Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 18

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ \ I mmmsgm ÚTLITSTEIKNING af aðkomuhlið byggingarimiar. f henni á að fara fram sala á stórvirkum vinnuvélum og þar verður eitt fullkomnasta verkstæði fyrir slík tæki á landinu. Kópavogur Sérhannað atvinnu- húsnæði við Dalveg ÚTLITSTEIKNING af vesturhlið byggingarinnar. Byggingin er bogalaga en veggimir einangraðir að utan með steinull og síðan klæddir með bárujámi. Þakið er úr lúntré, sem er líka klætt með bámjámi. Það verður stöðugt algengara, að stærri fyrirtæki byggi sérhannað húsnæði yfír starfsemi sína. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýbyggingu Kraftvéla í Kópavoffl, en hún á að verða 1 senn hentug og glæsileg. SÚ MIKLA uppbygging, sem á sér stað í austanverðum Kópa- vogsdal, fer ekki framhjá neinum, sem ekur Reykjanesbraut. I Smárahvammslandi, rétt fyrir vestan Reykjanesbraut, er hvert fyrirtækið af ððru að reisa glæsi- lega nýbyggingu yfir starfsemi sína. Þeirra á meðal er verzlunar- fyrirtækið Kraftvélar, sem byggir nær 2.000 ferm. hús við Dalveg 6- 8. Húsið er steinsteypt og er á tveimur hæðum. Það verður að ýmsu leyti óvenjulegt, bæði að því er varðar útlit og hönnun. Húsið er hannað af arkitektun- um Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Bjömssyni. Neðri hæðin verður um 1.500 ferm. og sú efri tæpir 500 ferm. Lóðin er nyög stór eða 9.000 ferm., en aðkoma er frá Dalvegi og ekið inn botnlanga að byggingunni. Á efri hæðinni verða skrifstofur fyrirtækisins og aðstaða fyrir starfsfólk svo sem mötuneyti, bún- ingsklefar og annað af því tagi. Það sem einkum gefur byggingunni óvepjulegan og skemmÓlegan svip er stór glerskáli, sem kemur eins og út úr neðri hæðinni. „Þennan hluta köllum við Demantinn, en þar er sýningarsalur og aðstaða fyrir sölumenn," segir Finnur. „í hinum hlutanum á neðri hæðinni er stórt verkstæði, sem er með mikilli lofthæð. Þar verður unnið að því að gera við skurðgröfur, ýtur, lyftara og önnur stórvirk tæki.“ Þeir Finnur og Hilmar Þór segja þetta hús hagkvæmt í bygg- ingu, þrátt fyrir það að um nyög sérhæft húsnæði sé að ræða. „í húsinu eiga að fara fram sala og viðgerðir á stórvirkum vinnuvél- um. Þar þarf því að vera fyrir hendi nyög rúm og góð aðstaða fyrir hvort tveggja, þar á meðal sýningaraðstaða fyrir þessi tæki,“ segja þeir félagar. „í rauninni er það sjaldgæft, að margþætt starf- semi fari fram undir einu þaki, en í þessu húsi er hugsað vel fyrir öll- um þáttum starfseminnar. Starfs- aðstaða fyrir starfsfólk er jafn- framt afar góð. Útisvæðið við húsið er tvískipt. Að norðanverðu er aðkoma fyrir viðstóptavini og starfsfólk en að sunnanverðu er sérstakt svæði fyrir ýtur, gröfur og önnur tætó. Sú nýjung er á þessu svæði, að þar verður sérstakur reitur fyrir þá, sem vilja prufa þær vinnuvélar, sem Kraftvélar hafa á boðstólum. Bogalaga og klætt með bárujárni Lögun og útlit hússins vekja óneitanlega athygli að öðru leyti. Það er bogalaga en veggir hússins einangraðir að utan með steinull og síðan klæddir með bányámi. Þatóð er úr límtré, en síðan er það líka klætt með bárujámi. Að sögn þeirra Finns og Hilmars Þórs verður byggingar- hraðinn meiri með þessri aðferð en veiyulega, þar sem húsið er þurrt, en byrjað var á framkvæmdum við húsið í lok september. Núna er það tilbúið undir tréverk og ætlunin að flytja inn í það um miðjan apríl. Þetta á emifremur að vera við- haldslétt hús, en allir gluggar em með innbrenndum lit. Það þarf því hvergi að mála. Eins og fram er komið, verður húsið klætt með bárujámi. „Bám- jámið á sér talsverða hefð hér á landi, því að farið var að nota það um 1870,“ segir þeir Hflmar Þór og Finnur. „Sagt hefur verið, að eftir að bárujámið kom tfl sögunn- ar, hafi þjóðin loks losnað við hinn sífellda þakleka. Eftár bmnana miklu í Reykjavík 1915 fékk bám- jámið svo nýjan tflgang, sem var að veija eldinn frá nærliggjandi húsum. Nú er bárujámið farið að ryðja sér tfl rúms á nýjan leik, en núna er það gert tfl þess að verja steypuna gegn skemmdum en ektó gegn bmna. Bárujámið er raunar séríslenzk aðferð, sem vatóð hefur athygli víða um lönd. Hinn heims- frægi artótekt og hugsuður, Buck- minster Fuller, sem kom hingað tfl lands í fyrirlestraferð á sínum tíma, var yfir sig hrifinn af bám- jáminu og kvaðst ætla að skrifa bók um íslenzku bányámshúsin. Hann benti sérstaklega á Fríkirkj- una við Tjömina sem einstaka kirkju í öllum heiminum, hvað varðar byggingarefiii. Nú stöndum við hér á landi frammi fyrir nýju klæðningartíma- bili í byggingarhstinni. En það era ektó timburhúsin, sem þarf að klæða vegna bmna og óþéttleika, heldur em það steinhúsin, sem þarf að klæða vegna steypu- skemmda. Steypan molnar niður og húsin era smátt og smátt að hryiya. Með því að setja steinull utan á húsin og klæða þau síðan með bárujámi eða á annan hátt, er ein- MorgunbladitVÁmi Sæberg ARKITEKTARNIR Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson hafa hannað bygginguna, sem stendur við Dalveg 6-8 í Kópavogi. Hér sjást þeir ásamt Guðlaugu Sigurðardóttur, fjármálastjóra Kraftvéla, fyrir framan bygginguna, sem núna er tilbúin tmdir tréverk. Vinstra megin er sýningar- salurinn, sem hefur fengið nafnið „Demanturinn."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.