Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 B 5
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Garðar Guðmundsson, Mjöll Hólm, Óðinn
'orsteinn Eggertsson, Þór Nielsen og Ragnar
Rokkarnir eru þagnaðir,
var eitt sinn raulað, en
íslenskir rokkarar hafa
síður en svo sungið sitt
síðasta lag. A Broadway
á Hótel Islandi fara nú
fjórtán rokkstjörnur á
kostum, koma áheyrend-
um í banastuð og fylla þá
lífsgleði. Hvers vegna er
rokkið svona lífseigt?
Hvað dró stjörnurnar
upp á sviðið á sínum
tíma, hvernig var líf
þeirra, og hvað hefur
drifið á dagana eftir að
þær hættu að skemmta
landanum kvöld eftir
kvöld? Kristín Marja
Baldursdóttir tók þrjá
frumherja rokksins á
eintal, þá Skapta Olafs-
son, sem er aldursforset-
inn í hópnum, Þór Niel-
sen og Stefán Jónsson,
Lódó og
Stefán, Artta, M.o„
ina. Þeir hættu að spila reglulega saman fyrir
fimmtán árum, en leika nú stundum fyrir árshá-
tíðagesti.
„Við höfum spilað saman í nær fjörutíu ár
fjórir af okkur félögunum, þannig að tengsl okk-
ar eru orðin náin. Þetta var góður tími og maður
kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Að vísu gat
þetta oft verið erfitt, sérstaklega þegar maður
var að spila í miðri viku og var ekki kominn heim
fyrr en hálf tvö á næturnai'.“
Og þótt sveiflan í danshúsum hefði
verið mikil var hún kannski ekki að
sama skapi holl.
„Það var mikið um það í gamla daga
að áfenginu væri haldið að okkur, menn
voru með heilu bokkurnar undir borðum
og vildu endilega deila innihaldinu út.
Loftræsting í þessum eldri húsum var
mjög léleg, húsin voru reykmettuð og
margir tónlistarmenn hafa fengið krabba-
mein í lungu þótt þeir hafi aldrei reykt.
En það hafa orðið mikil framför hvað loft-
ræstingu snertir síðustu árin.“
Stefán, sem er kvæntur og á tvö upp-
komin börn, segir að fjölskyldulífíð hafi þó
samt gengið nokkuð vel þrátt fyrir dag- og
næturvinnu. „Kannski er gaman að segja
frá því að flestallir sem hafa verið með mér
í bandinu hafa verið giftir sömu konunum í
þrjátíu til fjörutíu ár. Því má líklega þakka
þolinmæði eiginkvennanna!"
Tónlistin er aðaláhugamál Stefáns. „Svo gerir
maður hitt og þetta. Við hjónin förum alltaf utan
á sumrin, nú og svo búum við í einbýlishúsi og
eitthvað þarf víst að gera í garðinum.“
En áður en garðvinnan hefst syngur Stefán
með frumherjum rokksins við mikinn fógnuð
áheyrenda á Broadway. „Það er ekki undarlegt
þótt rokkið höfði til allra aldurshópa. Rokkinu
fylgir lífsgleði. Og það er gleðin sem gerir það að
verkum hversu lífseigt það er.“
STEFÁN JÓNSSON: Eitthvað þarf víst að gera í garðinum.
n
ÞÓR NIELSEN: Ég byrjaði að veiða á flugu fimmtán ára.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÓR NIELSEN
Svaf á haustin
ANÆR fjörutíu ára
hljómlistarferli hefur
Þór Nielsen sungið og
spilað í tuttugu og fimm
hljómsveitum og því ekki
undarlegt þótt honum finnist það
ánægjulegt að hitta gömlu
rokkarana á Broadway, bæði á
sviði og í sal. „Ég þekki annan
hvem mann. Og ég sé ekki betur
en að unga fólkið kunni líka að
meta rokkið. Enda þekkir það
lögin, það er alltaf einhver laglína í
rokkinu."
Þór segist hafa verið gaulandi frá
því hann var smágutti, enda átti
hann ekki langt að sækja
tónlistaráhugann, amma hans
spilaði á píanó og afi á fiðlu. Þau
voru dönsk, afi hans, Emil Nielsen,
var fyrsti framkvæmdastjóri Eimskips.
En ævintýrið byrjað í Silfurtunglinu á
sunnudegi árið 1959. „Þá var þar rekstrasjón
milli klukkan þrjú og fimm og ég fór reglulega
til að hlusta á hljómsveitina Fimm í fullu fjöri.
Ég var búinn að læra eitt lag, „Kansas City“,
sem ég syng einmitt á Broadway núna, og fékk
að taka þetta lag með hljómsveitinni. Viku síðar
var mér boðið að syngja með hljómsveitinni
„City sextett", sem ungh- strákar höfðu stofnað,
og við spiluðum í Ingólfscafé og í Iðnó. I fyrstu
var ég eingöngu söngvari en síðar fór ég að leika
á gítai- með.“
Leiðin lá svo í Vetrargarðinn þar sem hann
lék um tíma með Flamingó, og svo stofnaði hann
eigin hljómsveit sem hét að sjálfsögðu
Þórsmenn. Of langt mál yrði að telja upp allar
þær hljómsveitir sem Þór hefur leikið með á
löngum ferli, en með hljómsveitinni Asum spilaði
hann í ein tíu ár, aðallega í Glæsibæ, og einnig
minnist hann stunda með hljómsveit Gissurar
Geirssonar frá Selfossi. Hann segir að
skemmtilegasti tíminn á tónlistarferlinum hafi
líklega verið með þessum tveimur hljómsveitum.
„Eg spilaði með þeim á Spáni og á Gullfossi,
og það var auðvitað ógleymanlegt. Það var svo
gaman að ferðast og spila, einkum úti á sjó. Ég
spilaði á Gullfossi í tvö ár og fór með honum
síðustu ferðina. Þarna voru oft mörg fræg andlit
og skemmtileg stemmning. Og ekki spillti að
eiginkonan var með í ferðum. Við spiluðum líka í
fleiri löndum, tókum eitt sinn lagið með
hljómsveit í Hollandi og gerðum mikla lukku.
Þeir voru alveg hissa á hvað svona jólasveinar
gátu og vildu helst ekki sleppa okkur. Hann var
líka skemmtilegur tíminn þegar ég var að byrja í
bransanum. I þá daga voru menn fínir í tauinu
þegar þeir voru að spila. Það voru ekki
gallabuxumar og bolh-nir þá.“
Þór hefur mesta ánægju af lögum Fats
Dominos. „Ég þekkti hann líka persónulega. Ég
kynntist honum þegar hann kom í fyrra skiptið
til landsins og skemmti á Broadway. Þetta er
indælis maðui’. Ég var þarna með honum á
hverju kvöldi og svo kom að hann vildi láta mig
syngja með bandinu. Ég vildi það ekki, vai'
eitthvað feiminn. En það hefði auðvitað verið
æðisleg upplifun að syngja „Jambalaya“ með
sextán manna hljómsveit.“
Þór var atvinnumaður í músík í þrjátíu ár og
hefur spilað með hljómsveitum þar til fyrir ári að
hann hætti. „Ég greip oft í önnur störf með
spilamennskunni, vann meðal annars hjá
Brynjólfsson og Kvaran um tíma, og síðastliðin
ellefu ár hef ég starfað sem laugarvörður. En
spilamennskan var fullt starf, maður æfði á
daginn og spilaði á kvöldin. Það fylgir því
- « Hfiómsveitin Flammgo
vom menn fínir J ^“sTeinn^Oddgeirsson, Julms
’íið 1%1. Rafn Signrðsson, N3all
Sigurðsson. „ og Wr
„ALLTAF tómt rúmið, horfinn karlinn." Á
Þingvöllum 1983.
auðvitað sérstakt líferni að vinna á
skemmtistöðum og menn þurfa að vera mjög
staðfastir, einkum fjölskyldumenn.
Þór, sem er kvæntur og á fjóra syni, segir að
það hafi oft verið þreytandi að vera í eilífri
næturvinnu. „Eftir að ég hætti vissi ég ekki hvað
ég átti af mér að gera um helgar, maður var jú
vanur að fara að „sjæna“ sig svona
seinnipartinn.“
En hér með er ekki öll sagan sögð. Við
eftirgrennslan kemur í ljós að Þór gerði
ýmislegt annað um helgar en að spila. Á sumrin
veiðh' hann og á veturna kennh' hann
fluguhnýtingar, enda talinn með þeim bestu í
þeirri grein. „Ég byrjaði að veiða á flugu
fimmtán ára gamall. Fékk að sitja aftan á
vörubflum inn að Elliðavatni, þar sem maður
stalst svo í ána. Þegar ég var að spila í Glæsibæ
kom ég oftast heim klukkan fjögur að nóttu og
var svo farinn klukkan hálf fimm austur á
Þingvöll til að veiða. Ég veiddi allan daginn, fór
svo heim, skipti um föt og var kominn á sviðið
klukkan átta. Konan mín var alveg hissa því að
ég var aldrei í rúminu á morgnana. Alltaf tómt
rúmið, horfinn karlinn. Þetta gerði ég helgi eftir
helgi, öll sumur. Þurfti bara að sofa á haustin.
Það vai- mitt líf og yndi að koma austur á
Þingvöll á morgnana þegar allt var að vakna,
fuglarnir og náttúran. Nú bíður maður bara eftir
vorinu."
En meðan veiðimaðurinn bíður vorsins,
syngur hann á Broadway lagið sem varð upphaf
að löngum tónlistarferli, og rokkar svo að
sýningu lokinni við undirleik hljómsveitai- sem
sonurinn leikur í.