Morgunblaðið - 03.02.1998, Qupperneq 12
TENNIS
Reuters
TÉKKINN Petr Korda smellir kossi á sigurlaunin á opna ástralska meistaramótinu. Hann hefur verið atvinnumaður í ellefu ár,
velti því fyrir sér að hætta fyrir þremur árum vegna meiðsla, en sér ekki eftir því nú að hafa haldið áfram.
Martina Hingis varði titil sinn á opna ástralska meistaramótinu
Korda sigraði loks
eftir 11 ára baráftu
Hertha
byrjaöi vel
EYJÓLFUR Sverrisson og
samherjar í Hertha byrjuðu
vel í þýsku 1. deildinni í
knattspyrnu að loknu
vetrarfm, unnu Wolfsburg
1:0 í Berlín. Andreas Thom,
sem lék fyrsta deildarleikinn
með félaginu, gerði
sigurmark Hert.ha þegar á 2.
mi'nútu og Eyjðlfur var
nálægt því að bæta öðru
marki við tveimur minútum
síðar. „Þetta var ágætis skalli
hjá mér en varaarmaður náði
að bjarga á línu,“ sagði
Eyjólfur við Morgunblaðið.
KNATTSPYRNA
Owen yngsti
landsliðs-
maður
Englands?
GLENN Hoddle, landsliðsþjálfari
Englands, valdi í gær leikmannahóp-
inn fyrir vináttuleikinn á móti Chile
sem fram fer á Wembley-Ieikvangin-
um á miðvikudaginn í næstu viku.
Táningurinn Michael Owen, fram-
herji Liverpool, er nú í hópnum í
fyrsta skipti og þá var Dion Dublin,
leikmaðurinn fjölhæfí hjá Coventry,
einnig valinn en hann hefur aldrei
verið í landsliðshópnum.
Owen gæti orðið yngsti leikmaður
enska landsliðsins á þessari öld ef
hann fær að spila. Hann verður 18 ára
og 59 daga gamall þegar leikurinn fer
fram, 124 dögum yngri en Duncan
Edwards, leikmaður Manchester
United, var er hann lék fyrir England
á móti Skotum 1955. Edwards var
einn þeirra leikmanna United sem
lést í flugslysinu í Múnchen 1958.
Owen lék fyrsta leik sinn með aðalliði
Liverpool í maí í fyrra - kom þá inná
sem varamaður á móti Wimbledon og
var búinn að skora sjö mínútum síðar.
Hann hefur gert 12 mörk í 30 leikjum
og hefur haldið þýska landsliðsmann-
inum Karlheinz Riedle utan byrjunar-
liðsins í vetur.
Hins vegar er ekki pláss fyrir
Robbie Fowler í landsliðshópi Hodd-
les, en hann skoraði í síðasta lands-
leik, gegn Kamerún í nóvember.
„Hann er ekki í góðri æfingu um
þessar mundir og hefur ekki náð að
skora eins og áður. Hann þarf ekki
að sanna neitt fyrir mér og nú er
heppilegt að gefa öðrum tækifæri,"
sagði Hoddle. Ian Wright, framherji
Arsenal, er heldur ekki í hópnum en
hann hefur verið meiddur. Alan
PETR Korda náði loks tak-
marki sínu um helgina er hann
sigraði í einliðaleik á opna
ástralska meistaramótinu í
tennis. Fyrir mótið hafði þessi
þrítugi Tékki aldrei sigrað í
einu af fjórum stóru mótunum
í þau ellefu ár sem hann hefur
verið atvinnumaður. Martina
Hingis, 17 ára frá Sviss, varði
titilinn í kvennaflokki.
Korda var í sjöunda himni eftir
sigurinn enda lengi búinn að
bíða eftir stóru stundinni. Hann var
öryggið uppmálað í úrslitaleiknum á
sunnudag og vann Marcelo Rios frá
Chile sannfærandi, 6-2, 6-2 og 6-2
og stóð leikurinn yfir í aðeins 85
mínútur. „Þetta hefur verið löng og
^ ströng ganga; ellefu ára þrauta-
ganga. Eg er mjög ánægður með
frammistöðuna," sagði Korda sem
fékk um 45 milljónir króna í sigur-
laun.
Sigurinn var enn sætari fyrir
Tékkann vegna þess að hann var al-
varlega að hugsa um að hætta fyrir
þremur árum vegna þrálátra
meiðsla. „Ég er ánægður með að
hafa ekki hætt því það er frábær til-
finning að sigra á svona móti og ég
hefði ekki viljað missa af því. Ég
mun sjá til eftir þetta ár hvort rétti
tíminn sé kominn til að leggja tenn-
isspaðann á hilluna," sagði hann.
„Ég var mjög taugaóstyrkur fyrir
úrslitaleikinn og gat ekki einu sinni
borðað. En þegar út í leikinn var
komið fann ég ekki fyrir tauga-
spennu.“
Rios, sem er fyrrverandi heims-
meistari unglinga, sagði að tauga-
spennan hefði verið mikil og hún
hefði sett sig út af laginu. „Eg var
líka þreyttur og gerði mistök sem ég
er ekki vanur að gera,“ sagði Rios
sem er 22 ára frá Santiago. „Hann er
níu árum eldri en ég og er á síðasta
snúningi. Minn tími mun koma.“
Hingis varði titilinn
Martina Hingis frá Sviss varði
titil sinn í kvennaflokki er hún sigr-
aði Conchitu Martinez frá Spáni í
úrslitaleik 6-3 og 6-3 á laugardag.
Leikurinn stóð yfir í 84 mínútur og
var sigur svissnesku stúlkunnar
mjög sannfærandi.
„Það er mun erfiðara að verja tit-
ilinn en að vinna hann í fyrsta sinn.
Það bjóst enginn við neinu af mér í
fyrra,“ sagði Hingis sem er aðeins
17 ára og er í efsta sæti heimslist-
ans. „Það var mun meira álag á mér
núna en í fyrra og það er því
ánægjulegt að hafa staðist það. Ég
get ekki annað en verið stolt af
sjálfri mér,“ sagði hún eftir að hafa
tekið við sigurlaununum upp á 28
milljónir króna. í fyrra vann hún
frönsku stúlkuna Mary Pierce 6-2
og 6-2 í úrslitum mótins.
Hingis lék Martinez, Wimbledon-
meistara frá 1994, nokkuð grátt og
lét hana hlaupa út um allan völl.
Hún var öryggið uppmálað og er
yngst kvenna til að verja titil sinn á
stórmóti síðan Monica Seles gerði
það 1991. Ekki nóg með að hún hirti
titilinn í einliðaleik heldur vann hún
einnig í tvíliðaleik ásamt Mirjana
Lucic frá Króatíu á fóstudag.
Móðir Hingis, Melanie Molitor
sem er jafnframt þjálfari hennar og
umboðsmaður, fagnaði sigri dóttur
sinnar það mikið í fyrra að hún féll
niður úr áhorfendastúkunni og á
völlinn og skrámaðist. „Hún var bú-
in að lofa mér því, ef mér tækist að
vinna, að gera það ekki aftur," sagði
Hingis.
Martinez, sem er 25 ára, sagði að
Hingis hefði leikið vel og ekki gert
mörg mistök. „Hún lék af skynsemi
og ég náði aldrei að sækja verulega.
Hún sýndi að hún er best. Mér
tókst ekki alveg nógu vel upp og því
fór sem fór,“ sagði Martinez.
Björkman og Eltingh
unnu í tvíliðaleik
Jonas Björkman frá Svíþjóð og
Hollendingurinn Jacco Éltingh
sigruðu í tvíliðaleik karla, unnu
Ástralana Todd Woodbridge og og
Mark Woodforde, sem unnu í fyrra,
6-2, 5-7,2-6, 6-4 og 6-3 í hörkuleik.
Þetta var í fyrsta sinn sem Björk-
man og Eltingh leika saman og því
er árangur þeirra enn eftirtektar-
verðari.
Shearer, sem nýlega er farinn að
leika aftur með Newcastle eftir
meiðsli, er kominn aftur í hópinn. Þar
sem David Seaman, markvörður Ar-
senal, er meiddur hefur Hoddle valið
Tim Flowers markvörð Blaekburn.
Landshðshópurinn er þannig skip-
aður:
Markverðir: Tim Flowers (Blackburn
Rovers) og Nigel Martyn (Leeds
United).
Varnarmenn: Tony Adams (Arsenal),
Gareth Southgate (Aston Villa), Sol
Campbell (Tottenham Hotspur), Gary
Neville (Manchester United), Andy
Hinchcliffe (Sheffield Wednesday), Philip
Neville (Manchester United), Martin
Keown (Arsenal) og Graeme Le Saux
(Chelsea).
Miðvallarleikmenn: David Beckham
(Manchester United), Paul Gascoigne
(Glasgow Rangers), Paul Ince (Liver-
pool), David Batty (Newcastle United),
Robert Lee (Newcastle United), Paul
Scholes (Manchester United) og Nicky
Butt (Manchester United).
Framhcrjar: Steve McManaman (Liver-
pool), Teddy Sheringham (Manchester
United), Andy Cole (Manchester
United), Les Ferdinand (Tottenham
Hotspur), Michael Owen (Liverpool) og
Alan Shearer (Newcastle United).
ENGLAND: 2X1 12X 1X2 X211 ITALIA: 1X2 X21 X11 2X21