Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 31
í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 morgunblaðið FJALLAMENN njóta útsýnisins af Tindfjallajökli til Mýrdalsjökuls. sér og hafði frá ýmsu að segja; ég man sérstaklega eftir sögu af dönskum dáta sem hann hafði sér til aðstoðar og það hafði einu sinni sorfíð svo að aumingja Dananum, þegar þeir voru búnir að vera lengi á ferð í sandauðnum og eyðimörk- um þarna lengst uppi í fjöllum, að hann hafði beinlínis brostið í grát af óyndi og óhamingju yfir því að þurfa að vera þarna. Eg hafði nú ekki frá mörgu að seS)a, en svo fór Mannsi að segja sögur og komst nú heldur betur á flug. Hann var mikill sögumaður, eins og sést reyndar af frásögn hans af þessum ferðum upp á Fimmvörðuháls í bókinni hans, FjaUamönnum, þar sem hann slær tveimur eða þremur ferðum saman i eina, og það kemur svona ljóm- andi vel út - auðvitað skiptir það þa sem ekki þekktu til neinu máli, þo í raun hafí ferðirnar verið fleiri. Og Mannsi sagði okkur þama þessar líka sögur úr Ölpunum og var áður en varði kominn austur í Grikkland og Tyrkland og við hlustuðum agndofa. Eitthvað var Osvaldur, sem hafði farið með hon- uin í suðurferðina, að tuldra: „Heyrðu Mannsi, var þetta nú ör- ugglega svona?“ - en sögurnar stóðu svo sannarlega fyrir sínu. En þarna erum við sem sagt í skalanum og svo koma bænadag- armr og þá segir Mannsi: „Jæja, það verður gaman að vita hvað kemur eiginlega af fólki.“ Við vor- um.fimm og búnir að gera skálann yjan og notalegan ef það kæmi tieira fólk, en svo kom miklu stærri hópur en nokkurn tíma myndi rúmast í skálanum. Og Mannsi hafði náttúrlega ekkert venð að spekúlera í því þegar hann bauð fólki hversu margir kæmust fyrir í skálanum og það var þá sem við fjórir drifum okkur ut og byggðum snjóhús, þetta líka ftna iglo, því við sögðum sem svo að við værum búnir að hafa það notalegt í skálanum í fjóra fimm daga og því væri ekki nema sann- gjamt að við eftirlétum hann nú aðkomufólkinu. Svo dreif að allt fólkið og þegar kvöldaði kom í ljós einn hönnunar- gallinn á skálanum enn. Þegar svona margt fólk var samankomið þama að það þurfti að sofa á gólf- inu, þá reyndist skálagólfið ekki nógu breitt. Fólk varð að liggja þversum á gólfinu og þar sem það var ekki nógu langt fyrir tvær mannslengdir varð að láta hausana skarast, eins og þegar sardínum er raðað í dós. Nú, Mannsi hagræddi þessu öllu saman eftir bestu getu en hefði skálinn bara verið aðeins breiðari hefði þetta verið allt í þessu fína. Mannsi fór síðastur í sinn svefnpoka og þá var orðið svo þröngt að fæturnir á honum stóðu út úr húsinu, það var ekki hægt að loka dyrunum. Og hann svaf því með fætuma út úr húsinu um nótt- ina. Og ekki varð honum kalt, hann var með stóran gærupoka, en hann leit ekki við neinum öðram svefn- pokum en þessum gærapoka. Okk- ur hinum fannst gærapokarnir ómögulegir því þeir vora svo þung- ir að það var ómögulegt að bera þá. Eg held að nóttin hafi bara verið ágæt hjá öllum, þótt það væri svona þröngt og ekki væru allir vanir að sofa í svefnpokum. Dag- inn eftir dreif Guðmundur allan mannskapinn út á Heljarkamb og þegar upp var staðið tókst ferðin mjög vel. Þrátt fyrir allt sem á bjátaði var þetta mjög skemmtileg reynsla, enda var þetta endurtekið um páskana árið eftir. En þá pass- aði Mannsi upp á hvað margt fólk myndi mæta og undirbjó þetta að- eins betur. [... ] Dularheimar Dulræn málefni hafa ætíð verið fólki ofarlega í huga á íslandi, enda þótt þau séu misjafnlega mikið í opinberri umræðu. Framan af tuttugustu öld vora slík mál mjög áberandi, því þá var og hét spíritísminn og öðlaðist fjölda fylg- ismanna um land allt. Spíritisminn var kominn frá útlöndum en bland- aðist hér á landi mjög greiðlega ýmiss konar trú og hjátrú á andleg málefni sem fyrir var. í ætt Guð- mundar Einarssonar hafði lengi verið áhugi á dulrænum málum og í ævisögu bróður hans; Tryggva Einarssonar í Miðdal, I veiðihug, era raktar fjölmargar sögur um dulræna hæfileika forfeðra þeirra bræðra og annarra fjölskyldumeð- lima. Og Guðmundur sjálfur virðist hafa haft ríkan áhuga á slíkum efn- um og verið sannfærður um tilvist einhvers konar andaheims, handan hins efnislega. Hann settí trú sína á slíkum efnum að vísu aldrei skipulega fram í ræðu eða riti, en vitnaði oft tíl þess í skrifum sínum að hann ætti sér „draumamann" sem leiðbeindi honum um ýmsa hlutí. Og dulræn fyrirbrigði af ýmsu öðru tagi era líka gjarnan á sveimi í greinum hans og bókum. Þegar Guðmundur hóf að sækja heim fjarlægar þjóðir sóttist hann gjaman eftir því að kynna sér trú- arlíf þeirra og þá ekki síst þeirra sem „frumstæðar“ hafa verið nefndar. Hann hafði ríkan áhuga á „sjamanisma" þeim sem tíðkaður var meðal mongólskra þjóða í Asíu og ennfremur í ekki ósvipaðri mynd á Grænlandi. Jafnframt var hann veikur fyrir launhelgum hvers konar, tilraunum útvalinna hópa til þess að ná sambandi við guðdóminn með sérstökum helgi- athöfnum og helgisiðum. Eins og fram kemur í viðtali þeirra Ara Trausta Guðmundssonai’ og Ás- geirs Sigurgestssonar við Gunnar Dal, sem hér er vitnað til, virðist Guðmundur hafa verið í sambandi við einhverja slíka launhelgahópa erlendis, og jafnvel tekið þátt í at- höfnum þeirra. En eðli málsins samkvæmt eru slíkar athafnii- að meira eða minna leyti leynilegar og Guðmundur virðist ekki hafa rætt þessi mál að nokkra ráði við aðra en Gunnar, þótt hann hafi raunar skrifað nokkuð um „sjamanisma" hér og hvar. Því verður ekki fullyrt hér ná- kvæmlega á hvaða stígi dulspeki- leg iðkun Guðmundar frá Miðdal var, né hver trú hans í þessum efn- um var í smáatriðum. Á hinn bóg- inn er ljóst að allt var þetta í nán- um og órofa tengslum við hina ríku náttúruskynjun Guðmundar; hann hefúr augijóslega fundið til skyld- leika við hverjar þær tilraunir sem menn hafa gert gegnum tíðina tíl þess að nálgast guðdóminn með beinum, milliliðalausum og per- sónulegum hætti. • Bókarheiti er Guðmundur frá Miðdal. niugi Jökulsson hefur tek- ið saman. Útgefandi er Bókaiít- gáfan Ormstunga. Bókin er 256 bls. með ijölda mynda. SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 3 V Kæri Keith - Jóhanna Kristjónsdóttir „...hér er fjallað af mikilli alvöm um heitar tilfinningar og sára reynslu. Hún (bókin) á því er- indi til okkar vegna einlægninn- ar.“ (Morgunblaðið, Skafti Þ. Halldórsson) „En þetta er fyrst og fremst bók fyrir fólk sem vill kynnast ein- hverju nýju, lifa eitthvað nýtt, heilsteypt og einlægt..." (DV, Vigdís Grímsdóttir)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.