Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 B 15 DÆGURTÓNLIST Sannkölluð partíp lata MÖRGUM er enn minnisstætt þegar breska sveitin Happy Monday veltist um sviðið í Menntaskólanum við Hamrahlíð sljóir og ruglaðir í magnaðri hassvímu sem náði hámarki þegar dansfíll sveitarinnar ældi á sviðið. Slíkt líferni gat ekki gengið til iengdar og á endanum gáfust félagar söngvarans, Shauns Ryders, upp á honum og hættu. Sumh’ spáðu því að þar með væri hans saga öll, en það kom í Ijós að hann var meira en textasmiður og söngvari. Sagan hermir að þegar Happy Mondays sprakk á limminu í upphafi áratugar- ins hafi liðsmenn hennar verið komnir að því að skrifa eftir Arno undir Matthíosson plötu- samning sem hefði tryggt þeim fjárhagslegt öryggi ár og síð. Þegar menn höfðu dregið upp pennana sagðist Shaun Ryder þurfa að skreppa út í sjoppu og þar með vissu félagarnir að öllu væri iokið, því þau orð notaði hann þá hann hugðist fara á kreik að næla sér í sterka vímu- gjafa. Kom og á daginn að þeh-ri skreppu lauk ekki fyrr en mörgum dögum s'íðar og þá var um seinan að skrifa undir, því sveitin var ekki lengur til. Flestir áttu reyndar von á því að Ryder yrði ekki til miklu lengur, svo hafði hann stundað hið Ijúfa líf og stundaði enn, en á honum sást enginn bilbugur; hann fór reyndar í meðferð og segist ekki nota nein fíkni- efni, hann haldi sig við brennivínið og hassið. Fyrú' tveimur árum spurðist að Shaun Ryder væri búinn að koma saman nýrri sveit, Black Grape, og fyrsta skífan kom út það ár. Sú skífa, It’s Great When You’re Staight, Yeah, seld- ist bráðvel um allan heint og Ryder var búinn að koma undir sig fótunum á ný. Fyrir stuttu kom svo út önnur breiðskífa Ryders og Stupid, Stupid, Stupid. Þar era þeir félagar við sama heygai'ðshornið, hræra saman fönld, rokki rytma- blús og sýru af innblásinni snilld með Shaun Ryder fi-emstan í flokki, en þess má geta að á plötunni taka þeir gamlan soul slagara meðal annars. Að hlusta á plötuna er þvi líkast að detta óforvarandis inn í svall þai' sem ýmis sterk lyf hafa verið höfð um hönd og viðstaddir teknir að fækka fötum. Segir kannski sitt með stemmninguna á plöt- unni að hún er tekin upp og hljóðblönduð á átta vikum uppi í sveit, sannkölluð partíplata. Mikið hefur verið spáð í texta Shauns Ryders og sýnist sitt hverjum. Sumir telja þá vísdómsperlur og djúphugsaða speki, en aðr- h' tala um tóma þvælu og bull. Hvað sem því líður hefur Ryder flett ofan af textagerðinni; formúlan er einföld eftir því sem hann segir frá: „Við hittumst fé- lagai-nir, reykjum rosalega af hassi og skrifum síðan það sem okkur dettur i hug í framhaldinu." Hvort sem það er satt eða logið verð- ur því ekki neitað að í því flæði verða til margar góð- ar línur, eins og heyra má á skífunni, og kannski er Shaun Ryder ekki eins ruglaður dóphaus og hann gefur til kynna. félaga Black Grape, Dóphausar Black Grape. Merkilegur Robert Wyatt. Fuglasöngvar merkismanns EF TEKINN yrði saman listi yfir merkustu dægurtónlist- armenn Breta sæist vísast mörgum yfir Robert Wyatt, sem þó er í meiri metum meðal þeirra sem til þekkja en aðrir menn. Hann var á sínum tíma í framlínu bresku djassrokk- bylgjunnar sem reis hvað hæst í upphafi áttunda áratugar- ins, sneri sér síðan að marxísku rokki, en lokst hvarf hann inn í sérkennilegan spuna og tilraunamennsku. Tilraunir Wyatts náðu hámarki á breiðskíf- unni Rock Bottom, sem er meðal helstu platna breskra. Sú varð til í kjöl- far þess að Wyatt lamaðist fi’á mitti í slysi. Sem von- legt er hafði sá atburður veruleg áhrif á líf hans, gerði hann fráhverfan tón- listariðnaðinum að mestu og upp frá því hefur hann aðeins gert það sem hann langar hverju sinni, yfir- leitt með ánægjulegum ár- angri. Plöturnar Wyatts eru ekki margar frá því Rock Bottom kom út fyrir sextán árum og sex ár eru síðan sú síðasta, Donestan, kom út. Fyrir stuttu kom svo út skífan Shleep þar sem hann er við sama heygarðshorn- ið, leikur lög sem daðra við létta popptónlist, bregður iyrir sig lágstemmdum djassspuna, eða lögum þar sem hljómagangurinn er sí- breytilegur. Meðal eftir- minnilegra laga á plötunni, sem mörg eru um fugla, er svo eins konar útgáfa Wyatts á Subterranean Homesick Blues; þ.e text- inn er endursögn hans á texta Bobs Dylans, en lagið er allfrábrugðið, ekki síst fyrir gítarspretti Pauls Wellers sem fer á kostum. Rappkryddað rokk BRESKI dúettinn Corn- ershop hefur hlotið mikið lof fyrir síðustu breiðskífu sína og meðal annars náð verulegum árangri vestur í bandaríkjunum. Vekur ekki síst athygli fyrir það að á skífunni ægir saman tónlistar- stefnum og straum- um úr öllum áttum. Cornershop er dúett tveggja Breta, Ben Ayers og Tjinders Sings. Þeir félagar hafa verið lengi að, voru framan af óspenn- andi óháð rokksveit sem sendi frá sér þokkalegar breið- skífur í upphafi ára- tugarins. Smám saman stefndu þeir í eigin áttir, byrj- uðu að bæta inn í tónlistina ólíkum stemmn- ingum og straumum og gripu til óhefðbundinnar hljóðfæraskipanar og þeg- ar þriðja breiðskífan kom út voru þeir Ayer og Sing búnir að skapa sérstæðan Sérkennilegir Ben Ayers og Tjinders Sing skipa Cornershop. og sérkennilegan stíl. í kjölfarið fór þeim og að ganga betur og eins og getið er hafa gagnrýnend- ur lofsungið einróma fjórðu skífuna, When I Was Born for the Seventh Time. A skífunni blanda þeir félagar saman ólíkum tónlistar- hefðum líkt og forð- um, indverskir hljómar falla að eins konar fónki, rokki, poppfroðu og raf- eindasulli. Þegar við bætist hreinræktuð sveitatónlist má segja að ekki verði lengra komist í sér- kennilegheitum og úr verður heillandi tónlistarblanda þar sem eitthvað nýtt er að finna í hverju lagi. Fjölþjóðlegir Liðsmenn Deftones, Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gitarleikari, Chi Cheng bassaleikari og Abe Cunningham trommuleikari. FERSKASTA rokksveit Bandaríkjanna nú um stund- ir og sú sem vekur einna mesta athygli er Deftones, sveit frá Sacramento. Hún kom fyrst fyrir almennings- sjónir sem upphitunarsveit fyrir ýmsar rokksveitir, allt frá Bad Brains til Korn og komst á samning fyrir vikið. egar fyrsta breiðskífa Deftones, Adrenaline, kom út var sveitin búin að þræða allar helstu borgir á Vesturströnd Bandaríkjanna í á fimmta ár. Tónleikahaldið gerði sveitinni kleift að fín- pússa rokkið og herða keyrsl- una eins og heyra mátti á frumrauninni, Adrenaline, sem kom út fyrir rétt rúmum tveimur árum. Platan seldist bráðvel og enn héldu liðs- menn í tónleikaferð, að þessu sinni um gervöll Bandaríkin í rúmt ár. Segja má að sveitin hafi haldið beint af sviðinu í hljóðver að taka upp næstu skífu, sem kom út fyrii' skemmstu og heitir Around theFur. Á Around the Fur eru þeir félagar enn að fást við hart rappkryddað rokk og gefa lítið fyrii' að rapp sé bara fyi-ir lita; „Við erum úr öllum áttum,“ segir söngvari sveit- arinnar, Chino Moreno, „tveir Mexíkómenn, Kínverji og bleiknefji. Þungarokk og pönk er ekki bara fyrir hvíta, né heldur er rapp bara fyrir svarta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.