Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Aukinn áhugi á heildrænni meðferð Ef bakið er ekki í lagi, er ekkert í lagi. Þetta er staðreynd sem stór hópur íslend- inga hefur fengíð að reyna á sjálfum sér. En hvað er til ráða og hvert er hægt að leita til að fá bót á bakmeinum? Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Pétur E. Jónsson sjúkraþjálfara sem hefur sérhæft sig í bak- meinum, um orsakir, afleiðingar og meðferð. HAFIÐ þið tekið eftir því að næstum allir sem þið hittið eiga sér lengri eða skemmri sögur um bakmein - yfir- leitt lengri? Fólk er með alls konar tak og skessu- skot, vöðvabólgu, hryggskekkju og btjósklos. Það þreytist, verður út- haldslítið, þarf að liggja, vera á stjái og svo framvegis. Finnst vont að sitja. Það sem er dálítið merkilegt við öll þessi bakmein er að oftar en ekki lítur fólk á þetta sem fylgifisk tilverunnar og veit ekkert hvað er raunverulega að. Bara harkar þetta af sér, bíður af sér verstu verkina en er með stöðug eymsli án þess að gera neitt í málinu. Eiginlega áttar maður sig ekkert á þessu fyrr en maður sjálfur „fer í bakinu" eins og það heitir og fer að segja frá því. Þá hafa nánast allir sem maður talar við verið með bakmein árum, ef ekki áratugum, saman. Hafajafn- vel sjúkdómsgreint sig sjálfír og ákveðið að ekkert sé hægt að gera. Nema kannski fara í uppskurð... Mörg okkar vilja heldur vera með ævilöng eymsli en fara inn á sjúkra hús, í svæfíngu, aðgerð - og svo má auðvitað ákveða að lifa við verk- ina af öðrum ástæðum. Þeir passa kannski inn í hlutverkið sem maður velur sér innan fjölskyldunnar eða í samfélaginu og svo sem ekkert við því að segja. En einn daginn getur þó farið svo að bakið segj - stopp! Og þá eru góð ráð dýr, einkum fyrir okkur sem erum þjökuð af sjúkrahúsfælni. Við hljótum að leita annarra leiða - sem er ekki einfalt mál vegna þess að þótt bakmein þjaki meirihluta íslendinga, liggja upplýsingar um bakið og meðferð við eymslum ekkert á lausu. Sjúkraþjálfun er tiltölulega ung starfserein hér á landi oc lentri vel vorum við fremur tortryggin gagn- vart henni en það er sem betur fer smám saman að breytast. Hins veg- ar er það svo að sjúkraþjálfarar sér- hæfa sig á ólíkum sviðum innan greinarinnar og það getur tekið tíma að fínna nákvæmlega þann sjúkra- þjálfara sem er sérhæfður í þeim eymslum sem maður á við að stríða. Einn slíkur er Pétur E. Jónsson sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í bakinu og við erum orðin nokkuð mörg tilfellin sem hann hefur munstrað saman - sama hversu illa dæmið hefur litið út í byijun. Pétur segir langalgengasta bak- vandamálið vera hið svokallaða þursabit og síðan séu það hálsvanda- málin. Hann hefur reynt að stýra sér inn á þann hóp sjúklinga, einfald- lega vegna þess að frá byrjun hefur þetta svæði verið hans helsta áhuga- svið. En hvað er þursabit? „Þursabit er almennt notað um verki í baki. Það er erfítt að skil- greina það en algengasta ástæðan er tognun. Þegar við fáum þursabit, mvndum við hrevfískerðineu í lið- férlinu, það er að segja þeim liðamót- um sem vöðvar hlaupa yfír. Hinn . eiginlegi verkur er samspil vöðva og liðamóta." Brjósklossjúklingar I niður í tólf ára En þótt þursabit og einfaldar tognanir séu kannski algengasta meinið, er Pétur með stóran hóp af mun erfiðari tilfellum og er bijósklosið þar algengast. „Bijósk- los er orðið mjög algengt í dag. Ég er að fá bijósklossjúklinga allt (| niður í tólf ára. Sjúklingarnir eru alltaf að yngjast." Hvernig stendur á því? „Ástæðurnar eru býsna margar. Stoðkerfið er þannig uppbyggt að við erum á tveimur fótum; það er að segja við erum veiðimenn í allri uppbyggingu. Við erum byggð til að vera á hreyfingu. Líkaminn þrá- ir að vera hreyfður og við þolum illa staðbundið álag, svo sem setur og kyrrstöður. Það eru kannski þær breytingar sem hafa átt sér stað frá því að við vorum bændaþjóð. Við hreyfum okkur mjög lítið. Sjúkl- ' ingahópurinn sem ég er með er að mestu leyti kyrrsetufólk." Þú talar um að hópurinn sé bæði að stækka og að hann sé að yngj- ast. Hversu algeng eru bak- og hálsvandamál hér á landi? „Við getum alveg slegið því föstu að 65-80% af fullorðnum einstakl- ingum eigi eftir að fá slæmt þursa- bit í bakið á Iífsleiðinni, af ýmsum ástæðum. Helmingurinn getur « reiknað með því að verða laus við ' verkina á einni viku. 70% á fyrstu þremur vikunum og 90% innan tveggja mánaða. En 2-3% hópsins á eftir að vera með krónískan verk sem stendur yfir í ár eða lengur. Hryggurinn er mjög flókinn mekkanismi sem er byggður á 25 beinhlutum (hryggjarliðum og L spjaldhrygg) sem síðan er með 23 bijóskskífur sem virka eins og demparar á miili hryggjarliða. | Þessu er síðan öilu haldið saman með fjöldanum öllum af liðböndum, sinum og vöðvum. Og hryggurinn er afar viðkvæmur vegna þess hversu margir hreyfanlegir þættir eru í þessu meistaraverki. Hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð fara 12.000 einstaklingar á örorku- bætur á ári hveiju vegna bakvanda- mála og ég geri ráð fyrir að tölur hér séu mjög svipaðar hlutfallslega séð. Talan er mjög há í Evrópu al- | mennt en ég held að hún sé jafnvel hærri hér en á mörgum öðrum stöð- um. Ástæðan er starfstengt álag. Við erum líka of einhæf í vinnu, búum við mikið stressálag og of langa vinnudaga. Algengasta verk í hálsi köllum við íslendingar vöðvabólgu sem lík- lega eru meginástæðan fyrir þeim ^ óþægindum. í flestum tilfellum er hins vegar erfítt að leggja eitthvað eitt til sem ástæðu en það er hægt I að fullyrða að ein af meginástæðun- um fyrir léttari streituverkjum í hálsi sé fjölgun á störfum, þar sem fólk situr löngum stundum við tölv- ur. Verkir í hnakka og á hálssvæði eru algengari hjá konum og stærsti hópurinn er í aldurshópnum 45-55 ára. Það getur oft verið erfítt að festa fingur á lífeðlisfræðilegri ástæðu fyrir verknum en aldursbreytingar * í bijóskskífum, hálsliðum, liðbönd- * um og vöðvum eru mjög algengar - en eins og ég sagði er hryggurinn flókinn „mekanismi" og því oft erf- itt að koma með nákvæma verkja- greiningu. Aðrar orsakir fýrir hálsóþægindum geta síðan verið af margvíslegum toga, til dæmis gigt- arverkir, slys eða annars konar vefjabreytingar. Verkurinn getur legið í hálshryggnum þar sem bijóstliðir og hálsliðir mætast, innra a og ytra svæði axlarliða eða þá að ' verkurinn getur jafnvel leitt upp í háls frá lungum, hjarta, þind eða gallblöðru svo eitthvað sé nefnt. Það sama má segja um bakið í heild sinni. Orsakirnar geta verið margar og það er svo ótal margt sem þarf að skoða þegar sjúklingur kemur til meðferðar." l Hvort er betra fyrir sjúkling með bijósklos að fara í sjúkraþjálfun eða skurðaðgerð? I| ..Nú er bað bannie að bæklunar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.