Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ofbeldi tengt bætiefnaskorti DEILUR um ástæður ofbeldis hafa löngum spunnist um hvort um sé að kenna erfðafræði eða uppeldi, segir í desemberhefti Psychology Today. Dr. William Walsh við Heilsurannsóknastofnunina í Illin- ois í Bandaríkjunum og starfs- systkini hans telja að sökudólgur- inn geti verið líkamlegs eðlis, það er vegna bætiefnaskorts. Walsh skoðaði blóðsýni 135 árásargjarnra karla og bar saman við samskonar sýni úr 18 kyn- bræðrum sem ekki höfðu orðið uppvísir að ofbeldi. I Ijós kom að minna var af sínki og meira af kopar í blóði hinna ofbeldis- hneigðu, miðað við samanburðar- hópinn, og árásarhneigð þeirra jókst jafnframt eftir því sem mis- munurinn milli þessara tveggja efna í blóðinu var meiri. Dr. Ronald Isaacson starfsbróðir Walsh segir tengsl sínks og ofbeld- is ekki ljós „en vitað er að sínk gegnir mikilvægi hlutverki í heila- starfseminni og þar af leiðandi í geðheilsu," segir hann jafnframt. Þá hefur hátt koparhlutfall verið bendlað við ofvirkni og geðklofa. „Orsakir ofbeldishneigðar eru auðvitað flóknari en svo að þær megi einvörðungu rekja til blóðs- ins og hlutfalls af kopari og sínki,“ segir Isaacson enda hugs- anlegt að erfðir og umhverfi eigi hlut að máli, auk fleiri efnafræði- legra þátta. Hins vegar kom í ljós að dró verulega úr ofbeldishneigð hjá ungum karlmönnum sem fengu viðeigandi meðferð vegna sinkskorts og of mikils kopars. Þátttakendur í rannsókninni voru látnir taka stóra skammta af bæti- og steinefnum „því matar- æði eitt og sér nægir ekki til þess að breyta hegðunarmynstri þess- ara einstaklinga," segir Isaacson. Steinefnaskortur af þessu tagi er sjaldgæfur að hans mati en þó hef- ur komið á daginn að lítið sink sé eitt einkenna á mataræði Banda- ríkjamanna, sem borða mikið af unnum matvælum. Því megi hinar friðsömustu sálir eiga von á betri líðan auki þeir neyslu á kjöti, mjólk, eggjum, belgjurtum og heilkorna brauði, sem allt er ríkt af sinki. er vinsael af Un, Morgunblaðið/Þorkell JENNÝ Sigfúsdóttir tók sig til og opnaði heilsulind í Ármúlanum. Hávaðalítil Jenný hefur ekki áður komið ná- lægt rekstri líkamsræktarstöðvar en betra er seint en aldrei, segir hún. „Ég hafði lengi unnið sem skrifstofu- maður en ákvað fyrir áramótin að láta til skarar skríða og opna heilsu- lindina en stað sem þennan hefur lengi vantað i flóruna hérlendis. Til að mynda geri ég ekki ráð fyrir að eldra fólk sæki mikið líkamsrækt annars staðar í borginni þar sem er þessi yfirþyrmandi tónlistarhávaði." Jenný er eigandi húsnæðisins í Ertu með bjúg á fótum, er bakið slæmt eða viltu slaka á? Ótal tegund- ir af nuddi eru einnig í boði í Fínum línum svo sem Lomi lomi nui sem er nuddtækni frá Hawaii, slökun- arnudd, sogæðanudd, heildrænt nudd eða svæðameðferð, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, dansnudd og Shiatsu, sem er japönsk þrýsti- punktameðferð. Nuddarar eru nokkrir á staðnum svo og sjúkra- þjálfari og sjúkranuddari. hm heilsulind fyrir eldri KÍNVERSKA leikfimin en vinsæl hjá ungum körl- um ekki síður en konum en æfíngabekkina hefur kven- þjóðin eingöngu sótt hingað til.“ Svo mælir Jenný Sig- fúsdóttir, eigandi heilsulind- arinnar Fínna lína, sem ný- lega var opnuð í Armúla 30. Fínar línur er líkamsrækt- ar- og heilsustöð fyrir fólk á öllum aldri, konur jafnt sem karla sem vilja stunda rólegai íþróttir; jóga, gólfæfingar eða kínverska leikfimi og fara jafn- vel í nudd og snyrtingu af ýmsu tagi eða sækja tíma í leikrænni tján- ingu. „Þetta er allt að smella saman, segir Jenný, „gufuböðin verða sett upp væntanlega um helgina og ljósa- bekkirnir íljótlega. Markmiðið er að hafa þetta rólegan og notalegan stað þar sem fólk getur stundað æfíngar en jafnframt hvílt sig frá daglegu amstri." Eldri borgarar fá afslátt Eldri borgarar fá afslátt hjá Fín- um línum en reynt hefur sérstaklega að höfða til þessa aldurshóps. „Meðal annars höfum við í boði æfingabekki, svokallað sjöbekkjakerfi sem eldra fólk getur vel notið góðs af. Bekkirn- ir eru að sjálfsögðu fyrir bæði kynin þótt karlarnh- hafi ekki gert mikið að því að spreyta sig enn sem komið er. Kerfið er til dæmis kjörið fyrir alla sem hafa stífa vöðva eða eru með Wðagigt." í fyrsta sinn í slíkum rekstri sem yngri Armúlanum en leigði lengi vel að- stöðuna Lindu Pétursdóttir sem rak þar Baðhúsið. „Við tókum allt hér í gegn, í hólf og gólf. Nú er húsnæðið því nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var.“ Snyrtistofa með hljóðbylgjuvél „Það er voðalega gaman að breyta til,“ segir Jenný sem stundað hefur jóga undanfarin ár og ætlar að gera meira að því í nýju stöðinni. Hún leigir aðstöðu í Armúlanum ýmsu fagfólki en sér sjálf um skrifstofu- vinnuna. I heilsulindinni er einnig snyrti- stofa Maríu Marteinsdóttur sem býður alls konar andlitsböð, meðal annars með hljóðbylgjuvél sem vinn- ur bug á hrukkum, æðasliti, bólum og þess háttar. Þá er einnig í sama húsnæði rekin hand- og fótaaðgerða- stofa og hárgreiðslustofa. Mjög fjölbreytt nudd SYND I HASKOLABIOI OG _ LAUGARÁSBÍÓI ■M MEÐ ÍSLEMSKU TCVLI LAUGA HÁSKÓLABÍÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.