Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KAMPAVÍN og áramót tengjast órjúfanlegum böndum í hugum margra. Nýju ári er fagnað með því að skjóta flugeldum á loft og töppum úr flösk- um. Þegar er farið að ræða um hugsan- legan kampa- vínsskort í heiminum vegna yfir- vofandi aldamóta og við og við hefur á árinu mátt sjá vangavelt- ur í erlendum fjölmiðlum um að hugsanlega verði markaðurinn þurrausinn og því sé skynsamlegt að hamstra kampavín, vilji maður vera viss um að geta skálað fyrir nýrri öld í kampavíni. Slíkar frétt- ir eru hins vegar hálfgert apr- ílgabb. í kjöllurum kampavinsfyr- irtækjanna í Reims og nágrenni er að finna margra ára forða af kampavíni og enginn hætta er á að þeir tæmist, þrátt fyrir alda- mót. Hafi menn hins vegar hug á að skála í einhveiju ákveðnu ár- gangskampavíni getur verið skyn- samlegt að verða sér úti um það í tæka tíð. Argangskampavín eru ekki framleidd á hverju ári og þegar þau eru framleidd þá er það í takmörkuðu magni. Að öðru leyti er ástæðulaust að hafa áhyggjur. Kampavín (Champagne) er ekki samheiti yfir freyðivín heldur lögverndað heiti þeirra freyðandi vína er koma frá svæð- inu í kringum borgirnar Reims og Epernay í norðurhluta Frakklands. Þrjár þrúgur eru notaðar við fram- leiðsluna, ein hvít (Chardonnay) og tvær rauðar (Pinot Noir og Pinot Meunier). Kampavínsframleiðendur hafa ár- um saman staðið í stappi við framleiðendur í öðrum héruðum og ríkjum er hafa viljað skreyta afurðir sínar með kampavínsnafn- inu eða því að freyðivín séu fram- leidd samkvæmt aðferðum hér- aðsins (Méthode Champenoise). Þeirri baráttu hefur nú lokið með sigri og í framtíðinni verða freyði- vínsframleiðendur að láta sér nægja að taka fram að þeir noti „hefðbundna aðferð" (Méthode Traditionelle) eða „flöskugerjun" vilji þeir koma því á framfæri að svipaðar aðferðir séu notaðar og í Champagne. í kampavínsaðferðinni felst að fyrst er framleitt venjulegt hvítvín og rauðvín úr þrúgunum (sem ekki eru neitt frábær vegna þess hversu norð- arlega hérað- , ið er). Sykri og —geri er þá bætt út í vínið og það sett á flöskur og geymt í hinum risa- vöxnu kjöllörum, sem er að finna undir Reims. í flöskunum á sér stað seinni gerjun og vínið verður freyðandi. Við gerjunina myndast botnfall sem losna verður við. Flöskunum er því snúið örlítið dag hvem og halla þeirra breytt þar til flöskustúturinn snýr niður og botnfallið sest á tappann. Flöskuhálsinn er þá snöggfrystur og tappinn með botnfallinu fjar- lægður og nýr settur í. Allur syk- urinn hefur gerjast við þetta ferli og er kampavínið því skrjáfþurrt. Bestu kampavínin eru nær sykur: laus og skilgreind sem bmt. í sætari (demi-sec) kampavín hefur verið bætt ögn af sírópsblöndu og henta þau betur í lok máltíðar. „Venjuleg" kampavín eru ekki árgangsvín heldur blanda úr mörgum árgöngum sem helst stöðug ár frá ári. Er það einhver mesta kúnstin við kampavíns- gerðina að blanda saman yngri og eldri vínum til að tryggja að bragðið sé ávallt eins. Þegar upp- Áramótakampavín skera er einstaklega góð eru jafn- framt framleidd svokölluð ár- gangskampavín. Þau eru betri og töluvert dýrari en venjuleg kampavín. Nýtt og spennandi Það gildir það sama með kampavín og rauðvín og hvítvín að með tilkomu sérpöntunarlist- ans hefur úrvalið aukist töluvert. Sérpöntunarvínin er hægt að panta í öllum verslun- um ÁTVR en flest þeirra eru . j. jafnframt f7V.Hr fáanleg úr hillum í sér- pöntunardeild verslunarinnar Heiðrúnar við Stuðlaháls. Því miður er það enn svo að í hvert skipti sem keypt eru sérpöntun- arvín verður að greiða sérstakt „sérpöntunargjald", sem er 400 krónur óháð þvi hvort flöskurnar eru ein eða tíu. Þau kampavín sem til eru á sér- pöntunarlistanum eru öll þess virði að þeim sé gefinn gaumur. í fyrsta lagi ber að nefna Montaudon, sem til er jafnt sem brut og démi-sec. Þetta er fjöl- skyldufýrirtæki en Montaudon- fjölskyldan kom upphaflega frá Loire-dalnum. Frá 1891 hefur hún stundað kampavínsfram- leiðslu í Reims. Brut-kampavín íyrirtækisins byggir að miklu 1 leyti á rauðum þrúgum frá f Epernay-svæð- inu, 50% Pinot No- ir og 25% Meunier. Árssalan er um 1,2 milljónir flaskna en í kjöllurum íyrirtækisins hvíla alla jafna 2,75 milljónir til viðbótar og er meðalaldur þeirra þrjú ár. Montaudon (2.510 kr.) er létt og þægilegt kampavín. Vel gert og ferskt með mildum bólum og þokkalegri þyngd. Bollinger er með virtustu nöfn- um kampavínsheimsins enda hef- ur fyrirtækið fyrir löngu getið sér orð fyrir einhver bestu kampavín Sjaldan eru líklega teknar upp fleiri kampavínsflöskur en um áramót. Stein- grímur Sigurgeirsson fjallar um kampavín og ýmsar nýjungar á markaðnum. sem fáanleg eru og meðal annars séð bresku konungsfjölskyldunni fyrir kampavíni allt frá tímum Viktoríu drottningar (og nú í seinni tíð einnig James Bond). Ársframleiðsla Bollinger er um 1,3 milljónir flaskna en í kjöllur- um eru geymdar 8,8 milljónir flaskna og er meðalaldur þeirra 5,5 ár. Bollinger-kampavínin eru stór um sig og fyrirtækið er eitt fárra sem notar eikartunnur að hluta við gerjun vínsins og það eina sem geymir öll eldri réserve- vín í magnum-flöskum. Rauðar þrúgur eru í meirihluta í kampavíninu og er hlutfall þeirra að jafnaði um 75%. Eingöngu Pinot Noir í árgangsvínum en um 15% Pinot Meunier er að finna í Brut Spécial Cuvée. Þrúgurnar koma einungis af Marne-svæðinu og sjá þeir rúmlega 140 hektarar, sem eru í eigu fyrirtækisins, fyrir um 70% af þrúguþörfinni. Bollinger Special Cuvée (2.770 kr.) hefur fallegan lit með rauðum gljáa. í ilmi rauð ber, kirsuber, ger og ííkjur. Þetta er aflmikið kampavín, stórt með mikla fyll- ingu og bragð. Jafnvægi er hins vegar fullkomið. Fyriirnyndar- kampavín. Árgangsvínið frá sama fyrir- tæki er Bollinger Grand Année 1989 (4.230 kr.). Það er dýpra, þéttara og snarpara. Þroskaður ávöxtur og ger erta nefið og greina má græn epli, greipávöxt Freyðivínm KAMPAVÍN eru frekar dýr enda yfirleitt mikið í þau lagt. Því kjósa margir að kaupa frek- ar freyðivín, enda verðmunur- inn töíuverður. Freyðivín eru framleidd í flestum víngerðarlöndum og eru æði misjöfti að gæðum. Allt frá lélegum hvítvínum sem kolsýru er pumpað út í yfir í vönduð freyðivín sem koma nálægt kampavínum að gæðum. Hér eru nokkur sem ég er hrifinn af. Spænsku Cava-vínin standa yfirleitt fyrir sínu og eru góð kaup í bæði Freixenet og Codorníu. Freixenet er til þurrt (Cordon Negro Seco) og háifsætt (Carta Nevada) og Codorníu hálfsætt (Semi-Seco). Verulega góð kaup eru í áströlskum freyðivínum. Jafnt hinum ódýru Seppelts vínum Great Western Brut og Great Western Rosé sem hinu dýrara Salinger. Salinger er líklega besti kost- urinn sem í boði er fyrir þá sem vilja vín er kemur nálægt kampavíni að gæðum en kostar þúsund krónum minna á flösku. Ekki jafn margslungið og kampavínin en sneisafullt af þeim gómsæta ávexti og áströlsku vínin hafa orðið fræg fyrir. Á sérpöntunarlista er einnig ástralskt freyðivín. Blass Brut frá Wolf Blass. Ilmur er sætur og þægilegur en vínið freyðir fremur harkalega í munni og hefur stutta endingu. Ekki slæmt en heldur ekkert frá- bært. og við. Það stórt vín að það ætti hæglega að ráða við fuglakjöt, t.d. vandaða kjúklingarétti og fyllta aliönd. Taittinger-fyrirtækið selur 3,3 milljónir flaskna á ári og geymir að auki um 19 milljónir til viðbótar í kjöllurum sín- um. Hið hefð- bundna kampavín fyrirtækisins byggir á blöndu þrúgnanna þriggja, Chardonnay (38%), Pinot Noir (42%) og Pinot Meunier (20%). Taittinger Comptes de Champagne 1988 (5.000 kr.) er hins vegar svokallað hlanc des biancs-kampavín, það er unnið úr Chardonnay eingöngu og koma þrúgurnar allar frá Cote des Blancs-svæðinu (Avize, Chouilly, Le Mesnil sur Oger og Oger). Það leynir sér ekki að hér sé af- bragðsvín á ferð. Mild ilmkarfa ang- andi af vanillu- stöngum, Granny Smith- eplum og ný- skornum rabar- bara. í munni er vínið, létt, fín- gert. Jafn kvenlegt og Bollinger er karlmannlegt. Minnir á fallegan sumardag eða píanókonsert. Fjölskyldan Perrier-Jouet stundaði lengi vel korkframleiðslu fyrir kampavínsiðnaðinn en hóf eigin kampavínsframleiðslu árið 1811. Árið 1959 keypti hið stóra kampavínshús Mumm meirihluta í Perrier-Jouet og var í kjölfarið lögð aukin áhersla á útflutning. Árleg sala Penier-Jouet er 2,8 milljónir flaskna og í kjöllurum er að fínna 12,5 milljónir. Á sérpöntunariista er til sölu besta kampavín fyrirtækisins, Pen-ier Jouet Belle Epoque 1988 (8.450 kr.). Það er selt í einhverri sérstökustu og fallegustu flösku sem í boði er á kampavínsmark- aðnum. Upprunalega var hún hönnuð af hinum þekkta glerlista- manni Emile Galle er ásamt hönnuðinum Majorelle var fremstur í flokki Art Nouveau-stflsins í Frakklandi í kring- um aldamót. Blómamunstur Galles á flöskunni hefur gefið þessu kampavíni nafnið Fleur de Champagne á Banda- ríkjamarkaði. Vínið hefur fallegt kröftugt uppstreymi. Ilmurinn er þroskað- ur og kröftugur, þroskaðir ávext- ir, sellerí og jafnvel meyrt kjöt í bland við karamellu og möndlur. Þétt, þurrt og mikið kampavín í munni, allt að því hnökralaust. Önnur góð En þótt sérpöntunarlistinn sé spennandi má þó auðvitað ekki gleyma þeim ágætu vínum sem er að finna í hinu hefðbundna úrvali ÁTVR. Þar er nokkur fjöldi brut- kampavína til sölu og má þá fyrst nefna Moet & Chandon-vínið Brut Impérial. Bragðmikið kampavín með háu hlutfalli rauðra berja sem gefa því þyngd og fyllingu. Gula ekkjan frá Veuve- Clicqout einkennist einnig af háu Pinot Noir-hlutfalli. Djúpt og ávaxtamikið vín sem hátt hlutfall eldri kampavína í blöndunni gerir margslungið og djúpt. Hið venju- lega kampavín Taittinger heitir Brut Réserve. Ljóst og fínlegt kampavín í klassískum stfl. Loks ber síðan að nefna rauða borðann eða Cordon Rouge frá Mumm, sem lengi hefur verið vinsælt á ís- landi. Unglegt og ferskt kampa- vín með þokkalegri fyllingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.