Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 19
%<aiiapúl
Þjóðernissinnaðir
hindúar sigurvissir
Nýju Delhí. Reuters, The Daily Telegjaph.
NÆSTU þingkosningar Indlands
hefjast 16. febrúar og forystu-
menn Bharatiya Janata, flokks
þjóðernissinnaðra hindúa, segjast
fullvissir um að hann fari með sig-
ur af hólmi.
Kosið verður á fjórum dögum,
16., 22., 28. febrúar og 7. mars, og
gert er ráð fyrir að ný stjóm verði
mynduð um miðjan mars.
„Við erum fullvissir um að fá
mikinn meirihluta," sagði talsmað-
ur Bharatiya Janata-flokksins.
„Við vonum að kjörstjórnin tryggi
frjálsar og heiðarlegar kosningar.
Við megum ekki gleyma að ofbeldi
hefur verið beitt í nokkrum ríkj-
um í fyrri kosningum."
Kongressflokkurinn vonast
einnig til þess að komast til valda í
kosningunum, en hann galt mesta
kosningaafhroð sitt á liðnu ári eft-
ir að hafa verið við völd í tæp 45 ár
af 50 frá því Indland fékk sjálf-
stæði. Forystumenn flokksins
binda einkum vonir sínar við Son-
iu Gandhi, ekkju Rajivs Gandhis,
fyrrverandi forsætisráðherra
landsins, sem hefur ákveðið að
gefa kost á sér í kosningunum.
Ef marka má nýjustu skoðana-
kannanir er þó ólíklegt að Kon-
gressflokkurinn auki fylgi sitt
verulega í kosningunum. Bharati-
ya Janata-flokknum er spáð 234-
249 þingsætum af 545 en Kon-
gressflokknum aðeins 165.
Vafasamur ávinningur
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
framboð Gandhi gæti reynst vafa-
samur ávinningur fyrir Kongress-
flokkinn þar sem Bharatiya Janata
gæti beint athygli kjósenda að spill-
ingarmálum frá valdatíma Rajivs
Gandhis. Þjóðernissinnaðir hindúar
gætu ennfremur notfært sér þá
staðreynd að ekkjan fæddist á ítal-
íu en ekki Indlandi og er ekki
hindúi.
Sonia Gandhi hafnaði tilboðum
um að gerast leiðtogi Kongress-
flokksins eftir að Rajiv Gandhi var
myrtur fyrir sex árum og gekk
ekki formlega í flokkinn fyrr en í
maí sl. Þótt hún hafí beitt áhrifum
sínum á bak við tjöldin hefur hún
hingað til forðast að vera í sviðs-
ljósinu og enn er óvíst hvaða hlut-
verki hún eigi að gegna í Kongress-
flokknum.
& mðvikudö
gRtargtfitMftMfc
-kjarnl málsins!
finnast ár eftir ár hjá okkur á karlanámskeiðunum.
Karlapúl samanstendur af samhentum hópi karla, góðum
kennara, fjölbreyttu æfingaprógrammi og fræðslu.
Stöðvaþjálfun og þolþjálfun
3-5x í viku
Upplýsingar um fæðuval:
Bæklingurinn „í formi til
framtíðar"
„Léttir réttir" uppskriftabók
með 150 léttum og
girnilegum uppskriftum
Fræðsla
Fitumæling og vigtun
Vinningar í hverri viku
Þrír heppnir og
samviskusamir fá frítt
framhaldsnámskeið
Nýttu þér reynslu okkar í þína þágu. Byggðu upp
vöðvamassa og losnaðu við fitu og lærðu að
halda þér í góðu formi til framtíðar.
Hringdu og skráðu þig strax í síma 533-3355.
Námskeiðið
hefst 12. jan.
108 REYKJAVÍK S. 533-33S5
SKEIFAN 7
Reuters
STUÐNINGSMAÐUR Kongressflokksins á Indlandi hengir upp
veggspjöld með mynd af Soniu Gandhi, sem hefur ákveðið að gefa
kost á sér f þingkosningunum í febrúar.
Þingkosningarnar á Indlandi
Cartoon
Network á
von á 55
milljónum
áskrifenda
New York. Reuters.
CARTOON Network, hið
kunna kapalsjónvarp í Banda-
ríkjunum, gerir ráð fyrir að ná
til 55 milljóna bandarískra
áskrifenda haustið 1998, að
sögn Betty Cohens forstjóra.
Stöðin, sem er deild í Time
Wamer Inc., býst við að
áskrifendur verði um 50 millj-
ónir fyiir árslok 1997 aukist
um 15 milljónir á ári.
Cartoon Network tók til
starfa í október 1992 og nær
sem stendur til 320 milljóna
áskrifenda í 145 löndum.
Sýningar hefjast á tveimur
nýjum þáttaröðum á næsta
ári: PowerPuff Girls fyrir 5
ára og Ed, Edd’n’ Eddy fyrir
unglinga. Teiknimyndaröð um
Batman hefur einnig göngu
sína.
ENSKA ER OKKAR MAL
NÁMSKEIÐIN HEFJAST 14. JANÚAR
INNRITUN STENDURYFIR
FYRIR
FULLORÐNA
Almenn enskunámskeið
Samræðuhópar
Málfræði og rituð enska
Viðskiptaenska
FYRIR
BÖRN
Leikskóli 5-6 ára
Enskunámskeið 7-12 ára
Unglinganámskeið 13-15 ára
Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk
SER
NÁMSKEIÐ
Sérnámskeið, hámark 4 í bekk
TOEFL/GMAT (mat og námskeið)
FYRIRTÆKI Bjóðum upp á sérhæfð
námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja.
ENSKUSKÓLINN
FAXAFENI I 0 • FRAMTIÐIN
HRINGDU I SIMA
588 0303/588 0305
OG KANNAÐU MÁLIÐ
o fnskir menn