Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Leikmaður seldur fýrir kjöt RÚMENSKA knattspyruufélagið Jiul Petrosani seldi miðjumanninn Ion Radu til Vilcea í 2. deild og fékk tvö tonn af nautakjöti og svínakjöti í staðinn. Forseti félagsins sagði að kjötið yrði selt til að hægt væri að greiða leikmönnum félagsins laun. Han sagði ennfremur að varnarmað- ur hefði verið seldur til félags í 2. deild fyrir 10 bolta og búninga. Staða félagsins er ekki aðeins slæm hvað fjármálin varðar heldur virðist liðið dæmt til að falla í 2. deild - er á botninum með sex stig. Fyrsta mark Nevilles VARNARMAÐURINN Philip Neville gerði fyrsta mark sitt fyrir Manchester United þegar liðið sótti Chelsea heim á Stamford Bridge á laugardag og vann 1:0. Þetta var 74. leikur þessa tví- tuga enska landsliðsmanns og markið sem hann gerði eftir hálf- tíma leik stóð upp úr baráttunni. Það kom eftir ágætt spil. Denis Irwin var upphafsmaðurinn á miðjunni; hann sendi á Teddy Sheringham sem spiiaði þríhyrning við Andy Cole og sendi síðan á Neville. Varnarmaðurinn skaut framhjá Dmitri Kharine í stöng- ina fjær og inn. Chelsea er 14 stigum á eftir United og úr leik í baráttunni um titilinn. United hafði nokkra yfir- burði og heimamenn fengu ekki nema þrjú umtalsverð færi, Mark Hughes tvö og Gianfranco Zola eitt. Peter Schmeichel, markvörður United, hafði lítið að gera en þurfti einu sinni að teygja úr sér - sló bolt- ann yfir jlána eftir þrumuskot frá DanJPetfescu í fyrri hálfleik. „Ég hélt að ég væri rangstæður," sagði Neville um aðdragandann að markinu en í sjónvarpi mátti sjá að ekkert var athugavert við staðsetn- ingu hans. „Ég var ekki viss um hvað ég ætlaði að gera þegar ég fékk bolt- ann því ég var í óvanalegri stöðu.“ j Rnattspyrnustjórinn Alex Ferguson tók í sama streng. „Það var óvana- legt að sjá Philip skora en hann nýtti - tækifærið mjög vel.“ Ferguson sagði að leikurinn væri ekki góð auglýsing fýrir liðin. „Vind- urinn og völlurinn hjálpuðu ekki til en þetta var slakur leikur. Við vörð- úmst mjög vel og ég er sérstaklega ánægður með sigurinn, miklu ánægðari en þegar við unnum liðið hérna í bikarnum í síðasta mánuði. Ég hélt að Chelsea yrði helsti keppi- nautur okkar um titilinn en liðið er nú 14 stigum á eftir okkur og 10 um- ferðir eftir. Þessi úrslit hafa gert stöðu liðsins mjög erfiða.“ Spjöldin voru 16 sinnum á lofti í tveimur fyrri viðureignum liðanna á tímabilinu og ámóta ólga var í mönn- um að þessu sinni, sex voru bókaðir - ^ þrír úr hvoru liði. David Beckham, Nicky Butt og Paul Scholes áttu miðjuna og Ronny Johnsen var traustur í vöm United en varnar- maðurinn Gary Pallister fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Leikurinn var árla dags vegna Evrópuleiks United og Mónakó á morgun og taldi Fergu- son að Pallister gæti leikið. „Evrópu- leikurinn er mikilvægur fyrir okkur og þetta hjálpaði í undirbúningnum," sagði Ferguson um sigurinn. Sutton með þrennu Atta mörk voru gerð á Ewood ,' Park, þar sem Blackburn komst í 5:0 en vann Leicester 5:3. Chris Sutton var með þrennu fyrir heimamenn en Martin Dahlin og Colin Hendry gerðu sitt markið hvor. „Við stóðum okkur vel í klukkutíma," sagði Sutton, sem er kominn með 16 mörk í deildinni. „Það var gott að ná að sigra á ný eftir slakt gengi að undan- fómu en síðustu mínútumar vora ekki alveg í lagi hjá okkur.“ Það er mikið til í því - Leicester gerði þrjú mörk á átta mínútum - Stuart Wil- son, Muzzy Izzet og Robert Ullat- home skoraðu. Collymore maður leiksins Stan Collymore gerði bæði mörk Aston Villa í 2:1 sigri á Liverpool. Þetta var fyrsti leikur Villa undir stjóm Johns Gregorys og Collymore stóð undir væntingum hans en mið- herjinn, sem Villa keypti frá Liver- pool í fyrrasumar, hafði aðeins gert fimm mörk í 32 leikjum. Michael Owen, sem er 18 ára og lék í treyju númer 18, gerði 18. mark sitt á tímabilinu, skoraði úr víta- spymu á fimmtu mínútu. Bosnich markvörður braut á Leonhardsen sem var kominn í gegn og víti var óumflýjanlegt en markvörðurinn var heppinn að fá ekki rautt. Collymore jafnaði fimm mínútum síðar eftir vamarmistök og innsiglaði sigurinn með marki af stuttu færi um miðjan seinni hálfleik. „Stan stóð sig vel,“ sagði Gregory. „40.000 áhorfendur púuðu á hann þegar hann lék í fyrsta sinn í Liverpool eftir að hafa farið frá félaginu. Nú þurfti hann að sanna ýmislegt fyrir 40.000 áhangendum og hann gerði það.“ Brad Friedel lék í marki Liverpool í fyrsta sinn en David James hafði leikið 212 leiki í röð síðan í febrúar 1994. Met hjá Coventry Coventry vann Crystal Palace á útivelli 3:0, sjöundi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Paul Telfer braut ísinn á fyrstu mínútu eftir vamar- mistök, Viorel Moldovan bætti öðra marki við á Selhurst Park skömmu fyrir hlé og Dion Dublin innsiglaði öraggan sigur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hann hefur gert 63 mörk fyrir félagið í efstu deild og er markahæsti leikmaðm- þess, hafði sætaskipti við Cyrille Regis. Hermann Hreiðarsson þótti góður í liði Palace sem er nú á botni deild- arinnar í fyrsta sinn á tímabilinu. Steve Coppell ákvað að sækja til sig- urs og stillti upp leikkerfinu 4-4-2 en hðið átti ekkert í gestina. Sérstak- lega reyndist Darren Huckerby ný- liðunum erfiður og ekki tókst þeim að fagna sigri á heimavelli að þessu sinni frekar en fyrr í vetur. Púað á Speed Gary Speed, fyrrverandi fyrirliði ' Reuters Collymore fagnar STAN Collymore skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa gegn fyrrum félögum sínum hjá Liverpool og tryggðl liðl sínu slgur, 2:1. Hér sést hann fagna öðru markinu. Everton, lék á Goodison Park í fyrsta sinn síðan hann fór frá Éverton til Newcastle og áhorfendur sem áður klöppuðu honum lof í lófa púuðu á hann lengst af. Newcastle átti meira í leiknum en tókst ekki að notfæra sér yfírburðina. Everton barðist fyrir veranni í deildinni og fagnaði markalausu jafntefli en liðið er fimm stigum frá fallsæti. Don Hutchison lék fyrsta leik sinn fyrir Everton og John O’Kane var í fyrsta sinn með á Goodison Park en Éverton var án níu manna sem ann- ars hefðu væntanlega verið í byrjun- arliðinu. Norðmaðurinn Thomas My- hre gerði mistök sem hefðu getað kostað mark snemma leiks en var frábær eftir það. Óvæntir sigrar Southampton vann 1:0 í Leeds og Bamsley gerði sér lítið fyrír og vann Wimbledon 2:1 en þessi úrsht þóttu frekar óvænt. Þetta var annar útisigur Sout- hampton í röð og liðið virtist ekki hafa mikið fyrir honum. Reyndar var markið í byrjun seinni hálfleiks í ódýrari kantinum og líklegt að mark- vörðurinn Nigel Martyn kenni sér um. John Beresford tók aukaspymu og sendi á Palmer sem skallaði fyrir markið. Martyn missti af boltanum, Egil Östenstad skaut að marki og David Hirst bætti púðri í skotið rétt utan marksins, gulltryggði að bolt- inn færi rétta leið. Leeds átti meira í fyrri hálfleik en Jimmy Floyd Hasselbaink og Rod Wallace komu boltanum ekki fram- hjá Paul Jones í marki gestanna. Östenstad var klaufi að bæta ekki öðra marki við. Stundarfjórðungi fyrir leikslok fékk Carlton Palmer, fyrrverandi leikmaður Leeds, rauða spjaldið og við það vænkaðist hagur Leeds en liðinu tókst samt ekki að nýta sér liðsmuninn. Bamsley, sem sló Manchester United út úr bikamum með 3:2 sigri sl. miðvikudag, fylgdi sigrinum eftir, vann Wimbledon 2:1 og færðist upp í 18. sæti en liðið hafði verið í neðsta sæti síðan 8. desember. Öruggt hjá Derby Dean Sturridge lenti í árekstri á leikdag og var ekki með Derby þeg- ar liðið vann Sheffield Wednesday 3:0. „Það var gengið frá okkur,“ sagði Ron Atkinson, knattspyrnu- stjóri Sheffield. „Við vorum ömur- legir og eram heppnasta lið lands- ins,“ bætti hann við en Sheffield hefði þess vegna getað tapað 6:0. Paulo Wanchope skoraði þegar á þriðju mínútu, bætti öðra marki við í byrjun seinni hálfleiks og Gary Rowett gerði þriðja markið. „Þeir gerðu allt betur en við,“ sagði Atkin- son um leikmenn Derby. „Þetta var einn lakasti leikurinn undir minni stjóm.“ Lánleysi Bolton Tottenham vann Bolton 1:0 og komst af hættusvæðinu en Bolton hefur leikið 12 leiki í röð án sigurs og staða liðsins allt annað en góð við botninn. Allan Nielsen gerði eina markið á White Hart Lane undir lok fyrri hálfleiks en Bolton átti að fá víta- spyrnu í bytjun þegar markvörður- inn Baardsen braut á Dean Holdsworth. „Við voram heppnir að ekki var dæmt víti,“ sagði Christian Gross, stjóri Spurs. „Það var mikil- vægt fyrir okkur að sigra lið sem er líka að berjast við að forðast fall. Við voram taugaóstyrkir í byrjun en sig- urinn eykur sjálfstraustið." Todd sagði að leikmenn slnir lékju ekki eins og þeir best gætu og væra því í hópi þriggja neðstu liða. „Ég var óánægður með sendingarnar á miðjunni og við voram ekki að skapa neitt - gáfum mótherjunum boltann hvað eftir annað. Við þurfum að bæta spilið og enn er von.“ Guðni Bergsson lék í vörninni hjá Bolton og Arnar Gunnlaugsson kom inná fyrir Pollock um miðjan seinni hálfleik. ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.