Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 B 3 Haukar höfðu það á heildinni Steinþór Guðbjartsson skrífar Vldimar Grímsson hefur verið áberandi í íslenskum og alþjóð- legum handknattleik á liðnum árum - var m.a. valinn í úrvalslið Heims- meistarakeppninnar í fyrra. Þessi síungi leikmaður sem verð- ur 33 ára á árinu hefur gert út um marga leiki á ferlinum og var ná- lægt því í gærkvöldi með 13 mörk- um sínum en liðlega tvítugir sam- herjar hans í Stjörnunni gerðu út um það með óðagoti í sókninni undir lokin. Heimamenn í Haukum fógn- uðu sigri, 28:27, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hléi og mest fímm mörkum en liðsheildin gerði gæfumuninn þegar á reyndi. Sveiflurnar í leiknum voru ótrú- legar. Haukar komust í 3:0 og virt- ust hafa mótherjana í hendi sér. Uppúr miðjum fyrri hálfleik skor- uðu þeir ekki í fimm mínútur en á sama tíma gerði Stjarna fímm mörk og breytti stöðunni úr 9:6 Haukum í vil í 11:9 sér í hag. Skömmu síðar var staðan 13:10 fyrir Garðbæinga og sá munur hélst út hálfleikinn. Haukar minnkuðu í 17:15 skömmu eftir hlé en eftir þrjú dæmigerð „Valdamörk" í kjölfar hraðaupphlaupa var staðan 21:16 og sigling á gestunum. Þrjár brottvís- anir með skömmu millibili gerðu Haukum kleift að komast inní leik- inn á ný en þrjú mörk frá Valdimar komu Stjörnunni í þægilega stöðu enn og aftur, 24:19, og liðlega stundarfjórðungur til leiksloka. Eft- ir að Haukar höfðu minnkað mun- inn í tvö mörk tók Stjarnan leikhlé sem nýttist heimamönnum. Þeir hættu 6-0 vörninni en tóku á mótherjunum framar á vellinum með góðum árangri. Gestirnir klúðruðu hverri sókninni á eftir annarri og gerðu aðeins þrjú mörk á síðustu 18 mínútunum en heima- menn náðu forystu sem þeir létu ekki af hendi. Leikurinn var spennandi eins og margir leikir í vetur en engum dylst að flestir bestu mennirnir leika erlendis og því er ef til vill ekki hægt að ætlast til of mikils hvað gæði varðar. Að þessu sinni voru mistök áberandi á báða bóga. Lengi vel virtist sem markið væri of lítið og vítateigurinn of stór hvað sóknarleik Hauka varðaði - boltinn hafnaði hvað eftir annað í ramman- um eða menn stigu á línu. Þeir átt- uðu sig á stærðinni er á leið og gerðu góða hluti eftir hlé. Aron Kri- stjánsson var lengi vel allt í öllu í sókninni en hefði dæmið ekki geng- ið upp hefðu sjálfsagt margrir kennt honum um. Hinir sömu hrósa honum eflaust fyrir sigurinn. Hann var vissulega mistækur, en þorði að taka af skarið, skoraði grimmt og fiskaði vítaköst. Rúnar Sigtryggs- son var líka öflugur í sókn sem vörn þó ekki sé hægt að tala um vörn hjá liðinu í fyrri hálfleik en Magnús Sigmundsson lék í marki eftir hlé, varði vel og bjargaði því sem bjarg- að varð. Stjarnan var Valdimar Grímsson. Hilmar Þórlindsson var reyndar með góð skot í fyrri hálfleik og gerði þá fimm mörk en síðan ekki söguna meir. Ingvar Ragnarsson varði ágætlega en frammistaða ann- arra er ekki umtalsverð. slitum LIÐ Reykjavíkur Þróttar komst í undanúrslit bikarkeppninnar eftir að hafa skellt ÍS 3:1 í Hagaskólan- um í gærkvöldi. Þetta var dæmi- gerður bikarleikur þar sem allnokk- ur mistök sáu dagsins ljós í bland við skemmtileg varnartilþrif á báða bóga. Þróttur vann fyrstu hrinuna, 15:10 en ÍS þá næstu 16:14 eftir að Þróttur hafði leitt 14:12. Aðaldóm- ari leiksins, Jón Grétar Traustason sá ástæðu til að spjalda Zdravko Demirev, fyrirliða IS, á þessum kafla hrinunnar en hann fékk fyrst gult spjald fyrir athugasemdir við slagdómana. Síðan í kjölfarið rautt, en allnokkurs ósamræmis gætti í slagdómunum á köflum, sérstaklega í varnarslögunum. Þróttarar voru hins vegar vandanum vaxnir í fram- haldinu og skelltu ÍS í tveim næstu hrinum, 15:7 og 15:9. Móttakan var ekki sannfærandi hjá Þrótti og það var fyi-st og fremst sóknin með Aka Thoroddsen í fararbroddi sem kláraði dæmið. Hjá ÍS var uppspil- arinn Martin Raditchkov ágætur á köflum en Ismar Hadziredzepovic, Bosníumaðurinn í liði IS, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. MIKIL spenna og taugaveiklun einkenndi síðustu mínúturnar í leik KA og HK. Staðan var jöfn 19:19 þegar 5 mínútur voru til leiksloka, HK komst í 21:19 þegar aðeins 47 sekúndur voru eftir en eftir röð mistaka, svo alþekkt vísun sé notuð, tókst KA-mönnum að jafna metin og krækja í eitt stig. Þar með tókst íslandsmeisturunum að bjarga andlitinu til hálfs en gest irnir úr Kópavogi voru ósáttir, ekki síst með þátt dómaranna, þeirra Guðjóns L. Sigurðssonar og Ólafs Haraldssonar sem vissulega hefðu kosið sér náðugri upprisu eftir martröð bikar- úrslitanna. Kvöld þeirra síungu KRISTJÁN Arason, sem er á 37. aldursári, lék í fyrsta sinn í vetur með FH-ingum, en hann þjáifar liðið. Kristján lék mestmegnis í vörninni og stóð sig vel þar, batt miðjuna vel saman. Hann freistaði þess nokkrum sinnum að bregða sér í sóknina þegar hratt var sótt og komst einu sinni í gegn og ætl- aði að vippa knettinum yfir Birki ívar, markvörð Víkings, en Birkir sá við Kristjáni. Fertugur og bestur GUÐMUNDUR Þórðarson, leikmaður ÍR, heldur í dag upp á fertugsafmæli sitt. í gærkvöldi var hann hins vegar besti leikmað- ur ÍR-liðsins er það tók á móti Fram í Seljaskóla. Guðmundur barðist af hörku í vörninni og stjórnaði henni af festu. Hann hafði góðar gætur á Oleg Titov með þeim afleiðingum að Titov hafði sig lítt í framm í sókninni, aldrei þessu vant. Guðmundur tók einnig þátt í sókninni í fyrri hálf- leik og skoraði eitt mark af línu eftii' hraðaupphlaup. Þó að Guð- mundur gengi vakslega fram í leiknum nægði það ekki til þess að hann gæti haldið upp á afmælið í dag með sigurbros á vör því ÍR- ingar töpuðu fimm marka mun, 24:19. Sigurður er markahæstur ANNAR leikmaður af eldri kynslóðinni, Sigurður Sveinsson, leikmaður og þjálfari HK, fór á kostum eins og svo oft áður í gær- kvöldi. Sigurður var markahæstur í liði HK með átta mörk er HK sótti íslandsmeistara KA heim. Sigurður sem er kominn á 39. ár er sem fyrr markahæstur í 1. deild karla með 124 mörk í 16 leikjum. Valdimar enn einu sinni bestur VALDIMAR Grímsson er í yngi'i kantinum af þeim eldri, verður aðeins 33 ára á árinu, en samherjar hans í Stjörnunni geta margt lært af aldursforseta liðs- ins. Hann hefur rétta keppnis- skapið, þolir ekki að tapa og legg- ur alltaf sitt af mörkum. Hann var markakóngur kvöldsins í gær- kvöldi með 13 mörk og langbestur í sínu liði en mátti ekki við margn- um og varð að sætta sig við tap. Stefán Þór Sæmundsson skrífar Leikurinn var alla tíð jafn, sveifl- urnar ekki miklar en mistökin mörg. Varnir liðanna voru sterkar og markverðirnir stóðu sig vel en það var í sóknarleiknum sem menn voru oft að gera tóma vit- leysu. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað og var jafn þar til KA breytti stöðunni úr 10:9 í 13:9 en gestirnir tryggðu sér skárri stöðu með því að skora tvö mörk í lokin. HK skoraði síðan tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og hin hnífjafna barátta hélt áfram. Um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 17:17, varði Sigtryggur Albertsson vítakast frá Sigurði Sveinssyni í þriðja sinn og KA komst í 18:17 og síðan 19:17 eftir glæsilega mark- vörslu Sigtryggs. Eftir það sat allt fast hjá heimamönnum í tæpar 8 mínútur og HK skoraði 4 mörk í röð og staðan 19:21 þegar 47 sek- úndur lifðu af leiknum. Hófst þá dramatíkin fýrir alvöru og hafði hún þó verið ærin fyrir síðustu mínúturnar. Hilmar Bjarnason skoraði 20. mark KA þegar 34 sekúndur voru eftir, skot hans fór af vörninni í markið. HK hóf sókn en glataði boltanum. Svo virtist sem brotið væri á Sigurði Sveinssyni þegar hann greip ekki sendingu, KA- menn geystust fram og Hjálmar Vilhjálmsson beitti glímutækni til að stöðva hraðaupphlaupið og var sendur í sturtu með rautt spjald í bak og fyrir. Halldór Sigfússon flskaði víti þegar 10 sekúndur voru eftir, skoraði sjálfur úr vítakastinu og niðurstaðan varð jafntefli, 21:21. „Við áttum að vinna. Það var brotið á mér þarna í lokin en dómararnir sögðust ekki hafa tek- ið eftir því. Þeir voru mjög tauga- veiklaðir. Nokkru áður var ég kýldur niður og þeir ráku mig út af fyrir leikaraskap,“ sagði Sigurður V. Sveinsson, þjálfari og leikmaður HK. Hlynur markvörður var besti maður liðsins í leiknum og vörnin mjög sterk. Markvarsla og vörn voru líka í lagi hjá KA en sóknin bitlaus. Liðið saknaði Jóhanns G. Jóhannssonar fyrirliða sem meidd- ist á fótum í vinnuslysi. BLAK Þróttara- slagur í undanúr- KA-menn kreistu fram jafntefli Alex McLeish tekur við Hibs FYRRUM landsliðsbakvörð- ur Skota, Alex McLeish, var í gær ráðiiui þjálfari skoska úrvalsdeildarliðsins Hiberni- an, sem Ólafur Gottskálks- son og Bjarnólfur Lárusson leika með. Hann tekur við af Jim Duffy sem var rekinn frá félaginu fyrir tíu dögum. Liðinu hefur gengið illa og aðeins unnið einn af síðustu 19 leikjum. McLeish, sem er 39 ára og lék 77 landsleiki fyrir Skota, lék áður með Aberdeen. Samningur hans við Hibs er til þriggja og hálfs árs. „Hibs er stórt borgarfélag og það réð úrslitum að ég tók að mér starfið. Þetta er umhverfi sem ég kann vel við mig í. Eg veit að liðið á í miklum erfiðleikum um þessar mundir, en mitt verk- efni verið að snúa blaðinu við,“ sagði McLeish. ■ EINNAR mínútu þögn var fyrir leik ÍBV og Breiðabliks til minning- ar um Valtý Snæbjörnsson, eins aí forystumönnum íþróttahreyfingar- innar í Eyjum um áratuga skeið. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 10. febrúar. ■ INGVAR Guðjónsson og Jónas Elíasson dæmdu leik ÍBV og Breiðabliks. Þetta var frumraun þeirra í 1. deild karla. Þeir fengu auðdæmdan leik og komust ágæt- lega frá sínu hlutverki. ■ BCJ HAMBORG, lið Guðmundar Bragasonar í þýsku 2. deildinni tap- aði 88:61 fyrir Göttingen um síðustu helgi og er liðið nú í 3. sæti með 28 stig. Göttingen er með 30 stig i öðru sæti og Oldenburg er efst með 32 stig. ■ JONATAN BOW og félagar í Ba- yreuth i þýsku 1. deildinni töpuðu, 75:85, fyrir Alba Berlín um helgina og gerði Bow 13 stig, en hann gerði 5 stig í tapleik við Trier helgina þar á undan. ■ BRAINE, lið Jóns Amars Ingv- arssonar í Belgíu er í neðsta sæti deildarinnar ásamt Leuven, hefur aðeins sigrað í þremur leikjum. Lið- ið tapaði, 89:80, fyrir efsta liðinu, Quaregnon um helgina og 81:87 fyrir Gent helgina þar á undan. ■ HERBERT Arnarsson og félagar í Antverpen er í öðru til þriðja sæti deildarinnar eftir 90:74 sigur á Aalst um helgina. ■ ST NIKLAAS, sem Hermann Hauksson leikur með i 2. deildinni í Belgíu tapaði síðustu tveimur leikj- um, 94:58, fyrir Brabo og 83:77 fyrir Aarschot. Liðið er nú í 8. til 12. sæti með sex unna leiki og átta tapaða. ■ ÓÐINSVÉ tapaði, 101:80, fyrir Roskilde í dönsku deildinni, en vann Ábyhoj, 86:75, um fyrri helgi. Liðið er i 6. sæti með 20 stig eftir 20 leiki. ■ EDDI Pope, varnarmaður lands- liðs Bandaríkjanna í knattspyrnu, var í gær útnefndur leikmaður árs- ins 1997 í Bandaríkjunum. Claudio Reyna var í öðru sæti og markvörð- urinn Kasey Keller þriðji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.