Morgunblaðið - 23.01.1998, Page 4

Morgunblaðið - 23.01.1998, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í skapandi störfum býr gjarn starfar við tónlist, höggmyndir, kvii Saga Vinaminnis í máli < Margrét og Kri minni, einnig að Kjarval hafí haft sýningar í húsinu (1914). í Vinaminni voru stærri salir en tíðkuðust og tíðkast enn og hentaði húsið því málara sérlega vel, enda sá Ásgrímur eftir því árið 1915 þegar Sigríður lést, 84 ára, á heilsuhæli í Danmörku og sr. Haraldur Níelsson fékk húsið þar sem hann var kvænt- ur systurdóttur Sigríðar. Stríðið og hippaárin og útigangsfólk í húsinu 3, HAtC Nú fer blaðamann að skorta heimildh’ úr bókum um hús og menn og kveður dyra hjá núver- andi eigendum. Tröppur eru margar, niður í kjallara og upp á þriðju hæð. í risíbúð búa Kolbeinn Árnason jarðeðlisfræðingur og Ragnheiður Haraldsdóttir tónmenntakennari með dætrum sínum Þórunni og Guð- rúnu, og hafa þau aflað sér vitneskju um sögu hússins. Þau segja að Sigríður Einarsdóttir hafi haft heimavist kvennaskólans á risinu og fjórar kennslustofur sam- tals á fyrstu og annarri hæð. Einnig er kjallari í húsinu og þar var eldhús, kolageymsla o.fl. VMAMMVLI Hús með fáheyrða sögu Lj ósmynd/Þj óðminj asafnið SIGFÚS Eymundsson myndaði Vinaminni byggingarárið 1885. Upp úr gömlu viðar gólfinu og milli þilja flakka sögur af gleði, menntun, listum, blaðamennsku og íbúum í 112 ár - sögur sem núverandi íbúar nema. Gunnar Hersveinn heimsótti fólkið í Vinaminni í Grjótaþorpi og grúsk- aði í bókum um frum- herjana. Sigríður Ein- arsdóttir lét reisa hús- ið, merkti það nafninu Vinaminni og negldi ennin þrjú á hvolf: Uppreisn gegn hefð. RIGGJA hæða hús á skakk og skjön við þarfír nútíma- mannsins. Hús sem ekki var innréttað fyrir staðlaðar stærðir af ísskápum og uppþvotta- vélum eða hannað með kröfur hjóna, barna og unglinga í huga. Það ber nafnið Vinaminni og stendur í Mjóstræti 3 í Grjótaþorpinu í Reykjavík og nýtur virðingar íbúa sinna þótt því hafi verið ætlað annað hlutverk en að vera fjölskylduskjól. Þeir eiga það sammerkt að dást að sögu þessa húss. Vinaminni var reist árið 1885 og tók Sigfús Eymundsson þá mynd af því með smiðum úti f'yrir og konum við opinn glugga á góðviðrisdegi. Myndin er nú í eigu Þjóðminjasafns- ins. „En hverjir ætli búi í því núna?“ Löngunin til að grafast fyrir um sögu hússins var vöknuð og verður hér sagt frá rannsókninni, sem fólst í því að spyrja eigendur þess og hafa uppi á nafninu Vinaminni í sögu- og ævisögubókum. Hugsjón Sígríðar um íslenskt handverk í Vinaminni Nafnið Sigríður Einarsdóttir Magnússon er öllum öðrum nöfnum tengdara Vinaminni. Hún ólst upp á sömu lóð í Brekkubæ foreldra sinna, Einars Sæmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. „Brekkubær var lítið kot, og dálítið hús eða stofa niðri, þar komum við oft saman unga fólkið, og var þá glatt á hjalla,“ skrifar Bene- dikt Gröndal í æviminningum sínum Dægradvöl (MM 1965). Sigríður virðist hafa drukkið í sig gleðina í Brekkubæ því samferða- menn hennar lýsa henni ævinlega sem fjörmikilli konu og líka greindri. Hún spilaði víst mætavel á gítar og söng vel og hún lét byggja Vina- minni eftir hugsjón sinni. Hún var gift Eiríki Magnússyni, bókaverði og kennara við Cambridge-háskóla á Englandi, en þau voru meðal vina Williams Morr- is, sem var heillaður af íslenskri náttúru og fomsögunum, og forvígis- maður Arts og Crafts-hreyfingarinn- ar sem var andsvar við verksmiðju- framleiðslu viktoríutímans. Morris þýddi margar íslenskar fornsögur á ensku ásamt Eiríki - og ef til vill sótti Sigríður til Morris þá hugsjón sína að kenna alþýðustúlkum að sníða og sauma föt því hún ákvað að stofna kvennaskóla. En hún hafði áð- ur sýnt íslenskar hannyrðir í London og var með frú Morris í nefnd um það íyrirtæki. Sigríður safnaði svo fyrir skólan- um og fékk enska smiði til að reisa hann eftir breskri teikningu árið 1885. Hún stóð í fjáröflun í nokkur ár með því að sýna og selja íslenskt handverk víða um lönd eða þar til hún stofnaði Kvennaskóla sinn árið 1891. Fallega er sagt frá honum í blaðinu Reykvíkingi föstudaginn 21. janúar 1892: „Þar er að sönnu ekki kennt að hekla og bródera og fleira fitl, sem enginn hefur gagn af ... en þess í stað, er fatasaumur betur og meira kenndur þar, og það sem meira er, einnig að sníða fót.“ Sigríður stóð ein að skólanum og rak hann eitt skólaár. Aðsóknin var næg en skólinn ekki ríkisstyrktur og í harðri samkeppni við Kvennaskól- ann í Reykjavík, sem Þóra og Páll Melsted stofnuðu árið 1875, og svo virðist samkvæmt heimildum sem unnið hafi verið gegn skóla hennar. En saga hússins var rétt að hefjast. Forveri Iðnskólans í Reykjavík (1904) var í þessu húsi og einnig Verzlunarskóli Islands (1905). Sigríður var sjálfstæð kona, dáð af sumum og öfunduð af öðrum. Meðal aðdáenda hennar var Benedikt Gröndal, sem gerðist svo frægur að yrkja til hennar tvírætt afmælis- kvæði sem nú er geymt á Þjóðminja- safninu. Léreftsborðinn sem það er á er sjö og hálfur metri á lengd og vaf- inn upp f rúllu. „Eg orti þá „tólf álna kvæðið" til Sigríðar, það gerði ég hjá maddömu Helgasen og ritaði það á gular pappírslengjur, sem ég límdi á léreft, og leiðrétti ekkert hjá mér,“ skrifaði Benedikt um það og tók það svo fram að Sigríður væri fjörfiskur allra sem þekktu hana þótt hann væri ekki hrifinn af henni til ástar. Lögfræðingurinn og blaðamaðurinn Einar Ben. Vinaminni er ekki aðeins vagga menntastofnana heldur einnig manna. Engin hefð var til dæmis fyr- ir því á liðinni öld að lögfræðingar opnuðu stofur á eigin vegum á Is- landi en það gerði Einar Benedikts- son skáld árið 1895. Einar tók her- bergi á leigu í Vinaminni og auglýsti í Þjóðólfi: „Einar Benediktsson cand. jur. flytur mál, innheimtir skuldir, gefur lögfræðilegar leiðbeiningar. Heima frá 12-2 og 5-7. Adr.: „Vina- minni“, Reykjavík." Heimildir eru til um að oft hafí verið líf og fjör í Vina- minni hjá Einari og sungið fram á nótt. Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur nefnir Vinaminni nokkrum sinn- um í bók sinni Einar Benediktsson, ævisaga I (Iðunn 1997) og að hann hafi bæði haft þar lögfræðistofu og sagður hafa efnt til mikilla kampa- vínsveislna í Vinaminni og boðið öll- um þingmönnum, sem gengu eftir rauðum dregli inn í húsið undir blæstri lúðrasveita. Um hann var kveðið: í Vinaminni Vídalín valdsmenn kann að dorga, veitir kiára kampavín, en - kaupfélögin borga. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson bakari skrifar um veislugleði Vídalíns í Vinaminni: „Jón Vídalín stóð á tröppum hússins og tók berhöfðaður á móti gestum sínum, en frúin skartbúin með hringi og arm- bönd rétti þeim hönd sína og hneigði sig að sið heldri kvenna. Þetta var glæsilegt á að líta, en kotungar flissuðu og gerðu gys að álengdar, öfund- uðu og hötuðu í fátækt sinni og umkomuleysi. Er óhætt að segja það, að þau hjónin settu svip sinn ekM aðeins á Grjóta- þorpið, heldur og alla Reykja- vík.“ (Við, sem byggðum þessa borg, bls 84.) Ásgrímur og Kjarval í Vinaminni LOFUÐ fyrir fjör, gáfur og káta lund. Sigríður Einarsdóttir athafnakona. ritstjórnarskrifstofu blaðs síns Dag- skrár, „fyrsta dagblað gefið út á ís- landi“: „Á skrifstofu sinni í Vina- minni situr Einar bak við krækta glugga, sem vindurinn gnauðar á, og flettir Ijóðabókum. Hann er að gera úttekt á samtímabókmenntum og ætlar að birta dóma um einstök skáld í Dagskrá." (Bls. 190.) Annar foringi hafði líka aðsetur í Vinaminni á sama tíma og Einar. Það er Jón Vídalín, umboðsmaður kaupfélags í Newcastle. Hann fór fyrir kaupmönnum sem börðust gegn tillögum Valtýs Guðmundsson- ar á þinginu sumarið 1897. Jón er Vinaminni var bæMstöð Einars Ben., hugvitssamasta atorkumanns landsins, og síð- ar varð það vistarvera og vinnustofa annars snillings, Ásgríms Jónssonar listmálara, frá 1909 til 1915. Tómas Guðmundsson skáld færði minningar hans í letur fyrir Almenna bókafélagið ár- ið 1956 og segist Ásgrímur þar heppinn að hafa kynnst Sigríði Ein- arsdóttur, sem bauð honum að búa og vinna í Vinaminni. Ásgrímur seg- ir: „I Vinaminni gat ég haft sæmi- lega rúmt um mig. Eg hafði til af- nota einn sal uppi til að vinna í og tvo sali á neðri hæð, og þar hélt ég allar sýningar mínar næstu árin.“ (Bls. 137.) Ásgrímur málaði þarna hina þekktu mynd Esjan úr Vina- minni, árið 1910 sem er í eigu Lista- safns Islands. Fram kemur einnig í minningum hans að hin víðfræga Heklumynd hans hafi fyrst verið sýnd í Vina-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.