Morgunblaðið - 03.02.1998, Side 3

Morgunblaðið - 03.02.1998, Side 3
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 B 3 ÍÞRÓTTIR FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jón Arnar langt frá sínu besta Jón Arnar JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður úr Tindastóli, hafnaði i fímmta sæti í sjöþraut á móti í Tallin í Eistlandi um helgina. Jón hlaut 5.831 stig en Islands- og Norðurlandamet hans er 6.145 stig. Pólveijinn Sebastian Smara vann, önglaði saman 6.154 stigum. Annar varð tæplega 24 ára gamall Rússi, Alexander Averbuk, með 6.096 stig og landi hans Lev Lobodin þriðji með 6.091 stig. „Þetta var slakt,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns, við Morgunblaðið. „Ég hefði gjarn- an viljað að Jón hefði náð tvö hundruð stigum til viðbótar, þá hefði verið sagt að allt væri í lagi. En við erum ekkert ótta- slegnir út af þessari niðurstöðu. Við höfum þijár vikur fram að Evrópumeistaramótinu til að laga það sem betur má fara og miðað við æfingar okkar í vetur kemur ekkert á óvart þó Jón sé nokkuð þungur. Áherslum í mörgum æfingum hefur verið breytt og við höldum okkar striki þrátt fyrir þetta, en að sjálfsögðu hefði árangurinn mátt vera mun betri.“ Jón hljóp 60 m á 7,03 sek., stökk 7,40 m í langstökki, varp- aði kúlu 15,00 og stökk 1,95 m i hástökki. Á síðari keppnisdegi hljóp hann 60 m grindahlaup á 8,13 sek., stökk yfir 4,45 m í stangarstökki og hljóp 1.000 m á 2.46,18 mín. „Síðari dagurinn var slakari en sá fyrri og eins voru spretthlaupin mjög léleg; Jón sat alveg eftir í viðbragð- inu,“ sagði Gísli. „En ég vonast til þess að hann bæti sig um 100 stig á viku fram að EM.“ Vala Flosadóttir bætti íslands- og Norðurlandametið Lofar góðu fýrir Evrópumótið Vala Flosadóttir, frjálsíþrótta- kona úr ÍR, bætti Islands- og Norðurlandametið í stangarstökki á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Gauta- borg um helgina. Hún stökk 4,26 metra og bætti eldra metið, sem hún átti sjálf, um sex sentímetra. Þetta er þriðji besti árangur í heim- inum í ár. Það eni aðeins Anzhela Balakhonova frá Ukraínu og Eszter Szemerédi frá Ungverjalandi sem hafa stokkið hærra, 4,33 metra, sem er Evrópumet í gi’eininni. 12 stúlk- ur tóku þátt í stangarstökkskeppn- inni og hafði Vala mikla yfirburði. Danski methafinn var í öðru sæti, stökk 3,80 metra og það var einmitt byrjunarhæð Völu. Vala byrjaði á 3,80 og fór síðan upp í 4,06 og loks 4,26 metra og fór yfir þessar hæðir auðveldlega í fyrstu tilraun. Síðan lét hún hækka upp í 4,36 metra og freistaði þess að setja Evrópumet. Hún átti mjög góðar tilraunir við Evrópumetið en feldi naumlega. „Ég er auðvitað mjög ánægð með að hafa bætt Norðurlandametið því ég var búin að biða eftir því í eitt ár. Það var hins vegar klaufaskapur hjá mér að komast ekki yfir 4,36 metra því ég var vel yfir en felldi á niður- leið. Þetta lofar mjög góðu og ég er greinilega á réttri leið. Ég er orðin mjög örugg með að fara yfir fjóra metra,“ sagði Vala sem sagðist hafa stokkið 4,21 á æfingu í síðustu viku. Hún sagði að sér hafi liðið mun betur en þegar hún keppti á IR- mótinu í Reykjavík fyrir skömmu. „Ég var of spennt á IR-mótinu enda bjuggust flestir við að ég næði að slá met þar. Nú var ég mjög afslöppuð og náði betur að einbeita mér. Árangurinn kom mér ekki á óvart því ég hef verið að stökkva vel á æfingum og þetta lítur vel út fyrir Evrópumótið sem fram fer um næstu mánaðamót,“ sagði hún. Vala tekur þátt í tveimur mótum í Þýskalandi í vikunni, á morgun og fóstudag. Þar verða sterkir kepp- endur og m.a. Daniela Bartova frá Tékklandi sem hún atti kappi við á IR-mótinu. Síðan verður sænska meistaramótið eftir tvær vikur og þá fer að líða að Evrópumótinu inn- anhúss á Spáni þar sem Vala hefur titil að verja. „Ég veit ekki hvort ég keppi á fleiri mótum en þessum þremur fyrir Evrópumótið. Ég ætla að sjá til hverning þetta þróast. Ég hlakka til að fara á Evrópumótið og þar verður örugglega hörkuspenn- andi keppni í stangarstökkinu," sagði Vala. SKÍÐI Múrarínn samur við sig Múrarinn Hermann Maier frá Austurríki sigraði í fjórða risasvigmóti heimsbikarsins í röð í Garmisch-Partenkirchen í Þýska- landi á sunnudag og er það met. Norðmaðurinn Kjetil Andre Ámodt vann þrjú mót í röð árið 1993. Maier jók um leið gott forskot sitt í stiga- keppninni. Ljóst er að enginn getur komist upp fyrir Maier nema hugsanlega landar hans, Andreas Schifferer, sem vann brunið á sama stað á laug- ardag, og Stephan Eberharter. Því er öruggt að heimsbikarinn fer til Austurríkis, sem verður í fyrsta sinn síðan 1970 en þá sigraði Karl Schranz. Maier hefur unnið sigrað í öllum greinum heimsbikarsins í vet- ur nema svigi. Hann er nú með 1.565 stig, Schifferer kemur næstur með 998 og Eberharter þriðji með 861 stig. Aðeins eru átta mót eftir og ekki hægt að fá nema 800 stig út úr þeim. Kjetil Andre Ámodt, sem varð níundi á sunnudag, er með 715 stig þannig að hann getur ekki náð Maier, sem hefur unnið tíu mót í vetur. Á laugardag var keppt í bruni á sama stað og náði Andreas Schiffer- er þá bestum tíma og var þetta fjórði sigur hans í heimsbikarmóti í vetur. Hann var þar með fyrsti Austurríkismaðurinn til að sigra í bruni í Garmisch síðan Helmut Höflehner gerði það 1985. „Nú er ég talinn sigurstranglegur í bruninu á Ólympíuleikunum en það verður allt önnur keppni og því rétt að halda sig á jörðinni," sagði Schiffer- er á laugardag.. Seizinger eykur forskotið Katja Seizinger frá Þýskalandi sigraði í heimsbikarmóti í bruni kvenna í Áre í Svíþjóð á laugardag- inn. Þetta var síðasta heimsbikar- mótið fyrir Ólympíuleikana í Naga- no sem verða settir næsta laugar- dag. Seizinger var 0,17 sekúndum á undan austurrísku stúlkunni Renate Götschl og Florence Ma- snada frá Frakklandi varð þriðja. Heimsmeistarinn í bruni, Picabo Street frá Bandaríkjunum, var með Reuters HERMAN Maier frá Austurríki á fleygiferð á heimsbikarmóti í risasvigi á sunnudag. Hann fékk besta tímann og fagnaði þar með fjórða sigri sínum í greininni í vetur sem er met. Maier hefur náð frá- bærum árangri á keppnistímabilinu og náð að sigra f öllum greinum nema svigi. besta millitímann í brautinni en féll skömmu síðar á 120 km hraða. Hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús í Östersund en meiðsli hennar voru óveruleg. Seizinger, sem er langefst í stiga- keppni heimsbikarsins, vann þar með áttunda mótið í vetur og verður að teljast til alls líkleg í Nagano. „Ég ætti að vera ánægð með sigur- inn en ég fer ekki með góðar minn- ingar héðan. Brautin var allt of stutt og hentaði mér því ekki vel. Ég var aðeins heppnari en hinar stúlkumar og það réð úrslitum,“ sagði Seizinger sem er 25 ára og hefur nú unnið 36 heimsbikarmót síðan 1992. Götschl, sem er handhafi heims- bikarsins í bruni, komst á verð- launapall í þriðja skiptið í röð. „Ég gerði mistök í efri hluta brautarinn- ar. Þessi 1.800 metra brunbraut var einfaldlega allt of stutt til að hægt yrði að ná að bæta fyrir þau í neðri hlutanum. En engu að síður er ég tilbúin fyrir Ólympíuleikana í Naga- no,“ sagði hún. „Ég átti möguleika á sigri í dag en nýtti hann ekki. Ég veit ekki hvort ég fæ annað svona tækifæri áður en ég legg skíðin á hilluna eftir þetta tímabil. En ég bíð spennt eftir að keppa í Japan.“ Guðmundur með guli frá Danmörku GUÐMUNDUR Stephensen, fslands- meistari í borðtennis úr Víkingi, sigraði á stigamóti 18 ára og yngri í Danmörku um helgina. í úrslitum lagði hann Danann Jesper Dahl í tveimur lotum, 21:16 og 21:13. Þetta var fimmti og síðasti hluti mótarað- arinnar, en á fyrri mótunum fjórum hefur Guðmundur ævinlega hafnað í öðru sæti. Til þessara móta koma allir sterkustu borðtennismenn Danmerkur 18 ára og yngri og því ljóst að árangur Guðmundar á þessum mótum er mjög athyglisverður því hann er að- eins 15 ára. í framhaldi af frammistöðu Guð- mundar á stigamótun- um hefur landsliðs- þjálfari Danmerkur í borðtennis lýst yfir áhuga sínum að Guð- mundur leiki með sterkasta unglinga landsins, Michael Maze í tvíliðaleik á Evrópumeistaramóti unghnga sem fram er fer á Ítalíu í sumar. Guðmundur og Mase voru saman í tvíliða- leik á Evrópumeistaramóti unglinga fyrir tveimur árum og unnu þá til silfurverðlauna. Telur danski lands- liðsþjálfarinn að möguleikar Guð- mundar og Maze á því að vinna gull- verðlaun á mótinu séu veruleg. Guðmundur BORÐTENNIS Amar og félagar sigmðu ARNAR Grétarsson og sam- heijar í AEK í Aþenu sigruðu Olympiakos, 1:0, ítoppslag grísku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Arnar var með og stóð sig mjög vel. Með sigrinum skaust AEK í efsta sætið; hefúr 50 stig en Olympi- akos og Panathinaikos hafa bæði 49. „Með sigri hefðu þeir Peikmenn Olympiakos] komist fimm stigum fram úr okkur þannig að það skipti okkur öllu máli að sigra,“ sagði Arnar í gærkvöldi. „Nú erum við í góðri stöðu og algjörlega und- ir okkur sjálfum komið hvort við náum settu inarki.“ Kristján frábær KRISTJÁN Finnbogason, markvörður KR sem er nú lyá Ayr United í skosku 1. deild- inni, tók þátt í fyrsta leiknum með liðiuu um helgina og lék frábærlega. Ayr mætti Raith Rovers í deildinni og náði hvorugt liðið að skora. Það var eingöngu Kristjáni að þakka að gestirnir í Raith, sem eru í toppbaráttu deildarinnar, skoruðu ekki; hann varði nokkrum sinnum mjög vel og tvívegis frábæriega. Ekki er enn ljóst hvort Kri- sfján verður áfram lijá félag- inu; forráðamenn þess vilja ólmir semja við hann fram á vor en Krisfján, sem heldur í dag tii Kýpur með landsliðinu, hyggst hugsa málið í nokkra daga. Baldur meiddist BALDUR Bragason, sem leik- ur með Panahaiki í grísku 1. deildinni í knattspyrnu, meidd- ist á ökkla í leik um helgina. Hann er í gifsi og heimiidir Morgunblaðsins herma að hann verði frá æfingum í um það bil þrjár vikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.