Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 28. DESEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ JARÐGÖNG við Sultartangavirkjun. Það var spáð fremur illa daginn sem við Guðmundur Hermanníus- son fórum saman upp að Búrfelli til þess að skoða mannvirki þar. „Þú keyrir nokkuð létt,“ segir hann þeg- ar við erum rétt komin að brú einni. en brátt rennum við heilu og höldnu í hlað hjá Búrfellsvirkjun. Þá lifnar verulega yfir Guðmundi, enda nú á heimavelli. í Búrfelli hefur hann sem fyrr sagði unnið og búið um þrjátíu ára skeið, en nú er vera hans þar senn á enda, hann verður sjö- tugur fímmtánda febrúar nk. og mun þá hætta störfum. Heimili sitt hefur hann þegar flutt á Selfoss, þótt kona hans, Helga Magnúsdótt- ir, muni vinna áfram í Búrfelli eftir að hann hættir. „Hún er sjö árum yngri en ég og fer bara á milli eftir þörfum,“ segir hann. Helgu hittum við von bráðar. Hún kemur ai’kandi í stórum dökkbláum kuldagalla þeg- ar við höfum rétt lokið við að borða hádegismat í mötuneytinu. Salurinn var fullur af karlmönnum á ýmsum aldri en engar konur voru þar nema þær sem vinna við matinn. Sam- verkamenn Guðmundar höfðu gefið mér spurnarauga meðan ég borðaði ýsu og kartöflur og síðar fullan disk af grjónagraut. „Það er ekki slæmt fæðið hérna,“ sagði ég að máltíð lokinni. „Þeir fitna héma flestir,“ svaraði Guðmundur. Við hlið hans var þá kominn Valdemar Jóhanns- son, sem gengur honum næstur í starfi hjá útivinnuflokknum sem Guðmundur hefur lengi haft yfir að segja. Þeir ræddu saman um verk- efni dagsins og loks spurði Guð- mundur hvort 150 væri laus. „Já, ekki veit ég betur,“ svaraði Valde- mar. Þegur út kemur sé ég að fyrr- nefndur 150 er Toyotajeppi all- myndarlegur. Upp í hann sest ég og kveð frú Helgu og ekur svo Guð- mundur með mig í skoðunarferð um svæðið. Neðst er Búrfellsvirkjun, þá væntanleg Sultartangavirkjun, síðan Hrauneyjafossvirkjun og loks Sigölduvirkjun og allar hafa þessar virkjanir sín uppistöðulón. Allt þetta svæði er í verkahring úti- vinnudeildar að sjá um þjónustu við, ásamt veitusvæði ofar í hálendinu, svo sem Þórisvatn, Kvíslaveitur o.fl. Við ökum fyrst meðfram Búrfells- stöðvarhúsinu og framhjá stóru, einlyftu húsi þar sem Guðmundur hefur aðstöðu sína sem verkstjóri fyrrnefnds útivinnuflokks, og upp á fjallveg nokkurn. „Við sjáum um viðhaldið á þessum vegi og það er talsvert mál,“ segir Guðmundur og á við Búrfellsvirkjunarmenn. Við ökum framhjá Bjarnarlóni sem er uppistöðulón Búrfellsvirkjunar, aldrei má fara rekís úr Þjórsá í lón- ið, þá getur myndast stífla og raf- magnsframleiðslan minnkar. Við ökum alla leið upp að Sultartanga- virkjun sem verið er að vinna við núna. Þangað er fróðlegt að koma, þar ríkir nú sams konar ástand og einkenndi fyrri virkjanir meðan framkvæmdh' við þær stóðu yfir, nema hvað vélar eru nú mun stór- virkari enda framkvæmdatíminn naumur. Komið hefur verið upp fjölda lítilla starfsmannahúsa og tví- lyftu húsi fyrir skrifstofur verktaka og fleira. „Þeim gekk illa að ráða við hrunið úr stöðvarhússgrunninum, það þurfti á endanum að reka stálbolta í bergið til að koma í veg fyrir hrun úr því,“ segir Guðmundurog sýnir mér einnig jarðgöngin sem búið er að sprengja þar efra. Loks ökum við alveg upp að Sultartangalóni. Á leiðinni niður eftir aftur sýnir Guð- mundur mér hvar fyrstu starfs- mannahúsin voru í upphafi virkjun- arframkæmda í Búrfelli, og loks skoða ég lauslega hin mörgu og myndarlegu starfmannahús sem eru þarna núna. „Áður fyrr voru hér margar fjölskyldur, börnin voru milli tuttugu og þrjátíu," segir Guð- mundur. Nú er þetta breytt, fjölskyldurn- ar eru ekki nema fjórar og engin börn. „Þegar við fluttum hingað með dætur okkar sjö og tíu ára árið 1969 var hér mikið líf og fjör, en það hefur minnkað," bætir hann við. Ekki eru menn lausir við kímnigáfu í Búrfelli, við eitt íbúðarhúsið er stæðilegur steinn með virðulegu málmskilti sem á stendur að þetta sé „Ekki minnismerki", heldur bara steinn. Fór snemma að heiman Að lokinni þessari yfirreið tökum við Guðmundur upp ævisögulegt spjall. Hann kveðst fæddur í vestur- bænum í Reykjavík, líklega rétt við Selbúðir. Faðir hans, Hermanníus Marino Jónsson, var Reykvíkingur en móðirin, Sigríður Guðmunds- dóttir, var úr Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Þau hjónin áttu fimm drengi og eina stúlku og aðra til átti Sigríður fyrir hjónaband. Þótt fjöl- skyldan væri stór var húsplássið ekki mikið, tvö herbergi og Ifdhús. Árið 1940 skildu foreldrar Guð- mundar, það kom ekki svo mjög við hánn því hann hafði snemma farið að heiman, var sendur í. sveit til móðurbróður síns á Snæfellsnesi aðeins sjö ára gamall. Þar flentist hann að hluta til allt til sextán ára aldurs. „Engu að síður var ég alltaf að koma í bæinn öðru hvoru. Mamma vann fyrir okkur eftir að pabbi fór, hún þvoði Bretaþvotta og vann um áraraðir við þvottahúsið í Sundhöllinni við Barónsstíginn. Mamma var alltaf vinnandi, ég held að hún hafi aldrei farið í rúmið á undan mér né heldur vaknaði ég nokkurn tíma á morgnana á undan henni. Hún var sífellt að sauma, maður sofnaði og vaknaði við niðinn í saumavélinni. Eg var svo mikið fyrir vestan á veturna að það kom niður á skólagöngu minni, ég var t.d. sex vikur í skóla veturinn sem ég tók fullnaðarprófíð mitt, ég naut því í heild lítillar skólagöngu sem bam. Starfsferil sinn í Reykjavík hóf Guðmundur í bæjarvinnunni, þá að- eins sextán ára gamall, en veiktist skömmu síðar. „Eg fékk heiftarlega nýmabólgu og var samfellt sex mánuði á sjúkrahúsi, maður hafði ekki alltaf verið í heilum stígvélum. Mamma sagði mér síðar að ég hefði verið hætt kominn. Ég hjarnaði þó við en var eftir þetta árum saman viðkvæmur í nýrum, með nýrna- steina og feiknakvalir oft á tíðum. Ári síðar fór ég aftur að vinna hjá bænum og tók þá próf í sprenginga- vinnu. Um það leyti voru að fara í gang virkjunarframkvæmdir við Irafoss. Menn frá Reykjavíkurbæ réðu mig þangað, þar vann ég með sænskum mönnum sem ég lærði mikið af í sambandi við sprengingar og raunar ýmislegt annað líka, í þein'a félagsskap fór ég t.d. fyrst að smakka vín. Það má segja að í þess- ari vinnu hafi verið lagður grunnur- inn að starfi mínu hjá Búrfelli löngu síðar. Þarna sprengdi ég á eigin spýtur í félagi við annan strák mín fyrstu jarðagöng. Við vorum mjög hreyknir af þeim og ég skoða þau enn í dag þegar ég kem að írafossi. í Skriðdal og víðar Eftir þetta fór ég að vinna hjá verktaka í Hafnarfirði sem var að byggja Sogslínuna. Þar sprengdi ég fyrir þónokkuð mörgum updirstöð- um ásamt mínum gamla félaga frá írafossi. Þetta gerðist um 1953. Ég slapp vel frá allri minni vinnu við sprengingar, og kannski þess vegna tek ég ekki í mál að koma nálægt svona vinnu í dag. Ég hef ekki held- ur horft upp á aðra meiða sig að ráði við þessa vinnu. Þó komu fyrir óhöpp, í eitt skiptið gekk Svíanum Valding Johanson erfiðlega að hlaða sprengiefni inn í holu, hann missti þolinmæðina og fór að berja með verkfæri í holuna og allt sprakk framan í hann. Hann var fluttur í bæinn allur útstunginn af grjóti og hvellhettujárnum. Svo merkilega vildi til að það sluppu í honum aug- un. Hann kom fljótlega til vinnu aft- ur, hvergi banginn við að sprengja áfram þótt hann hefði lent í þessu. Um tíma vann ég hjá Vegagerð- inni á vinnuvélum, þar til gert var boð fyrir mig af mönnum sem unnið höfðu með mér á írafossi. Þeir voru búnir að bjóða í verk Grímsárvirkj- unar í Skriðdal og spurðu hvort ég væri til í að koma þangað í vinnu. Ég var enn laus og liðugur og hafði gaman af skemmtilegum uppákom- um, ég sagði því upp hjá Vegagerð- inni og réð mig austur. Það tók okk- ur hálfan mánuð að komast austur á Egilsstaði, það rigndi svo mikið sumarið 1955 að það var aldrei flug- veður hér fyrir sunnan. Það var frí vegna verslunarmannahelgarinnar þegar við komum þarna og við skemmtum okkur mikið vel í Hall- ormsstaðarskógi. í Skriðdal var þá fámennt sveitarfélag og því var koma okkar virkjunarmanna mikil innrás í það. Mitt fyrsta verk var að fá jarðýtu til að ýta ofan af þar sem stöðin átti að koma. Við sprengdum fyrir jarðgöngum og stöðvarhúsinu og var ég verkstjóri við þær fram- kvæmdir. Þetta var vel borguð vinna en það tók heldur ekki langan tíma að eyða innkomunni það .var mesta furða hvað hægt var að eyða þarna. Undir lokin ók ég vörubfl þegar sprengingarvinnunni var lok- ið. Næst réð ég mig í Steingríms- stöð, sem er virkjun við Sogið sem er milli Þingvallavatns og Villinga- vatns. Þar hitti ég aftur mína gömlu vini, Svíana. Það þótti ástæða til að fagna vel þeim endurfundum. Aftur fór ég að vinna við sprenginga- vinnu, sá um að stýra verki þegar sprengt var fyrir stöðvarhúsi og jarðgöngum. Samstarf mitt og Sví- anna gekk mjög vel sem og við aðra þá sem þarna komu að verki. I Steingrímsstöð hitti ég Helgu, kon- una mína, hún vann þar í eldhúsinu, hún bjó í Hveragerði hjá fósturfor- eldrum sínum, Ingu Wiium og Stef- áni Guðmundssyni, en hún er ættuð frá Seyðisfirði, dóttir Magnúsar Guðfinnssonar og Júlíönu Guð- mundsdóttur sem áttu fjölda barna. Við giftum okkur árið 1958 og sett- um saman bú í leiguíbúð við Skipa- sund. Þá var ég orðinn mjög slakur af liðverkjum og fór sá sjúkleiki stigvaxandi. Ég lagðist loks á Heilsuvemdarstöðina þar sem ég var í átta vikur yfirfallinn af liðagigt og gat mig ekki hreyft. Einhverjir voru að tala um að þetta gæti stafað af mikilli meðhöndlun á sprengiefni, ekki veit ég það en hitt veit ég að ýmis slík efni virkuðu mjög illa höf- uðið á mér þegar þarna var komið sögu. Áður fékk ég aldrei höfuðverk en allt í einu var ég yfirkominn af höfuðverk ef ég svo mikið sem kom inn í geymslu með sprengiefni í og þannig er það enn í dag. Við þetta verða margir sprengingarmenn að búa. Þrálátt heilsuleysi Dóttir okkar eldri fæddist í janú- ar 1959 og var ég þá alveg frá vinnu vegna sjúkleika, ég gat varla reist mig upp hjálparlaust, ef ég settist á salerni þurí'ti ég aðstoð til að standa upp. Verstur var ég á morgnana, klukkan fimm varð ég að vera lagst- ur í þær stellingar sem ég ætlaði að vakna í. Ég fór þó að vinna við sum- arafleysingar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hinn 1. júní þetta ár. Aksturinn gekk furðanlega, nema hvað ég var stirður á morgunvökt- unum, ég gat ekki staulast út úr bílnum fyrr en klukkan tíu á morgn- ana, ég heyrði einu sinni gamla konu segja: „Hvernig í ósköpunum er hægt að hafa svona mann í vinnu, er hann fullur eða hvað?“ Ég gat ekki lokið þeirri vinnu sem ég hafði samið um heldur varð að fara á Heilsuhælið í Hveragerði um haust- ið. Þar var ég hátt í tvo mánuði í alls konar meðhöndlun sem bar þann árangur að ég hresstist til muna. Ég fékk sáralitla peninga frá trygg- ingum en konan reyndi að vinna eins og hún gat. Það kom okkur til góða að ég átti eitthvað til frá árum áður og svo hitt að mamma hafði keypt fyrir mig fatnað þegar hún fór nokkru áður til Bandaríkjanna. Konan mín var nýkomin frá Englandi þegar við hittumst og bjó hún að þeim fatnaði sem hún hafði keypt þar. Eftir að ég kom af hæl- inu reyndi ég að passa dótturina meðan konan vann en ég viðurkenni að ég var ekki alltaf skemmtilegur til skapsmunanna á þessu tímabili. Ég fékk loks vinnu á verkstæði hjá bróður mínum þar sem ég gat fengið að mæta seint á morgnana og var við það um tíma en vorið 1961 varð ég liprari til vinnu. Það gerðist þannig að morgunn einn vaknaði ég og settist á salernið. Svo merkilega vildi til að ég gat staðið upp sjálfur. Ég var himinlifandi og sagði konu minni tíðindin, þá gat ég fyrst í langan tíma vandræðalaust klætt mig í sokkana sjálfur. Á einni viku skánaði ég frá því að geta varla hreyft mig um nema við staf til þess að geta gengið um og hreyft mig sæmilega þótt ég væri alls ekki orð- inn eðlilegur í hreyfingum. Læknir- inn vildi meina að viljastyrkur minn hefði m.a. hjálpað mér, ég hafði ekki guggnað í veikindunum. Vinur minn einn bauð mér nú starf við spreng- ingavinnu austur á Hornafirði, ég tók því fjarri en hann linnti ekki lát- um fyrr en ég lofaði að reyna. Ég fór svo að vinna á Stokksnesi þar sem íslenskir aðalverktakar voru í félagi við Bandaríkjamenn að reisa radarstöð. Ég var þarna fram yfir áramót 1962. Ég var nýlega kominn heim þegar konan mín lagðist á sæng og ól aðra dóttur. Um þetta leyti var haft samband við mig af hálfu Almenna byggingarfélagsins og fleiri vegna þess að fara átti að vinna prufuframkvæmdir við Búr- fell vegna væntanlegra virkjunar- framkvæmda. Við vorum margir sem fórum saman, m.a. menn frá Frakklandi, Sviss og Bandaríkjun- um. Guðmundur Jónasson kom okk- ur á staðinn en með okkur var Björn Jóhannsson á Skriðufelli, hann átti heljarmikinn hertrukk. Snjór var í mjóalegg en dásamlegt var þarna í fjallakyrrðinni. Um- hverfið þarna dró mig til sín frá fyrsta degi, þrátt fyrir vikur og sandauðnir var fegurð í ömurleikan- um sem heillaði mig. Fyrst í Búrfelli Tekin var ákvörðun þarna um að vinna jarðvegsframkvæmdir til reynslu ásamt því að Orkustofnun var búin að bora þarna nokkrar til- raunaholur. Þegar við vorum á leið til byggða, komnir fram á Vikrana var kominn skafrenningur. Björn bóndi hafði haft orð á því uppi á Múlanum að við ættum að haska okkur, hann væri að bæta í vindinn. Það reyndist orð að sönnu, það skall á ofsaveður, við vorum lánsamir að fara í tíma. Ég kynntist því betm' síðar hvernig veðrið þarna getur orðið. Hálfum mánuði síðar var ég beðinn að finna til verkfæri, það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.