Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 47

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM De Niro finnur til með Clinton ► KVIKMYNDIN „Wag the Dog“ var frumsýnd í Evrópu á kvik- myndahátíðinni í Berlín, sem lauk á sunnudag. Fjallar hún um Bandaríkjaforseta sem setur á svið styijöld við Albaníu til þess að beina athyglinni frá kynlífs- hneyksli heima fyrir. Robert De Niro fer með stórt hlutverk í myndinni og sagði hann á blaðamannafundi í Berlín að hann fyndi til með Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna óvæg- innar og ósanngjarnrar umfjöllun- ar í ijölmiðlum sem byggð væri á kynlífssögum. De Niro sagði að hann miðaði ekki að því að hagn- ast á vandamálum Clintons í kynn- ingu á myndinni. „Þetta var bara tilviljun," sagði hann. „Ég vildi ekki notfæra mér ástandið hjá Clinton. Ég vildi ekki að tekið yrði mið af því [í mark- aðssetningu myndarinnar „Wag the Dog“] vegna þess að mér finnst fáránlegt hvernig fyrir hon- um er komið. Hann gerði ekkert af sér og við þurfum að einbeita okkur að stærri vandamálum ... Þetta er eins og þessi heimskulega uppákoma hjá mér í Frakklandi. Allt bull og vitleysa." Þar skírskotaði hann til þess þegar hann var sjálfur færður með offorsi í yfirheyrslu hjá lög- regluyfirvöldum í Frakklandi vegna meintra tengsla sinna við vændishring. Þegar franskur blaðamaður spurði hann út í málið á fundinum var baulað á blaða- manninn af öðrum í fundarher- berginu. En De Niro sagðist vera fús til að svara spurningunni. „Þetta var hræðileg lífsreynsla og algjör óþarfi," sagði hann. „Ég held að jafnvel lögreglan hafi blygðast sín. Þeir ruddust inn í hótelherbergið þar sem ég dvaldi - sjö eða átta lögreglumenn - og það var algjörlega óviðunandi. Eg hefði ef til vill átt að hringja í Am- nesty Intemational," sagði hann og sló á léttari strengi. Hann gagnrýndi franska dóms- kerfið og sérstaklega dómarann sem hafði úrskurðað hann í varð- hald. „Það er eins og maður sé sekur þarna þar til sakleysi er sannað," sagði hann. „Ég þekki fjölmarga sem sögðu mér að þeim hefði liðið hræðilega; Frakkar skömmuðust sín.“ Að verða betri maður „MEÐ hækkandi sól og lengri degi vinna sál og líkami hægt og bítandi á skammdegisdrunga og sleni. Smám saman fer landið að rísa og maður fer að trúa því að vorið muni koma ú endanum - þrátt fyrir allt og allt. Bækur og tónlist eru haldreipi margra í skammdeginu svo og í ann- an tfma. í jólabókaflóðinu margum- talaða á síðasta ári kenndi margra og góðra grasa. Þar á meðal voru tvær bækur sem ég mun hafa í hávegum og vil gjarnan minnast á hér,“ skrif- ar Ottar. Spor göngumanns „Bókin er ævisaga Hjartar á Tjörn, rituð af tveimur börnum hans, Ingi- björgu og Þórarni. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Hirti og fjölskyldu hans á sjöunda áratugnum. Það voni afskap- legá skemmtileg og lærdómsrík kynni. Þau Tjarnarhjón voru í senn rammíslenskt bændafólk og víðsýnir heimsborgarar og heimilisbragurinn einkenndist af hlýjum, leiftrandi húmor. Bók þeirra systkina er einkar fagui-t verk bæði hið ytra og innra. Hún er full af hugljúfum minningum og tregablandinni gleði. , , Eg held að hver sá sem I HAVEGUM hana les verði betri ------------------- maður efth’ en áður.‘( Morgunblaðið/Líney ÓTTAR hvetur alla til að hafa viðdvöl í Þistilfirði þar sem Einar Benediktsson dvaldi ungur að árum. Einar Benediktsson „Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, er að vinna að ævisögu skáldsins, braut- ryðjandans og athafnamannsins Ein- ars Benediktssonar og er fyrsta bindið komið út. Bókin er falleg og vönduð, prýdd fjölda mynda og text- inn lipur og tilgerðarlaus. Svo vill til að nafn Einai’s Benediktssonar teng- ist prestsetrinu á Svalbarði í Þistil- firði en þar er skóli sá er ég veiti for- stöðu. Faðir hans sendi hann hingað, ungan að árum, til sr. Guttorms Vig- fússonar sem bjó hann undir skóla. Dvaldi Einar hér um tveggja vetra skeið. Síðar kom hann hér í öllu dap- urlegri erindagjörðum. Systkin, vinnuhjú hjá sr. Olafi Petersen á Svalbarði, voru grunuð um sifjaspell. Benedikt sýslumaður sendi Einar son sinn til þess að rétta í málinu. Hin ógæfusömu systkin reyndust sönn að sök en stúlkan tók réttar- haldið svo nærri sér að hún svipti sig lífi nóttina eftir. Þessir atburðir höfðu djúp áhrif á Einar, eins og nærri má geta, og taldi hann að hjá Ottari Einarssyni, skólastjóra Svalbarð- skóla í Þistilfírði stúlkan fylgdi sér lengi síðan. Nú er öðruvísi umhorfs á Svalbarði en á tímum sr. Olafs Peter- sen enda liðin rúm 100 ár frá þessum atburð- " um. Þó stendur hér eitt hús sem var um hálfrar aldar gamalt þá. Það er Svalbarðskh’kja sem færð hefur verið til upprunalegs horfs á smekklegan og myndarlegan hátt. Þeir sem leið eiga um Þistilfjörð ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að skoða þetta virðulega en jafnframt látlausa guðshús og hlusta þar á nið aldanna.“ Sjálfstætt fólk „Til eru þær bækur sem hægt er að lesa aftur og aftur og við hvern lestur opnast ný sýn, nýjar víddir. Þær eru klassík. Hvað mig varðar fyllh- bókin Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness þann flokk. Ég las hana fyrst fimmtán ára gamall. Þegar ég var að lesa um kaupstaðarferð Ástu Sólliiju og pabba hennar gat ég ekki tára bundist. Ég man enn hvað ég varð hissa á sjálfum mér - að vera farinn að grenja yfir bók. Auðvitað skammaðist ég mín niður í tær. Sam- kvæmt tíðarandanum áttu karlmenn ekki að gráta og ég sem hélt að ég væri a.m.k. á góðri leið með að verða karlmaður! Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og ég mai’gsinnis lesið eða flett upp í þessari ágætu bók. I fyn-avetur báðu nemendur mínir mig að lesa fyrir sig framhaldssögu. Þeir voru á aldrinum 10-12 ára. Mér datt þá í hug að athuga hvemig hetjusaga Bjai’ts í Sumarhúsum virkaði á börn á öld myndbanda og tölvuleikja. Það er skemmst frá því að segja: Hún svínvirkaði.“ Rússíbanar „Ég verð að játa að ég hef senni- lega frekar frumstæðan tónlist- arsmekk. Ég er aðallega á þessu karlakóra-, hannónikku-, síðasta lagi fyrh’ frétth’-stigi. Einn disk eignaðist ég þó fyrir nokkru sem ég verð að hafa í hávegum. Þar spila nokkrir valinkunnh’ hljóðfæraleikarar af inn- lifun og snilld, þeir Einar Kristján Einarsson, gítar, Guðni Franzson, klarínett, Jón Skuggi, bassi, Kjartan Guðnason, slagverk, og Tatu Kantoma, harmónikka. Hljómlist þeirra félaga er bæði dansvæn og hlustunarvæn, ákaflega lífleg og smýgui’ einhvem veginn beint í æð. Sem sagt - gott.“ Jackson í stórræðum í Suður-Kóreu ► MICHAEL Jackson er kominn til Suður-Kóreu til að vera við- staddur forsetavígslu Kim Dae- jung í Seoul í dag. Leikkonan Elizabeth Taylor, sem löngum hef- ur verið góð vinkona Jacksons, þurfti að fresta heimsókn sinni þangað af heilsufarsástæðum. Jackson ætlar að ræða samninga við kóreanskt fyrirtæki um fjár- festingar á dvalarstað fyrir skíða- menn. Ríkisstjórnin greindi frá því i' síðustu viku að Jackson ætlaði að koma fram á góðgerðartónleikum þar sem fyrirhugað er að afla pen- inga fyrir mat handa hungruðum bömum í Norður-Kóreu. sendum í póstkröfu v; SVAMPOtMUR SPRiínVNURte UTSALA FJÖLBREYTT ÚRVAL AF DÝNUM OG RÚMUM ---so% LAGERSALA Á áklæðuw HEÍLSUKODDAR OSOTTAR PANTANÍR VERÐA SELDAR Á ÞÆGÍLEGU VERÐÍ Skútuvogi I 1 • Sími 568 5588 opið: mánudaga - föstudaga 9 - 18 laugardaga 10 - 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.