Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Með augum landans Hársnúðar og orðheppni £ O m Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður kennir og spilar í Madison í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum, þar sem hann býr ásamt konu sinni Sigrúnu Hrafnsdóttur, sem er við doktorsnám í lífefnafræði, og dóttur. ÞETTA snýst allt um Qorð. Réttu orðin til að segja réttu hlutina á réttum stundum. Það ■ er lykillinn að svo mörgu. Ég held að af 's*4i fáu öfundi ég James * Bond meira en orð- heppni á réttum augnablikum. Skarp- héðinn Njálsson var líka ansi góður að hitta á skondin orð á réttum tíma á réttum stað sem hittu í mark. Eða Hallgerður með launin íyrir kinn- hestinn. Að hugsa sér! Þvílík orð- heppni! Nei, það er hægara sagt en gert að geta svarað vel fyrir sig þegar á þarf að halda og orðaforð- inn virðist hreinlega fara minnk- andi í réttu hlutfalli við blóðþrýst- inginn. Eins og konan hans Bill sem vill ekki taka í með honum þegar hún er stressuð út af vinn- unni. Hann segir að þá bólgni út heilastöðin sem hefur áhyggjur af vinnunni og þrýsti á heilastöðina sem sér um kynlífið þannig að kynlífsstöðin virkar ekki eðlilega. Orðaforðabúrið er semsagt við hliðina á stress-stjórnstöðinni og þrýstir á þegar mikið liggur við. Hver hefur ekki lent í því að finna ekkert til að segja eftir að hafa al- veg óvart orðið hamstri besta vin- ar síns að aldurtila með því að missa hann ofan í ruslarörið í blokkinni? Hver man ekki eftir svona atvikum þar sem orð eru ekki til neins? Kannast ekki allir við svona, eða er ég eini maðurinn sem verður stundum óheppinn með orðaval undir álagi? Hárið f snúð Eins og gerðist um daginn þegar ég fór með dóttur mína í ballett og var orðinn allt of seinn. Hún vatt sér í ballettbúninginn á leiðinni í bflnum og ég gerði mitt besta til að koma hárinu í snúð áður en hún hljóp inn í salinn um leið og tíminn var að byrja. í ballett skal verið með hárið í snúð ef það nær niður á axlir. Vandamálið er að einu snúðamir sem ég kann vel að setja upp eru til að láta í Ijósi vanþóknun mína en hárlist hefur einhvemveg- inn aldrei legið beint fyrir mér. Ekki frekar en frímerkjasöfnun. Þetta var einn af fyrstu balletttím- um dóttur minnar um veturinn og ég kannaðist voða lítið við aðra for- eldra sem þama vom staddir. Ég var reyndar eini karlmaðurinn í foreldrahópnum á ganginum fyrir utan ballettsalinn. Hún var alltaf að kroppa í snúðinn. Ég svitnaði þegar ég tók eftir að allt var að fara í vaskinn. Eða öllu heldur; hárið niðurá herðamar. Mæðurnar í kringum mig brostu varlega og kinkuðu sam- hygðarlega til mín kollinum þegar snúðurinn rúllaði úr og ormurinn litli kom tiplandi á bleikum tá- skónum í dyrnar og heimtaði nýj- an snúð. En á meðan ég reyni að koma snúðnum í æpir stúlkugrey- ið stöðugt að ég sé að drepa hana, milli þess sem hún hvæsir á mig að flýta mér því ég sé að eyði- leggja allt fyrir henni. Ein góðleg móðir situr við hliðina á mér á bekknum og vill eflaust stappa í mig stálinu því hún segir við mig (með sömu ofurmannlegu já- kvæðninni sem er ávallt lögð í þessi tvö orð sem ofnotuð eru til barna hér um slóðir); „Good job!“ þó svo að hún sjái vel sjálf að þetta sé frekar slappt hjá mér. Þessi orð, good job, sem eiga að styrkja jákvæða breytni og sýna bömunum það að foreldrarnir standi nú með þeim sama hvað þau geti eða geri. „Goodjob“ „Good job,“ segir blessuð konan við mig og ég reyni að kinka kolli kankvíslega og gera henni skfljan- legt að hún hjálpi mér best með því að trufla mig sem minnst. En viti menn, hvað gerist næst; hún ger- samlega miskilur kinkið því nú segir hún stundarhátt við konum- ar sem horfa í gegnum spegla- gluggann: „Look girls, isn’t it wonderful to see a man doing hair like that“! Þær líta allar við og horfa á mig með að þvi er virðist blöndu af aðdáun og vanþóknun og allt í einu fannst mér eins og ég þyrfti að segja eitthvað til vamar þumalfingmm allra feðra. Um leið og ég bind endahnútinn á snúðinn, hóstast upp úr mér eft- irfarandi speki; „Well it doesn’t take a lot of IQ, does it“. Þetta átti að vera svona hnyttin athuga- semd um vanhæfni mína til hársnúðagerðar, en snérist á einu augnabliki upp í yfirlýsingu um að allar konur sem flinkar em við hársnúðana væru jafnframt með mjög lága greindarvísitölu. Það leið ekki langur tími þar til rann upp fyrir mér að ég hafði valdið félagslegu umferðarslysi. Ég hef hvorki fyrr né síðar séð jafnein- beittan hóp af konum horfa á ball- ett. Ekki einusinni í leikhúsinu. En því miður var skaðinn skeður og ég var of lengi að átta mig á hvað gerst hafði til að geta nokk- uð gert í málinu. Það varð vand- ræðaleg þögn sem hefði mátt skera í sneiðar. Orð vom enn og aftur ófáanleg enda einskis nýt á slíkum augna- blikum. Ég sá því minn kost vænstan að koma mér út og leita mér að kaffihúsi nærri ballettstöð- inni, þar sem ég gæti hugleitt hina djúpu félagslegu pytti sem ég hafði vaðið útí og hvemig og hvort ég ætti að reyna að klóra í bakkann. Ég velti fyrir mér hvaða furðulegu leiki undirmeðvitundin fer með mann í og í beinu framhaldi af því hvort þetta væri nú ekki allt for- eldrum mínum að kenna. Þau höfðu alltaf brýnt fyrir mér í upp- eldinu að vera ekki alltaf að rífa kjaft við fullorðna og þannig bælt hæfni mína til að finna réttu orðin til að svara fyrir mig undir álagi. Eða kannski var þetta allt að kenna þessum árans þrýstingi milli heilastöðva. Eða var þetta bara bæld karlremba sem spýttist út um sprungumar þegar hrikti í stoðunum? Ég fór smámsaman að sjá spaugflegri hliðar málsins. Þegar ég stóð að lokum upp til að fara og ná í blessaða rúsínuna úr ballet- tímanum, og koma um leið í veg fyrir að konumar gætu náð tali af henni til að útskýra hugtakið karl- rembu, þá sá ég glottið á sjálfum mér í speglinum og áttaði mig á því að líklega væri Skarphéðinn kall- inn Njálsson bara ansi hreykinn af mér núna... VÍSINDAMENNIRNIR ungu í konungshöllinni í Stokkhólmi ásamt skipuleggjendum og Viktoríu prinsessu. Helsta áhugamálið er reikni- og hugtakalíkön SVEINN B. Sigurðsson, 18 ára áhugamaður um sprengigíga, reiknilíkön og verðbréf, var fulltrúi ís- lands í hópi ungra vísindamanna hvaðanæva að úr heiminum á svo- kallaðri nóbels-viku SIYSS í Stokkhólmi 3.-10. desember á liðnu ári. Sveinn er nemandi í Mennta- skólanum í Reykjavík og var send- ur ytra á vegum Hugvísis, sem er árleg hugmyndasamkeppni ungs fólks. Sveinn er nemandi í eðlisfræði- deild I og segist ekki hafa tekið þátt í Hugvísi sjálfur. Hins vegar tók hann að sér að þýða skýrslur tveggja íslenskra verðlaunahafa í Hugvísi 1997 sem vom jafnframt fulltrúar íslands í keppni ungra evrópskra vísindamanna. Þýðingarverkefnið vatt nokkuð upp á sig því Sveinn segir að hann hafi afráðið að vinna tölulegar nið- urstöður upp á nýtt, leiðrétta texta og endurskrifa á stöku stað í sam- ráði við höfundana. „Vinnubrögðin á því sem ég fékk í hendumar vora nokkuð ófagmannleg og útkoman varð skýrslur með ögn minna ófag- mannlegum vinnubrögðum," segir hann. Kaupið sem hann fékk fyrir verk- ið ætlar Sveinn að nýta til hluta- bréfakaupa og bíður sem stendur eftir heppilegu tækifæri. Hann á hlutabréf í Granda og Eimskipum og les fjármálasíðu Morgunblaðsins á hverjum degi að eigin sögn. Sveinn segir ferðina til Sviþjóðar hafa verið athyglisverða fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þeirra aðferða sem skipuleggjendur beittu til þess að heilla gestina. „Þeir lögðu mjög mikia áherslu á að ýmsir þekktir menn og kunn fyrir- bæri væra sænskættuð. Viktoríu krónprinsessu var líka sagt sérstak- lega að þátttakendur hefðu verið áhugasamir um Svíþjóð og sænska menningu fyrir móttöku sem sett var upp sérstaldega. Okkur var rað- að umhverfis stórt teppi og svo gekk prinsessan milli manna og sldptist á fáeinum setningum við hvem.“ Þá var gengið um híbýli kónga- Skyrta sem „hugsar“ handa áhættuhópum SKYRTUR sem skoða sár, greina orsakir, meta áhættu og senda upplýsingar um staðarákvörðun í gegnum gervihnött era ekki langt undan sam: kvæmt vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph. í umfjöllun segir að þess verði ekld langt að bíða að hermenn framtíðarinnar muni ldæðast skyrtum af þessu tagi. í flíkunum „hugsandi" er ljósleiðari ofinn saman við efnið og þær era fyrst og fremst ætlaðar í hem- aðarlegum tilgangi. Hins vegar er ekld óhugsandi að ' aðrir hópar geti nýtt sér þessa tækni, svo sem slökkvfliðsmenn, lögregluþjónar, fjallgöngumenn eða aðrir sem fást við hættulega iðju. Viðkomandi flíkur vora þróaðar í tengslum við verkefnið „tölvur í fatnaði“ og sýndar á ráðstefnu um fjarskiptalækningar sem haldin var í Bandaríkjunum nýverið. Uppfinningin var þróuð í samvinnu NASA og Yale- háskóla og segir Richard Satava prófessor í skurð- lækningum að skyrtan geti verið tflbúin til prófunar eftir eitt og hálft ár og til sölu innan fáeinna ára. „Ef byssukúla fer í gegnum efnið meta skynjarar áverka á líkamanum og líffæram og geta jafnvel sent upplýsingar um hlaupvídd," segir Eric Lind hjá her- gagnaframleiðandanum Spawar Systems, sem mun markaðssetja flíkina í framtíðinni. Skynjararnir geta sent upplýsingar um hjartslátt- artíðni, súrefnisflæði og staðarákvörðun gegnum gervihnött. Einnig er hægt með ljósleiðaratækni að ráða í lit blóðsins og meta hvort æð hafi farið í sund- ur svo sjúkraflutningafólk geri sér grein fyrir því hversu mikill tími er til stefnu þegar viðkomandi er komið til lijálpar. hke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.