Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kariforníu
flatbökur
Japanspistill
>»
A gjörgæslunámskeiðum í Japan læra nemendur að
bjarga sér á japönsku. Þóroddur Bjarnason hefur
lært að fara á pósthúsið, borga í strætó, spyrja
á hvaða hæð regnhlífarnar eru, hvert strætóinn
er að fara og á hvaða brautarpalli á að bíða eftir
lestinni, auk þess að panta sér Kariforníu pisur,
eins og Japanir bera það fram.
G er rétt kominn af „gjörgæslunám-
skeiðinu" mínu í japönsku. I tíman-
um lærði ég að panta pizzu og kók,
eða pisu og kora, frá Pisa Kalifomia, sem er
eini flatbökustaðurinn hér í nágrenninu. Á
námskeiðinu lærir maður margt sem kemur
sér vel í óenskumælandi þjóðfélagi, þjóðfé-
lagi þar sem böm læra ensku í sex ár í skóla
án þess að skilja upp né niður í neinu eftir á.
Eg hef lært að fara á póshúsið, borga í
strætó, spyrja á hvaða hæð regnhlífamar
era, hvert strætóinn er að fara og á hvaða
brautarpalli ég á að bíða eftir lestinni. Allt
þetta kemur að ákaflega góðum notum eins
og þetta með bökurnar, en þeir ágætu menn
hjá Kalifomiu pizzum tala ekki ensku.
Það eru ansi mörg ensk orð notuð hér í
Japan, orð sem hafa verið aðlöguð í staf-
setningu og framburði. Til dæmis er kóla
skrifað med erri eins og sést á fyrirsögninni
en ástæða þess er að Japanir eiga erfítt með
að segja err og bera r jafnframt fram sem 1
og stundum snýst það við, eins skrýtið og
það kann að hljóma.
Pizzutíminn markaði lok japönskunám-
skeiðsins en mikill vill meira og nú er ég að
hugsa um að skella mér á framhaldsnám-
skeið sem boðið verður upp á bráðlega.
Kannski munu einhverjir survivalbekkjarfé-
lagar mínir fara líka. Kannski fer hjúkran-
arkonan Ann, sem er kasólétt kona, létt í
lund frá Sri Lanka. Hún talar pakistönsku
(urdu), indversku (hindu), ensku og betri
japönsku en aðrir í bekknum, og hún er gift
japönskum manni. Kannsld fer hinn nýgifta
Yvonne, sem er um það bil 200 kílóum of
þung, líka á námskeiðið. Hún er einnig gift
japönskum manni sem er lítið heima, að
hennar sögn, því eftir langan vinnudag og
um helgar er hann duglegur að bjóðast til að
taka þátt í hverskonar sjálfboðavinnu.
Yvonne er frá Atlanta, heimaslóðum kóksins
og hún sagði mér stolt frá því um daginn,
með kók í hendi, að kóksopinn væri kjörin
byrjun á deginum.
Mér verður skiljanlega stundum hugsað
um hvemig jafn stórar manneskjur og
Yvonne fari að hér í landi og um daginn
sagði hún mér að hún vekti mikla athygli,
svo ekki sé meira sagt. „Þeir stara nefnilega
á eftir mér því ég er svo stór,“ sagði hún og
tók son minn, ljóshærðan og bláeygðan, í
fangið en hann vekur mikla athygli hér líka
og fær sjaldan að vera í friði úti á götu. „Við
eram aldeilis góð saman,“ sagði hún við
hann, „það held ég að fólk myndi hreinlega
missa andlitið ef það sæi okkur tvö saman á
göngu,“ bætti hún við og hló. Ég vissi satt
að segja ekki hvernig ég ætti að svara henni
og þagði því bara og brosti á móti.
Ég veit að Terry ætlar að fara. Terry er
kanadískur fyrrverandi hermaður sem er að
reyna að fá nemendur í litla enskuskólann
sem hann er að byrja með. Hann er kvænt-
ur japanskri stúlku, Mari, og þau búa hjá
foreldram hennar. Terry langar ekki vitund
að fara að vinna inni í japönskum skólum
eins og margir aðrir útlendingar hér gera,
fær hroll við tilhugsunina, segir hann. Terry
er reyndar að fara inn á markað sem nær
hver einasti útlendingur í borginni er viðrið-
inn, sama hvaða bakgrann viðkomandi hef-
ur, því hægt er að hafa þokkalegar tekjur af
enskukennslu fyrir tiltölulega litla vinnu.
Um daginn dreifði Terry um 3.000 dreifi-
bréfum til að auglýsa námið sem hann ætlar
að bjóða Japönum upp á en hann fékk ekki
eina einustu fyrirspum. „Ég hélt að ég
kynni á þetta, ég tók nú eitt ár í auglýsinga-
fræðum í háskóla," sagði Teiry og hristi
höfuðið en hann fékk útskýringu á þessu
áhugaleysi von bráðar. Vinur konu hans,
einhver sem vissi hvemig átti að semja aug-
lýsingar fyrir hérlenda, benti honum á það
sem hann gerði rangt. „Þetta gengur ekki
og þetta vantar," sagði hann og benti á aug-
lýsingablaðið, en Terry spilaði ekki eftir
reglunum, notaði ekki klisjurnar. „Auðvit-
að,“ sagði ég við Terry þegar hann sagði
mér alla söguna. „Þú verður að setja eitt-
hvað freistandi nafn á skólann þinn, eitthvað
með Love í“ sagði ég og benti honum á aug-
lýsingu frá One Love English School sem
sjálfsagt dró nemendur til sín í stórum hóp-
um. Terry fómaði höndum en ég veit að
hann er núna heima hjá sér að semja nýja
auglýsingu, eitthvað með Kaliforníu eða
Love í - eða hvorutveggja.
Tryggingagjald
í staðgreiðslu 1998
Vegna breytinga á reglugerð um ábyrgðagjald atvinnurekenda
breytist tryggingagjald frá því sem áður var auglýst sem hér segir:
Staðgreiðsluskylt tryggingagjald er 5,83% í hærra gjaldstigi
en 4,23% í því lægra.
Nánar tiltekið sundurliðast gjaldið þannig:
Almennt tryggingagjald........ 4,64%
Atvinnutryggingagjald......... 1,15%
Gjald í ábyrgðasjóð
vegna gjaldþrota.............. 0,04%
Samtals....................... 5,83%
Hærra Lægra
4,64% 3,04%
1,15% 1,15%
0,04% 0,04%
5,83% 4,23%
.. 0,65%
.. 4,88%
RIKISSKATTSTJORI
Ekta teppi á lægra verði
en gervimottur!!
Síðasti dagur útsölunnar
á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni.
Mörg góð tilboð, t.d.
Afghansk Balutch áður kr. 13.800 Nú kr. 7.300
Pakistan 60x90 áður kr. 8.800 Nú kr. 5.800
og margt fleira!
Blað allra landsmanna!
fMtogltllfelflMfe
-kjarni málsins!
Að qefnu tilefni!
ALLIR sem nota fíkniefni byrja á tóbaki.
Hátt verð á tóbaki dregur úr sölu til barna og ungs fólks.
Við skorum á ríkisstjórnina að taka stórt skref í forvörnum með því að hækka verð á tóbaki umtalsvert.