Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Adidas-íþróttavörur að eigin vali frá Sportkringlunni að andvirði 20.000 kr. Tölvuleikir eða geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Vöruúttekt að eigin vali frá Jack & Jones eða Vero Moda að andvirði 20.000 kr. Tölvuleikir eða geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Vöruúttekt að eigin vali frá IKEA að andvirði 20.000 kr. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. ukþessfá allir vinningshafar flísderhúfu merkta Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánui daginn 19. janúar. Aramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu 31. desember nk. og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. Barnagetra ætluð öllum 5-12 ára Unglingagetraun ætíuð öllum 13-17 ára Gárar ei meir ÞAÐ gárar ekki meir. Brostið á logn. Án golu gerist ekkert. Ef litið er til baka minnist ég þess ekki að skort hafi vindsveipi til að ýfa upp gárur í sinni. Þótt ekki sé það úthugsað, sperrast eyrun þó ósjálfrátt við hverju einu sem við ber. Það vistast ómeðvitað í heilabúinu, til að grípa til ef við á, eins og í tölvu nútímans. Bót í máli að þangað verður að sækja það eða bara eyða því og slökkva, sem nú er gert. Þegar stungið var upp á því á ritstjóm fyrir að minnsta kosti aldarfjórðungi, að nokkrir blaðamenn skrifuðu eigin pistla um ákveðið efni eða sitthvað, valdi þessi skrifari heitið Gárur og lýsti því yfír að af sjálfu leiddi að þar yrðu engar stóröldur eða djúpt kafað en yfirborðið bara ýft. Gripið eitthvað fleygt, sem lægi í loftinu og vakin athygli á því. Fólk gæti svo haldið áfram að ræða mál- ið, hver á sínum stað, ef það þætti _ ómaksins vert. í fyrstu voru pistlamir lengri og strjálli, síðan held- ur styttri og óreglulegir og und- anfarin fjöldamörg ár vikulegir. Þegar skrifari sest niður við tölvuna að morgni, á fimmtu- degi ef annað ekki kallar að, og skrifar snarlega á skjáinn klippt og skorið 50 sentimetra til næsta sunnudags, hlýtur út- koman að verða misjöfn að gæðum. En okkar samfélag er Gárur eftir Elínu Pálmadóttur ist svona langt ef hann hefði verið svo góður við sjálf- an sig og skort sjálfsaga til að gera það sem gera þarf á hveijum tíma. Varla hefur sjálfsagi þó verið heimanfylgja af Islandi. Um daginn vom nokkrir há- skólastúdentar í próflestri spurðir af hverju þeir læsu í Þjóðarbókhöðunni en ekki í ró og næði heima, svöraðu þeir því til að þar héldust þeir ekki við lesturinn, færa bara að taka til, tala í síma eða eitthvað. Þá fór að gára í sinni, hvað hefur fólk að gera í vísindastörf eða erfið verkefni sem ekki hefur getað lært á 14 ára skólagöngu að einbeita sér að viðfangsefninu sem leysa þarf? Reynsluríkur fararstjóri svaraði því í útvarps- viðtali af hveiju fólk sækti svona í að eyða jóladögunum á „sólar- ströndu" að það færi til að losna úr stressinu hér heima og fjöl- skyldufaðir kvaðst fara af því að þar næði fjölskyldan að vera saman. Eru of taugastrekkt til að geta einbeitt sér að jólum nú þannig að aldrei man ég eft- með bömunum. Ég hefi stund- ir að hafa setið við auðan skjá- inn, jafnvel stundum skrifað í hughrifum augnabliksins eitt- hvað allt annað en til stóð. Eitt- hvað sem kom upp á stundinni. En nú er semsagt flöturinn lygn og gáralaus, hefur verið frystur. Aldrei vora hvort sem er nein áform um hvert skyldi halda og engum datt í hug að leiðin yrði svona löng. Síst höfundi sem lítt hefur tamið sér að líta aftur og telja árin. Hugsar með skelfingu til þess ef hann tæki upp á þeim fjanda og fengi „samlede vær- ker“ í hausinn. Hvflíkt magn kallaði á bókaskápakaup, ef ekki stærri íbúð. Gárahöfundur segir bara, um leið og hann þakkar lesendum þolgæðið og mörgum hringingar og spjall, eins og Steinn Steinarr í ann- arri Ferðasögu: Einn dag fyrir átta áram með eimskipi tók ég far. Nú man ég því miður ekki hver meining þess ferðalags var. En einhverra orsaka vepa að endingu landi var náð. Og það var með ánægju þegið, því þetta var skipstjórans ráð. Og svo hef ég verið hér síðan og sofið og vakað og dreymt, En eins og ég sagði áðan, er erindið löngu gleymt. í sjóvarpsviðtali í sl. viku lét Kristján Jóhannsson ópera- söngvari þau orð falla ítölum til ágætis að væra þeir ekki í stuði til að gera fyrirliggjandi hluti í dag þá geymdu þeir þá til morg- uns. Erfitt á ég með að sjá hvernig hann sjálfur hefði kom- um haft orð á að eini staðurinn þar sem íslendingar læri aga og þjálfun í sjálfsaga sé í tónlist- arskólunum og hljómsveitum, því ógerlegt er að leika á hljóð- færi án sjálfsaga. Nú vil ég bæta við, svo mótsagnakennt sem það kann að virðast, að annar staður er í faglegri blaða- mennsku, þar sem blaðið kemur alltaf út á morgun og fréttimar á tilsettum tíma. Maður þjálfast í að ganga í hlutina þegar þá ber að og leysa hiklaust úr því sem fyrir liggur. Einhvem tíma á borgarstjórnaráranum, þegar ég var orðin óþolinmóð hve seint einhver samþykkt gekk í gegn um kerfíð, varð mér að orði í ræðustóli: „Við blaðamenn eram nú svo vanir því sem við köllum „deadline" að...“ Þegar handritið að ræðunni kom úr útskrift heim til mín sá ég eftir mér haft: „Við blaðamenn eram svo vön því sem við köllum della, að...“ Það stendur enn óbreytt í plögg- um borgarstjómar. Á sama hátt og að skrifa hik- laust gárar á tilteknum morgni verður það þjálfun í öllu öðra, hvort sem er í fréttamennsku eða almennt í lífinu, að taka við því sem mætir manni án þess að mikla það fyrir sér og ganga í að leysa það. Þessi þjálfun trúi ég að hafi orðið mér að mestu liði í lífinu. Maður miklar ekki fyrir sér hlutina sem að ber. Því segi ég á áramótum eins og Matthías Jochumson: Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.