Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ THUE á verkstæði sfnu þar sem kennir margra grasa. Þarna er hann að slípa náhvaistönn á náhval sem hann hefur höggvið í sandstein. THUE hefur teiknað hundruð merkja og skreytinga, m.a. þetta í'sbjarnarmerki. THUE með líkan af ræðupúlti sem hann smíðaði í hið nýja menningar- hús Grænlands, Katuaq, sem þýðir trommukjuðinn. Best að vinna út frá hjartanu Frlmærkinik katersulsut Team Gromand tapersersorpaat EITT af frímerkjunum sem Thue hefur teiknað en hann teiknaði grænlenska fánann. Grænland Thue Christiansen, ráðuneyt- isstjóri í menningar- og fræðsluráðuneyti Grænlands, er einn kunnasti listamaður Grænlands á sviði merkja- og auglýsingateikninga. Thue var ráðherra fyrstu grænlensku heimastjórnarinnar en í nú- verandi starfí hefur hann margvíslegt og vaxandi sam- starf við Island. Árni Johnsen tók hann tali en meðal verk- efna Thue um þessar mundir er undirbúningur að byggingu bæjar í stíl Eiríks rauða í Bröttuhlíð á Grænlandi og Þjóðhildarkirkju og uppbygg- ingu á að vera lokið árið 2000 í tilefni 1000 ára frá því að Leifur heppni fann Ameríku. HANN býr yfír mikilli útgeislun í stóískri ró, snöggur til svara, gamansamur en rammalvar- Iegur um leið, því það fer ekk- ert á milli mála þegar maður kynnist honum að hann vinnur fyrst og fremst til árangurs. Thue Christiansen á litríkan feril að baki sem listamaður og stjórnmálamað- ur. Hann var ráðherra í fyrstu græn- lensku heimastjórninni en valdi síðan að fara úr formlegum stjórnmálum til þess að geta frekar sinnt listagyðjunni með starfí sínu sem ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála grænlensku heima- stjórnarinnar. Thue er fæddur 25. febrúar 1940 í Marmorilik nálægt Umanak við Disk- obugtina á vesturströnd Grænlands. Hann ólst upp í Manitok, er lærður kennari og sundkennari og vann um árabil við kennslu. Síðar vann hann við hótelstjórn og árin 1979-1983 var hann, sem fyrr segir, ráðherra í fyrstu græn- lensku heimastjórninni og fór með mál- efni menningar, kennslu og kirkju. Frá 1995 hefur hann verið ráðuneytisstjóri. Thue er jafnframt í hópi þekktustu listamanna Grænlands en sérsvið hans er gerð merkja og margs konar skreyt- inga. Hann teiknaði til að mynda fána Grænlands og nefna má þekkt merki hans fyrir samstarf Grænlands, íslands og Færeyja á sviði ferðamála, þar sem hann byggir á grænlenska konubátnum, íslensku víkingaskipi og færeyskum báti. Fyrir nokkrum árum var Thue staddur hér á landi í einni af hefð- bundnum erindisferðum vegna margvís- legra og vaxandi samskipta Grænlands og Islands, þegar hann sá auglýsingu um samkeppni á merki Hitaveitu Fella- hrepps. Mikill fjöldi tillagna barst en Thue sigraði. Eg spurði Thue um list- hneigðina. „Eg er sjálflærður Iistamaður," svar- aði hann og það er svo sem ekki óþekkt á Grænlandi því Grænlendingar eru mjög listrænir í handverki og listamenn leynast þar víða í hversdagslífínu. „Pabbi teiknaði báta og físka,“ hélt Thue áfram, „og reyndar margt fleira, en ég sat oft hjá honum og teiknaði líka. Framan af teiknaði ég bátana, aðallega framan frá en allt þróaðist þetta. Það var hvatning að ég þótti góður í mínum bekk að teikna. Ég mála ekki mikið, teikningin er mitt svið. Ég teiknaði einnig og skrifaði í staðarblöð, en alls hef ég átt heimili á sex stöðum. Þegar ég fór í pólitík var ég í raun ekkert pólitískur, en í gegnum blaðamennsk- una varð ég þekktur og í tengslum við það varð róðurinn léttari þegar ég fór í framboð. Ýmislegt hafði fallið til. Ég var um skeið framkvæmdasljóri sjón- varpsins í Mantok, kom af stað íþrótta- félagi í Diskóflóa og kom af stað Skíða- félaginu í Manitok. Ég hef myndskreytt mikið af bókum og teiknað urmul af alls kyns merkjum. Einnig hef ég þýtt bækur, m.a. „Tortilla Flat“ eftir Steinbech þannig að það er vaðið úr einu í annað, en það hefur gefíð breidd og fjölbreytni og skemmtun. Ég er svo heppinn að mitt starf og áhugamál falla saman. Margir lista- menn hafa samband við mig og ég er ráðgjafi margra þeirra um kaup á efni og verkum. Mín „motiv“ eru hins vegar búin til í huganum og oft tilbúin þegar blýantur- inn fer af stað. Það er þannig með mig að ég hlusta best þegar ég teikna, bæði inn á við og út á við, og svo dúkka „mótivin" upp í teikningunni og ég út- færi þau. Ég get ekki teiknað það sem er pantað, mér fínnst best að útfæra frá hjartanu og minn helsti gagnrýnandi er konan mín. Ég hengi verkin mín upp á ísskápinn í eldhúsinu og þar eru þau tekin fyrir.“ Morgunblaðið/RAX THUE Chrístiansen,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.