Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 B 3 væri ákveðið að sprengja þarna jarðgöng. Ég gerði það og gekk svo í að flytja hús úr Steingrímsstöð inn eftir. Það var erfitt að koma húsun- um yfir ófærur og ár. Við lögðum af stað með einn bfl, fyrst áleiðis að Búrfelli klukkan tíu á þriðjudags- morgni og þegar við vorum búnir að ganga frá húsinu innfrá og komum til baka í Steingrímsstöð var klukk- an hálftvö aðfaranótt föstudags. Við vorum búnir að vera að alla vikuna og það voru fáar stundir sem menn sváfu. Lengst sváfum við fjóra tíma á bökkum Sandár. Við fórum svo fleiri ferðir með hús á bílum frá Rafveitu Reykjavík- ur og þær ferðir gengu fljótar fyiár sig. Þegar búið var að flytja öll hús- in inn eftir, komnir svefnskálar, mötuneyti og ráðskonur og menn frá Jarðborunum, fórum við að hreinsa frá jarðgangaopinu sem átti að gera í klifinu þar sem væntanleg Búrfellsvirkjun II kemur vonandi síðar. Til stóð að sprengja þar 800 metra löng jarðgöng inn í Sáms- staðamúla, þar neðan við átti stöðv- arhúsið að vera. Við hófumst handa, ég var með duglega stráka með mér. En lánið var ekki með okkur, jarðvegurinn var hörmulegur og við áttum að taka göngin bratt niður. Vatnslekinn var svo mikill að ef mikið rigndi varð maður var við leka fremst í göngunum eftir hálfan klukkutíma. Við börðumst á hæl og hnakka við að vinna þetta verk en tókst ekki betur til en svo að við komumst rétt innan við 400 metra. Við vorum bara með gamlar dælur og það fór ekki að ganga neitt hjá okkur þarna fyrr en Norðmaður einn sem kom að verldnu og sagði að við yrðu að fá almennilega dælu. Hún kom með flugi og þá fór vatns- losun fyrst að ganga. Þá var komið haust og hætt við þetta verk. Við settum hlera fyrir jarðgöngin en það tók ekki nema tvo sólarhringa þar til vatn fór að renna út úr göng- unum. Ég flutti svo mestallt dótið sem komið var þarna á brott og er því lauk fór ég að vinna hjá Al- menna byggingarfélaginu en hætti því fljótlega. Um tíma var ég krana- maður hjá Togaraafgreiðslunni, eft- ir það vann ég hjá Loftorku þar til ég fór aftur að vinna í Búrfelli árið 1968. Snemma vors 1968 var ég aftur orðinn yfirfallinn af vöðvabólgu og gigt svo ég fór á Heilsuhælið í Hveragerði og var þar í sex vikur. Nokkru síðar kom til landsins stór bílkrani og ég var beðinn að taka á móti krananum og sjá um flutning á honum austur í Búrfell og setja hann saman. Ég gat gert þetta og þar með var teningunum kastað, ég hef ekki farið frá Búrfelli síðan. Ég var um þetta leyti í mjög góðu lík- amlegu formi eftir að hafa verið á hælinu og lifað þar á grænmetisfæði og grennst um tuttugu kfló. Ég var svo léttur á mér að ég man varla eftir mér betur á mig komnum og var ég þó þarna orðinn fertugur. Á American Ég fór svo ásamt Baldri bróður mínum að vinna á American, en það hét stóri kraninn fyrmefndi, hann var þá sá stærsti á landinu en það er hann sannarlega ekki í dag. Vinnan á honum gekk vel utan einu sinni, þá fórum við á honum til Reykjavíkur til að setja upp línu og veltum honum. Þetta atvik var tekið fyrir á fundi hjá Landsvirkjun og vildu sumir að okkur yrði sagt upp fyrir að hafa velt krananum en Gunnar Sigurðs yfirverkfræðingur spurði hvort menn héldu að við hefðum gert þetta viljandi, nei, eng- inn hélt það. „Nú, eigum við þá ekki að láta mennina halda áfram?“ sagði Gunnar og það var samþykkt samhljóða. Við Baldur unnum sam- an á krananum í eitt ár en þá hætti hann og var ég einn að mestu á krananum eftir það. Ég var ráðinn til Landsvirkjunar árið 1968 en árið eftir það var okkur hjónum skaffað hús efra og konan og dætumar fluttu upp að Búrfelli. Auk dætr- anna fyrrnefndu eigum við hjónin einn son og eina fósturdóttur og fjóra syni átti ég fyrir hjónaband. Meðan ég var á krananum hafði ég alltaf einhver mannafon-áð. Eftir að verktakinn hafði lokið sínum verkefnum tók Landsvirkjun yfir rekstur bensínstöðvar sem verktak- hátt með örfáum undantekningum, svo fáum að hægt er að telja þær á fingrum annarrar handar.“ A leið heim frá Búrfelli að Sel- fossi segir Guðmundur mér ýmsar sögur af starfi sínu sem sjúkraflutn- ingamaður og mér verður fljótlega ljóst að sá starfi er kannski ekki síst eftirminnilegur nú þegar hann kveður senn sinn gamla vinnustað, það tekur á menn að koma að hörmulega leiknu fólki, slösuðu og deyjandi og þurfa síðan að koma því á áfangastað í óvissu um hvernig því mun reiða af meðan á ferðinni stendur. Slíkt er lífsreynsla sem ekki gleymist, þótt hún hafi sem betur fer ekki verið daglegt brauð. Það er ótalmargt annað sem gleym- ist ekki heldur, svo sem þegar ung- lingur ekur á og það þarf að hvetja hann óspart til að hefja akstur á ný daginn eftir svo ekki myndist fælni innra með honum gagnvart bflakstri og þannig mætti áfram telja. „Og auðvitað á ég eftir að sakna vinnufé- laganna og þess að þurfa að mæta til vinnu,“ bætir hann. Með blendn- um huga hætta menn þeim starfa sem verið hefur innihald lífs þeirra - nema hvað. „Þetta leggst samt ágætlega í mig, ég er búinn að koma mér upp tölvubúnaði og svo hef ég hestana til að hugsa um,“ Guð- mundur og Helga eiga fimm hesta og þeim þarf að sinna, svo og við- haldi raðhússins á Selfossi sem þau hjón keyptu fyrir nokkrum áram. Ekki ætlar Guðmundur heldur að hætta að skrifa dagbækur, en það hefur hann gert óslitið öll þau 30 ár sem hann hefur starfað hjá Búr- fellsvirkjun. „Þar er nú samt stiklað á stóru stundum, einkum fyrstu ár- in, en það er gaman að glugga í þetta,“ segir hann. Að öllu saman- lögðu segist hann vera sáttur við sinn starfsferil. „Ég var ekkert lærður nema hvað ég hafði þetta próf í sprengingum og með það í huga verður ekki annað sagt en vel hafi ræst úr hjá mér,“ segir hann. Ekki hefur þó starfið í Búrfelli alltaf verið dans á rósum. „Ég var kannski dálítið heimaríkur á stundum en mér finnst að með áranum fari maður að mildast og reynir þá að skilja og fyr- irbyggja það sem miður getur farið.“ Og smám saman fjarlægjumst við Búrfell með auðnir sínar, sanda og gróðurvinjar. I því umhverfi hefur Guðmundur Hermanníusson átt heimili sitt og starfsvettvang hálfa starfsævina, og mig grunar að heils- hugsar gæti hann tekið undir með þjóðskáldinu Einari Benediktssyni, er hann segir í lokaerindi kvæðis síns um Dettifoss: „Þú hefur brennt þinn svip í mína sál og sungið óminn þinn mér fast í hjarta." STOÐVARHUSIÐ í Búrfellsvirkjun. HÚS flutt úr Steingrímsstöð upp að Búrfelli í upphafi virkjunarframkvæmda þar. inn hafði áður rekið. Ég var svo fenginn til þess að sjá um bensínsöl- una. Nokkra síðar hætti Lands- virkjun rekstri stöðvarinnar og þá var hringt frá Skeljungi og konan mín beðin um að taka að sér bensín- stöðina. Þá gerðist hún umboðs- maður Skeljungs og rak bæði bens- ínsöluna og sjoppu og þar með vor- um við bæði komin í fasta vinnu, en hún hafði áður unnið af og til við mötuneytið í Búrfelli. Konan rak svo umrædda bensínstöð fyrir eigin reikning í nítján ár. Þegar hún hætti þeim rekstri var stöðin flutt niður að bragganum þar sem ég hef haft mína aðstöðu sem verkstjóri og stöðin sett aftur undir mína stjórn og konan mín ráðin til að sjá um af- greiðslu og annað sem tilheyrir ásamt ræstingum á mínum vinnu- stað. Hún hafði því nóg að gera og hefur aldrei dregið af sér. Sjálfur hef ég haft margvíslegum störfum að sinna hjá Búrfellsvirkj- un. Ég var ekki lengi með kranann, enda varð sú vinna stopul er fram liðu stundir. Það var farið með hann víða, svo sem að Sigöldu, upp að Þórisvatni og víðar og var þó sann- arlega ekki hlaupið með hann, kran- inn sá er yfir 50 tonn. Á virkjunar- tímanum fór ég t.d. með kranann yfir vegleysur inn að Tungnaá til þess að vinna við að reisa brú yfir Sigöldu, það var mikið mál að kom- ast með kranann þangað, en það tókst og brúin stendur enn. Mörg verkefni sem ég vann að með kran- anum vora erfið en þau vora jafn- framt spennandi, maður velti fyrir sér hvort það tækist sem að var stefnt og þegar það tókst var það gleðiefni. Ég hef á þessum 30 árum komið að ýmsum verkum í Búrfells- virkjun. Stundum spyr fólk mig hvað ég hafi unnið lengi við stöðina og ég hef þá sagt því það. Það spyr þá gjarnan hvernig mér hafi líkað. „Ég var að svara þér, það segir sína sögu hve lengi ég hef verið,“ svara ég þá. í svona hóp eru all- ir nauðsynlegir Andinn á þessum vinnustað breyttist mjög þegar rekstm’ stöðv- arinnar fór formlega í gang vorið 1970. Konur og börn fluttu hingað ári fyiT þegar allt var að falla í hversdagslegt far. Það varð að vísu uppi fótur og fit þegar Hekla fór að gjósa skömmu eftir að hornsteinn- inn var lagður hér og tíu til fimmtán sentímetra öskulag lagðist yfir allt hér. Konur og börn vora flutt á brott og þótt konunni minni þætti það óþai’fi fór hún með börnin, tík- ina og hvolpana á brott en ég varð eftir og nokkrir karlar aðrir. Einum sólarhring síðar fór fólkið svo að tínast heim aftur þegar séð varð að það var óhætt. Það var mikil breyt- ing þegar fjölskyldulíf hófst á staðn- um. Meðan á uppbyggingunni stóð áður hafði hér að mestu verið karla- samfélag. í svona hóp gegnir hver og einn ákveðnu hlutverki og allii’ era nauðsynlegir. Mitt hlutverk hef- ur lengst af verið að sinna verk- stjórn útivinnuflokks, auk þess sem ég hef nánst frá upphafi haft með höndum stjóm sjúkrabíls staðarins, ásamt með öðrum raunar. Það hef- ur verið eitt af mínum verkefnum og minna manna að sjá um sjúkra- bílinn og rekstur hans. Aðalstarf mitt hér hefur eins og fyrr kom fram verið að stjórna úti- vinnuflokki og hefur mikill fjöldi unglinga starfað í honum, mér telst svo til að þeir hafi ekki verið færri en 500 frá árinu 1976. Ég hef unnið með fimm stöðvarstjóram í Búrfelli, þar af hefur einn verið tvisvar stöðvarstjóri en aðstoðarstöðvar- stjórinn hefur verið hér alla mína tíð sem slíkur. Ég hef alltaf haft gaman af að vinna við stöðina í Búr- felli, en skemmtilegasti tíminn er jafnan á sumrin þegar unga fólkið er að koma. Fyrst óx mér dálítið í augum að hafa alla þessa unglinga á mínum snærum en þegar frá leið fór ég að hafa mikla ánægju af sam- starfmu við þá langflesta. Við höf- um í sameiningu séð um ræktun og gróðursetningu hér í stöðinni og í nágrenni hennar, búið er m.a. í sam- starfl við Skógrækt ríkisins að planta tugþúsundum trjáplantna. Við höfum líka annast um þjóðveld- isbæinn sem er hér rétt hjá, ekki þó gæslu hans, og einnig séð um um- hverfi sundlaugarinnar sem rekin er hér þrjá mánuði á ári við góðan orstír. Þegar frá leið varð þetta of mikið verksvið fyrir mig einan svo ég fékk aðstoðarmann við verk- stjórnina, Valdemar Jóhannsson frá Stóra-Núpi. í framhaldi af því kom Ólafur Árni Traustason frá Hafnar- firði okkur til aðstoðar á sumrin. Eftir að þeir komu til starfa þurfti ég ekki lengur að vera úti við í dag- legu amstri, þeir tóku við þeim verkefnum en ég hef séð um aðra þætti, svo sem vélavinnu og flutn- inga en jafnframt verið yfirmaður starfsemi alls útivinnuflokksins. Smám saman hefur þurft að skipta flokknum í hópa, þeir hafa verið allt upp í átta og flokksstjóri yfir hverj- um hóp. Ég verð að segja að lang- flestir þeir unglingar sem hér hafa starfað hafa reynst mjög góðir starfsmenn og oft hef ég hugsað með mér þegar ég hef átti fundi með unglingunum, hve heppnir við Islendingar eram með unglingana okkar, þeir era vel gerðir á allan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.