Morgunblaðið - 23.01.1998, Side 7

Morgunblaðið - 23.01.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 B T DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Árni Sæberg f FAÐMI fjölskyldunnar - Katrín og eiginmaðurinn Eysteinn Fjölnir Arason, elsti sonurinn, Ríkharður, til vinstri ásamt tíkinni Týru, Ivar Örn og Rebekka til hægri. allar hinar. Tiltækið varð einungis til að auka á streituna, enda hafði ég ekki rænu á að sleppa einhverju á móti, heldur smeygði tímanum í þéttriðna dagskrá mína.“ Sumum kann að finnast Katrín alhæfa of mikið og miða allt út frá sjálfri sér. Hún segist vitaskuld tala af eigin reynslu, en hún viti mý- mörg dæmi um konur, sem eigi við svipaðan vanda að glíma. „Þótt greinin mín í Morgunblaðinu hafí hvorki verið á fræðilegum nótum né tölfræðilegum, virtist hún hafa hitt í mark. Allmargar konur hringdu í mig til að ræða málin og ég komst að raun um að fleiram en mér var orðið um megn að vera þriggja manna maki í afköstum." Þurfa að gefa eftir Varla telur Katrín þó að aftur verði snúið, þ.e. til þess fyrirkomu- lags, sem tíðkaðist allt til 1960 þeg- ar starfsvettvangur kvenna var á heimilinu og karlarnir voru fyrir- vinnurnar. Hins vegar finnst henni að þátttaka karla í uppeldis- og heimilisstörfum verði að aukast og þá komi til kasta kvenna að gefa eftir. „Gamla fyrirkomulagið var að mörgu leyti betra því þá gátu konur gefíð sig óskipta að uppeldi bam- anna. Slíkt er ekki hægt svo að vel sé samfara framabrölti á vinnu- markaðnum. Vandinn er sá að núna er tæpast hægt að framfleyta fjöl- skyldu á einum launum þótt konan vilji vera heimavinnandi. Aður hafði konan ekkert val og enn síður núna þegar kringumstæðurnar eru orðn- ar slíkar að hún verður að sinna mörgum hlutverkum í einu. Að vera „bara húsmóðir" þykir ekki nóg. Fólk væri áreiðanlega miklu ham- ingjusamara ef það ynni ekki svona mikið og væri tilbúið að gefa svolít- ið eftir í lífsgæðakapphlaupinu. Konur jafnt sem karlar þurfa að vakna til vitundar um að lífíð snýst ekki bara um starfsframa og efna- hagslega velsæld.“ Viðhorfsbreyting og sveigjanleg- ur vinnutími telur Katrín að sé eina leiðin til að bæta hag og ham- ingju fjölskyldunnar. Sem dæmi um að einkalífið trafli karlana lítt í starfi nefnir hún að að yfirleitt mæti um tólf mæður á foreldra- fundi í skólum á móti tveimur feðr- um. ,JÁf þessum tólf era trúlega átta sem hafa þurft að taka sér frí í vinnunni og eru með bullandi sam- viskubit. Ég held að kynjaskipting- in helgist ekki af meðfæddu ábyrgðarleysi karla, miklu fremur af því að konur hafa ómeðvitað firrt þá ábyrgðinni á að að sinna þessum skyldum til jafns við þær.“ Líkt og vel rekin íyrirtæki segir Katrín að heimilin þurfi að vera undir styrkri stjórn. Þar telur hún farsælast að konan haldi um stjórn- artaumana en láti af áráttunni að gera allt sjálf og treysta engum. „Ég er smátt og smátt að læra kúnstina að virkja fólkið mitt til samstarfs. Gagnvart strákunum mínum, sem era 15 og 17 ára, finnst mér gefast best að höfða til karl- mennsku þeirra. „Af því að þú ert svo sterkur... viltu þá ...,“ eða eitt- hvað svoleiðis." Áhrif breytingaskeiðsins stórlega ýkt Heilsubrest og hugarvíl Katrínar kynni einhver að útskýra með því að konan væri einfaldlega að kom- ast á breytingaskeiðið. Hún er hins vegar sannfærð um að ýmis vanda- mál sem konur milli fertugs og fimmtugs eigi við að glíma séu af allt öðram toga og áhrif breytinga- skeiðsins séu stórlega ýkt. „Við för- um ekki nægilega vel með okkur. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að stöðugt álag kemur fyrr en síðar niður á andlegri og líkam- legri heilsu. Ofurkonurnar eru ekki til í raunveruleikanum, þær eru blekking, sem allt of margar streit- ast við að halda í.“ Eins og Katrín sjálf, sem vaknaði ekki af Þyrmrósarsvefninum fyiT en heimilislæknirinn benti henni á að líklega væri hún að vinna sér til húðar. I eðli sínu segist hún vera vinnusöm, eiga erfitt með að segja nei og því verið reiðubúin til að sitja í öllum mögulegum ráðum og nefndum. „Auk þess hefur mér alltaf þótt gaman að búa til hluti og dró ekki af mér við handa- vinnuna og matargerðina þótt harðnandi samkeppni í skreytinga- og skilta- gerð yrði til þess að ég lagði enn harðar að mér í vinnunni en áður. Mér þótti afar vænt um þeg- ar einhver hrósaði mér og ég nánast lyftist upp af kæti þegar ég var spurð hvernig ég færi eiginlega að þessu öllu saman." Agalaus börn Og enn jók Katrín vinnuna. Hún gerðist stuðningsfulltrúi lesblinds drengs í Hlíðaskóla og stuttu síðar leysti hún vinkonu sína af sem myndmenntakennari tvo tíma á dag í Alftamýrarskóla. „Eftir þá reynslu vorkenni ég kennurum. Hlutskipti þeirra er að reyna að aga gjörsamlega agalaus böm. Mér finnst aðdáunarvert hvernig þeir geta haldið geðheilsu undir stöðugu áreiti. Langur vinnudagur foreldra á efalítið þátt í því upplausnará- standi sem ríkir í skólunum og raunar í öllu þjóðfélaginu. Börnin era líka undir allt of miklu álagi. Utan skólatíma eru þau á þönum allan daginn í hina og þessa auka- tíma. Slökun og kennsla í manna- siðum ættu að vera skyldunáms- greinar í öllum skólum." Þótt fyrram ofurkonan Katrín hafi ætíð verið vel að sér í mannasið- um segist hún ekki hafa vitað hvað slökun var fyiT en seint á síðasta ári. „Loks skildist mér að ég ein gat ráð- ið bug á vanliðan minni og eitthvað varð undan að láta. Ég ákvað að hætta rekstri fyrirtækisins, a.m.k. um sinn, og rækta fremur sjálfa mig en orðsporið um dugnaðinn. Akvörðunin var erfið, en ég fann að eftir þvi sem orkan þvarr varð ég geðvei-ri, leiðinlegri og ófélagslynd- ari. Slökunar- og dáleiðslunudd hef- ur reynst mér afar vel. Núna er ég heimavinnandi og eyði meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Mér finnst ekki lengur að allt þui'fi að vera svo óskaplega fínt þótt einhver reki inn nefið. Ef draslið fer í taugarnar á gestinum er honum velkomið að taka til hendinni." Flugið fellt Katrín situr ekki auðum höndum þótt hún hafi fellt flugið. Hún segist bara fara sér hægt í sakirnar, lesi mikið, einkum alls lags speki um líf- ið og tilveruna, hlusti á slökunar- spólu á hverjum morgni áður en hún hefst handa við að einfalda allt í kring um sig. „Kínversk speki segir að manni líði betur með ein- falda og nytsama hluti heima hjá sér. Ég er enn að henda hlutum, sem ég hef sankað að mér í áranna rás og nota aldrei. Þótt ég sé efalít- ið betur í sveit sett fjárhagslega en margar konur, er ég viss um að flestar geta minnkað svolitið um- svifin og kröfurnar. Við komumst yfirleitt vel af með minna en við höldum og verðum í meira jafnvægi ef við lærum að slaka á og láta af gegndarlausu kapphlaupi við ofur- konuímyndina." Þorsteinn Njálsson heimilislæknir Dæmið um bleika þvottinn er sígilt ORSTEINN Njálsson, heimilis- læknir í Heilsu- gæslustöðinni Sól- vangi í Hafnar- fírði, segir að kon- ur frá fjörutíu til fimmtíu ára leiti í miklum mæli til lækna vegna þreytu og vanlíð- unar. „Margar gætu talist dæmi- gerðar „ofurkon- ur“; vel klæddar, snyi-tar og greidd- ar, oftast giftar, gegna ábyrgðarstöðum eða reka eigið fyrirtæki og eiga, að því er virðist, fyrirmyndar- eiginmann, börn og heimili." A yfirborðinu segir Þor- steinn að þær virðist ekkert skorta, en inntar eftir hvað þær geri fyrir sjálfar sig verði yfirleitt fátt um svör. „Stund- um hafa þessar konur gengið á milli lækna og eru byijaðar að taka valíum eða svipuð lyf, sem þær hafa fengið til að slá á streitueinkennin. Þótt rann- sókn leiði í ljós að þær þjást af hjartsláttartruflunum, vöðva- bólgu og of háum blóðþrýst- ingi, einkennum sem oft eru undanfari síþreytu, virðist mér læknar oft hafa tilhneig- ingu til að gera Iítið úr kvill- unum. Urræðin eru nefnilega ekki kennd í doðröntum lækn- isfræðinnar." Jafnvægi hugar, líkama og sálar „Ætli ég sé ekki bara móð- ursjúk,“ segir Þorsteinn ekki óalgengt að þær spyrji þegar þær hafa lýst slappleikanum. Slíka skýringu segist hann ekki taka góða og gilda, enda telur hann batann felast í að ná góðu jafnvægi hugar, lík- ama og sálar, en ekki lyfja- gjöfum. Allar aðstæður, heima fyrir og í vinnunni, þurfi að skoða til að taka á vandamálinu í heild. „Ofur- konurnar hafa lengi verið undir miklu álagi, eru að reyna að gera allt í einu, geysilega ábyrgðarfullar, leggja metnað sinn í að standa sig vel í starfí og jafnframt sinna búi og börnum óaðfinn- anlega. A þessum aldri eru eiginmenn þeirra oft orðnir værukærir „sófakarlar", taka sjaldan til hendinni heima og hafa fyrir löngu afsalað kon- unum ábyrgðinni af uppeldi barnanna." Þorsteinn telur að oft eigi konur sök á hvernig komið er, því þær hafi sjálfar útilokað karlana frá samstarfí á heim- ilunurn. „Dæmið um bleika þvottinn er sígilt. í upphafi sambúðar er líklegt að báðir aðilar ákveði að jafnræði skuli ríkja á heimilinu. Þegar kom- ið er að karlinum að setja í þvottavélina flækist ef til vill rauður sokkur með hvíta þvottinum og allt tauið verður bleikt. Konan treystir honum ekki lengur til starfans, eftir- leiðis sér hún um allt sem við- víkur þvotti og smám saman tekur hún fleira á sínar herð- ar, sem karlinn „getur ekki“ sinnt.“ Þorsteinn telur mögu- leika á að rauði sokkurinn liafi ekki farið „óvart" með. „... en þá má konan ekki gefast upp, þótt hún verði ef til vill að fórna nokkrum vélum af hvítum þvotti.“ í tengslum við þýðingu sína á bók- inni „Lækninga- máttur líkamans" eftir Andrew Weil og sem formaður Tóbaksvarnarráðs hefur Þorsteinn haldið fjölda erinda um ábyrgð sér- hvers manns á líkama sínum og heilsu. í þeim ljallar hann oft sérstaklega um heilsufar kvenna, einkum þeirra sem þjakaðar eru af langvarandi álagi. „Breytingarskeiðið er alltof oft talið valda vanlíðun kvenna frá fertugu til fimm- tugs. Ég held að slíkt sé of mikil einföidun. A þessum aldri standa konur oft á tíma- mótum í Iífi sínu. Þær eru orðnar langþreyttar, stundum óánægðar með karlana sína, velta jafnvel fyrir sér að skilja við þá eftir að börnin eru komin vel á legg og eru því oft í tilfinningalegu ójafn- vægi. Auk þess hafa þær ein- faldlega ekki farið nægilega vel með sig.“ Þorsteinn segir að gegndar- laust Iífsgæðakapphlaup taki líka sinn toll og margar konur séu haldnar mikilli þráhyggju um að allt verði að líta svo vel út á yfirborðinu. „Konur þurfa að slaka svolítið á kröf- unum og minnka fremur við sig eignir og umsvif heldur en að láta heilsuna sitja á hakan- um. Þær verða að gefa sér all- an þann tíma sem þarf til að ná upp orku á ný. Nudd, slök- un og grasalækningar gefa oft góða raun samfara hollu mataræði og hreyfingu.“ Breytingarskeið karla Annars segir Þorsteinn að sömu úrræði gildi fyrir karla á þessum aldri til að halda heilsu. Þeir séu Iíka oft í hinni mestu sálarkreppu en séu svo tilfinningalega bældir að þeir loki sig fremur inn í skel held- ur en að ræða málin. „Það er samt sjaldan sem aldrei talað um breytingarskeið karla, þótt ljóst sé að hormónamagn- ið í líkama þeirra minnki á svipuðu aldursskeiði. Vandi þeirra og áhyggjur eru oft af öðrum toga en kvenna. Þeir hafa áhyggjur af að missa vinnuna þegar yngri og ferskari stjórnendur eru ráðn- ir og horfa í Ieiðinni upp á uppgang eiginkonu sinnar í starfi. Stundum finnst mér karlar ekki hafa sömu aðlög- unarhæfileika og konur. Sum- ir hefðu þó áreiðanlega orðið mestu fyrirmyndareiginmenn, sem stutt hefðu dyggilega við bakið á konum sínum, hefðu þær leyft þeim að taka meiri þátt í heimilishaldinu." Framangreindar lýsingar segir Þorsteinn alls ekki al- gildar fyrir fólk á fimmtugs- aldri, en hann viti þó nokkur dæmi um svipaðar aðstæður. „Dæmigerðar fyrir togstreitu kynjana,“ segir hann. Þorsteinn Njálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.