Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNB L AÐIÐ BLÓMASKREYTINGAR Qunerseeq eru mjög fallegar og það er ótrúlegt hvað hún nær ferskum blæ á þau eftir þurrkun og síðan vatnsmeðferð. Morgunblaðið/RAX í ELDHÚSINU hangir fífa og ýmsar villtar grænlenskar jurtir sem bíða þess að fara á stjá á ný þegar vetrar. Qunerseeq Rosing ljósmynd- ari í Grænlandi hefur sótt myndefni sitt í líf fólksins á útstöðum Grænlands, veiði- stöðunum þar sem einfaldleik- inn er svo sterkur og rætur fólksins og töfrar eru ein órofa heild. Arni Johnsen ræddi við Qunerseeq um ljós- myndunina og grænlensku villiblómin. ÞESSA mynd tók Qunerseeq í Thule af hinu yfirvegaða og frekar alvarlega í'olki sem býr í nyrstu byggðum jarðar. QUNERSEEQ slappar af í stofunni hjá sér á meðan blómin vakna í vatninu. Lykillinn að góðri mynd eru töfrar fólks og rætur Grænland QUNERSEEQ hefur ljósmyndað í flest- um byggðum Grænlands um áratuga- skeið en þó sérstaklega á Austur- strönd Grænlands og Thule-svæðinu, sem er nyrst. Qunerseeq hefur einnig hin síðari ár safn- að miklu af grænlenskum heiðajurtum á sumrin og haustin og þróað geymsluaðferðir til þess að nota jurtirnar síðar í skreytingar til hátíðabrigða eða einfaldlega til þess að flytja sumarið inn í veturinn. „Ég tel mikilvægt," sagði Qunerseeq, að allt norðrið sjái myndirnar mínar og þess vegna ákvað ég á fyrstu stóru einkasýning- unni minni 1993 að útbúa tvær sýningar, eina sem færi um Evrópu og eina sem væri til staðar á heimskautasvæðinu. Sú sýning er nú í Þjóðminjasafni Grænlands og vonandi kem- ur hún fyrr en síðar til Islands. Ég legg mikið upp úr því að sýna hvernig fólk lítur út, upprunalega fólkið, því ég hef mest vomað yfir upprunalegu týpunum og elsta fólkinu sem ber þennan sterka svip. Mér finnst mest spennandi að ná kringum- stæðum þegar fólk hvílir í sjálfu sér, afslapp- að og fullt af eðlilegri ró. Þannig koma per- sónurnar sterkast fram. Ég sækist eftir þess- um þáttum og það hjálpar mér að ég þekki þetta fólk svo vel. Ég er fædd í Ammassalik og ég sæki í þessa stemmningu. Ég hef kapp- kostað að sækja mitt myndefni í smástaðina, veiðistaðina og ég hef búið í veiðimannasam- félaginu á mörgum stöðum. Mér fínnst nást miklu meira fram með því að fanga fólkið í umhverfi þess á heimaslóðinni. Þar liggja töfrar þess og rætur og það er að minu mati einmitt galdurinn við góða mynd að ná fram töfrum persónunnar. Það er lykillinn að góðri mynd. Góð mynd kostar ótrúlega ein- beitingu ljósmyndarans vegna þess að hann þarf að gefa allt næmi sitt í viðfangsefnið án þess að raska á nokkurn hátt persónuró þess sem á að mynda. Með þetta sjónarmið í huga hef ég myndað hringinn í kring um Græn- land og því hef ég sagt að andi fólksins búi í mínum myndum. Á hverjuni stað, sem ég kom til, kynntist ég fólkinu. Ég veð ekki í að taka myndir strax, ég gef mér tíma til að skyggnast inn í tilveru þess fólks sem ég ætla að mynda. Þannig vil ég vinna og þannig kemur mynda- vélin síðan inn í dæmið eins og eitthvað sem kom af sjálfu sér. Þessi vinna mín hefur verið mjög gefandi og veitt mér mikla gleði.“ Við víkjum talinu að jurtasöfnun hennar og blómaskreytingum, en það vakti mikla at- hygli við opnun Menningarhússins Katuak í Nuuk í febrúar 1997 að þar voru margar blómaskreytingar með grænlenskum villi- blómum og þau litu svo fagurlega og frísk- lega út að það var eins og þau hefðu verið tínd daginn áður, á miðjum vetri. „Ég safna mosa, skófum, sveppum og hreindýramosa", sagði Gunny, _ bý um jurt- irnar og þurrka þær. Síðan kem ég þeim fyr- ir í lokuðum kassa utan dyra og geymi í marga mánuði ef svo ber undir. Ég safna jurtunum í ágúst og september, því þá eru þær aðeins farnar að búa sig undir svalari tíð og hafa náð þroska sem geymir þær betur. Lyngi, einiberjum og öðru slíku safna ég í ágúst og best er að geyma þetta utan dyra í plastpoka. Til þess að Iífga upp á tilveruna á vetrum eða þegar tilefni gefst til þá fer ég í pokana mfna og kassana, vel jurtir og set þær í vatn. Það er svo skemmtilegt að sjá að það er eins og jurtirnar vakni þegar þær eru á kafi í é vatninu. Síðan er þeim komið fyrir eftir smekk í koppum og kirnum og séu þær vökvaðar daglega eða minnst annan hvern dag þá má lialda þeim frísklegum mánuðum saman. Nánast allar grænlenskar villijurtir og grös má meðhöndla á þennan hátt. Ef maður meðhöndlar þessar jurtir norðursins á nærgætinn hátt má hafa ómælda ánægju af þeim á þennan hátt og flytja þannig til árstíð- irnar að eigin geðþótta þótt í litlum stíl sé. Það er svo gott fyrir sálina að liafa aðgang að náttúrulegum hlutum, ómenguðum og tærum, og ég vil hvetja fólk á íslandi til þess að safna svolitlu af íslenskum villijui-tum og búa sér til unaðsreit úr þeim þegar svo ber undir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.