Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ H SKOÐUN EFTIRKÖST MÆNUV EIKINN AR MÆNUVEIKI, eða lömunarveiki, geisaði *"hér á landi síðast fyrir rúmum fjörutíu árum. Aður en hún laut í lægra haldi fyrir bóluefni, var hún ekki minni ógnvald- ur en alnæmi er nú. Rannsóknir síðustu ára sýna að þeir sem veiktust geta orðið fyrir afar síðbúnum eftirköst- um. Áratugum eftir veikindin, getur fólki, að því er virðist skyndilega, orðið ókleift að halda lífsháttum sínum vegna ákafrar þreytu og vöðvaverkja. Petta hef- ur verið ráðgáta, því að mænuveiki 4»ér tímabundin veirusýking. Enn- fremur sýna rannsóknir að lífshlaup fyrrum mænuveikisjúklinga ein- kennist af óvenju mikilli elju og ein- beitni. Hér á eftir verður leitast við að gera stutta grein fyrir eftirköstum mænuveiki. Með endurbættum rannsóknaraðferðum á sviði lífeðlis- fræði er hægt að viðurkenna og meta vandann. Matsaðferðir og rannsóknarniðurstöður Svíans Eriks Stálbergs ættu að marka -_tímamót fyrir viðhorf og viðbrögð við vanda þeirra sem á'ður lömuðust af mænuveiki, endurheimtu mikið af hreyfigetu sinni, en eiga við eftir- köstin að etja. Einkenni og greining Fyrst ber að nefna mikilvægan mun á mænuveiki og þvi sem ég nefni eftirköst mænuveiki, en sem nefnist post polio syndrome, á máli læknisfræðinnar. Mænuveiki er veirusjúkdómur, veiran er þekkt, svo og mótefni við henni. Eftirköst Almanak Þj óð vinafélagsins er ekki bara almanak mænuveiki er, aftur á móti, laustengt saman- safo einkenna, eins kon- ar lýsing, sem hingað til hefiir ekki tekist að skýra. I eftirköstum mænu- veiki eru þreyta og vöðvaeymsli meginein- kennin. Hvort tveggja eru allalmenn einkenni sem geta átt sér margar orsakir. En segja má að einkum tvennt greini eftirköst mænuveiki frá öðrum mögulegum or- sökum. Hið fyrra er að hreyfigeta sjúklingsins getur minnkað skyndi- lega og verulega, án þess að við- komandi hafi tekist óvenjumikið á hendur. Hið síðara er að viðkom- andi veiktist af mænuveiki fyrir áratugum. Enn frekari vísbending getur falist í að sjúklingar sem stríða við eftirköst mænuveiki verða verri við venjulegt þjálfunarálag. Mænuveiki og lömun Mænuveikiveiran getur borist til og drepið sérstaka tegund tauga- frumna í mænu. Þessar taugafrum- ur eru eins konar milliliðir. Þær taka við boðum frá taugafrumum sem koma frá heila og flytja boðin til taugafrumna er teygja anga sína til vöðvafrumna. Vöðvafrumurnar mynda vöðvana og hreyfa líkamann, að stjórn taugakerfisins. Þegar millitaugafrumumar í mænu deyja, rofnar sambandið milli miðtauga- kerfisins og vöðvafrumnanna. Ef nægjanlegur fjöldi vöðvafrumna ein- angrast þannig, getur viðkomandi vöðvi orðið of máttvana til að valda þeim hreyfingum sem hann hefur knúið. Sjúklingurinn getur þá til dæmis ekki lengur gengið, þó að hann sé langt í frá gjörsamlega lamaður í viðkomandi vöðva eða vöðvum. Hreyfigetan minnkar með lömun, sem fylgir í kjölfar veikinda. Til að skýra samhengið milli mænuveiki og eftirkasta hennar, Níels Hermannsson í því er Árbók islands með fróðleik um órferðí, atvinnu- vegi, íþróttir, stjórnmól, mannalót og margt fleira. Fæst í bókabúðum um land allf. Fóanlegir eru eldri órgangar allt fró 1946. Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. SÖGllrtlAG DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMI Áhugahópur __ StU námskeið um helgina um almenna dansþátttöku 557 7700 hringdu núna verðum við að líta á næsta skref, þann bata sem margir náðu. Fyrri bati Mænuveikisjúklingar, ekki síst börn, voru þjálfuð af mikilli ákefð. Mörg þeirra endurheimtu verulega hreyfifærni. Endurheimtin er heill- andi dæmi um aðlögunarmátt nátt- úrunnar. En getum við róið á sömu mið í efirköstum mænuveiki? Rifjum upp að mænuveikin drep- ur taugafrumur í mænu. Svo kallað- ar hreyfitaugafrumur í mænu tengj- ast allt frá nokkrum til nokkurra þúsunda vövðafrumna í vöðvunum. Hreyfitaugafruma í mænu, ásamt þeim hópi vöðvafrumna sem hún ræsir í vöðvum, kallast hreyfieining. Þegar taugafruman deyr, einangr- Vegna hreyfivanda fyrrum mænuveikisjúk- linga, segir Níels Hermannsson, virðist sem leggja beri höfuðáherzlu á ná- kvæmt mat á aðlögun- ar- og aldursbreyting- um í vöðvunum. ast vöðvafrumur hreyfieiningarinn- ar. Virkum hreyfieiningum fækkar því, án þess að vöðvahlutinn sé bein- línis sýktur. En þó að veiran skemmi ekki vöðvafrumurnar, deyja þær ef þær verða lengi óáreittar. Þar til vöðvafrumurnar deyja, eru þær fullvirkjanlegar, svo fremi að einhver önnur taugafruma segi þeim fyrir verkum. Að hluta til fólst fyrri bati einmitt í að þetta gerðist. Heil- brigðar hreyfitaugafrumur skutu út nýjum símum til hluta af einangruð- um nærliggjandi vöðvafrumum. Lík- aminn endurheimti þannig nokkuð af virkjanlegum vöðvakrafti sínum, með því að stækka sumar hreyfiein- ingar eftir að hreyfieinigum hefur í raun fækkað. Ef maður hugsar sér samlíkingu við eggjakörfur þá má segja að eggjakörfunum hafi fækk- að, töluvert mörg egg hafi brotnað, en sumum eggjum hafi tekist að bjarga yfir í aðrar körfur. Önnur mikilvæg aðlögunarbreyt- ing verður í sjálfum vöðvafrumunum þeirra vöðva sem sitja eftir með færri virkjanlegar vöðvafrumur. Vöðvafrumurnar verða öflugri en út- haldsminni. Allt þetta hefur lengi verið vitað. En þrátt fyrir nokkurra ára vaxandi reynslu af nýjum og alvarlegum hreyfivanda fyrrum mænuveikisjúk- linga, hefur ekki fyrr tekist að sýna fram á bein eða mælanleg tengsl áð- urnefndra aðlögunarbreytinga við hin nýju einkenni. Ýmsum pæling- um hefur því verið haldið á loft. Vert er að kynna þær, áður en lengra verður haldið. Ýmsar tilraunir til að skýra eftir- köst mænuveiki Fyrst er að nefna þá hreint ekki fi’áleitu hugmynd að mönnum hafi skjöplast um að veiran deyi alveg og að hún hafí nú hreinlega tekið sig upp. Veirufræði er öflug fræðigrein. Rannsóknaraðferðum hennar hefur verið ítarleg og endurtekið beitt til að leita stuðnings við þessa hugmynd. Sú leit hefur verið árangurslaus. Fyrst við finnum ekki endurvakta veiru, beina sumir eftirfarandi spurningu tO sálarfræðinnar: Eru þeir sem segjast þjást af eftirköst- um lömunarveiki hreinlega latir? Einn flokkur sálfræðinga nýsist gjama eftir hvort mænuveikiveiran kunni að hafa valdið skemmdum í heila sjúklinganna. Annar hópur leitast við að mæla það sem hann telur vera skapgerðarþætti. Þriðji hópurinn leitar eftir fylgni milli fé- lagslegra þátta svo sem menntunar og efnahags, sem vísbendinga um vilja og getu til sjálfsbjargar. Niðurstaðan er að fyrsta hópnum hefur ekki tekist að sýna fram á veiru orsakaðar skemmdir í þeim hluta heilans þar sem áhugahvötin skal búa. Annar hópurinn mælir að jafnaði óvenju sterka og jákvæða skapgerðarþætti í hópi sjúklinganna og þriðji hópurinn sér félagslega stöðu sem vitnar um einbeitni og eljusemi í menntun og starfi. Með öðrum orðum, geta hugmyndir um skemmdir í miðtaugkerfí, slæma fé- lagslega stöðu eða skapgerðarbresti ekki skýrt kvartanir sjúklinganna. Raunar verða kvartanirnar enn meiri ráðgáta eftir þessar rannsókn- ir og er því nokkuð unnið. Nýjar skýringar á eftirköstum lömunarveiki Með vöðvarafriti sínu mælir Stál- berg hve margar hreyfieiningar eru enn virkar og hve stórar þær eru. Þetta gefur auk þess óbeina vís- bendingu um hve nærri ystu mörk- um mögulegrar þjálfunar vöðva- frumurnar eru komnar. Með því að tengja saman umfang aðlögunar- breytinganna og þá staðreynd að hreyfitaugfrumum okkar fækkar með aldri, hefur han skýrt til fulln- ustu þá hreyfiskerðingu sem ein- kennir eftirköst mænuveiki. Lítum á hvað hin aldurstengda fækkun taugafrumna þýðir fyrir fyrrum mænuveikisjúkling. I vöðva sem hefur aðlagast lömunarveiki með því að stækka sumar hreyfiein- inga sinna, getur fráfall einnar hreyfitaugafrumu þýtt enn víð- tækara fráfall vöðvafrumna, en það sem yrði í venjulegum vöðva. Það verður eins og missa eina af þeim eggjakörfum sem við settum auka- eggin í. Við brjótum fleiri egg. Þannig verða áhrifin á hreyfigetu skyndilegri og víðtækari en þau sem við sjáum við venjulega öldrun. Við venjulega öldrun missum við eggja- körfur af venjulegri stærð og þó körfunum fækki jafnört í báðum til- fellum, töpum við eggjunum okkar (vöðvafrumunum) hægar. Þegar við bætist að vöðvafrumur fyrrum mænuveikisjúklinga hafa líklega þegar verið knúnar að ystu mörkum aðlögunargetu sinnar, skyldi engan furða að árangur af þjálfun verði lít- ill eða jafnvel verri en enginn. Mælingar á fjölda sjúklinga og á framvindu einkennanna hefur gert Stálberg og samstarfsmönnum hans kleift að teikna upp sambandið milli þess hve miklar aðlögunarbreyting- arnar eru orðnar og hvaða hreyfi- getu er að vænta af sjúklingnum. Við vitum ekki hvers vegna millit- augafrumum í mænu fækkar með aldri, hvorki hvað hrindir frumu- dauðanum af stað eða hvað ræður hraða hans. Núverandi rannsóknir Stálbergs beinast að því hvort þessi þróun hefjist fyrr og gangi hraðar í þeim sem misst hafa hluta af virkj- anlegum vöðvafrumum sínum vegna mænuveiki eða svipaðra taugaskaða. Ef sú verður raunin, bendir það til að þessi hluti eðlilegrar öldrunar tengist frekar líkamsnotkun en lík- amsaldri. Rannsóknir á mænuveiki gætu því enn á ný aukið skilning okkar á mannslíkamanum. Mat Við upphaflega þjálfunin mænu- veikisjúklinga var hægt að treysta á allnokkra aðlögunargetu. í eftir- köstum mænuveiki er sá sveigjan- leiki uppurinn. Enn nákvæmari kunnáttu þarf til að meta hvað nægi- leg hvíld og raunhæft álag er. Það er einkum við þetta sem aðferð Stál- bergs veldur straumhvörfum. Eftir því sem fleiri beita henni og reynsl- an vex, mun verða unnt að ráðleggja sjúklingunum raunhæfar um hvenær beita skuli sókn, í formi þjálfunar og hvenær skipulögðu undanhaldi, í formi minna álags og hjálpartækja. Vert er að nefna kenningar um að þessi hópur sjúklinga hafi verið þjálfaður í að hundsa þreytu og sársauka. Það er raunar líklegt og því allhætt við að sjúklingarnir knýi líkama sinn umfram náttúruleg skynsemismörk. Þetta skapar hættu á ofálagi, þar með talið ofþjálfun, eða réttar sagt öfugþjálfun. Við öf- ugþjálfun nær líkaminn ekki að jafna sig eftir þjálfunarálag. í stað þess að auka þol og getu, veldur álagið síþreytu. Það brýtur varan- lega niður í stað þess að byggja upp. Önnur hætta er því samfara að hundsa þreytu og sársauka, langt umfram það sem búist er við af venjulegum einstaklingi. Það er hinn venjulegi einstaklingur, út- reiknaður Meðal-Jón, sem heilbrigð- isstéttir miða ályktanir sínar við. Sá sem ekki kvartar fyrr en í verulegt óefni er komið, stendur jafn höllum fæti og hinn óvenju kvörtunargjami. Hvorir tveggja eiga á hættu að mæta hiki, tortryggni og beinlínis vantrú, fyrir það eitt að skera sig úr. Úrræði Hvernig er hægt að bregðast við þessum nýja hreyfivanda fyrrum mænuveikisjúklinga á skynsamleg- an og sæmilegan hátt? I stuttu máli virðist sem leggja beri höfuðáherslu á nákvæmt mat á aðlögunar- og ald- ursbreytingum í vöðvunum. Þetta mat ásamt viðmiðunarmörkum milli starfsgetu og álags, byggðum á reynslu, gefur allgóða vísbendingu um hvenær beita skuli þjálfun og hvenær hvíld og hjálpartækjum. Meðal heilbrigðisstétta er einkan- lega stétt sjúkraþjálfara málið skylt, og það á tvennan hátt. Vandi fólksins birtist á sviði vöðva og hreyfinga, en þar lýsa sjúkraþjálf- arar sig sérfróða. Þessi yfirlýsta sérfræði sjúkraþjálfara og viður- kenning á starfsstétt þeirra er raunar að verulegu leyti sprottin úr fyrri afleiðingum mænuveiki. Það varðar miklu fyrir þá sem nú stríða við eftirköst mænuveiki, að sérstaða þeirra gagnvart álagi og þjálfun sé virt. Sagt er að kennimerk meista>-- ans sé að þekkja og virða takmark- anir kunnáttu sinnar. Þetta á ef til vill ekki síst við þá sem fást með einhverjum hætti við eftirköst mænuveiki. Höfundur er sjúkraþjálfari. Lokað mánudaginn 5. janúar Útsalan hefst 6. janúar W KAPAN I <! i ; i i i I I i i Í i Cí i I í I i H Laugavegi 66, sími 552 5980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.