Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VITRINGARNIR
U VILNIUS
UNDANFARIN fjögur ár
hefur íslensku leikhúsá-
hugafólki gefist merki-
legt og einstakt tældfæri
til að fylgjast nokkuð
samfellt með afrakstri
vinnu eins af fremstu leikstjórum
samtímans, Rimas Tuminas frá Lit-
háen. Tuminas hefur frá jólum 1993
sett upp þrjár sýningar með leikur-
um Þjóðleikhússins ásamt leik-
myndahönnuðinum Vytautas Nar-
butas og tónskáldinu Faustas La-
tenas. Sýningamar eru Mávurínn
eftir Tsjékov, Don Juan eftir
upphafi verið hægri hönd Tuminas-
ar í vinnu hans hér og jöfnum hönd-
um gegnt starfi túlks og aðstoðar-
leikstjóra. Hún þekkir þvi vinnu-
brögð hans flestum betur, er gjör-
kunnug sýningunum og hefur fylgt
þeim eftir frá upphafi til enda. Hún
segir fleiri en eina skýringu á því
hvers vegna Tuminas hafi viljað
koma aftur til vinnu í íslenska Þjóð-
leikhúsinu. „Vinnuaðferð hans er
þannig að hún þarfnast töluverðra
útskýringa af hans hálfu þegar
byrjað er með nýju fólki. Hann hef-
ur því lítinn áhuga á að fara úr ein-
leikhúsgestir hafa veitt sérstaka at-
hygli í sýningum þremenningana er J
einmitt beiting tónlistarinnar sem
er gjaman með mjög ákveðnum
hætti. Samvinnu þeirra þriggja hef-
ur verið lýst sem mjög náinni, en
um leið er hver þeirra mjög sjálf-
stæður í sköpuninni á sínu sviði.
Stefán Baldursson segir að þegar
fært var í tal við Tuminas í upphafi,
að hann kæmi hingað til starfa, hafi
hann strax gert að skilyrði að með
honum kæmu leikmyndahöfundur-
inn og tónskáldið. Það er því
kannski eih'tið ósanngjamt að beina
athyglinni svo ákveðið að leikstjór-
anum í þessari umfjöllun þegar
hlutur hinna tveggja er jafnótvíræð-
ur og raun ber vitni.
Gagnkvæmur samningur
Daginn eftir írumsýningu á Don
Juan, nánar tiltekið þann 27. des-
ember 1995 gerðu Rimas Tuminas
og Stefán Baldursson með sér sam-
ing fyrir hönd íslenska Þjóðleik- j
hússins annars vegar og Þjóðleik-
hússins í Litháen hins vegar. Samn-
ingurinn kveður á um samstarf á
VITRINGARNIR þrfr. Fremstur er Rimas Tuminas,
t.v. Vytautas Narbutas og t.h. Faustas Latenas.
TULKUN leikstjórans á Don Juan þótti mjög persónuleg og varð umdeild. Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem Sganarelle og Don Juan.
I
I
I
1
I
Hilmar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson f Don Juan.
Mohére og Þrjár systur einnig eftir
Tsékov. Fjórða sýningin í leikstjóm
. Tuminas og með tónlist eftir La-
tenas, Grímudansleikur eftir
Lermontov, kom hingað í nóvember
i sl., sem gestaleikur frá Litla leik-
húsinu og þjóðleikhúsinu í Litháen,
og bætti enn við innsýnina í verk
þessara htillátu en mikilhæfu leik-
húslistamanna.
Sýningamar eru afrakstur sam-
vinnu milli íslenska Þjóðleikhússins
og Litla leikhússins og Þjóðleik-
hússins í Vilnius sem Rimas Tum-
inas hefur stjómað frá 1994. Hann
hefur því haft meira en nóg um-
leikis á sama tíma og hann hefur í
■ þrígang komið hingað til íslands.
Stefán Baldursson Þjóðleikhús-
stjóri segir það forréttindi að Þjóð-
leikhúsið hafi notið krafta hans svo
oft sem raun ber vitni. „Hann er
orðinn heimsþekktur og leikhús
víða um Evrópu hafa sóst eftir að fá
hann til starfa. Honum líkaði svo vel
hér þegar hann kom í fyrsta sinn að
hann hefur lagt talsvert á sig til að
k geta komið aftur.“
Ásdís Þórhallsdóttir hefur frá
um stað í annan og hjakka alltaf í
sama farinu hvað það snertir. Núna
er hann eiginlega búinn að koma
sér upp leikhóp hér við Þjóðleikhús-
ið sem treystir honum fullkomlega
og þá verður vinnan miklu afslapp-
aðri. Ég held líka að hér geti hann
einbeitt sér betur og sökkt sér í
dýpri pælingar um lífið og listina en
heima í Litháen þar sem hann er
undir pressu úr öllum áttum. Ég hef
líka heyrt það frá Litháum sem séð
hafa sýningar hans hér, að þær séu
ólíkar þeim sýningum sem hann
hefur sett upp heima fyrir.“
Þekktir þremenningar
Rimas Tuminas lærði leiklist við
Leiklistarakademíuna í Vilnius og
síðar leikstjórn í Moskvu og lauk
námi þaðan 1978. Hann hefur verið
mikilvirkur leikstjóri frá þeim tíma
og sýningar hans vakið mikla at-
hygli bæði heima fyrir og á alþjóð-
legum vettvangi. Hann starfaði sem
leikstjóri við Þjóðleikhúsið í Vilnius
frá 1981 en árið 1990 stofnaði hann
Litla leikhúsið í Vilnius og var list-
rænn stjómandi þess til 1994 er
hann tók við stöðu Þjóðleikhús-
stjóra í Litháen. Vytautas Narbutas
leikmynda- og þúningahönnuður
hefur um langt skeið verið einn nán-
asti samstarfsmaður leikstjórans.
Hann er jafnframt í hópi þekktustu
myndlistarmanna Eystrasaltsland-
anna. Tónskáldið Faustas Latenas
er vel þekktur fyrir tónsmíðar sínar
bæði heima og erlendis og honum
hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar
á því sviði. Eitt af því sem íslenskir
milli leikhúsanna, hvað snertir .
skipti á listamönnum og sýningum,
auk þess sem í honum felst almenn
viljayfirlýsing af beggja hálfu um I
skipti á upplýsingum um það mark- 1
verðasta er fyrir ber í leikhúslífi
beggja landanna. „Þessi samningur
var aldrei formlega undirritaður af
okkur en við höfum engu að síður
starfað í anda hans og gerum enn,“
segir Stefán.
Þjóðleikhúsið hefur í tvígang
heimsótt Litháen, fyrst þegar sýn- ,
ingu Tuminasar á Don Juan var
boðið á Life leiklistarhátíðina í
Vilnius í maí 1996 og svo í haust
þegar Listaverkið eftir Yazminu
Reza í leikstjóm Guðjóns Peder-
sens var sýnt á leiklistarhátíð Litla
leikhússins í Vilnius í október. Þá
hafa nokkrir íslenskir leikarar og
leikstjórar heimsótt Vilnius og
fylgst með sýningum og æfingum í
þjóðleikhúsinu og Litla leikhúsinu.
Stefán bendir ennfremur á einn
lið í þessu samstarfi sem nú er í
gangi en leikmyndahönnuðurinn
Vytautas Narbutas er höfundur
leikmyndarinnar í Hamlet, jóla-