Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 27 EFTIR áralanga baráttu Sambands veitinga- og gistihúsa hefur ríkisstjórn Is- lands tekið þá merku ákvörðun að afleggja skemmtanaskattinn en hann tók fyrst gildi ár- ið 1918. Það er óhætt að segja að hann sé barn síns tíma og löngu kominn á skjön við íslenskan veru- leika. Það eru aðeins þau veitingahús sem selja aðgang, sem er gert að greiða skemmtanaskatt, hin sem fjármagna tónlistarflutning og önnur skemmtiatriði með öðr- um hætti s.s. hærri álagningu veitinga, losna alfarið við að greiða hann. Það hefur orðið sí- fellt algengara að skemmtistaðir selji inn hluta kvölds t.d. eftir miðnætti eða eftir kvöldverð, og hafa verið uppi ýmsar túlkanir á því hvernig fara beri með skatt- inn. Það er því guðsþakkarvert að þessi forni skattur, sem aðrar þjóðir hafa aflagt fyrir áratugum, skuli nú brátt heyra sögunni til. Enn er SVG að vinna í að grisja hina fjölbreyttu flóru skatta og gjalda sem stjórnvöldum hefur al- mennt þótt sjálfsagt að veitinga- rekstur beri. Nefna má illræmt eftirlitsgjald vínveitingastaða í Reykjavík, sem veitingamenn virðast vera að sjá fyrir endann á eftir langa baráttu og mörg vil- yrði, en veitingastaðir með vín- veitingaleyfí hafa greitt mjög há eftirlitsgjöld burtséð frá því hvort eftirlits- menn komi þar nokkurn tímann við eða ekki. Þetta hefur því verið eins og hver annar skattur sem veitingahús hafa mátt greiða hvort sem þau þurfa eftirlits við eða ekki. Það hefur loks- ins verið tekið undir sjónarmið SVG að það sé hlutverk lögregl- unnar að hafa eftirlit með veitingastöðum enda greiða veitinga- staðir, sérstaklega skemmtistaðir og krár, himinhá leyfísgjöld sem eru réttlætt með þeim óróa sem Það er að mínu mati gagnleg framtíðarsýn, að það verði erfiðara en áður, segir Erna Hauksdóttir, að fá að- gang að atvinnugrein- inni, en auðveldara að vera í henni. kann að stafa af neyslu áfengis. Lögi’eglan veit best hvar eftirlits er þörf og getur því gripið til að- gerða ef fyrirtæki fara ekki að lögum og reglum. Heimild til innheimtu þessa ill- ræmda eftirlitsgjalds er því tekin burt í nýframlögðu frumvarpi til áfengislaga, en í því frumvarpi eru ennfremur ýmisleg nýmæli sem koma eiga nokkru skikki á veitingareksturinn í framtíðinni. Má þar nefna aukna og skýrari ábyrgð eigenda og stjórnenda fyr- irtækjanna, strangari skilyrði leyfa og ýmislegt annað sem mun auka aga og ábyrgð í þessari at- vinnugrein. Það er að mínu mati gagnleg framtíðarsýn að það verði erfiðara en áður að fá að- gang að atvinnugreininni, en auð- veldara að vera í henni. I dag er þessu öfugt farið, leyfin eru nán- ast afhent í sjálfsala hverjum sem áhuga hefur, en síðan komast menn að því, þegar rekstur er hafinn, að rekstrarskilyrðin eru afleit. Það þarf að gi-eiða fyrir veitingaleyfi, vínveitingaleyfi, framlengingarleyfi, heilbrigðis- leyfi, eftirlitsgjöld, STEF gjöld og oft hærri virðisaukaskatt en sam- keppnisaðilinn sem er að selja sömu vöru, en hefur annars konar leyfi, t.d. verslunarleyfi. Menn komast að því að það getur gengið erfiðlega að gera tilboð í veislur og árshátíðir þar sem grái mark- aðurinn hefur þar tögl og hagldir. Þeir komast ennfremur margir að því að þeir eru í verulegri sam- keppni við gráa markaðinn um starfsfólkið, ekki síst lausráðið starfsfólk, sem margt hefur lítinn áhuga á því að greiða tekjuskatt af aukavinnunni. Veitingahúsin berjast víða í bökkum vegna erfiðra rekstrar- skilyrða og skakkrar samkeppni og er það áhyggjuefni þar sem veitingarekstur er ein af stærstu undirstöðum ferðaþjónustunnar í landinu auk þess sem þessi at- vinnugrein er mikilvæg fyrir þjóðarbúið ekki síst vegna mikill- ar vinnuaflsnotkunar. Þingmenn eru því hvattir til að afgreiða bæði fljótt og vel þau frumvörp sem að ofan eru nefnd og eru að koma til umræðu þar sem þau eru liður í bættum rekstrarskilyrðum grein- arinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. I minningu skemmtana- skatts Erna Hauksdóttir Sjálfboðið mannúð- arstarf um allt land FLÓTTAMAÐUR þarf athvarf og hlýju í nýju landi. Maður hefur slasast illa og þarf að komast fljótt undir læknishendur. Karl í Reykja- vík hefur engan til þess að deila með sorg og gleði. Fátæk móðir í Lesótó á ekki föt á barnið sitt. Unglingur úti á landi getur ekki rætt vanda sinn við foreldra eða vini. Faðir nær að bjarga lífi barns síns með snarræði og réttum við- brögðum í skyndihjálp. Fjölskylda hefur misst aleiguna í náttúruham- fórum. Gömul kona á Akranesi hef- ur þörf fyrir félagsskap og marg- vislega aðstoð sem léttir henni lífið. Þetta fók á að minnsta kosti eitt sameiginlegt. Það hefur notið að- stoðar einhverrar af 51 deild Deildir Rauða kross Islands, segir Garðar Guðjónsson, leita eftir stuðningi almennings með pennasölu á öskudaginn og næstu __________daga.___________ Rauða kross íslands. Deildirnar eru hluti af mannúðarneti sem nær til 180 landa. Milljónir manna vinna sjálfboðið starf fyrir Rauða krossinn í öllum heimshornum undir merkjum mannúðar, hlut- leysis og óhlutdrægni og markmið þeirra er sameiginlegt. Að létta og koma í veg fyrir þjáningai' fólks, að vernda líf og heilsu og tryggja virð- ingu fyrir mannlegu lífi. Deildir Rauða kross Islands starfa að þess- um markmiðum um allt land með ýmsum hætti hver á sínu svæði og taka auk þess þátt í starfi Rauða kross íslands í þágu þein-a sem minnst mega sín heima og erlendis. Sjúkraflutningar eru meðal þeina verkefna sem flestar deildir sinna á sínu svæði og flestir þekkja en auk þess má nefna: • Neyðai’varnir með þátttöku hundruð sjálfboðaliða. • Aðstoð við flóttamenn. • Félagslega aðstoð. • Fræðslu í skyndihjálp og slysa- vörnum. • Aðstoð við ungmenni í vanda. • Heimsóknarþjónustu. • Aðstoð við aldraða. • Hjálparstarf erlendis. • Ungmennastarf. Penninn - tákn um stuðning Þeir sem hafa tíma aflögu og geta hugsað sér að taka þátt í starfi Rauða kross deildarinnar á sínu svæði eru hvattir til þess að hafa samband við deildina eða svæð- isskrifstofuna á svæð- inu, Svæðisskrifstofui' eru nú á Akranesi, Isa- firði, Sauðárkróki, Reyðarfirði og Sel- fossi. Auk þess má hafa samband við sjálfboðamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík eða aðal- skrifstofu Rauða kross íslands í síma 570 4000. Deildir Rauða kross íslands leita sem fyrr eftir stuðningi al- mennings með pennasölu nú á öskudaginn og næstu daga. Þeir sem kaupa penna lýsa með því yfir stuðningi við hugsjónir og starf Rauða krossins og hjálpa deildun- um að vinna að því markmiði að létta og koma í veg fyrir þjáningar fólks. Kort fylgir hverjum penna og víst er að flestir þekkja ein- hvern sem myndi gleðjast við að fá kveðju frá góðum vini eða ætt- ingja. Það er hægt að koma mörgu góðu til leiðar með Rauða kross pennanum. Höfundur er kyuningarfulltrúi Rauda kross Islands. Garðar Guðjónsson Ef fjögur þúsund Islendingar væru fórnarlömb jarðsprengna HVERNIG væri um- horfs hér á landi ef 4.083 íslendingar hefðu misst útlim við að stíga á jarðsprengju og fórn- arlömbunum fjölgaði daglega? Hvaða áhrif hefði það á heilbrigðis- kerfið? Á þörfina fyrir félagslega þjónustu? Þannig er einmitt ástandið í Angóla, ríki í sunnanverði Afríku, þar sem 1,5% þjóðar- innar hefur orðið fyrir limlestingum af völdum jarðsprengna en ástandið er einna verst þar. Jarðsprengjur eru vítisvélar sem limlesta og drepa saklaust fólk. Að minnsta kosti 26.000 manns misstu útlim eða létu lífið af völdum jarðsprengna á síð- asta ári. Þetta er tala þeirra sem náðu að komast undir læknishend- ur. En við vitum líka að þúsundir manna láta lífið á stöðum þar sem enga læknishjálp er að fá og fjöl- mörgum blæðir út á leið sinni í leit að hjáip. Langflest fórnarlamba jarð- sprengna eru óbreyttir borgarar og fjórða hvert fórnarlamb er barn. Algjört bann við jarðsprengjum mun hins vegar ekki fara að hafa veruleg áhrif fyrr en síðar því sprengj- urnar sem þegar hefur verið komið fyrir verða áfram í jörðu og fórn- arlömbunum mun halda áfram að fjölga. Þess vegna verður áfram gífurleg þörf fyrir aðstoð og endur- hæfingu fyrir þá sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu sem þessi vítistól valda. Rauði Kross íslands ásamt systurfélögum um all- an heim vinnur að því að aðstoða fórnarlömb jarð- sprengna við að takast á við daglegt líf sitt að nýju. Hvað getum við gert? Víða um heim rekur Rauði kross- inn sjúkrahús þar sem gert er að sárum þeirra sem verða fyrir jarð- sprengjum. I tengslum við sjúkra- húsin er yfirleitt rekin endurhæf- ingarstöð þar sem fólk fær gervilimi og er þjálfað í að nota þá. Það kostar ekki mikið, Sigríður Guðmundsdóttir Afleiðingarnar eru skelfilegar Úti um allan heim liggja 120 milljónir jarðsprengna og bíða fórn- arlamba sinna. Jarðsprengjur gera ekki greinarmun á hermönnum og óbreyttum borgurum, vinum og óvinum, börnum og fullorðnum. Sprengjurnar eru þess vegna full- komlega siðlaus vopn - sem verður að banna. Sá sem hefur séð þær skelfilegu afleiðingar sem jarðsprengjur hafa fyrir fórnarlömbin verður ekki sam- ur maður. Um leið og fórnarlömbin örkumlast fyrir lífstíð verða fram- tíðarvonir þeirra að engu. Sá sem hefur misst útlim eða jafnvel sjón- ina á ekki auðvelt með að fram- fleyta sér í fátækustu ríkjum heims. Og þá eru ótaldar þær andlegu þjáningar sem fórnarlömbin ganga í gegnum. Jarðsprengjur hindra líka bænd- ur í að yrkja jörðina þar sem sprengjunum hefur verið komið fyi'- ir. Vegna jarðsprengna verður kostnaður við heilbrigðisþjónustu óheyrilega mikill fyrir fátækar þjóð- ir. Endurreisn eftir stríðsátök verð- ur erfiðari en ella og flóttamenn komast ekki til síns heima - ýmist vegna þess að heimförin er lífs- hættuleg eða sjálf heimkynni þein-a. Bann leysir ekki allan vandann Þegar til lengdar lætur er aðeins ein lausn á jarðsprengjuvandanum. Það er að þjóðir heims komi sér saman um algjört bann við því að framleiða, selja og nota jarð- sprengjur. Um þessar mundir hillir loks undir slíkt. Yfir 120 ríki, þ.á m. ís- land, undirrituðu sáttmála í Ottawa í desember sem leið um bann við framleiðslu, sölu og notkun jarð- sprengna en nokkur ríki vilja þó að gerðar séu undantekningar frá banninu við sérstakar aðstæður. Það er alls ekki fullnægjandi því að svo lengi sem jarðsprengjur verða að einhverju leyti leyfðar er ekki víst að þær munu bitna á saklausu fólki. Þess vegna er algört og und- antekningarlaust bann eina leiðin til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem dynja nú yfir saklaust fólk á degi hverjum. segir Sigríður Guð- mundsdóttir, að hjálpa einni manneskju til að standa á eigin fótum á ný - en það breytir öllu fyrir hana. Fátækt fólk í fátækum löndum hefur ekki efni á að borga fyrir læknisþjónustu eða gervilimi. Að- stoð Rauða krossins er því veitt án endurgjalds. Fullorðnir þurfa nýjan gervilim á þriggja til fimm ára fresti en börn þurfa að fá nýjan gervilim á sex mánaða fresti. Tíu ára barn þarf því yfirleitt að skipta um gervilim u.þ.b. 15 sinnum á lífs- leiðinni. Sjúkrahús og endurhæfingar- stöðvar Rauða krossins eru m.a. starfrækt í Afganistan, Bosníu, Irak og Angóla. í þessum löndum liggja tugir milljóna jarðsprengna enn í jörðu og þar eru jafnframt flest fóm- arlamba þeima. I írak er talið að séu um tíu milljónir jarðsprengna í jörðu en það jafngildir einni sprengju fyrir hverja tvo íbúa landsins. Rauði kross Islands safnar nú styrktarfélögum til að styðja við endurhæfingarstöðvar fyrir fórnar- lömb jarðsprengna, m.a. í írak og Bosníu. Við Islendingar getum orð- ið þeim að liði sem þarfnast aðstoð- ar og endurhæfingar með því að gerast styrktarfélagai- Rauða krossins. Það kostar ekki mikið að hjálpa einni manneskju til að standa á eigin fótum á ný - en það breytir öllu fyrh' hana. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og skrifstofustjóri alþjótladeildnr Rauða kross íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.