Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1
I' W- m \:'Á í-M ! £ rr 'ii B' -(• m rg fl: -I *Ií ff 6 jJS ■ EWGILL í GÖMLU HÚSI/2 ■ Á KAFI í KAFFI/2 ■ ROKKARAR ERU EKKI ÞAGNAÐIR/4 ■ UNGUR VÍSINDAMAÐUR/6 ■ MEÐ AUGUM LANDANS/6 ■ HEILSULIND FYRIR UNGA SEM ALDNA/8 * * Nótt fyrir her ra o g dagur fyrir dömur ECLAIR og Echo eða elding og bergmál nefnist hártfska kvenna. Hárið er klippt f styttur og blásið þar til það verður leikandi létt og fjaðrandi. DAGUR og nótt var yfirskrift sýningar frönsku hárgreiðslusamtakanna Haute Coiffure Francaise, sem haldin var 15. febrúar síðastliðinn í Carrousel du Louve í París. Guðbjöm Sævar, betur þekktur sem Dúddi, í samnefndri hár- greiðslustofu, Hanna Kristín Guð- mundsdóttir í Hárgreiðslustofu Kristu og Elsa Haraldsdóttir í Salon Veh, eru einu íslensku aðilar samtakanna. Dúddi og Hanna Kristín segja að titill sýningar- innar sé bein skírskotun í þær áherslur sem boðaðar eru í hártísku karla og kvenna á vori og sumri komanda: Karlarn- ir skulu vera eins og nóttin og konurnar eins og dagurinn. Dúddi, Hanna Kristín og Elsa fóru að venju utan til að fylgjast með hvaða línur tískukóngar Parísarborgai- legðu að þessu sinni. Sýninguna segja Dúddi og Hanna Kristín jafnan samspil hártísku, fatatísku og förðunar, enda haldist þetta þrennt í hendur til að skapa þá heildarmynd, sem væntan- ráði ríkjum hverju sinni. „HCF-sýningin þykir í anda hátískunnar, enda sýna þekktir, franskir hönnuðir, t.d. Pierre Cardin, Givenchy og Emanuel Ungaro fatatískuna og helstu hár- greiðslumeistarar Frakklands kynna tilheyrandi hártísku. Við sækjum sýningarnai- til að geta miðlað til okkar fólks því sem frönsku boðberar tískunnar hafa fram að færa,“ segja Dúddi og Hanna Kristín. Áhrifin sótt til landa sunnan miðbaugs «1 o o lega EQUATEUR eða miðbaugur nefnist hártíska herra. Toppurinn er klipptur í síðar styttur og núna er í tfsku að hafa smábarta. Og samkvæmt þeim eiga herrarnir að vera með fremur sítt hár í vor og sumar. Ekki segja Hanna Kristín og Dúddi að skaði að þeir líkist suður-ameríska byltingarleiðtoganum Che Gu- evara í útliti enda séu áhrif karlahártískunnar í ár sótt til landanna sunnan miðbaugs. „Herrahár- greiðslan, sem kynnt vai-, nefnist líka samkvæmt því, eða Equateur, sem þýðir miðbaugur. Suð- rænir karlar virðast löngum hafa verið hallari undir síðara hár en þeir sem búa norðar á hnett- inum. Peir sem vilja tolla í tískunni ættu því að breyta svolítið um stíl, láta hárið vaxa, safna börtum og vera ekki um of formfastir í klæða- burði. Eins og heiti HCF-sýningarinnar gefur til kynna á karlinn að vera eins og nóttin, dökkur og dulúðugur, en konan eins og dagurinn, björt og fjaðrandi." Slík áhrif fannst Hönnu Kristínu og Dúdda koma glöggt fram á sýningunni, jafnt í hártísku sem og fatatísku. Herrarnir komu fram í gróf- gerðum fatnaði og voru fremur þungbúnir á að líta, en konumar klæddust hins vegar nánast gagnsæjum flíkum, sem bylgjuðust við hverja hreyfingu þeirra. Líkt og hárið, sem var stutt- klippt, létt og fjaðrandi. Eclair, Echo og Eclipse eða elding, bergmál og sólmyrkvi nefnast frönsku línurnar í hártísku kvenna. Að sögn Hönnu Krist- ínar og Dúdda var yfirbragðið áþekkt, en þó örlít- ill munur á sídd hársins og klippingunni. Stutt skal DÚDDI hefur um árabil verið í forsæti iyrir Is- lands hönd í frönsku hár- greiðslusamtökunum Haute Coiffure Francaise og einnig í al- þjóðasamtökum hár- greiðslufólks Intercoiffúre. Hann fylgist vel með á báðum vígstöðvum og segir að oft skarist línur, sem þessi tvö samtök leggi í hártískunni. „Intercoiffure-samtökin eru meira á alþjóðavísu enda eru félags- menn Qölmargir frá mörgum ólík- um löndum. Mark- mið samtakaima er að hártíska hvers túnabils geti geng- ið hvar sem er í það vera heiminum," segir Dúddi. Ollum félagsmönnum er frjálst að senda myndir af tillögum sínum ásamt útskýringum til samtak- amia. Dómnefnd sker síðan úr um hvaða tillögur verða valdar sem fyrirmyndir tískunnar. Að sögn Dúdda hefur forseti samtakanna úrslitaáhrif í ákvarðanatöku og fé- lagsmönnum er siðan sendar myndir af þeim línum sem orðið hafa fyrir valinu. Þótt Intercoiffure boði, líkt og frönsku hárgreiðslumeistararnir, að konur skuli vera með stutt ár í vor og sumar, eru áherslumar ekki þær sömu. Hjá Intercoifiúre era hnurnar beinni, hárið sléttara og meira í föstum skorðum. Og velji nú hver sem vill samkvæmt Haute Coiflúre Francaise eða Intercoiffure - en stutt skal það vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.