali að hann sé að „gera hlut“, ekki semja eða skrifa. Úr því hann skilgreinir verk sitt sem hvem annan hlut hversu merkilegt tel- ur hann það vera? Og þegar sést að á listahátíð árið 2000 sé stefnt að því að „gera góðan hlut“ er þá ekld stefnt lægra en að flytja, túlka eða semja góða list. Orð hafa merkingu. Blæbrigðin flytja hughrif til fólks. Gárur eftir Elíru IdlirBdótUir MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI/Em til einbver ráð við þessum hvim- leich kvilla? INNRA eyrað er flókið líffæri og þar á eyrnasuð oftast upptök sín. Eyrnasuð TUGIR milljóna karla og kvenna um allan heim þjást af eymasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðug- an tón fyrir öðru eða báðum eyr- um sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eymasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eymasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heymartap. Ekki er vit- að nákvæmlega á hvern hátt eyma- suð myndast en það gerist oftast í innra eyranu. Allir geta fengið eymasuð eftir áreiti eins og mikinn hávaða eða viss lyf en í slíkum tilfell- um verður sjaldn- ast varanleg skemmd og þegar áreitið er farið hverfur eymasuð- eftir Magnús ið fljótt. Jóhannsson llir sem þjást af stöðugu eymasuði ættu að fara í rannsókn hjá háls-, nef- og eyma- lækni. Orsakir geta verið fjölmarg- ar svo sem mikill hávaði, bakteríu- sýking í miðeyra, vefrusýking í innra eyra, æxli í heymartaug, sjúkdómar í kjálkalið og eyma- mergur. Oft finnst engin orsök þrátt fyrir ýtarlega leit. Sum lyf geta valdið eymasuði og má þar nefna acetýlsalicýlsýru (aspirin, magnýl o.fl.) og sum sýklalyf, en eymasuðið hverfur fljótt eftir að lyfjatöku er hætt eða skammtar minnkaðir. í flestum tilfellum fara saman eyrnasuð og heymartap og getur þetta gerst í öðra eða báðum eyrum. Við læknisrannsókn er stundum hægt að finna orsökina eða a.m.k. útiloka ýmsar af hugs- anlegum orsökum eymasuðs. Suma af þessum sjúkdómum er hægt að lækna, aðra ekki. Eyma- suð fylgir einnig Meniers-sjúkdómi en það er sjaldgæfur sjúkdómur í innra eyra, sem einkennist af heyrnartapi, eyrnasuði og slæmum svimaköstum. Fólk þolir eymasuð misvel. Sumir taka þessu eins og hverju öðru sem hrjáir okkur og læra að lifa með því og láta það ekki angra sig um of. Aðrir þjást, geta ekki einbeitt sér og falla jafnvel í þung- lyndi eða sjálfsvorkunn. Þetta get- ur gert ástandið verra vegna þess að við streitu og spennu versnar eymasuð oftast. Það getur einnig aukið erfiðleikana að fjölskylda og vinir sjúklingsins eiga oft erfitt TÆKNI/ Hvemig verður frTrxtÁFnrH11 irn? ÞESSI lögnn frá Audi hefur ekki meiri heldur minni ioftmótstöðu en bíllinn þinn. Enn um bíla framtíðarinnar BÍLL hinnar tiltölulega nánu framtíðar verður að vera spar- neytinn. Hvað sem líður ákvörð- unum í Kyoto um takmörkun gróðurhúsahrifa með takmörkun útblásturs á koltvíldi, er að því komið að við finnum upp sam- komulag um að hætta orkufyllirí- inu eða gefast upp ella. Sú uppgjöf getur haft afleiðing- ar á við dálatrleea stórt brot úr heimsstyrjöld. Og það er sama hvort við brennum vetni eða olíu á vélum bflanna. Spara skulum við. Þótt brennsla vetnisins sjálfs verði til að einungis myndast vatn, er hin upp- haflega orka jafn torfengin og áð- ur. sú orka sem notuð er til að búa vetnið til. Áfram verðum við að velja á milli brennslu olíu, kola og kjarnorku til þess að búa það til, nema svo fari að verulegur skriður komist á nýtingu sólarorku eða sjávarfalla. Vindorka er einnig kostur sem eykur ekki á gróður- húsaáhrifin, en það er eins og hag- kerfi hins kapítalíska heims séu ekki tilbúin að þola neitt sem er dýrara en það ódýrasta, semsé olí- an. Allt þetta er þegar farið að koma skýrt fram nú þegar þetta er ritað á byrjunarstigi Kyoto-ráð- stefnunnar. annig sjáum við fram á, að hvað sem tautar og raular, þurfum við sparneytnari bíla en áður, og það á næstunni. Þetta vita bílafram- leiðendur, sem eru farnir að búa sig undir það. Því heyrist fleygt, jafnvel í fréttum, að lítið sé að gera í sparnaði, á meðan bensín- mótorinn sé í notkun. Hann setji okkur skorður, og nú sem stendur sé nokkuð fast hlutfall á milli eyðslu fólksbíla og þyngdar þeirra, og þetta hlutfall sé óum- flýjanleg staðreynd. Það er ná- lægt því að vera 7 lítrar bensíns á hverja 100 km fyrir eins tonns bíl. (Lausleg ágiskun höf.) Þetta er þó ekki rétt. Margt má gera til að auka við þessa nýtingu. Fegurð- arsmekkur manna og vanabundin hugsun um hvað sé fallegt þegar bíll sé annars vegar kemur að nokkru leyti í veg fyrir sparnað sem hægt væri að viðhafa nú þeg- ar. I öllum akstri nema hægum innanbæjarakstri er loftnúningur- inn aðalætan á bensínið. Hin til- tölulega lóðrétta framrúða sem er eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.