Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 22

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ > DÆGURTÓNLIST Ha.rmsa.ga Verve FAAR hljómsveitir hafa gengið í gegnum aðrar eins hörm- ungar og Verve, sem stendur þó nú með pálmann í höndun- um sem ein helsta hljómsveit liðins árs austur í Bretlandi. Fram til þess að sveitin tók til við að hljóðrita þriðju breið- skífu sína, sem mjög hefur verið lofuð, lögðust liðsmenn hennar í dópát, trufluðust á geði, glötuðu eigum sínum og urðu af milljónum á milljónir ofan. Svfnarí Breska öðlingssveitin The Verve. Verve, sem heitir reynd- ar The Verve vegna hótana bandarísku útgáf- unnar Verve, varð til sem samvinnuverkefni þeirra Richards Ashcrofts og Nicks McCábes. Ashcroft sá um söng- inn og eftir Árna McCabe Matlhíosson ®i gítar- spil, en til liðs við sig fengu þeir trymbil og bassaleikara eins og viðeigandi er, og hófu tónleikahald hvar sem koma mátti fyrir hljómsveit, þó iðulega væri leikið utan dyra. Smám saman vann Verve sér orð fyrir framúr- stefnulegt rokk með danskryddi og þar kom að henni bauðst að taka upp. Fyrstu smáskífurnar vöktu verulega athygli og ekki síð- ur breiðskífan sem kom út 1993, A Storm in Heaven, sem þótti og þykir mikill gæðagripur. Næsta skífa var safn aukalaga og tón- leika, en önnur breiðskífan, A Northern Soul, vai- al- mennt talin með bestu skíf- um ársins 1995 í Bretlandi. Upptökur á þeirri skífu voi-u þó sögulegar í meira lagi, því liðsmenn Verve höfðu þá um hríð tottað pyttluna meira en góðu hófi gegnir og þegar við bættist át á ýmsum eiturpillum lá við að þeir legðu í rúst hljóðverið þai- sem platan var tekin upp. Frægt er þegar upptökumaður plöt- unnar læsti upptökuher- berginu af ótta við villi- mannslega hegðan félaga. í löngu viðtali við breska tónlistartímaritið Q sem birtist fyrir stuttu rekur As- hcroft villimannslega hegð- un þeirra félaga og dregur ekkert undan, enda segist hann hafa verið búinn að missa glóruna að mestu þegar hér var komið sögu. Þeir voi-u litlu betri félagar hans og allir voru þeir illa undir það búnir að halda í tónleikaferð til að fylgja skífunni eftir. Ekki varð þó hjá því komist og svínaríið hélt áfram þar til fullur fjandskapur varð með þeim Ashcroft og MacCabe og gekk af sveitinni dauðri haustið 1995. Asheroft segir svo frá að hann hafi þegar tekið til við að taka upp prufur fyrir nýja plötu og ekki leið á löngu að forðum félagar hans voru komnir til liðs við hann að McCabe frátöldum, en sá síðastnefndi lagði tón- listina á hilluna um tíma ekki síst til að ná andlegu jafnvægi. Enn vantaði því gítarleikara og þótt þeir fé- lagar hafi verið búnir að taka upp lungann af breið- skifu gekk illa að fmna mann sem hlaupið gæti í skarð McCabes. Þeir reyndu ýmsa menn, meðai annars tvo liðhlaupa, Bem- ard Butler úr Suede og John Squire úr Stone Roses, en fór svo á endan- um að Ashcroft beit odd af oflæti sínu og hringdi í forðum vin sinn og bað hann að leggja þeim lið. Verve reis því upp aftur eftir um ár í gröfinni og tók til við að hljóðrita þriðju breiðskífuna, Urban Hymns, sem er um leið helsta skífa hennar hingað til. Óteljandi sveitir hafa reynt að snúa aftur og ekki tekist eða illa, en örfáar haft á valdi sínu að endur- nýja sig og skapa eitthvað nýtt sem ekki er síðra eða betra en það sem á undan er komið. Urban Hymns er einmitt nútímaleg plata og fersk en ekki verk gaml- ingja sem eru að snapa sér pening líkt og svo mörg dæmi voru um á liðnu ári. Vonandi á Ashcroft og fé- lögum eftir að endast aldur til að gera aðra slíka skífu eða betri, ekki síst ef þeir láta af fyrra líferni. Óhlutbundnir Liðsmenn Plaid, Andy Turner og Ed Handley. Óhlutbundinn impressjónismi LÍKLEGA þekkja flestir hér á landi David Arnold fyrir það helst að hann samdi lagið Play Dead með Björk Guðmunds- dóttur á sínum tíma. Arnold samdi reyndar lagið með Björk sem hluta af tónlistinni við myndina The Young Americans, og var þá búinn að fást við kvikmyndatónlist í rúman ára- tug og ætti ekki að koma mjög á óvart að fyrsta sólóskífa hans sé hylling Johns Barrys. Afkastamikill Jimi Hendrix. Sjaldheyrður ÞEGAR Björk Guðmunds- dóttir hélt síðast tónleika hér á landi var í hljómsveit hennar hluti annarrar hljómsveitar eða tónlist- arteymis sem kallaðist The Black Dog. Það nafn þekkja líkastil margir fyrir hljóð- blandanir og líka, en færri kannast kannski við Plaid. Eins og getið er vann The Black Dog samkrullið sér snemma orð fyrir snilli í endurgerð og -vinnslu og hljóðblandaði meðal annars fyrir Björk, Nicolette, Dee- Lite og fleiri, en einnig sendi sveitin frá sér merkilega breiðskífu fyrir nokkrum ár- um. Tveir liðsmanna Black Dog, Andy Turner og Ed Handley, ákváðu að ganga til liðs við Björk Guðmunds- dóttur þegar hún hélt af stað til að kynna breiðskífuna Post og voru í hljómsveit hennar 1995 og lungann úr 1996, að þeir töldu að tími væri kominn til að gera eitt- hvað einir síns liðs. Samhliða starfínu með Björk höfðu þeir sent frá sér efni undir nafninu Plaid og í haust kom út sextán laga skífa á Warp sem kallast Not for Threes. A Not for Threes eru þeir Plaid-félagar við sama hey- garðshomið í óhlutbundnum hljómum og im- pressjónískum hljóðmyndum, en til skrauts hafa þeir fengið forð- um samstarfs- menn, Björk Guð- mundsdóttur og Nicolette. Hendrix BREIÐSKÍFUM með tónlist Jimi Hendrix linnir ekki þó hann hafi legið í gröfinni í rúman aldarfjórðung. Lengi stóð stapp um umráðarétt yfir upptökum hans, en eftir að það komst á hreint hefur skikki verið komið á málin og plötur eins og sú nýútkomna South Saturn Delta, eiga eflaust eftir að koma út fjölmargar. Jimi Hendrix auðnaðist ekki að Ijúka nema þremur hljóðversskífum, en þó nokkuð var til af óút- gefnum tónleikaupptökum og hálfköruðum lögum. Um leið og skorið var úr með útgáfuréttinn á verkum hans voru eldri plötur tekn- ar af markaði og síðan munu nýjar koma í þeirra stað á næstu árum. Á skífunni nýju eru þannig lög af safnplötum sem ekki eru leng- ur fáanlegar, War Heroes, Loose Ends og Rainbow Bridge, en einnig lög hreinsuð af „endurbótum" sem gerðar voru eftir fráfall Hendrix, og einnig sitthvað sem ekki hefur áður komið út. Meðal óútgefinna laga má nefna Message to the Universe, sem Hendrix tók á Wood- stock, en margir þekkja sem Message to Love, Here He Comes (Lover Man), Midnight Lightning, sem hann tók upp einn á kassagítar og mögnuð út- gáfa á Dylan-slagaranum Drifters Escape. Einnig er vert að geta íeikinna laga, Midnight og Tax Free, en í þeim daðrar Hendrix ræki- lega við djass, ekki síður en í titillaginu. Á skífunni eru og prufuupptökur af Little Wing og önnur af Angel, þar sem Hendrix leikur á gítar og bassa við raftakt. Kvikmyndatónlist David Amold Kvikmyndimar ótelj- andi um Bond, James Bond, væru ekki nema svipur hjá sjón ef ekki væri fyrir tón- list Barrys sem samdi lögin í flestum mynd- anna framan af. Barry var lunk- inn lagasmiður, mörg laganna nutu verulegr- ar hylli, og því úr miklu er að moða fy™- Arnold. Hann fer og þá leið að láta lögin tala að mestu sjálf og fær ýmsa til að syngja þegar við á, Shöru Nelson, sem hann hefur reyndar unnið með áður, Jarvis Cocker Pulp-liða, Natacha Atlas, Amiee Mann, David McAlmont, Chrissie Hynde, Iggy Pop og poppsveitin ABC með Martin Fry fremstan í flokki, og flestir eru ef- laust búnir að gleyma. Þeim til viðbótar koma aðrir snjallir tónlistar- menn, LTJ Bukem, Leftfi- eld-félagar og Propeller- heads, en út- gáfa þeirra og Arolds á Bond- lagi hefur ver- ið áberandi í útvarpi undan- farið. Bráðfróðleg samsetning Þessi hylling Barrys er bráðfróðleg samsetning, en um leið upphit- un fyrir arf- takann, því Amold hefur tekið við sem tónlistar- smiður Bond-myndanna, að minnsta kosti í bili, sér um tónlistina í Bond-mynd- inni nýju, eins og kvik- myndaunnendur vita. Þeir sem séð hafa myndina vita og að Amoold hefúr fullt vald á tónmálinu, hvort sem hann er að endurvinna og -gera eða frumsemja. Arnold, David Arnold

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.