Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ -pftiTj ,.n, DANSKI bakgarðurinn er falinn bakvið Vesturgötu 27. í gömlu húsi Ekki hneyksla með því að segja frá títu- prjónunum, segir Gígja Hermannsdóttir sem þolir nælon eins illa og steinhús. Hrönn Marinósdóttir leit inn í gamla húsið hennar við Vesturgötu 27 sem Jón 1 Hlíð- arhúsum byggði fyrir um 130 árum. STOFAN björt og falleg, á veggnum er úlfaldateppi og gömul gardína á borðum. KÓKÓ í fleti sínu ásamt öllum kertunum. hún slengt dúk yfn- slá sem hún keypti ódýrt. Eng- inn saumaskapur en útkoman er stór- glæsileg svo ekki sé meira sagt. Á borðin í stofunni og eldhúsinu notar Gígja hins vegar dúka sem lengst af hafa gegnt hlutverki gardína. Peir eru úr þykku flaueli og koma úr gömlu hol- lensku hóteli, keyptir í Fríðu frænku. Því upp- litaðri sem dúkamir eru, því meiri er feg- urðin, að mati Gígju. Stofan er falleg og björt á þessum vetrar- degi, og það marrar í þiljunum sem gamall bátasmiður setti upp fyrir Gígju og smiðir segja nú að líkist gull- smíðavinnu. Munirnir hennar koma líka frá mörgum heimsálfum en hún hefur verið dugleg að ferðast og þá tekið með sér alls kyns fal- lega hluti. Jóhannesarhús segja Vesturbæingar Húsið byggði Jón í Hlíðarhúsum fyrir um 130 árum, á túninu við Hlíðarhús, en hann var tómthús- maður. „Byggingarleyfi fékkst árið 1864 en talið er að fyrsta vatnssal- ernið í Reykjavík hafi verið sett í þetta hús. I það minnsta las ég það einhvers staðar. Margt er uppruna- legt í húsinu svo sem gólfið í eldhús- inu og hurðir uppi á lofti eru senni- lega svona gamlar líka.“ HEIMILIÐ er ekkert venjulegt og húsið leynir verulega á sér. Séð frá Vesturgötu virðist það lítið en hinum megin er danskur bak- garður og þegar inn er komið, stækkar húsið og stækkar. Gígja tiplar þar um berfætt, þótt úti sé snjór og skjaldbakan hennar á eld- húsborðinu heilsar í rólegheitum og af virðuleik. „Sigríður dóttir mín gerði hana og gaf mér. Mikill lista- maður þessi stelpa og álíka uppá- tækjasöm og ég.“ Leikfimikennarinn, skálavörður- inn og myndlistameminn Gígja Her- mannsdóttir hefur einstakt lag á að gera fallegt í kringum sig. Hvert sem litið er í þessu tveggja hæða timburhúsi við Vesturgötu 27 í Reykjavík má sjá eitthvað fallegt. Gígja hefur búið í húsinu í um tutt- ugu ár og segir fá hús jafn yndisleg og þessi. „í það minnsta þekki ég ekkert hús yndislegra. Öll hús held ég að hafi sál en síðan leiðir tíminn í ljós hvemig sú sál fær að eldast. Sennilega fer það einnig eftir eig- endum hússins." Ljótir hlutir þreyta Gígju sem segist vera sjúklegur fagurkeri. „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvað á vel saman. Uppi í stofu hef ég til að mynda stillt upp borði sem ég fann á öskuhaugunum við hliðina á einhverjum dýrgripnum. Á stofu- borðinu liggja svo gler úr símalínum sem ég nota sem kertastjaka.“ Ketillinn blístrar hressilega þegar vatnið sýður. Hann fellur einnig eins og flís við rass í húsinu sem nú er 130 ára gamalt. Gígja er líka kaffi- kerling og býður nú sopann i stóra og rúmgóða eldhúsinu. I gegnum tíðina hefur Gígja < saumað ýmislegt og fóndrað alls | konar hluti. Kransagerð er aðals- merki hennar og hún er meðlimur í KKK, þriggja kransakvenna klúbbi sem hittist reglulega hinum megin við heiðina. Við Selfoss og nágrenni tínir hún ásamt myndlistarkonunum Hildi Hákonardóttur og Eddu Óskarsdóttur grös, blóm og greinar og býr til skraut úr náttúrunni svo sem haustkransa, jólakransa og páskakransa. Kransana gefur hún oftar en ekki vinum og vandamönn- um. „Söfnunaráráttan er annars svo mikií að ég hálfpartinn skammast mín. Þetta er arfi sem ég tíndi, hann þomaði svona sjálfur," segir Gígja aðspurð og bendir á fallegt búnt sem hangir í loftinu á svefhherberg- inu. Annars er það árátta að vera alltaf að safna einhverju. Ef ég sé eitthvað fallegt, þá er ég ekki í rónni fyrr en komið er með það inn í hús.“ Nýjasta uppátækið hennar er englagerðin, Steina, María og Ljúfa heita þær meðal annars og eru mikl- ir persónuleikar. Allar hafa þær hey fyrir hár, snæri um mittið og ís- lenskar jurtir í fanginu. Stöllumar em gerðar úr maskínupappír til að geta staðið betur en í höfuðið á þeim notar Gígja pappír. í eldhúsinu hefur Gígja lítið „must- eri“ þar sem hundurinn Kókó hefur fletið sitt. „Eitt sinn var hér eldstó en nú raða ég þar kertum. Alla tíð hef ég verið mildl kertamanneskja, stalst stundum til að hafa þau undir sæng- inni þegar ég var lítil.“ I þvottaherberginu inn af eldhús- inu, liggur svo fjársjóðurinn. í kistu, svipaðri og Lína langsokkur átti, geymir Gígja nefnilega alls kyns dýrgripi, ryðgaða nagla, snærisbúta frá því fyrir Krist, hreindýrshár og gömul glerbrot. Kistan er hins veg- ar ekki til sýnis né heldur innihaldið því þá missir það töframáttinn. Á einum veggnum í þvottahúsinu hefur húsfreyjan stillt upp öllum fínu hálsfestunum sínum sem sumar koma alla leið frá Afríku. Þeim skartar hún líka við ýmis tældfæri. Gardínur verða að dúkum og öfugt Gardínur em gott dæmi um hvemig Gígju tekst að leysa hlutina á einfaldan og smekklegan hátt. „Við skulum nú ekkert fara að hneyksla fólk með því að segja frá títuprjónunum í gardínunum," segir hún með skelfingarsvip á andlitinu. Gígja notar nefnilega gamla dúka sem gardínur, alla úr bómullarefn- um en alls ekki úr næloni sem hún segist þola eins illa og steinhús. Stundum festir hún þá með títu- prjónum og sleppur þannig við saumaskapinn en í öðmm tilfellum, til dæmis inni í svefnherbergi, hefur STÖRT og gamalt eldhús. Gígja Hermannsdóttir kemur sér makindalega fyrir með kaffibollann. Englar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.