Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 B 7 ^OFP/AIOR? V* * |v| 4» HÓPURINN fór meðal annars tU Uppsala og skoðaði háskóla. Villuprófaði Sartre Sveinn segir aðspurður um áhuga sinn á vísindum að hann geti ekki fullyrt um hann lengra en fímm ár aftur í tímann. „Ég fór snemma í gegnum bækur vísindalegs efnis á heimilinu og auk þess hef ég í gegn- um tíðina litið í námsefni bróður míns í stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði, en hann lýkur há- skólaprófi í vor.“ Októbermánuði eyddi Sveinn síð- an í það að finna misræmi í frum- sendum heimspekikenninga Sart- res. „Ég legg ekki áherslu á raun- greinar umfram annað. Meginá- herslan er á tiltekna efnismeðferð, eða vissa hugsun, það er notkun á skilmerkilegum reikni- eða hug- takalíkönum," segir hann. Sveinn hefur í vetur gegnt emb- ætti forseta Vísindafélags Mennta- skólans í Reykjavík og reynt að gera sitt til þess að auka áhuga nemenda á vísindum, sem kvað vera af skornum skammti. „Yfirleitt hafa mætt um 20 manns á fyrirlestra fé- lagsins, sem átt hafa sameiginlegt undanfarin ár að vera í 6. bekk X, Morgunblaðið/Kristinn SVEINN B. Sigurðsson fólksins og tekið sérstaklega fram fyrir Bretana að í höllinni í Stokk- hólmi væru fleiri herbergi en í Buckingham-höll. Víxlmælir og hönd úr plexigleri Boðsgestirnir ungu voru flestir að byrja háskólanám og segir Sveinn að margir þeirra hafi verið áhugaverðir og hafi sumir unnið til verðlauna í heimalandinu fyrir uppfinningar sinar. Fulltrúi Suður- Afríku hafði tii dæmis unnið sér til ágætis að smíða víxlmæli, sem er tæki til þess að mæla ijóshraða, og Hollend- ingur í hópn- Syngjandi sleikjó FÁIR eru búnir að gleyma sýndar- gæludýrunum sem fóru sigurfor um heiminn snemma á liðnu ári og því má velta fyrir sér hvort barnagaman næsta sumars, syngjandi sleikjó, muni ná viðlíka útbreiðslu. Vefútgáfa breska dagblaðsins Telegraph greinir frá því að banda- ríska leikfangafyrii-tækið Hasbro hafi fengið leyfi til framleiðslu á sleikipinnum sem spilað geta fjögur lög. Uppfinning Davids Capper og Andrews Filo er vernduð með einka- rétti og hafa þeir þegar selt Hasbro framleiðsluréttinn. Sleikjóinn syngjandi er byggður á „nýrri og byltingarkenndri" tækni sem mikil leynd hvílii' yfir að sögn uppfinningamannanna. Um er að ræða brjóstsykurspinna með tölvukubbi sem titrar þegar hann er soginn eða í hann er bitið. Sveiflan berst síðan með tönnum neytandans og eftir kjálkabeininu beint upp í innra eyrað sem nemur tóna. Hver sleikjó getur spilað fjögur sex sekúndna lög sem hægt er að velja með því að ýta á Iítinn takka og kosturinn sá að sá heyrir einn lögin sem er með hann upp í sér. Sala hefst vestanhafs í júní og miðað við að hver sleikjó muni kosta um 70 krónur. hke um smíðaði hönd úr plexigleri, sem knúin var með rafhreyflum. Ymsir í hópnum sldptust á net- fóngum þegar samvistum lauk og segir Sveinn vilja svo einkennilega til að sér hafi ekki tekist að hafa upp á nokkrum manni eftir heimkomuna. Ferðin var jafnframt lærdómsrík þótt hann geti ekki tíundað nákvæm- lega í hverju lærdómurinn hafi helst verið fólginn. „Skömmu eftir að ég er búinn að ná einhverju tek ég ekld lengur eftir því að það sé lært. Ég get því ekki sagt til um það.“ Sveinn segist ekki vilja binda sig við tiltekið áhugasvið í vísindum eða öðrum greinum því hann hafi meiri áhuga á því að setja upp kerfi og líkön. „Þá á ég fremur við hugtaka- og reiknilíkön en eiginleg líkön úr pípulögnum. Slíkt má færa yfir á flestar greina vísinda, einkum eðlis- fræði og verkfræði. Ég stefni á framhaldsnám í rafmagns- og tölvu- verkfræðiskor í Háskóla Islands í haust,“ segir hann. Hópurinn hitti nýja nóbelsverð- launahafa og sótti fyrirlestra af ýmsu tagi og segist Sveinn hafa átt best með að halda sér vakandi undir eðlisfræðinni, efnafræðin hafi verið í tyrfnara lagi. „Þetta voru tvímæla- laust merkilegustu fyrirlestramir. Einnig vom haldnir aðrir minni fyr- irlestrar og ég varð til dæmis vitni að erindi Darios Fo sem flutt var á ítölsku og þýtt jafnóðum yfir á sænsku. Eg hef ekki hugmynd um hvað hann var að segja. Þá voru er- indi um rafhlöður, tækni sem bygg- ir á fjölliðum og sagt frá Rudbeck sem taldi sig meðal annars hafa sýnt fram á að Trója væri í Sví- þjóð,“ segir hann. þeim bekk sem ég er í núna.“ Annað verkefni sem Sveini hefur ekki tekist að ljúka varðar gíga- myndun á víðavangi en hugmyndin var sú að hafa samband við verk- takafyrirtæki og fá sérfræðing í sprengingum í lið með hópi fjór- menninga með stór áform. „Aður en hægt var að ganga í það vildi ég framkvæma tilraun smærri í snið- um. En tækifærið gekk mér úr greipum þegar mér varð á að nefna saltpétur í sömu andrá og ég vildi festa kaup á brennisteini í Lyfja- verslun íslands," segir hann. Vildu piltar í skólanum reyna sprengingu án elds með rafskautum í grennd við höfuðborgina að Sveins sögn. „Sprengigígaverkefnið var eitt af kosningaloforðum mínum og því stefni ég á að standa fyrir því, þótt síðar verði,“ segir Sveinn B. Sig- urðsson að lokum. hke Nýjar vörur Eldhúslína Diskamottur, 515 kr. stk. • Pottaleppar, 290 kr. stk. Stólasessur, 1.410 kr. stk. 'Ogu< gluggatjaldadeild, Skeifunni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.