Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 12
12 E SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Nýir starfs-
nieim hjá
Össuri
saman á dögnnum hjá Ríkiskaupum til að undirrita
nýjan rammasamning við stofnunina.
Ríkiskaup endumýja
rammasamning um tölvur
NYR samningur um einmennings-
tölvur, prentara og íhluti í ramma-
samningakerfi Ríkiskaupa tók gildi
nú áramótin. Samið var við fímm
aðila, þ.e. Digital á íslandi hf., Ein-
ar J. Skúlason hf., Nýherji hf.,
Opin kerfi hf. og Tæknival hf. Að
þessu sinni bættust Opin kerfí um-
boðsaðili Hewlett-Packard á ís-
landi, í hópinn.
Fram kemur í frétt frá Ríkis-
kaupum að rammasamningur um
kaup á einmenningstölvum, prent-
urum og íhlutum velti u.þ.b. 140
milljónum króna á fyrsta ári og
stefnir veltan í 200 milljónir á þessu
ári. Reiknað er með að þessi þróun
haldi áfram enda er notkun ramma-
samninga Ríkiskaupa ört vaxandi í
innkaupum ríkisins.
Rammasamningur um einmenn-
ingstölvur, prentara og íhluti hefur
sparað stofnunum gífurlega fjár-
muni bæði með lægra verði en
ekki síst í formi tímasparnaðar.
Gróflega ályktað má reikna með
að þessi samningur skili allt að
40-50 milljóna sparnaði á ári miðað
við svipaða veltuþróun. Einnig hef-
ur þessi samningur auðveldað kaup
á tölvubúnaði þar sem búnaðurinn
sem í boði er hefur verið staðlað-
ur. Settar eru upp þrjár tegundir
af tölvum: A, B og C. Hver tegund
tekur breytingum á samningstím-
anum eftir því hver tækniþróunin
er á hveijum tíma. Þannig hefur
rammasamningur Ríkiskaupa um
tölvubúnað náð að fylgja eftir nýj-
ungum og breytingum á þessu
sviði.
Fá aðgang að verðlista á
heimasíðum seljenda
I samningnum eru mörg ný
ákvæði sem tryggja kaupendum
meiri og betri þjónustu og standa
ákvæði um verðlista þar upp úr.
Seljendur munu gefa út verðlista á
heimasíðum sínum sem þeir upp-
færa vikulega. Áskrifendur geta
fengið aðgang að verðlistunum með
aðgangs- og leyniorði og þannig
kynnt sér nýjustu verð á tölvubún-
aði beint af heimasíðu Ríkiskaupa.
Aðgangs- og leyniorð eru skráð hjá
Ríkiskaupum. Heimilt er að rifta
samningnum ef vanefndir verða á
upplýsingagjöf seljanda. Þá eru í
samningnum ákvæði um févíti ef
afhendingartími dregst umfram af-
hendingartíma skv. tilboði bjóð-
anda. Þá er allt sem keypt er skv.
samningnum með þriggja ára
ábyrgð, bæði vinna og varahlutir.
Loks eru ákvæði um mun nánari
upplýsingagjöf varðandi vörukaup
skv. samningnum, s.s. magntölur,
veltu o.fl.
• ERLENDUR Geir Arnarson
hefur verið ráðinn vörustjóri í
markaðsdeild
Össurar hf. Er-
lendur lauk vél-
stjóraprófí frá
Vélskóla íslands
árið 1982 og
starfaði frá
1982-1987 sem
vélstjóri á físki-
skipum. Erlend-
ur nam iðn-
rekstrarfræði við Tækniskóla ís-
lands og markaðs- og útflutnings-
fræði við Den Danske Exportskole
í Danmörku. Að námi loknu hefur
Erlendur staffað sem sölustjóri hjá
Via Technique AS í Kaupmanna-
höfn, söluverkefnisstjóri hjá Bur-
meister & Wain Scandinavian
Contractor og markaðsstjóri hjá
Altech ehf. Erlendur er kvæntur
Díu Björk Birgisdóttur og eiga
þau tvö böm.
• FRIÐRIK Anderseu hefur tek-
ið við stöðu fjármálastjóra hjá Öss-
ur USA, Inc.
Friðrik lauk
cand.oecon-
prófí í viðskipta-
fræði frá Há-
skóla íslands
árið 1985. Frið-
rik starfaði sem
deildarstjóri
hagdeildar Sam-
vinnubankans
1986-1987, skrifstofustjóri hjá
Rannsóknastofnun atvinnuveg-
anna 1987-1990, fjármálastjóri hjá
Landakotsspítala 1990-1995, til-
sjónarmaður hjá Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti 1995,
vann að sérverkefnum hjá Sam-
gönguráðuneyti 1996-1997 ogsem
lánasérfræðingur hjá Islandsbanka
1997. Friðrik er kvæntur Siw
Schalin og eiga þau tvö böm.
• HEIÐRÚN Gígja Ragnars-
dóttir hefur verið ráðin verkefnis-
stjóri í þróunar-
deild Össurar hf.
Heiðrún Gígja
lauk C.Sc.-prófí
í byggingaverk-
fræði frá Há-
skóla íslands
árið 1996 og
M.Sc.-prófi í
verkfræði frá
Háskóla íslands árið 1997.
• ÓLAFUR Gylfason er nýr
verkefnisstjóri í söludeild Össurar
hf. Ólafur lauk
B. Sc.-prófí í
rekstrarfræðum
frá Samvinnu-
háskólanum á
Bifröst árið
1995 og er að
ljúka meistara-
námi í alþjóða-
viðskiptum frá
Álaborgarhá-
skóla í Danmörku. Ólafur á tvær
dætur og sambýliskona hans er
Erna Margrét Arnarsdóttir.
• ÖRN Ingvi Jónsson hefur ver-
ið ráðinn verkefnisstjóri í þróunar-
deild Össurar hf.
Örn Ingvi lauk
C. Sc.-prófi í
vélaverkfræði _
frá Háskóla ís-
lands árið 1993
og M.Sc.-prófi í
vélaverkfræði
frá Danmarks
tekniske Uni-
versitet árið
1997. Örn Ingvi er kvæntur Aldísi
Ingimarsdóttur, byggingaverk-
fræðingi, og eiga þau tvær dætur.
Breytingar hjá
Eimskip
í TENGSLUM við breytingar á
stjómskipulagi hjá Eimskip sem
komu til framkvæmda í október sl.
voru gerðar eftirfarandi manna-
breytingar hjá félaginu:
• BENEDIKT Olgeirsson, hefur
tekið við starfí forstöðumanns inn-
anlandsflutninga
á innanlandssviði
Eimskips. Bene-
dikt hóf störf hjá
Eimskip í desem-
ber 1993 og hef-
ur gegnt starfí
forstöðumanns
flutningamið-
stöðvar frá þeim
tíma. Benedikt
útskrifaðist sem byggingarverk-
fræðingur frá Háskóla Islands árið
1986. Hann stundaði framhaldsnám
í framkvæmdarverkfræði og verk-
efnisstjómun við University of Was-
hington í Seattle og útskrifaðist
þaðan með M.Sc. próf árið 1987.
Benedikt starfaði áður hjá SH verk-
tökum og Álftarósi.
• GUÐMUND-
UR Nikulásson,
hefur tekið við
sem forstöðu-
maður gáma-
hafnar á innan-
landssviði Eim-
skips. Guðmund-
ur hóf störf hjá
Eimskip í nóv-
ember 1997 í tengslum við skipu-
lagsbreytingamar. Hann útskrifað-
ist með próf í byggingarverkfræði
frá Háskóla íslands árið 1985 og
lauk M.Sc. prófí í byggingarverk-
fræði frá DTH í Kaupmannahöfn
árið 1987. Guðmundur starfaði áður
hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík
og Verkfræðistofunni Hnit.
• GUÐMUNDUR Þorbjömsson,
hefur tekið við starfí forstöðumanns
sölu millilanda-
flutninga á flutn-
ingasviði Eim-
skips. Guðmund-
ur hóf störf hjá
Eimskip í ágúst
1993 í starfsþró-
unardeild þar
sem hann veitti
gæðamálum fé-
lagsins forstöðu.
Hann hefur gegnt starfí forstöðu-
manns útflutningsdeildar síðan í
ágúst 1995. Guðmundur útskrifað-
ist sem byggingarverkfræðingur frá
Háskóla Islands árið 1981. Hann
lauk M.Sc. prófí í byggingarverk-
fræði frá University of Washington
árið 1983 og MBA prófí frá Univers-
ity of Toronto árið 1993. Guðmund-
ur starfaði áður hjá Línuhönnun hf.
og hjá Minikus, Witta und Partner
í Baden Sviss.
• KRISTJÁN Jóhannsson, hefur
tekið við starfí forstöðumanns
markaðsdeildar millilandaflutninga
á flutningasviði
Eimskips. Krist-
ján hóf störf hjá
Eimskip í desem-
ber 1992 sem
kynningarstjóri.
í tengslum við
breytingar á
verksviði, skipu-
lagi og þjónustu
innanlandsdeild-
ar í september 1995 tók hann við
starfi forstöðumanns innanlands-
deildar og hefur gegnt því starfi
síðan. Kristján lauk viðskiptafræð-
inámi frá Viðskiptaháskólanum í
Árósum í Danmörku árið 1987 og
M.Sc. í rekstrarhagfræði frá sama
skóla árið 1989. Hann starfaði áður
hjá VSÍ, PLS-Consult í Danmörku
og hjá kerfisdeild SÍS.
• MAGNÚS Helgi Bergs, hefur
tekið við sem forstöðumaður stór-
flutningadeildar
á flutningasviði
Eimskips. Magn-
ús hóf störf hjá
Eimskip í nóv-
ember 1997 í
tengslum við
skipulagsbreyt-
ingamar. Hann
lauk prófí í bygg-
ingarverkfræði
frá Háskóla íslands árið 1980.
Magnús starfaði áður við verkefna-
útflutning í Þýskalandi, hjá Kaup-
þingi hf., VSÍ, SH verktökum og
sjálfstætt við ráðgjöf.
• STEINÞÓR Olafssson, hefur
tekið við sem forstöðumaður flutn-
ingastýringar á
flutningasviði
Eimskips. Stein-
þór kom aftur til
starfa hjá Eim-
skip í október
1997 en hann
starfaði áður
sem deildarstjóri
skipa- og gáma-
vallarþjónustu á
árunum 1994 til lok árs 1995. Stein-
þór útskrifaðist sem rekstrartækni-
fræðingur frá Odense Teknikum
árið 1987. Hann fór í framhaldsnám
til Kaliforníu og útskrifaðist með
M.Sc. prófí í iðnaðarverkfræði frá
University of Southern California
árið 1993. Steinþór starfaði áður
hjá Pesquera Siglo S.A. de C.V. í
Mexiko, hjá Stuðli hf. og Iðnþróun-
arfélagi Eyj'afjarðar.
• SVEINN Kr. Péturssson, hefur
tekið við sem forstöðumaður þjón-
ustudeildar á
innanlandssviði
Eimskips.
Sveinn hefur
starfað hjá Eim-
skip síðan í jan-
úar 1986 þegar
hann var ráðinn
til starfa fyrir
félagið í Ham-
borg. í október
það ár tók hann við sem forstöðu-
maður nýstofnaðrar skrifstofu Eim-
skips þar í borg. Sveinn hefur verið
forstöðumaður innflutningsdeildar
síðan 1989. Hann er lærður loft-
skeytamaður og starfaði í mörg ár
hjá Hafskip, m.a. sem loftskeyta-
maður, deildarstjóri og fram-
kvæmdastjóri Hafskip Deutschland
GmbH.
Andúðá
samnma
bankaí
Sviss
Ziirich. Reuters.
TVEIR svissneskir bankar
hafa mætt andúð með fyrir-
ætlunum um að sameinast í
næststærsta banka heims og
segja 13,000 manns upp störf-
um, þar af 7,000 í Sviss.
Fyrirhugaður samruni Uni-
on bankans (UBS) og Swiss
Bank (SBC) sem tilkynntur
var seint á siðasta ári.hefur
vakið ugg um að fyrirtæki
muni vinna gegn hagsmunum
venjulegra borgara.
Bera vott um græðgi
Bankastjórar telja fyrir-
ætlunina nauðsynlegt skref
til að koma á fót hnattrænu
fyrirtæki, sem muni halda
velli og dafna í heimi r.iis-
kunnarlausrar samkeppni.
Gagnrýnendur telja fyrirætl-
unina bera vott um græðgi
og saka fyrirtæki um að
bregðast skyldum sínum
gagnvart starfsmönnum.
Tveir þingmenn hafa hvatt
til fundar helztu stjórnmála-
manna um atvinnuástand og
horfur til að fullvissa Sviss-
Iendinga um að tilraunir fyrir-
tækja til að auka hagræðingu
og hagnað muni ekki koma
þeim á kaldan klaka.