Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Björn Dæhlie SIGURSÆLUSTU ÍÞRÓTTAMENN Á VETRARÓLYMPÍULEIKUM oqp íþróttamaður íþróttagrein Fjöldi verðlauna Ólympíuleikar Gull Silfur Brons SAMT. Fjöldi Árin 1. Björn Dæhlie, Noregi Skíðaganga 2. Lyubov Yegorova, Rússl. Skiðaganga 3. Lidiya Skoblikova, Sovétr. Skautahlaup 4. Clas Thunberg, Finniandi Skautahlaup 5. Bonnie Blair, Bandar. Skautahlaup 6. Eric Heiden, Bandar. Skautahlaup 8 4 0 6 3 0 6 0 0 5 1 1 5 0 1 5 0 0 12 9 6 7 6 5 3 '92 '94 '98 2 '92 '94 2 '60 '64 2 '24 '28 3 '88 '92 '94 1 1980 7. Raisa Smetanina, Sovétr. Skiðaganga 4 5 1 10 _ '76 '80 '84 '88 '92 8. Sixten Jernberg, Svíþj'óð Skiðaganga 4 3 2 9 3 '56'60 '64 9. Galina Kulakova, Sovétr. Skiðaganga 4 2 2 8 . '68 '72 '76 '80 10. Ivar Ballangrud, Noregi Skautahlaup 4 2 1 7 3 '28 '32 '36 ■ SIGURÐUR Jónsson meiddist á vinstri ökla í leik Dundee United og St. Johnstone í skosku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu um helgina og verður frá í nokkrar vikur. ■ PAUL Kane braut á Sigurði und- ir lok fyi-ri hálfleiks með fyrmefnd- úm afleiðingum. Þá var staðan 1:0 fyrir Sigurð og samherja í Dundee United, en heimamenn jöfnuðu stundarfjórðungi fyrir leikslok. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson átti mjög góðan leik með Genk sem vann Sint-Truiden í belgísku 1. deildinni á útivelli 2:0. Þórður lagði upp síð- ara markið. Atti fyrirgjöf sem Branko Strurpar skallaði í netið. Genk er í öðru sæti og leikur við efsta lið deildarinnar, Brugge, á heimavelli á föstudagskvöld. ■ EYJÓLFUR Sverrisson lék ekki með Hertha um helgina vegna meiðsla en liðið gerði jafntefli, 1:1, við Rostock í þýsku deildinni í knattspymú. ■ ANDREAS Thom, miðherji Hertha, meiddist á hásin í leiknum við Rostock og verður frá næstu tvær vikurnar. ■ GUNNAR Einarsson lék með MVV Maastricht er liðið gerði jafn- tefli við Twente, 2:2, í hollensku 1. deildinni um helgina. Twente komst FOLK í 2:0 en MVV náði að jafna fyrir hlé. Gunnar, sem lék á miðjunni, lagði upp jöfnunarmarkið. MVV er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar. ■ YEVGENY Kafelnikov frá Rúss- landi sigraði á alþjóðlegu tennis- móti innanhúss í London á sunnu- dag. Hann vann Cedric Pioline frá Frakklandi í úrslitum 7-5 og 6-4. Jana Novotna frá Tékklandi vann Dominizue van Roost frá Belgíu í úrslitum á opna austurríska innan- húsmótinu í Linz, 6-1 og 7-6. ■ PETER Pysall er tekinn við þjálf- un Dormagen í þýsku deildinni í handknattleik. Liðið vann Hameln, lærisveina Alfreðs Gíslasonar, 33:24 um helgina en þá stýrði Pysall því í fyrsta sinn. ■ MIKAEL Kallmann frá Finnlandi hefur gert samning til tveggja ára við þýska handknattleiksliðið Esen. Kállmann, sem er 34 ára og hefur leikið 177 landsleiki, lék með Massenheim til 1996. ■ DANSKI varnarmaðurinn Niclas Jensen er við það að gera samning við FC Kaupmannahöfn til fjögurra og hálfs árs. Jensen, sem er 23 ára landsliðsmaður, lék með Lyngby áð- ur en hann fór til PSV í Hollandi 1996. ■ NEVILLE Southall, fyrrum markvörður Everton og velska landsliðsins sem var lánaður til Southend fyrr á þessu tímabili, er nú orðinn samherji Lárusar Orra Sigurðssonar hjá Stoke. ■ ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, herðir leit sína að miðherja til að taka þátt í lokabar- áttunni um Englandsmeistaratitil- inn. Hann vill fá leikmann sem get- ur fyllt skarð Ians Wrights, sem er meiddur. ■ WENGER hefur augastað á Dwight Yorke, miðherja Aston Villa, sem er metinn á sjö millj. punda. Wenger hefur haft Yorke í sigtinu um tíma. ■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal, segist ekki vera á förum frá liðinu - að hann skilji ekki þær fréttir að hann sé á faraldsfæti. „Ég hef verið og er ánægður hjá Arsenal," sagði Adams. AFREKSMENN Islenskt afreksfólk var í sviðs- Ijósinu um helgina og gekk mis- vel eins og gengur og gerist. A Evrópumeistaramótinu í frjáls- íþróttum á Spáni varð Vala Flosadótth- að sætta sig við að missa af Evrópumeistaratitlinum og missa heimsmetið í stangar- stökki kvenna. Vala stökk 4,40 metra og varð í þriðja sæti, nokkuð sem í sjálfu sér er hægt að sætta sig við en því er ekki að neita að þegar Vala og helstu afreksmenn þjóðarinnar eru að keppa, vonast maður alltaf eftir sigri. Það er ekki flóknara en það þótt menn vilji ef til vill ekki viðurkenna það. Vala er mikill íþróttamaður og sem slík sættir hún sig auðvitað ekki fyllilega við að ná ekki lengra en raun bar vitni að þessu sinni. Vala getur þó sætt sig við að hún á eftir að stökkva tölvert hærra á næstunni. Það sáu allir sem fylgdust með mótinu. Vala verður í sviðsljósinu, ásamt ný- ki-ýndum Evrópumeistara og heimsmethafa, í Laugardalshöll- inni á fimmtudaginn og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þeirra. Annai- mikill íþróttamaður, Jón Amar Magnússon, tugþrautar- kappi úr Tindastóli, keppti í sjö- þraut og varð fimmti þrátt fyrir að setja bæði íslands- og Norður- landamet. Þrautin hjá Jóni Arn- ari var dálítið skrýtin því það var aðeins ein grein þar sem manni fannst hann virkilega ná sér á strik, í stangarstökkinu, enda segir hann sjálfur að það hafi ver- ið eina greinin sem hann hafi ver- ið fyllilega ánægður með. Jón á greinilega að geta betur og bæði hann og Gísli Sigurðsson, þjálfari hans, eru staðráðnir í að sýna efa- semdarmönnum að þeir eru á réttri braut. Leikmenn Aftureldingar fóru fyluferð til Svíjyóðar þar sem lið- ið féll úr átta liða úrslitum Borga- keppni Evrópu. Mosfellingar höfðu sigi-að með sjö marka mun í heimaleiknum viku áður og gerðu sér vonir um að komast í fyrsta sinn í undanúrslit. En Svíarnir voru enn eina ferðina ofjarlai- okkar og Mosfellingar voru mjög óánægðir með sjálfa sig enda léku þeir illa. Skíðakappinn Kiistinn Bjöms- son frá Ólafsfirði keppti á heims- bikarmóti f Suður-Kóreu um helg- ina. Hann féll úr keppni í fyrri ferðinni og nú er aðeins eitt heimsbikarmót eftir og vonandi nær Kristinn að sýna hvers hann er megnugur í brekkunum í Sviss. Enn einn afreksmaðurinn kem- ur við sögu í vikunni. Birgir Leif- ur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, keppir á fyrsta móti sínu í evrópsku áskorenda- mótai'öðinni og hefur leik á fimmtudaginn. Birgir Leifur er gi-íðarlegt efni og gerir miklar kröfur til sjálfs sín, eins og þeir íþróttamenn sem hér hafa verið nefndir. Hann veit þó að hann á enn talsvert í land til að komast í röð þeirra allra bestu, en þangað er stefnt. íslendingar gera miklar kröfur um árangur og sé höfðatalan margfræga notuð era kröfumar óraunhæfar. En í heimi íþrótta er ekkert óraunhæft. Það hafa ís- lenskir íþróttamenn sýnt í gegn- um tíðina og munu vonandi gera um ókomin ár. Skúli Unnar Sveinsson íslendingar gera mjög miklar kröfur til afreksmanna sinna Hvort hélt BIRNA PETERSEN með íslandi eða Noregi á NM f badminton? Hélt með fs- landi innst inni BIRNA Petersen átti í innri baráttu um helgina þegar unglinga- landslið Noregs, sem hún þjálfar, atti kappi við það íslenska á Norðurlandamóti unglinga í badminton, sem haldið var í húsum TBR. Ekki síst þar sem systir hennar, Eva, var f íslenska hópn- um. Reyndar kemur það ekkert á óvart að systir hennar sé þar því það má segja að fjölskyldan hafi í nokkra ættliði haft bad- minton í blóðinu. Til dæmis spilaði afi þeirra, Gunnar eldri, badminton af krafti hátt í hálfa öld, Steinar faðirinn var lengi íslandsmeistari og landsliðsmaður og Gunnar yngri, bróðir Birnu, var einnig í landsliðinu. Haft er á orði að Gréta móðir þeirra hafi ekki mikið spilað badminton - einhver varð að vera heima og haida utan um hópinn. Birna, sem er 27 ára, var oft ís- landsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik fyrir utan að vera í ■■■■■■ landsliðinu, sem hún Eftir reyndar er ennþá þó Stefán að hún búi í Noregi Stefánsson þannig ag því fer fjarri að ferlinum sé lokið. Birna þykir kraftmikill spilari, sem gefur lítið eða ekkert eftir. Hún lauk íþróttakennaraprófi frá íþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni og frétti af þjálfaraskóla, sem rek- inn er af danska íþróttasambandinu. Birna sótti um og fékk inngöngu þar sem fyrir valinu varð þjálfunarsvið í hverju öðru en badminton. Hróður hennar hefur eflaust borist út og hefur Bima ekki þurft að kvarta yfir aðgerðarleysi undanfarið. Kom eitthvað annað til greina en þjálfunarsvið í badminton? „Eg hafði svo sem áhuga á að spreyta mig við þjálfun en áhuginn jókst til muna þegar ég byrjaði í þjálfaraskólanum.“ Hvernig stóð á því að þú tókst að þjálfa norskt lið? „Þegar ég var að ljúka þjálfunar- skólanum danska fékk ég tilboð um að þjálfa lið Sandefjord í Noregi, sem er í litlum bæ sunnan við Ósló, og ég tók því.“ En hvernig kom til að norskt landslið bættist við? „Þegar ég var svo búin að vera þar í hálft ár var ég beðin um að bæta við mig landsliðinu, sem ég og samþykkti en síðan hafa málin þró- ast þannig að ég sé um flesta hluti Morgunblaðið/Ásdfs BIRNA Petersen hélt innst inni með íslandi þegar norsku unglingarnir hennar kepptu við þá íslensku. tengda liðinu. Eftir að hafa verið með liðið í hálft ár tímdi ég ekki að hætta þar sem margt spennandi var framundan svo að það eru komin tvö ár í vor.“ Þú hefur sem sagt nóg að gera við að þjálfa? „Reyndar er svo komið að ég er einnig að vinna í markaðsmálum fyrir Evrópumót, sem fram fer hér í Noregi.“ Hver er helsti munurinn á að þjálfa í Noregi og á íslandi? „Það eru fjarlægðirnar, sem hef- ur kosti og galla. Varðandi mót er stutt til Svíþjóðar og Danmerkur en þegar kalla þarf liðið saman er langt að fara fyrir marga því vegalengdir eru allt aðrar en hér heima á ís- landi.“ Er aðstaðan svipuð og hér á landi? „Nei, við höfum þurft að berjast um tíma í íþróttahúsinu við hand- boltaliðið á staðnum og því ekki fengið þá tíma, sem ég hefði viljað. Það er því svo að ég hugsa oft heim og hefði gjarnan viljað komast í hús eins og TBR hefur því aðstað- an hérna við Gnoðarvoginn er frá- bær.“ Og hvenær kemur þú svo heim? „Mig langar heim en ég á eitt ár eftir og vil ekki skilja við ki-akkana á miðju tímabili. Annars veit maður aldrei." Að lokum ein samviskuspurning okkar á milli, með hverjum hélstu þegar þitt lið keppti við þína landa? „Það er alltaf frábært að vinna en innst inni hélt ég með íslendingun- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.