Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 5

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 B 5 ALLUR leikhópurinn þekkir sögur hverrar persónu. Arnar Jónsson, Baltasar Kormákur, Edda Arnljótsdóttir, Halldóra Bjömsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. með Rimasi er að sögurnar sem tengjast hverri persónu eru ekki einungis til í huga leikarans, heldur þekkir allur leikhópurinn þær. Þetta hjálpar leikurunum til að vinna saman að því að skapa heild- stætt listaverk.“ Þetta styður þá hugmynd að eitt megineinkennið á persónuleikstjóm Tuminasar virðist einmitt liggja í því hversu skýran tilfmningalegan botn honum tekst að skapa hverri persónu og myndræn uppbygging sýninga hans beinist markvisst að því að undirstrika stöðugt hið til- fmningalega umhverfi persónanna. Þegar Tuminas tekst best upp kall- ast þetta tvennt stöðugt á, og verð- ur á sinn hátt jafn fullkomlega rök- rétt og draumur sofandi manns. „Mér finnst Tuminas takast að skapa andrúmsloft í sýningum sín- um sem er eins og vel ofinn vefur úr orði, músík og mynd. Ég skynja sýningar hans mjög sterkt tilfinn- ingalega, þessi skynjun verður stundum eins og hugleiðsla, sem vekur bæði heimspekilegar og trú- arlegar spurningar í tengslum við innihald verkanna," segir Hlín Agn- arsdóttir. Gáfnakomplexakast En svo virðist sem hinn einstak- lega persónulegi stíll Tuminasar loki fyrir leið sumra áhorfenda að sýningum hans. Þeir upplifa sig út- undan og botna ekki neitt í neinu. „En oft - kannski oftast - klórar maður sér aðeins í höfðinu og skilur ekld neitt.“ (JVJ. Gagnrýni um Þrjár systur í Frjálsri verslun 9.tbl. 97) Áhorfandinn taldi sig kannski fyrirfram hafa sæmilegan skilning á verkinu sem sýningin ekki aðeins neitar að staðfesta heldur jafnvel kollvai-par hún honum. Ef getan til að endurmeta eigin skilning er held- ur ekki fyrir hendi, jafnvel skortir töluvert á hæfileikann til að hrífast af ferskri sýn listamannanna, þá er ekki nema von að honum sjáist yfir gildi þess sem fyrir hann er borið. Undir þessu lúrir svo óttinn við að vera hafður að fífli, því að viður- kenna hrifningu sína á hinu óþekkta býður heim hættunni á að áhorfand- inn sé að „misskilja" það sem íyrir augun ber. Þama er fólgin áhætta sem virðist jafii andstæð eðli gagn- rýninnar og hún er lífsnauðsyn lif- andi leiklist. Þetta er auðvitað klass- ískur árekstur milli framsækinnar listsköpunar og íhaldssamrar gagn- rýni sem ávallt hefur orðið og ávallt mun verða, en fyrir leiklistina er hann jafnvel enn skaðlegri en aðrar listir, vegna þess hversu háð augna- blikinu leiklistin er. Sjálfur hefur Tuminas sagt um gagnrýni: „Leikhúsið er list augna- bliksins og gerir þær kröfur til þeirra sem um það fjalla að umræð- an sé bæði gagnrýnin en um leið uppbyggjandi og leiðbeinandi. Við erum bundin þessu augnabliki og getum ekld beðið í tíu, tuttugu, þrjá- tíu ár eftir því að verk okkar séu við- urkennd og skilin, rædd í samhengi við strauma og stefnur samtím- ans.“(Mbl. 19. sept.97) Hlín Agnarsdóttir er ómyrk í máli:“íslenskir leikhúsgestir eru ald- ir upp við að hugsa konkret með eyr- un sperrt og ef þeir skilja ekld allt samstimdis sem fyrir augu ber, þá fá þeir gáfnakomplexakast og halda að það sé verið að mæla í þeim greind- arvísitöluna.“ Og hún bætir við: „Vitsmunimir flækjast of mikið fyrir ásamt því sem allir halda að sé rétt- ur skilningur. Má vera að þetta liggi í þjóðaruppeldinu og steinrunnu skólakerfinu. Okkur hefur aldrei verið kennt að hugsa abstrakt. Það er engin heimspekihefð til staðar." Opið og leitandi Það er auðvitað ekki tilgangur þessarar umfjöllunar að leggja.mat á snilld Rimasar Tuminasar sem leikhúslistamanns. Um það geta verið skiptar skoðanir eins og gengur en áhrif hans á íslenskt leikhús á undanförnum fjórum ár- um eru óumdeilanleg og hiklaust meiri en nokkurs annars á sama tíma. Þessi áhrif gefa í sjálfu sér tilefni til vangaveltna, svosem einsog hvað segir það okkur um sjálfsmynd íslensks leikhúss ef einn maður getur með þremur upp- færslum á fjórum árum haft svo merkjanleg áhrif. Og útlendingur ofan í kaupið. Þurfti kannski út- lending til? Og hvað er sjálfsmynd leikhúss yfirhöfuð? Er hún til? Er sjálfsmynd í þessum skilningi ekki bara heimóttarlegur listrænn hroki? Er „sjálfsmyndarleysið“ kannski jákvæðasta einkennið á ís- lensku leikhúsi? íslenskt leikhús er ungt og í mótun og þess vegna von- andi opið, leitandi og spyrjandi. Á hátíðarstundum viljum við gjarnan trúa því að allt starf sem fram fer í leikhúsinu sé hvort tveggja göfugt og merkilegt. En er það svo í raun i veru? Er ekki hið daglega starf í leikhúsinu mun hversdagslegra og jarðbundnara, þar sem hugsunin snýst um veraldlega hluti, mestan part þá sömu og flestir aðrir eru að fást við hvar sem þeir eru staddir í samfélaginu. Og svo að sjálfsögðu hina stöðugu kröfu um að „The Show must go on“ hvað sem það kostar. Þá vilja hin göfugari gildi, sem snerta hlutverk og tilgang, gjarnan gleymast. Kannski eiga áhrifin af vinnu Rimas Tuminas sér sterkasta and- stæðu í þeim hversdagsleika sem áður var nefndur; honum virðist hafa tekist, með persónu sinni og vinnuaðferð, að breyta hugsun ís- lensks leikhúsfólks á tvennan hátt. Skammtímaáhrifin eru auðvitað greinileg í sýningunum sjálfum með breyttum leikstíl og annars konar nálgun en við höfum átt að venjast í íslensku leikhúsi. Til lengri tíma eru áhrifin þau sem koma fram í öðrum sýningum í öðru samhengi og felast í breyttri hugsun listamannanna gagnvart sjálfum sér og viðfangsefni sínu, óháð stað og stund. Ásdís Þórhallsdóttir segir: „Rimas er meistari í leikhúsinu og þeir sem vinna með honum upplifa það þannig að allt í einu fer leikhúsið og vinnan í leikhúsinu að skipta meira máh en nokkuð annað.“ Og ef þetta eru ekki áhrif hvað er það þá? rJNARJWJÐ Spinning, yoga, eróbikk, karlap • Ungbngadans/eróbikk, kikkboxembikk, • Tækjasalur sem búin er hinum heimsþekktu Hammer Strength taekjum. Bamahom þar sem boðið er uppá bamagæslu GARÐATORGI 1. GARÐABÆ, StMI 565 8898 Opið: Mánudaga - fimmtudaga Q6.00 - 22.00, föstudaga 06.00 - 21.00, laugardaga 09.00 - 17.00, sunnudaga 10.00 - 14.00 Fitubrannslunámskeið kvölds ag margna fjórum sinnum í viku. Reglulegar mælingar ag leiöbeinendur veita gatt aðhald. Námskeiöin hefjast 7. - 9. janúar. Skráning er hafin í síma 565 88 98. Boðið er uppá barnagæslu alla virka daga frá 9:00 -12:00 og 1B:30 -19:30 Betrunarhúsið er likamsræktarstöð, staðsett á Garðatorgi í Garðabæ. Húsnæðið er 1000 fermetrar, búið öllum bestu tækjum sem nútima líkamsræktarstöð getur boðið upp á. í Betrunarhúsinu starfa 20 leiðbeinendur sem allir hafa langa þjálfun og mikla reynslu að baki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.