Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grískur sigur
á íslenskum
Tyrkjum
Af forvitni um sögulega vitund grískra þegna gerði
Sindri Freysson afar óvísindalega könnun eða
tilraun fyrir skömmu.
ÉG GÆTTI þess að ganga í skuggunum til að egna þá ekki með ljósa hárlitnum sem mótherjar
úr Vesturbæ Reykjavíkur skörtuðu margir hveijir.
URTAKIÐ samanstóð af þremur
grískum karlmönnum á milli 25
og 40 ára, valdir í þeirri trú að
sökum aldurs væru þeir líklegri
en eldri kynslóðir til að horfa fremur fram
en aftur í tímann. Enginn þeirra vissi hvað-
an á þá stóð veðrið þegar ég spurði hvort
þeim fyndist að Istanbúl ætti að tilheyra
Grikklandi eða ekki. Allir sem einn byrjuðu
þeir á að gera sér upp undrun yfir orðinu
Istanbúl með viðeigandi látbragði sem áttu
að sýna spyrlinum svo ekki yrði um villst að
þeir hefðu aldrei heyrt á Istanbúl minnst og
ef þeir könnuðust við nafnið væri það eitt-
hvað niðrandi. Grikkir nefna Istanbúl nefni-
lega sjaldnast eða aldrei öðru nafni en Kon-
stantínópel og það vissi ég svo sem, en fyrsti
hluti tilraunarinnar fólst í að kanna við-
brögðin við „blótsyrðinu" sejn er nafn
Tyrkja á hinni heilögu borg. Ég endurtók
því spumingina með „réttu“ borgai'heiti.
„Auðvitað!“, svöruðu þeir einum rómi -
þótt spurðir væru hver í sínu lagi. Þegar ég
vogaði mér að spyrja hvers vegna
þeir væru þeirrar skoðunar fékk ég
send svo köld augnaráð að hitastigið
í nágrenninu lækkaði snarlega -
þótt ég væri heimskur og ósvífinn
útlendingur réttlætti það ekki svó
mikla fáfræði að spyrja Grikki af-
hverju fyrrum höfuðborg aust-róm-
verska ríkisins ætti að vera undir
stjóm Griklya, það var augljóst að
þeim fannst, náttúrleg sannindi_ á
borð við að himinninn væri blár. Ég
barnaði spuminguna í flýti og benti
á að rúmlega 540 ár væra síðan
Grikkir glötuðu borginni til Tyrkja;
væri ekki hálft árþúsund nægur tími
til að sætta sig við orðinn hlut? Þeir
horfðu á mig með samblandi af
furðu og fyrirlitningu:
„Fimm hundruð og fjöratíu ár. Og
hvað með það? Ha, hvað með það?“
Við því átti ég ekkert svar og batt
enda á skoðanakönnunina, fyrir utan
að segja seinasta svaranda að ég
teldi svo langan tíma liðinn að erfitt
væri að réttlæta kröfu um endur-
heimt Istanb... afsakið Konstant-
ínópel í dag. Hann varð svo æstur að
orðin flæddu út úr honum meira eða
minna samhengislaust þegar hann
byrjaði að lýsa voðaverkum Tyrkja
þegar þeir hertóku borgina, hvemig
þeir hefðu drepið og misþyrmt böm-
um, konum og gamalmennum sam-
viskulaust, nauðgað smástúlkum,
rænt og ruplað, eyðilagt - á svo af-
dráttarlausan hátt að það var einsog hann
væri að lýsa atburðum sem hent hefðu hann,
fjölskyldu og vini í síðustu viku en ekki
óskylt fólk fyrir óralöngu. Hann vék hins
vegar ekki orði að því sem ég hélt að málið
snerist aðallega um; trúarlegri helgi borgar-
innar í augum grísku rétttrúnaðarkirkjunn-
ar. Könnunin - öllu má nafni gefa - færði
mér að nokkra leyti þá skoðun að alltumlykj-
andi og níðsterk söguvitundin helgist af bar-
áttuanda Grikkja og að hún sé talsvert langt
frá söguvitund Islendinga. Að minnsta kost
á ég erfitt með að sjá fyrir mér íslensk ung-
menni verða blóðrauð af æsingi vegna t.d.
Tyrkjaránsins og krefjast þess að íslending-
ar búi varðskip sín þungavopnum og hefji
sókn gegn hugsanlegum afkomendum söku-
dólganna í Alsír eða hvaðan svo sem þessir
ótíndu sjóræningjar vora sem drápu um
fjöratíu Islendinga og rændu allt að fjögur-
hundrað til viðbótar og seldu í þrældóm. Og
samt sem áður era aðeins 350 ár síðan.
Líklegast er nær útilokað að fyrirgefa án
þess að gleyma og Grikkir gleyma ekki mis-
gjörðum sem þeir hafa orðið fyrir eða telja
sig hafa orðið fyrir frá hendi annarra þjóða,
einkum ekki ef sú þjóð er tyrknesk. Tyrkir
hafa raunar verið afar ötulir við að halda líf-
inu í hatri Grikkja, bæði með grimmilegum
stríðsrekstri og hernámi fyrr á tímum (að-
eins 75 ár eru síðan Grikkir biðu ósigur fyrir
Kamal Ataturk og hans mönnum) og stöð-
ugum ögranum á pólitískum vettvangi í
seinni tíð. Þessa dagana krefjast þeir eyja
sem eru vissulega grískar en kyssa nánast
tyrknesku strandlengjuna, þeir hafa rofið
lofthelgi Grikklands tæplega hundrað sinn-
um á nokkrum mánuðum - að vísu viður-
kenna þeir ekki að lofthelgin nái jafn langt
og Grikkir halda fram - og þeir virðast
njóta stuðnings Frakka og Breta til að
gánga í Evrópusambandið sem er Grikkjum
ekki ljúft að sætta sig við. Ekki bætir held-
ur úr skák að Bandaríkjamenn era tregir til
að ávíta Tyrki um of, vegna þeirra gríðar-
legu hagsmuna sem eru í húsi á krossgötum
austurs og vesturs. Sagan segir að bakvið
kröfu Tyrkja búi fjárhagslegar ástæður -
burtséð frá hugsanlegum tekjum af ferða-
mönnum á umræddum eyjum - þar sem
grunur leiki á að olía leynist undir hafsbotni
á þessum slóðum og yfirráð yfir eyjunum
myndi auka til muna hagkvæmni skipaflutn-
inga til meginlands Tyrklands. Mér virðist
Grikkir vera ákaflega einstaklingssinnaðir
að eðlisfari - hver þeirra er einn í heimin-
um einsog aksturslagið ber með sér, sem
helst í hendur við dánartíðnina á þjóðvegun-
um - en ef utanaðkomandi ógn steðjar að
fær ekkert stíað þeim í sundur. Þeir hafa
staðið í stríðum og skæram svo lengi að bar-
áttugleðin er þeim inngróin - og ef þeir
hafa engan utanaðkomandi til að fjandskap-
ast út í er ekki úr vegi að hefja borgara-
styrjöld, breyta mótmælagöngu í slagsmál
við óeirðasveitir, sem hefur gerst nokkrum
sinnum á liðnum mánuðum, eða leggja fót-
boltaleikvangi í rúst einsog henti tvívegis í
byrjun desembermánaðar. Til forna tókust
auðvitað borgríkin á sín á milli, nema þegar
einhver hinna ótal innrásarherja sem ásæld-
ist þetta landsvæði var á ferðinni eða vinna
þyrfti Tróju - og síðan tóku við Rómverjar,
Tyrkir, Búlgarar, Tyrkir, Þjóðverjar, Tyrk-
ir og enn fleiri Tyrkir. Móðir tveggja barna
sem eru að hefja skólagöngu um þessar
mundir sagði mér að nú þegar væri byrjað
að innræta þeim andúð á Tyrkjum, hatrið á
þeim væri nánst fellt inn í Gagn og gaman:
„Stavros á 61. Kristína á kjól. Tyrki stelur ól
og kjól. Tyrkinn er vondur.“ Hún nefndi til
dæmis kort sem bömunum væri sýnt, en
þar er útmálað hversu víðfeðmt og fagurt
gríska ríkið var áður en Tyrkir hófu út-
þenslu sína og söxuðu á gæðin. Á eftir fót-
bolta og happdrættum er Tyrkjahatrið
helsta þjóðaríþrótt Grikkja, eða kannski
kemur hatrið á undan. Sophia Hansen yrði
tafarlaust tekin í dýrlingatölu hér.
Þegar ég sótti fótboltaleik á milli KR og
krítverska liðsins OFI fyrir nokkrum mán-
uðum fannst mér ég kynnast broti af áður-
nefndum baráttuanda af eigin raun. Ég held
að þetta hafi verið annar fótboltaleikurinn á
ævinni sem ég fór á, að minnsta kosti rekur
mig ekki minni til að hafa farið síðan ég
barði augum landsleik íslands og Sovétríkj-
anna sem var svo dauflegur að strípalingur-
inn sem síðar meir átti eftir að draga fjölda
lögreglumanna í halarófu um Laugardals-
völl hefði vart getað lífgað hann við. Það var
áður en Gorbatsjov komst til valda og löngu
áður en hann kom fram í auglýsingunni þar
sem setning áratugarins er sögð: „Lengi lifi
Gorbatsjov sem færði okkur Pizza Hut“ -
og fullkomnaði um leið niðurlægingu fyrram
leiðtoga annars stórveldanna og niðurlæg-
ingu hugmyndafræði sem mótað hefur
ástand heimsstjórnmála - bæði stuðnings-
menn og andstæðinga - meira en nokkur
önnur á þessari öld, að nasismanum ekki
undanskildum. Ég vissi því vart hverju ég
átti von á þegar ég tók mér langferð á hend-
ur til að sjá leikinn. Bílstjórinn skildi mig
eftir eins fjarrí aðalinngangi vallarins og
honum var unnt, vegna þeirrar augljósu
staðreyndar að ég var ekki kominn
til að hvetja hans menn. Ég þurfti
því að þramma í tíu mínútur áður en
ég fann leið umhverfis völlinn, þar
sem hann er byggður svo þétt upp
við húsalengjurnar í kring - eða öf-
ugt - að það er vandi að komast að
honum. Á móti kemur að íbúar á
annarri hæð og ofar hafa betra út-
sýni yfir leikinn en þjálfarar lið-
anna, og nýta sér það útsýni til
fulls. Þeir nágrannar vallarins sem
voru svo óheppnir að kaupa einlyft
hús, höfðu dröslað sjónvarps- og út-
varpstækjum út í dyragættir til að
fleiri gætu notið útsendingarinnar
og fagnaðaróp þeirra og reiðiöskur
rannu saman við hamaganginn frá
leikvanginum í víðómi. Svo mikill
var hitinn raunar að ég gætti þess
að ganga í skuggunum til að egna
þá ekki með ljósa hárlitnum sem
mótherjar úr Vesturbæ Reykjavík-
ur skörtuðu margir hverjir. Eftir að
hafa rakið ættir mínar og uppruna
fyrir hálfu lögregluliði Iráklion-
borgar við aðalinnganginn, var mér
fylgt af tveimur fílefldum laganna
vörðum gegnum þvöguna á pöllun-
um, annar vísaði veginn en hinn
gætti þess að ég yrði ekki stunginn í
bakið. Þeir skildu við mig í
stúkunni, þéttsetinni útlendingum,
en það var auðvelt að sigta út hina
örfáu en harðsnúnu áhangendur
KR-inga, þar sem allir með tölu
ræktuðu hinn þjóðlega sið að veifa farsíma.
Ég gekk á hljóðið; þess á milli sem símarnir
hringdu greindu íslendingarnir kappsömum
en óstyrkum viðmælendum sínum heima á
íslandi frá stöðu mála. Grikkirnir öskraðu
hins vegar á víxl á sína menn á vellinum eða
íslendingana á áhorfendapöllunum, skyrptu
á strákana á varamannabekknum, grýttu
flestu lauslegu, störðu heiftaraugum á
stuðningsmenn KR-inga og drógu vísifingur
ógnandi þvert yfir hálsinn ásamt því að
benda ítrekað í áttina að nærliggjandi
kirkjugarði - og þeir voru að vinna! Eg vil
helst ekki ímynda mér hvernig viðmót
heimamanna hefði verið ef þeir hefðu tapað,
meira að segja löggm'nar voru svo áhuga-
samar um gang leiksins að þær virtust lík-
legar til að hjálpa fótboltabullunum við að
lúskra á gestunum ef OFI byði lægri hlut.
Þrátt fyrir 3-1 sigur Grikkja var íslending-
um haldið eftir í sætum sínum á meðan
áhorfendastæðin voru radd og síðair fylgt af
lögreglusveitum krókaleiðir niður í kjallara
áður en þeim var smalað upp í rútu og ekið
hratt í burtu, að sjálfsögðu með lögreglubíla
á allar hliðar. Okkur leið einsog Tyrkjum.
Mikligarður, Býsans, Konstantínópel,
Istambul, Istanbúl er enginn fótboltaleikur
en ég er viss um að hefðum við unnið hefðu
Grikkir munað það næstu hundrað árin eða
svo - og hugsað okkur þegjandi þörfina.
Murdoch staðfestir
að sonurinn taki við
Miami. Reuters.
RUPERT MURDOCH, hinn al-
þjdðlegi fjölmiðlarisi, hefur
staðfest að sonur hans, Lachlan,
eigi að taka við stjórn íjölmiðla-
og skemmtifyrirtækisins News
Corporation Ltd.
Murdoch sagði í viðtali við
Reuters að hann hefði ekki í
hyggju að segja af sér, en stað-
festi að hann hefði sagt fjöl-
miðlafræðingnum Mathew
Horsman að Lachlan væri að
búa sig undir að taka við stjórn
News Corp.
Lachlan, sem er 26 ára og
einn fjögurra barna Murdochs,
er nú forsljóri dótturfyrirtækis
News Corp í Ástralíu, News
Ltd. Murdoch hefur búið þijú
barna sinna undir störf hjá
News Corp, þar á meðal Elisa-
beth, sem er ein yfírmanna
brezku gervihnattastöðvarinnar
BSkyB.
Murdoch sagði í viðtali við
Reuters að Lachlan stæði sig vel
í starfi sínu í Ástralíu, en kvað
ekki hafa verið ákveðið hvenær
hann tæki við.
Landvinningar í Vesturheimi
Rætt var við Murdoch í Mi-
ami, þar sem hann opnaði nýja
140 milljóna dollara alþjóðlega
miðstöð gervihnattasjónvarps-
ins Sky Latin America.
Sky Latin America er sjötíu
milljarða króna gervihnatta-
sjónvarp sem News Corp á
ásamt Grupo Televisa í Mexíkó,
Organizacoes Globoco í Brasihu
og Tele-Communications
International Inc.
Murdoch kvaðst telja að Sky
Latin America mundi koma slétt
út 1999 og að helmingi meira
væri horft á það sjónvarp en
keppinautinn, Galaxy Latin
America, sem er undir forystu
DirecTV International, deildar í
Hughes Communications.
Aðstoðarmaður sagði að Sky
Latin America hefði liaft
150.000 áskrifendur í Mexíkó og
Brasilíu í nóvemberlok.
Galaxy skaut 250 milljóna doll-
ara gervihnetti 8. desember frá
Kanaveralhöfða á Florída til að
fjölga rásum sínum í Rómönsku-
Áneríku og á Karíbahafí.