Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 29
n QO MORGUNBLAÐIÐ Á SENOR-TANGÓ skemmtistaðnum í Buenos Aires. Frá vinstri: Ari Einarsson, Rakel Jóhannesdóttir, Örn Forberg, Þórarinn Gíslason, Þorbjörg Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Héðinn Jónsson, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Kristján Sigfússon, Guðbjört Ólafsdóttir og Jón Þórarinsson. SAMBA-sýning í einum frægasta skemmtistað heims, Plataforma 1, í Rio de Janeiro. borgarinnar notið af hjartans lyst, á nóttu sem degi. Næst lá leiðin til andfætlinga okkar á Nýja-Sjálandi og var gist á nýju Sheraton-hóteli í Auckland í þrjár nætur. Þar var veðrið með því daufasta á ferðalaginu og höfðu menn að gamni að um margt líktist Nýja-Sjáland íslandi. Leiðin þaðan til Rotorua, sem er höfuðborg frum- byggjanna, Maoria, þótti fólki und- urfögur, enda skein þá sól í heiði. Bar óðalsbændum ferðarinnar og öðru búaliði saman um að jafn bú- sældarlegt land hefðu þeir aldrei augum litið. Að sama skapi var dvölin í Rotorua hin skemmtileg- asta og nutum við ljúfs viðmóts og gestrisni hinna íturvöxnu Maoría, sem léku tónlist sína, dönsuðu fræga dansa sína á „Hangihátíð", og kenndu sumum bardagalist." Austur yfir daglínu „Við gott atlæti Qantas-flugfélags- ins flugum við austur yfir daglínuna og færðum klukkuna aftur um heilan sólarhring, áður en við lentum í Pa- peete, höfuðborg Tahítí. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum og strax í flugstöðinni voru allir skreyttir fegurstu blómsveigum, ,,lei“, að hætti innfæddra. Og þegar við komum á vandaðasta hótel eyj- unnar, Beachcomber, biðu okkar svalandi drykkir, kliðmjúk tónlist og eggjandi dansar fagurra meyja, sem blönduðu sér í hóp gesta. Næstu daga var farið í kynnis- ferðir um Tahítí og nærliggjandi eyjar. í vitund margra verður Tahí- tí, með draumkennda fegurð sína, litadýrð og gyðjum líkar meyjar, „vahines“ á máli innfæddra, há- punktur ferðalagsins, enda heillað- ist franski listmálarinn Paul Gaugu- in svo af þessu umhverfi og mannlífi að hann undi sér ekki annars staðar eftir það og málaði frægustu verk sín í þessari furðuparadís. Að áliðinni nóttu hélt ferðin áfram með Lan Chile-flugfélaginu til Suður-Ameríku, með millilend- ingu á Páskaey. Þetta flug hófst fyrir aðeins ári, en þangað til höfðu engar samgöngur í lofti verið á milli Tahítí og Suður-Ameríku. Flestir ferðamenn á Tahítí koma frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og fara sömu leið til baka. Ég stökk á þessa nýju flugleið Lan Chile-flug- félagsins og tókst þannig að koma saman ferð í kringum hnöttinn, sem náði til allra heimsálfa á suð- urhveli jarðar að viðbættum eyjum Suður-Kyrrahafs. Staðfesting ligg- ur fyrir frá ferðamálayfirvöldum, báðum megin Kyrrahafs og á Tahí- tí, að enginn ferðamannahópur hef- ur áður „lagt undir sig heiminn" með þessu móti. íslendingar hafa þar með sett heimsmet á ferðalög- um og þátttakendur í hnattreisunni eru allir heimsmethafar í þessari gi-ein, eins og það er orðað á máli íþróttamanna, en við verðum víst að fá þetta staðfest í Heimsmeta- bók Guinnes áður en fjölmiðlar taka mark á því,“ sagði Ingólfur brosandi. Bara brosa og borga „Dvöl okkar í Santiago de Chile var stutt, aðeins rúmur sólarhring- ur og hefði orðið styttri hefði þar ekki komið upp eina vandamál ferðalagsins. Ég hef áður farið með marga ferðahópa til Argentínu án þess að krafist væri vegabréfsárit- unar. Fyrir öryggissakir hafði skrif- stofa Heimsklúbbsins í tvígang samband við utanríkisráðuneytið hér heima og var tjáð að áritunar væri ekki þörf. Ég átti mér því einskis ills von þegar á flugvöllinn kom í Santiago og ferðinni heitið til Buenos Aires. Starfsfólk flugfélagsins fletti upp í tölvum sínum og kvað upp þann úr- skurð að áritunar væri krafist. Við liggja himinháar sektir flugfélaga að flytja farþega án vegabréfsárit- unar til lands þar sem áritunar er krafist. Nú voru góð ráð dýr. Komið var kvöld á íslandi, en samt náðist í embættismenn ráðuneytis- ins, sem vísuðu málinu til Was- hington D.C. Sveinn Björnsson sendiherra brást vel við, en ekki virtist á hreinu hvort áritunar væri krafist eður ei, en vitnað í nýlega reglugerð, sem gefin hafði verið út eftir brottför hópsins frá íslandi. Haft var samband við konsúl Ar- gentínu í Santiago og varð að ráði að safna öllum vegabréfunum sam- an og fara með þau inn í borg til áritunar. Sem betur fór átti flugfélagið laus sæti í flugi til Buenos Aires þetta sama kvöld, og sýndu farþeg- ar mikla stillingu og samhug vegna þessa vandamáls. Konsúllinn setti mér hins vegar afarkosti og krafð- ist 60 bandaríkjadala fyrir áritun í hvert vegabréf, sem er langt fyrir ofan alla taxta og hrein fjárplógs- starfsemi. En það þýðir ekki að deila við dómarann. Bara brosa og borga, svo að ferðin gæti haldið áfram. Ut yfir tók að hann neitaði að gefa mér kvittun fyrir greiðsl- unni. Ég var orðinn allþrekaður þegar ég kom með öll vegabréfin árituð til baka um kvöldið, góðum tíma fyrir framhaldsflugið til Bu- enos Aires, en farþegarnir fógnuðu innilega hve vel málið leystist og olli aðeins nokkurra klukkustunda töf. Við náðum því háttum á hinu glæsilega Claridge-hóteli í Buenos Aires og nutum næstu daga vel í kynnisferðum og glæsilegri tangó- sýningu á Senor-Tangó skemmti- staðnum, sem öllum verður ógleymanlegur." f skemmtiborg sömbunnar „Flestir þátttakendur lögðu lykkju á leið sína til Iguassu-fossa, sem er mesta fossasvæði heimsins á landamærum Argentínu, Brasilíu og Paraguay. Þeir nutu heimsókn- arinnar vel með dvöl á nýju dýrind- ishóteli og sáu hina mikilfenglegu fossasýn í glampandi sólskini, þar sem hver regnboginn tók við af öðr- um, - ógleymanlegt náttúruundur. Ferðinni lauk í hinni miklu skemmtiborg sömbunnar, Rio de Janeiro. Frá hótelinu var útsýn eft- ir endilangri Copacabana-strönd- inni upp að Sætabrauðstindi, en á hina höndina er önnur frægasta ströndin, Ipanema. Þátttakendur skoðuðu „fegurstu borg heimsins", sem oft er nefnd svo, í þægilegu veðri og sáu hana breiðast út um dalverpin milli fjallanna, bæði ofan af Sætabrauðstindi og frá Krists- styttunni á Corcovado. Allt ferðalagið hafði gengið slysa- og áfallalaust. Enginn hlutur hafði týnst á ferðalaginu af hundrað- stykkja farangri hópsins fyrr en í London, að fyrir handvömm flugfé- laganna varð allui- farangur þar eftir til næsta dags. En svona smávægileg skakkaföll eru vart til frásagnar í ljósi þeirrar vegalengdar sem hópur- inn hafði lagt að baki og í rauninni undravert hversu áfallalaust ferðin gekk frá upphafi til enda, og töldu margir kraftaverld líkast." Ingólfur var að lokum spurður um hvort hann hygðist leggja aftur upp í slíka ferð sem þessa? „Mig óraði aldrei fyrir slíkri að- sókn, sem varð að þessari ferð. Hún gefur fólki alveg nýja lífssýn og á erindi við miklu fleiri en gátu farið að þessu sinni. Það fegursta og merkilegasta í heiminum á erindi við allt hugsandi fólk. Ég hef fengið margar áskoranir og tilmæli um að enduitaka ferðina og sá undirbún- ingur er þegar hafinn fyrir lítinn 30 manna hóp að ári liðnu.“ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 21K geisladiskageymslur LÖSkur fiagNLeg gjöf a goeu veRÐi CDT508 taska fyrir 50 geisladiska og 8 kassettur. DP1 taska fyrir geislaspilara og geisladiska. RDA50 standur fyrir 50-100 diska. RDC50 standur fyrir 50-100 diska. CP1 taska fyrir vasadiskó og fjórar spólur. CC24 veski fyrir 24 diska. CC60 veski fyrir 60 diska. DPC2 taska fyrir geislaspilara og 1 2 diska. fijteiíinaa og fbEua>3i£;€;y]noisll.9i Algjör nýjung í geisladiskageymslum. Tekur fjórum sinnum minna pláss og mjög auðvelt að finna diskana. RflDÍÚBÆR ÁRNIÚLA 38 SÍMI5531133 Verð kr. 2.795 Verð kr. 1.995 Verð kr. 1.795 Verð kr. 1.795 Verð kr. 2.995 Verð kr. 1.195 Verð kr. 1.895

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.