Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 2

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 2
I 2 C ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gott að muna erfiðleikana Markaðurinn Mikilvægt er að gleyma sér ekki í allri bjartsýninni og uppganginum, segir Grét- ar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins. Erfíðleikatímar geta að sjálfsögðu komið aftur. FUNALIND 9, húsið fyrir miðju, er þegar uppsteypt og eru íbúðirnar þar til afhendingar í lok ágúst nk. Upp- steypa er að heQast á Funalind 11, sem er yzt til hægri og verða þær íbúðir afhentar í nóvember. íbúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Bifröst. BYGG byggir þrjú fjölbýlis- hús við Funalind í Kópavogi Fasteignamarkaðurinn hefur tekið verulega vel við sér á undanfömum misserum. Á það jafnt við um viðskipti með notaðar íbúðir og nýbyggingar. Fasteigna- viðskiptin hafa verið stöðug og ekki verður annað merkt en nokk- urrar bjartsýni gæti meðal bygg- ingarmanna eftir samdrátt síðustu ára. Þessi umskipti hafa ekki ein- göngu náð til höfuðborgarsvæðis- ins heldur hafa viðskipti á lands- byggðinni jafnvel sums staðar einnig glæðst, þó markaðurinn sé þar víða enn ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Mikil- vægt er að menn gleymi sér ekki í allri bjartsýninni og uppganginum, því erfíðleikatímar geta að sjálf- sögðu komið aftur. Þá er betra að vera eins vel viðbúinn og aðstæður leyfa. Á markaði sem er eins ftjáls og raun ber vitni með fasteignamark- aðinn, er alltaf við því að búast að upp geti komið aðstæður eins og verið hafa fram að þessu. Erfið- leikar undanfarinna ára ættu einnig að sjálfsögðu að vera ljósir í minningu þeirra sem starfa á þess- um markaði og því geta þeir varað þá við, sem ekki fást við þessi við- skipti nema einu sinni, tvisvar eða þrisvar á lífsleiðinni. Hætta er hins vegar alltaf á því, að slíkt gleymist þegar vel gengur. Dýrar fbúðir seljast aftur Stórar og dýrar íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu eru famar að selj- ast aftur. Ekki er svo langt síðan að eigendur slíkra íbúða þóttu heppnir ef þeir áttu möguleika á að losna við þær. Þá heyrði það til undantekninga ef seljendur stórra og dýrra íbúða á höfuðborgar- svæðinu gátu selt fyrir verð sem nálgaðist byggingarkostnaðinn. Menn töpuðu með öðrum orðum í mörgum tilvikum stórum fjárhæð- um við sölu þessara íbúða. Nú horfír hins vegar til betri vegar í þessum efnum. Margt hefur því breyst til batn- aðar á fasteignamarkaðnum. En það á ekki síður við um fjármagns- markaðinn. Þar er allt annað um- hverfi nú en áður. Vextir hafa lækkað og möguleikar fólks á langtímalánum hafa aukist til muna. Þessir tveir markaðir eru að sjálfsögðu verulega háðir hvor öðr- um og myndu ekki þrífast að nokkru marki hvor fyrir sig án hins. Bættir möguleikar fólks á fjármagnsmarkaði hafa þess vegna bein og jákvæð áhrif á fasteigna- markaðinn. En ekki er víst að allt sé til bóta sem gert er. Að njóta lffsins Sérstök fasteignalán eru nú í boði á fjármagnsmarkaðnum fyrir eldri borgara, „til þess að þeir geti notið lífsins“, eins og sagt hefur verið í kynningu þessara lána. Eru þau einkum ætluð þeim sem eiga skuldlitlar fasteignir á höfuðborg- arsvæðinu, meðal annars til þess að þeir geti lækkað eignaskatta sína, að því er sagt er. í raun er ekkert sérstakt við þessi lán, því þau hljóta að lúta sömu lögmálum og önnur lán, sem fjármálafyrirtæki veita gegn ör- uggri tryggingu, jafnt eldri borg- urum sem öðrum. Hins vegar verður að teljast undarlegt ef fólk er tilbúið að „njóta Iífsins“ út á lán, þegar eignir eru til staðar. Væri ekki nær að selja húsnæðið, minnka við sig ef mögulegt er og „njóta lífsins“ fyrir mismuninn? Líklegt verður að teljast að ánægjan yrði meiri þegar allt kemur til alls. Þetta er sagt með hhðsjón af því, að alltaf má búast við að erfið- leikar komi einhvem tíma síðar upp með sölu á íbúðum. Á það sér- staklega við um stórar og dýrar íbúðir, sem þessi sérstöku lán eru helst hugsuð fyrir. En auðvitað ræður fólk hvað það gerir í þessum efnum. Ljóst er hins vegar hvernig best er að standa að þessum málum með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengist hefur af erfiðleikum á fast- eignamarkaði á undanfómum ár- EKKERT lát er á uppbyggingunni í austurhluta Kópavogs. Nú hefur Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf., BYGG, hafið framkvæmdir við þrjú fjölbýlishús við Funalind 7, 9 og 11 í Lindahverfi. í þeim verða 38 íbúðir alls og þær verða afhentar fullbúnar en án gólfefna. Hús nr. 9 er þegar uppsteypt og eru íbúðimar þar til afhendingar í lok ágúst nk., en uppsteypa að hefjast á húsi nr. 11 og þær íbúðir afhentar í nóvember. Hönnuður eru Guðmundur Gunn- laugsson arkitekt, en íbúðimar eru til sölu hjá fasteignasölunni Bifröst. í hvoru húsi, Funalind 9 og 11, er ein 2ja herb. íbúð, þrjár 3ja herb. íbúðir, sex 4ra herb. íbúðir og ein sex herb. íbúð á tveimur hæðum. Verð á þess- um íbúðum er frá 7,5 millj. kr. á 2ja herb. íbúðunum upp í 10,9 millj. kr. á sex herb. íbúðunum. FASTEIGNASALA Mosfellsbæjar hóf fyrir skömmu göngu sína og hefur hún aðsetur í Kjama, Mos- fellsbæ. Eigendur eru Ástríður Grímsdóttir hdl., löggiltur fast- eigna- og skipasali og Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. Sölumaður er Ómar Karlsson. Ástríður Grímsdóttir vann í mörg ár á fasteignasölunni Högun sem ritari og síðan sem sölumaður á fasteignasölunni Gimli og hefur því bæði þekkingu og reynslu af sölu fasteigna. Ástríður hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 1982 og rekið lögmannsstofu frá 1993. Hún mun sjá um alla skjalagerð ásamt því að liðsinna við aðra þætti fasteignasöl- unnar. Ómar Karlsson hefur reynslu af sölu fasteigna frá Skipa- og báta- sölunni, þar sem hann vann um ára- bil. Ómar mun skoða og meta fast- eignir og annast alla upplýsinga- og gagnaöflun fyrir fasteignasöluna. „Við erum í frábæru húsnæði í Tveggja herb. íbúðimar, sem eru á jarðhæð, eru mjög rúmgóðar eða 82,5 ferm. Þeim fylgir sérlóð með trépalli og skjólgirðingu. Þriggja herb. íbúðimar eru 97 ferm. og 4ra herb. íbúðirnar eru ýmist 99 ferm. eða 112 ferm. Að aulá er hver íbúð með hlutdeild í sameign hússins. Svalir snúa ýmist í suður eða vestur. Að sögn Pálma B. Almarssonar hjá Bifröst eru innréttingar sérsmíð- aðar. Litaval getur verið eftir óskum kaupenda, sé keypt nógu snemma á byggingartímanum. „í öllum íbúðun- um er þvottaherbergi og sjónvarps- hol, sem er mikill kostur fyrir fjöl- skyldufólk," sagði Pálmi. „Utan á húsinu skiptast á sléttir, málaðir fletir og veggir með marm- arasteiningu, sem er mjög viðhalds- lítið efni. Þak er klætt með lituðu stáli, en á lóðinni verða malbikuð Kjarna, sem er stór skrifstofu- og þjónustumiðstöð í miðbæ Mosfells- bæjar,“ sagði Ástríður Grímsdóttir. „f tumbyggingunni eru m. a. bæj- arskrifstofurnar og í verzlunar- kjarnanum, sem er sambyggður, eru Hagkaup, Heilsugæslan og sér- verzlanir. Markaðurinn hér í Mosfellsbæ er alltaf að verða stærri og stærri og umsvif á markaðnum fara hér vax- andi ár frá ári. í Mosfellsbæ búa nú um 5.200 manns og fólk er bæði að flytja til bæjarins, frá bænum eða að skipta um húsnæði innan bæjar- ins. Við teljum því tímabært, að Mos- fellingar og aðrir íbúar á svæðinu geti leitað til fasteignasölu í Mos- fellsbæ um þessa þjónustu, vilji þeir selja eða kaupa fasteign, í stað þess að þurfa að fara til Reykjavík- ur, eins og hingað til. Við munun leggja metnað okkar í að veita við- skiptavinum okkar sem öruggasta og bezta þjónustu." bflastæði, grasflatir og trjágróður við verandir. Göngustígar á lóðinni eru ýmist heUulagðir, malbikaðir eða malarlagðir. Á lóðinni verða sjö bfl- skúrar, sem eru seldir sér og kosta þeir 1.150.000 kr.“ „Lindahverfið liggur vel við sam- göngum og er vel staðsett með tilliti til vinnustaða á höfuðborgarsvæðinu, því að greið leið er úr hverfinu inn á aðal umferðaræðar það er Reykja- nesbraut, Breiðholtsbraut og Arnar- nesveg," sagði Pálmi ennfremur. „Það verður stutt í skóla, íþrótta- mannvirki og verzlanamiðstöðvar, sem rísa munu í þægilegu göngu- færi. Góð útivistarsvæði eru í ná- grenninu. Það þarf því ekki að koma á óvart, þó að sala á íbúðum sé góð á þessu svæði, enda er það án efa eftir- sóttasta svæðið á öllu höfuðborgar- svæðinu nú.“ Fasteignasölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 15 Ás bls. 9 Berg bls. 9 Bifröst bls. 13 Borgir bls. 29 Brynjólfur Jónsson bls. 15 Eignamiðlun bis. 16-17 Eignasalan bls. 5 Eignaval bls. 6 Fasteignamarkaður bls. 25 Fasteignamiðstöðin bls. 19 Fasteignasala íslands bls. 20 Fasteignas. Mosfellsbæjar bls. 5 Fasteignaþjónustan bls. 20 Fjárfesting bls. 21 Fold bls. 10-11 Framtíðin bls. 16 Gimli bls. 24 Hátún bls. 11 Hóll bis. 22-23 Hóll Hf. bls. 19 Hraunhamar bls. 14-15 Húsakaup bls. 28 Húsvangur bls. 8 Höfði bls. 12 Kjöreign bls. 27 Lundur bls. 7 Mótás bls. 16 Miðborg bls. 26 Óðal bls. 4 Skeifan bls. 3 Stakfell bls. 5 Valhöll bls. 30-31 um. BIJÐARLÁN TIL ALLT AÐ Þú átt góðu láni að fagna hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis SPARISIOÐUR REYKJAVlKUR OC NAGRENNIS Morgunblaðið/Kristinn Ómar Karlsson sölumaður og Ástríður Grfmsdóttir hdl., löggiltur fast- eigna- og skipasali. Fasteignasala Mosfellsbæjar tekin til starfa Stækkandi markað- ur og aukin umsvif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.