Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 1
Aramóta- kampavín Lykillinn að góðri mynd eru töfrar fólks og rætur 15 Fuglasöngvar merkismanns SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 BLAÐ B Guðmundur Hermanníusson. ulri íIÍJÍ,- £Í öv>! !>f£ ‘iBC idfi r.Í'g <1 ’ i i ' 1' Við dags- brún nýrratúna Búrfellsvirkjun hefur löngum verið vettvangur mikilla fram- kvæmda og svo er enn í dag. Guð- mundur Hermanníusson verk- stjóri sagði Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá starfí sínu þar, svo og ýmsu öðru sem á daga hans hefur drifíð 1 lífi og starfí. KRANINN American var á sínum tíma stærsti krani landsins og nokkur örlagavaldur í lífi Guðmundar Hermanníussonar. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Ég þykist skynja hér sem djúpt í draum við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum,“ Kveður Einar Benedikts- son í kvæði sínu Detti- fossi. Hvað hefði skáld- jöfurinn, sem bar raf- væðingu landsins svo mjög fyrir brjósti, sagt hefði hann staðið í mínum sporum og horft á Sultartangalón, sem er 18 ferkíló- metra miðlunarlón fyrir Búrfells- virkjun. Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör.“ segir hann einnig í sama kvæði. Nú er draumur Einars Bene- diktssonar löngu orðinn að veru- leika, kraftur vatnsins nýttur þjóð- inni til ómetanlegs gagns og sú þró- un er ekki á enda runnin, það sýna þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Búrfell. Þær hafa ekld gerst sjálfkrafa, þar hafa margar hendur unnið, einn þeirra manna sem hafa helgað virkjunarframkvæmdunum við Búrfell krafta sína situr við hlið mína í stórum Toyotajeppa, Guð- mundur Hermanníusson heitir hann. I þrjá áratugi hefur Búrfells- virkjun verið vettvangur lífs hans og starfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.