Morgunblaðið - 03.02.1998, Page 6

Morgunblaðið - 03.02.1998, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 BADMINTON MORGUNBLAÐIÐ Sveinn Úrslitaleikur kvenna: Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 3:5, 5:5, 7:7, 7:9, 8:10, 10:10, 12:10 0:3, 3:3, 7:3, 7:7, 9:7, 10:9, 10:10, 10:12. 1:0, 2:4, 3:4, 4:4, 5:4, 11:4. Jnúkr FOLK ■ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti verðlaunin í einliðaleik karla og kvenna á ís- landsmótinu í badminton um helg- ina. I SIV Friðleifsdóttir alþingismað- ur afhenti einnig verðlaun á mót- inu. Hún á ekki langt að sækja badmintonáhugann; Friðleifur Stefánsson, faðir hennar, er marg- faldur meistari í íþróttinni. ■ TRYGGVI Nielsen, íslands- meistari síðustu tveggja ára, náði ekki að veija titilinn að þessu sinni. Hann tapaði fyrir Sveini Sölvasyni í undanúrslitum. ■ ÞRJÁR íslenskar badminton- konur æfa í Danmörku og komu þær gagngert til að taka þátt í ís- landsmótinu. Þær eru Erla Haf- steinsdóttir, Vigdís Ásgeirsdóttir, Islandsmeistari í fyrra sem varð einnig meistari í tvíliðaleik nú ásamt :Elsu Nielsen, og Erla Haf- steinsdóttir, sem varð meistari í tvenndarleik ásamt Árna Þór Hallgrímssyni. ■ ÞORSTEINN Páll Hængsson, sem varð Islandsmeistari 1987 og 1994, býr í Danmörku og spilar í dönsku deildarkeppninni. ■ ÁRNI Þór Hallgrímsson hefur verið sigursæll í tvíliða- og tvennd- arleik en aðeins einu sinni náð að vera meistari í einliðaleik, árið 1991. Hann hefur sex sinnum orðið meistari í tvenndarleik, en náði í fyrsta sinn að verja titil sinn í þeirri grein um helgina. ■ ÍSLANDSMEISTARAR 17 síð- ustu ára voru meðal þátttakenda í einliðaleik í meistaraflokki karla. Þeir eru: Broddi, Þorsteinn Páll Hængsson, Guðmundur Adolfs- son, Árni Þór Hallgrímsson og Tryggvi Nielsen. ■ BRODDI og Elsa eru efst í stigakeppni Badmintonsambands- ins eftir mót vetrarins. Broddi er með 600 stig og Elsa 700 stig þeg- ar tvö stigamót eru eftir. Stiga- hæstu einstaklingarnir í vor fá í verðlaun flugmiða fyrir tvo til Evr- ópu með Flugleiðum. ■ MAGNÚS I. Helgason sigraði í einliðaleik karla í A-flokki, vann Helga Jóhannesson 15-7, 17-18 og 15-11 í úrslitum. Ragna Ingólfs- dóttir sigraði í einliðaleik kvenna í sama flokki. Hún átti að leika við Evu Petersen en hún meiddist og gaf leikinn. ■ HARALDUR Kornelíusson, sem varð Islandsmeistari fimm ár í röð 1991-1995, sigraði í tvíliðaleik karla í A-flokki ásamt Víði Braga- syni. Þeir unnu Jóhannes Helga- son og Gunnar Bjömsson í úrslit- um, 15-12, 9-15 og 17-14. ■ ODDNÝ Hróbjartsdóttir og írena Óskarsdóttir sigruðu í tví- liðaleik kvenna í A-flokki. Þær unnu Ingu Kjartansdóttur og Kristínu B. Krisljánsdóttur í úr- slitum, 15-11 og 17-16. ■ INGÓLFUR Ingólfsson og Ragna Ingólfsdóttir sigruðu í tvenndarleik í A-flokki. Þau unnu Gunnar Björnsson og Hrand Guð- mundsdóttur í úrslitum, 15-4 og 15-11. Guðmundi Adolfssyni Hængssyni í einliðaleik meistaratitlar hjá Brodda Kristjánssyni T / Hængssyni h ' * í undanúrslitum í I einliðaleik I tvenndarieik Itvíliðaleik í einiiðaleik í Hallgrímssyni í einliðaleik Hængssyni í einliðaleik Gömlu meistarai stigu aftur á sv Broddi og Elsa urðu tvöfaldir meistarar Gömlu meistararnir eru enn bestir í bad- minton hér á landi. Valur B. Jónatansson fylgdist með Islandsmótinu og sá nánast endurtekningu frá mótinu fyrir þremur ár- um því Broddi Kristjánsson og Elsa Niel- sen urðu tvöfaldir meistarar nú eins og ár- hörku og jafnaði, 7:7. Elsa náði síð- an lykilstöðu er hún komst í 10:9 og þurfti því aðeins eitt stig til að sigra. En það lét á sér standa og Brynja nýtti sér það og vann lotuna, 10:12. Elsa tók síðan völdin í oddalotunni og vann nokkuð sannfærandi, 11:4, og titilinn var hennar. Leikur stúlknanna stóð yfir í 44 mínútur. Fyrsta oddalotan ið 1995 og Broddi og Árni Þór Hallgríms- son sigruðu í tvíliðaleik áttunda árið í röð. Iroddi Kristjánsson og Elsa Ni- úlsen, gömlu meistararnir, stálu senunni á Islandsmótinu í badmint- on sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Þau urðu bæði tvöfaldir meistarar, í einliða- og tvíliðaleik. Broddi og Árni Þór Hallgrímsson unnu tvíliðaleikinn í áttunda sinn í röð! Meistarar síðustu tveggja ára í einliðaleik, Tryggvi Nielsen og Vig- dís Ásgeirsdóttir, féllu bæði út í undanúrslitum. Öruggt hjá Brodda Broddi, sem hefur verið konung- ur badmintonsins hér landi í 18 ár, hafði mikla yfirburði í úrslitum ein- liðaleiksins. Hann lék á móti Sveini Sölvasyni sem vann Tryggva Niel- sen íslandsmeistara síðustu tveggja ára óvænt í undanúrslitum. Broddi tók leikinn strax í sínar hendur og komst í 4:0, áður en Sveinn gerði fyrsta stigið sitt. Eftir það átti Sveinn aldrei möguleika þó svo að hann hafi sýnt skemmtileg tilþrif á köflum. Fyrri lotan endaði 15:3. Síð- ari lotan var aðeins jafnari og þá komst Sveinn yfir, 2:3, en eftir að Broddi komst í 10:5 voru úrslitin ráðin og lokatölur 15:6. Leikur þeirra stóð yfir í 36 mínútur. sig of oft í stutta spilið í stað þess að reyna að halda mér frá netinu. Leikurinn var auðveldur fyrir mig, einn sá auðveldasti hingað til,“ sagði Broddi. Sveinn sagðist ánægður með að hafa náð að komast í úrslit en að svolítil þreyta hefði setið í sér eftir undanúrslitaleikinn við Tryggva fyrr um morguninn. „Eg bjóst ekki við að komast svona langt. En nú hef ég fengið smjörþefinn af Is- landsmeistaratitlinum og næsta markmið verður að ná í hann. Broddi er ótrúlega klókur leikmað- ur og býr yfír mikilli reynslu. Hann nýtti sér hana með yfirveguðum leik,“ sagði Sveinn og bætti við að sigurleikur hans á móti Tryggva í undanúrslitum hefði verið besti leikur hans frá upphafi. Elsa sagði gaman að vera komin á efsta þrep aftur eftir tveggja ára hlé. „Ég átti dreng fyrir sjö mánuð- um og það hlýtur að teljast gott að vinna Islandsmeistaratitilinn núna. Þetta var spennandi úrslitaleikur og þetta er í fyrsta sinn sem ég þarf oddaleik til að sigra í einliðaleik. Ég stefndi að sigri og það tókst. En ég þurfti svo sannar- lega að hafa fyrir honum,“ sagði Elsa. Brynja var ekki alveg sátt við að tapa úrslitaleiknum því hún átti góða möguleika. „Ég átti að vinna fyrstu lot- Broddi - Urslitaleikur kar Gangur leiksins: 4:0,4:1,5:2,8:2, S 0:1, 2:2, 2:3, 6:5, 1 una en kannski var það reynslan sem hún hafði fram yfir mig. Nú hef ég leikið tvisvar í röð til úrslita og tek því stefnuna á að vinna titilinn næsta ár. Ég kem þá reynslunni ríkari til leiks,“ sagði Brynja. Áttunda árið í röð Spenna hjá konunum Einn sá auðveldasti Broddi náði að skora mörg stig með stuttu netspili. Hann náði að láta Svein falla í sömu gryfjuna hvað eftir annað uppi við netið. „Ég þekki Svein vel og leikstíl hans. Ég leyni því ekki að hann lét mig plata Úrslitaleikur Elsu Nielsen og Brynju Pétursdóttir í einliðaleik kvenna var æsispennandi og þurfti oddalotu til að knýja fram úrslit. Brynja byrjaði vel í fyrstu lotunni og komst í 2:5, en Elsa náði með harðfylgi að jafna, 5:5, og aftur var jafnt, 7:7. Þá tók Brynja vel við sér og skoraði mörg góð stig og komst í 8:10 og virtist hafa leikinn í hendi sér. En Elsa sýndi mikið keppnis- skap og jafnaði, 10:10. Brynja lét hækka um tvö stig og Elsa vann þau bæði og lokastaðan varð 12:10. Onnur lotan var jafn spennandi og sú fyrsta. Elsa byrjaði betur og komst í 7:3 en Brynja sýndi mikla Broddi og Árni Þór Hallgrímsson hafa haft mikla yfirburði í tvíliðaleik karla undanfarin ár og það var eng- in breyting þar á að þessu sinni. Þeir mættu Tryggva Niel- sen og Nirði Lu- dvigssyni í úrslitum og unnu sannfær- andi, 15:6 og 15:6. Samæfing Brodda og Árna Þórs er góð enda búnir að spila saman í tíu ár og þekkja hvor annan vel. Sjö mánuðir frá barnsburði ELSA Nielsen eignaðist strák fyrir sjö mánuðum en varð samt tvöfaldur íslandsmeistari í badminton um helgina. Hún sigraði í einliðaieik f sjötta sinn og í tvfliðaleik f fimmta sinn. Hún er nú 23 ára og stefnir að þátttöku í þriðju Ólympfuleikum sínum eftir tvö ár - í Sydney f Ástralíu. Hún varð fyrst íslandsmeistari í ein- iiðaleik 1991 og vann þá fímm ár í röð. Vigdís Ásgeirsdóttir varð meistari 1996 og 1997. Var ekki erfitt að byrja aftur eftir barnsburðinn? „Nei, það var aðeins erfitt fyrst meðan ég var að ná af mór nokkrum aukakílóum. Ég hef æft aðejns tvisvar í viku vegna þess að ég þarf að sinna stráknum mfnum líka. Ég er í góðri æfingu miðað við það. Ég er ekki frá því að ég njóti þess meira að spila badminton núna. Ég er aðeins 23 ára og á enn mikið eftir í badmintoninu. Ég er farin að gæla við að reyna aö komast á næstu Ólympíuleika," sagði Elsa. I tvíliðaleik kvenna léku Elsa Niel- sen og Vigdís Ásgeirsdóttir til úr- slita við ungu stúlkurnar Önnu L. Sigurðardóttur og Söru Jónsdóttur. Sama var upp á teningnum í þess- um tvíliðaleik því Elsa og Vigdís höfðu mikla yfirburði og unnu 15-4 og 15-3. Elsa vann þar með tvíliða- leikinn fimmta árið í röð og Vigdís fjórða árið í röð. Árni Þór Hallgrímsson og Drífa Harðardóttir urðu í sameiningu í fyrsta sinn Islandsmeistarar í tvenndarleik. Þau báru sigurorð af Þorsteini Páli Hængssyni og Erlu Hafsteinsdóttur í úrslitum, 15-3 og 15-8. Árni Þór var einnig íslands- meistari í fyrra, en þá með Vigdísi Ásgeirsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.