Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 15
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
STARFSMAÐUR Hljómalindar greiðir úr vandkvæðum viðskiptavina.
UNGMENNI í dag hiusta á rapp og danstónlist. Frá Hip hop jam í Vörðuskóla.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
árum seinna, er eftirspurnin eftir tón-
list frá Þórhalli svo mikil að hann gef-
ur út plötu á viku. Með hjálp plötufyr-
irtækis síns, Thule Records, hefur
Þórhallur komið íslenskri danstónlist
á blað í Evrópu.
Ásamt Þórhalli hafa hljómsveitir og
tónlistarmenn líkt og Björk, Gus Gus
og Cold slegið vel í gegn á heims-
markaðnum í dag. Sorglegast er að
neðanjarðarmarkaðurinn sem hér hef-
ur byggst upp fær langoftast miklu
betri móttökur í öðrum löndum en á
íslandi. Oftast viðurkenna íslendingar
ekki neðanjarðartónlistarmenn fyrr en
þeir hafa slegið í gegn í öðrum löndum,
þótt það sé reyndar að breytast.
Nú spyrja eflaust margir, hvað með
rokkið? Rokkið er auðvitað alltaf til
staðar en eftirspumin minnkar
stöðugt. Stórverslanir hafa meira að
segja hent út þungarokksrekkum fyr-
ir danstónlistarrekka. Gróskan er
bara alltaf að minnka í rokkinu og
verður sífellt meiri í danstónlistinni.
Til að sýna hvað neðanjarðarmenn-
ing hefur verið á undan í þessum mál-
um má taka sem dæmi plötubúðirnar
Þrumuna og Hljómalind. Þruman
byrjaði sem þungarokksbúð en er nú
fyrst og fremst neðanjarðar-danstón-
listarbúð. Breytingamar á búðinni
urðu mestar vegna eftirspurnar.
Hljómalind er annað dæmi. Kiddi
byrjaði að selja ófáanlegar pönkplötur
í kolaportinu eftir að plötubúðin
Grammið hætti störfum. Smátt og
smátt byrjaði allt að hlaða utan á sig
og endaði með því að hann varð að
leigja húsnæði og stofna búð. Búðin
byrjaði sem pönk og indie rokkbúð en
breyttist smátt og smátt í góða dans-
tónlistarbúð þótt enn leynist eitthvað
af gamla pönkinu inni á milli. Það sem
hefur verið samt skemmtileg stað-
reynd er sú að Kidda er alveg skít-
sama um hvað er vinsælt og hvað er
ekki vinsælt. í búðina kaupir hann inn
tónlist sem hann hefur gaman af og
ekkert annað.
Munurinn á Hljómalind og t.d. Skíf-
unni er líklega sá að þegar þú ferð í
Skífuna biður þú um einhvem ákveð-
inn disk og kaupir hann en þegar þú
ferð í Hljómalind veistu ekkert á
hverju þú átt von.
Vínylplatan og
neðanjarðarmenning
Vínylplatan er ömgglega það sem
skilur neðanjarðarmenningu og stór-
markaðinn mest að. Allmargir Islend-
ingar halda að vínyllinn sé löngu út-
dauður en svo er svo sannarlega ekki.
Þetta er eins og að segja að málning-
arpenslar séu úr sögunni og nú eigi
listmálarar að nota tölvur í staðinn.
Stafræn gæði em ekki eins mikil og
vinyllinn skilar. Ekki nóg með að það
sé betra hljóð á vínylplötum heldur
eru þær mest notaða tól sem plötu-
snúður á. Plötusnúðar geta ekki
skratsað og skankað til geisladiskum,
þeir geta ekki komið við geisladiskinn
til að hægja á honum snögglega og
geta heldur ekki verið eins snöggir að
skipta um hann og vínylplötuna.
Hljómgæðin verða minni á geisla-
disknum vegna þess að hann er allur
stafrænn. Það þýðir að öllum hljóðum
sé breytt yfir f núll og einn áður en
þau em sett á disk. I þessari yfir-
færslu tapast mikið af tíðnum sem
haldast ávallt á vínylnum. Þó að vín-
yllinn sé þetta sterkur mun geisla-
diskuriin ávallt bjóða upp á aðra
möguleika sem vínyllinn getur ekki.
Til dæmis um þetta má nefna þrívídd-
arhljóð. Þrívíddarhljóð glatast algjör-
lega þegar þau em sett á vínyl á með-
an geisladiskurinn ræður auðveldlega
við þau. Flestir neðaryarðartónlistar-
menn gefa út allar breiðskífur sínar á
bæði geisladisk og vínylplötu, en ef
um er að ræða smáskífu gera nú all-
flestir aðeins vínyleintök. Vínyllinn em.
éinnig ódýrari'heldur en geisladiskur-
inn og hefur reyndar sótt mikið inn á
markaði nú undanfarið.
Undirtónar
Undirtónar em enn eitt dæmið um
hve mikil eftirspum er eftir góðum
miðli til að miðla neðanjarðarmenn-
ingu til almennings. Markmið Undir-
tóna frá upphafi hefur verið að grafa
ofan í allar holur og fínna eitthvað
markvert sem er að gerast. Blaðið
byrjaði sem pínulítill snepill sem gef-
inn var út af hinu húsinu undir stjóm
Isars Loga og Snorra Jónssonar sem
gerðu allt frá því að skrifa til þess að
hanna aUt blaðið ásamt fáum vinum
sem þjálpuðu. Nú er blaðið komið með
eigið húsnæði, nokkrar öflugar tölvur^
og gott orðspor fyrir að segja vel frá ís-
lensku tónlistarlífi þó að upp á síðkast-
ið hafi það orðið markaðsháðara.
Framtíðin
Framtíðin er að mörgu leyti mjög
björt fyrir íslendinga sem aðra hvað
neðanjarðarmenninguna varðar. ís-
land er alltaf að verða heitara fyrir út-
lendingum og áhuginn á íslenskum
tónlistarmönnum hefur vaxið töluvert.
Mikið er um að íslendingar fái athygli
fyrir það eitt að vera íslendingar. Það
eina sem flestir þurfa að kljást við er
hrokinn sem einkennir þennan mark-
að hér á landi. Þá á ég við að það era
svo margir sem fara í samkeppni í
stað þess að vinna saman að hlutunum - -i
og gera þá betri. Samkeppni er alltaf
góð fyrir markaðinn en má alls ekki
fara úr böndunum.
Hvað er „underground"?
„Underground" er einungis hugtak
en ekki áþreifanleg sönnun um hvem-
ig tónlistin er. „Underground" hug-
takið verður aðeins til í huga þess sem
gerir lagið og aðeins á þeim tíma sem
hann er að gera það. Hvemig lagið er
síðan markaðssett hefur auðvitað
áhrif á hvemig viðbrögð lagið fær en
ef það stendur fyrir sjálft sig ætti það I
ekki að skaða það mikið. „Und^ ,
erground" á aldrei eftir að hverfa því
þörfin til að tjá sig eins og maður vill
verður ætíð til staðar. Frelsið tíl að
gera það sem maður vill án skoðana [
annarra lifir ávallt í öllum. Neðanjarð-
armenning, eða „underground“ verð-
ur alltaf brautryðjandi.