Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 B 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA ■ KÖRFUKNATTLEIKUR
Wilson látinn
Barcelona
heldur
toppsætinu
Barselona skaust aftur á toppinn
á Spáni í gærkvöldi, með góðum
útisigri á Racing Santander, 4:2. Ri-
valdo og Sonny Anderson skoruðu
sín hvor tvö mörkin fyrir liðið.
Real Madrid, sem var á toppnum
í rúman sólarhring, vann Maliorca
2:0 að viðstöddum 90.000 áhorfend-
um á sunnudaginn.
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos
skoraði fyrir Real eftir 10 mínútur
og slökkti þar með neista mótherj-
anna sem tryggðu sér sæti í úrslit-
um bikarkeppninnar í liðinni viku.
Júgóslavinn Predrad Mijatovic inn-
siglaði öruggan sigur Real eftir lið-
lega hálftíma leik.
„Við vorum agaðri, skipulagðari,
spiluðum betur og stjórnuðum
leiknum í fyrri hálfleik," sagði Jupp
Heynckes, þjálfari Real.
■ tírslit / B14
■ Staðan / B14
Grindvíkingar ráku bandaríska
leikmanninn Darryl Wilson, en
talsverðrar óánægju hafði gætt
með hann undanfamar vikur og
mánuði. Wilson, sem er stigahæsti
maður DHL-deildarinnai-, er einn
besti erlendi leikmaðui'inn í deild-
inni, en Grindvíkingar voru ekki
ánægðir með hann utan vallar og
eins töldu þeir andann í liðinu ekki
nægilega góðan. „Eigum við ekki að
segja að tilfinningamar séu beggja
blands," sagði Pétur Guðmundsson,
fyi-irliði UMFG, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. ,Andrúms-
loftið verður skemmtilegra en á
hinn bóginn skal viðurkennt að
mikill hæfileikamaður hverfur á
brott. Ég tel mikilvægara að allt
liðið sé í góðum gír frekar en einn
leikmaður. Þessi ákvörðun var tek-
in í samráði við flesta sem málið
snertir og það eru allir sáttir við
þetta,“ sagði Pétur.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
Grindvfltínga, sagði að Wilson væri
látinn fara vegna síendurtekinna
agabrota. „Það er ýmislgt búið að
ganga á undanfarna mánuði. Wil-
son var sannkallaður gullmoli þegar
hann kom til landsins, hann gerði
38 stig að meðaltali í leik fyrir ára-
mót og þá var hann að gefa
stoðsendingar, stela boltanum og
taka fráköst, en eftir áramót hefui’
hann ekki verið að gera slflct þótt
hann sé með 28 stig að meðaltali í
leik,“ sagði Benedikt í gærkvöldi.
Og hann hélt áfram: „Skömmu
eftir að hann kom fór hann að sýna
á sér aðrar hliðar og í nóvember var
strax ljóst að hann var ekki að gera
eins vel og hann gat og leikmenn
voru famir að kvarta undan honum.
Strákamir koma þreyttir úr vinnu
eða skóla á æfingar, og taka á af
fullum krafti. Þeim líkaði illa að at-
vinnumaðurinn var með hangandi
haus og hugsaði um það eitt að
ljúka æfingunni á sem ódýrastan
hátt og komast til Reykjavíkur.
Þessi hugsunarháttur skemmdi
út frá sér og hinir ungu leikmenn
liðsins urðu óöruggir með sig.
Ástandið versnaði enn í desember
og þá gerði ég honum ljóst að hann
yrði að breyta hegðun sinni, annars
yrði hann látinn fara. Hann lagað-
ist, en kom svo úr jólafríi eins og
hann hafði verið áður, með hang-
andi haus og áhugalaus.
Þá var rætt við hann á ný og
fljótlega eftir bikarúrslitin var hon-
um gefið síðasta tækifærið til að
bæta ráð sitt Það gerðist ekki og
því var hann látinn fara.“
Benedikt sagði að á vissan hátt
væri eftirsjá í Wilson. Hann er góð-
ur leikmaður, en hann verður að
leggja sig fram. Það er litið upp til
erlendu leikmannanna og þótt þeir
telji sig eiga heldur heima í NBA-
deildinni verða þeir að leggja eitt-
hvað á sig. Við vomm búnir að
heyra ýmsar sögur af honum sem
við vildum ekki trúa. En nóttina
fyrir biarúrslitaleikinn reyndi hann
að lauma sér út af hótelinu til að
komast á einhverja skemmtistaði
og þvi miður reyndust margar af
þessum sögum sannar. Mér fannst
hann alveg geta verið í eina og
hálfa klukkustund á dag í íþrótta-
húsinu og látið eitthvað gott af sér
leiða. Eftir það hefði hann mátt
gera hvað sem vai- innan þeirra
reglna sem gilda hjá liðinu en hann
virtist ekki geta sætt sig við þetta.
Hann fékk nokkur tækifæri til að
bæta ráð sitt en gerði ekki,“ sagði
Benedikt.
Grindvíkingar era að leita að
nýjum erlendum leikmanni og von-
ast til að sá verði kominn til lands-
ins áður en flautað verður til leiks
KR og UMFG á fimmtudaginn.
Pippen á fullt
og Chicago
að stinga af
Á verðlaunapalli í Valencia
Morgunblaðið/RAX
VALA Flosadóttir, sem fékk brons, er hér (th) á verðlaunapalli á EM innanhúss í frjálsum iþróttum í
Valencia. Evrópumeistarinn og heimsmethafinn Anzhela Balakhonova frá Úkraínu var sigurvegari,
stökk 4,45 m, er fyrir miðju. Daniela Bartova (t.v) varð önnur, stökk jafnhátt og Vala, 4,40 m, en not-
aði færri tilraunir til að ná þeirri hæð.
I Heimsmetið... / B8
HANDKNATTLEIKUR
KA-sigur í köflótt-
um leik á Akureyri
Ekki mátti miklu muna að ís-
landsmeistarar KA dyttu niður
í sjötta sæti deildarinnar því liðið
var undir gegn Hauk-
Stefán Þór um er skammt var til
Sæmundsson leiksloka í KA-heimil-
skrifar jnu j gærkvöldi. Allt
var á öðrum endanum
þessar lokamínútur en heimamenn
unnu taugastríðið og mörðu sigur,
28:27, og komu sér þar með fyrir í
þriðja sætinu á ný, stigi á eftir
Fram.
Leikurinn var í heild köflóttur,
ansi harður en afar spennandi í lok-
in. KA-menn vora mun betri í fyrri
hálfleik og leiddu þá, 14:11. Haukar
náðu sér ekki á strik í sókninni,
skoruðu ekki mark í 9 mínútur þeg-
ar KA breytti stöðunni úr 7:7 í 10:7
og raunar skoruðu þefr aðeins af
vítalínunni síðustu 18 mínútur hálf-
leiksins, með einni undantekningu
þó. Þetta átti hins vegar eftir að
breytast því allt annað og sprækara
Haukalið mætti til leiks í seinni
hálfleik, Gústaf Bjamason og Þor-
kell Magnússon létu til sín taka og
liðið skoraði 6 mörk á rúmum 5
mínútum á móti 2 mörkum KA og
staðan orðin 16:18.
KA-mönnum tókst að jafna met-
in af harðfylgi en Haukarnir
sprettu aftur úr spori og náðu
þriggja marka forskoti, 20:23, rétt
fyrir miðjan hálfleikinn. Mikil bar-
átta í vörn KA, gegnumbrot Sverris
Bjömssonar, öryggi Halldórs Sig-
fússonar á vítalínunni og lagleg
markvarsla Sigtryggs Albertssonar
á mikilvægum augnablikum skiluðu
síðan því sem þurfti á æsilegum
lokamínútum. Harka var hlaupin í
leikmenn og mikið um pústra en
KA-menn höfðu betur þegar upp
var staðið. Sverrir var liðinu mjög
mikilvægur, braust hvað eftir ann-
að í gegnum vöm Hauka og skoraði
eða fískaði vítakast, sem Halldór
skoraði ávallt úr. Þá var Karim
Yala sérlega öflugur í fyrri hálfleik
og þeir Björgvin Björgvinsson og
Leó Öm Þorleifsson traustir. Hjá
Haukum sýndu Gústaf og Þorkell
góð tilþrif í seinni hálfleik og aðrir
skiluðu þokkalegu dagsverki en lið-
ið hélt ekki fullum dampi síðustu
mínúturnar og Haukum tókst því
hvorki að halda forskoti sínu né
hanga á jafntefli.
Nú er aðeins um þriðjungi af
riðlakeppninni í NBA-deildinni
ólokið og því rétt að spá í stöðu lið-
■■■■ anna. Seattle virðist
Gunnar vera að stinga af í
Valgeirsson Vesturdeildinni og
hafa fengið Seottie Pippen til baka
úr meiðslum.
Bæði lið léku vel um helgina.
Seattle vann Phoenix heima á sunnu-
dag, 89:87, í leik þar sem Phoenix
átti þrjú tækifæri á síðustu sekúnd-
unum til að jafna. Gary Payton, leik-
stjómandi Seattle, hefur verið frá-
bær í vetur og hann skoraði 22 stig
fyrir lið sitt. Undirritaður fór nýlega
á leik Los Angeles Lakers gegn
Seattle, sem fór í framlengingu.
Payton og framherjinn Vin Baker
spila báðir geysivel þessa dagana og
liðið mun sennilega hafa besta ár-
angurinn fyrir úrslitakeppnina í
Vesturdeildinni, jafnvel í allri deild-
inni. George Karl, þjálfari Seattle,
sagði eftir sigur Seattle gegn Los
Angeles: „Ég er með mjög sérstakt
lið í höndunum núna. Þetta er án efa
besta liðið sem ég hef haft síðan ég
kom hingað. Vin Baker hefur skipt
sköpum hvað varðar samheldni
hópsins og ég hef aldrei áður notið
þess eins mikið að þjálfa og nú.“
Fjögur lið berjast um annað sætið
í Vesturdeildinni: Utah, Los Angeles
Lakers, Phoenix og San Antonio.
Minnesota, Portland og Houston
virðast einnig líkleg til að komast í
úrslitakeppnina.
Los Angeles heldur áfram að
vinna erfiðu leikina en tapa gegn lé-
legri liðum hér og þar. A sunnudag
heimsótti liðið veikt lið New York,
sem er án þriggja lykilmanna. New
York lék sinn besta leik í langan
tíma og vann sanngjarnt, 101:89. Al-
an Houston hefur leikið vel fyrir
New York undanfarið og hann skor-
aði 32 stig fyrir heimaliðið.
Utah Jazz vann góðan sigur í Hou-
ston á sunnudag, 106:100, þar sem
Karl Malone skoraði 21 stig. San
Antonio er að taka við sér eftir end-
urkomu Davids Robinsons, en hann
missti 18 leiki vegna meiðsla.
í Austurdeildinni hefur Chicago
tekið mikinn kipp eftir að Scottie
Pippen kom aftur inn í liðið. Það hef-
ur unnið 19 af síðustu 24 leikjum sín-
um. A laugai'dag vann Chicago lið
Sacramento heima, 109:94. Pippen
skoraði 29 stig og Michael Jordan
28. Dennis Rodman tók 18 fráköst og
er kominn aftur í byrjunarliðið eftir
að hafa angrað forráðamenn liðsins
undanfamar vikur með hegðun sinni
(hann hefur sennilega verið orðinn
leiður á að hegða sér of vel!).
„Scottie byrjaði að hitta í þriggja
stiga skotunum og hann er óstöðv-
andi fyrir vörn andstæðinganna þeg-
ar hann byrjar á því,“ sagði Micahel
Jordan eftir leikinn.
Miami Heat hefur verið „heitasta"
liðið í deildinni undanfarið. Liðið hef-
ur unnið fjórtán af síðustu fimmtán
leikjum sínum. Alonzo Mouming,
miðheiji liðsins, krafðist þess nýlega
af Pat Riley að fá boltann meira í
sókninni og eftir þá ósk hefur leikur
liðsins teldð stakkaskiptum.
Indiana Pacers hefur leikið mjög
vel undanfarið undir stjórn Larrys
Birds og hann hlýtur að koma til
greina sem þjálfari ársins. Liðið
vann Portland, 124:59, á föstudag og
er það í fyrsta skipti í 52 ára sögu
deildarinnar.
Ingólfur og
Edda sigruðu
með yfirburð-
um í Árósum
Edda Blöndal vann danska
stúlku 6-1 í úrslitum um fyrsta
sætið i +55 kg flokki (kumite) á
alþjöðlegu rnðti í Árósum í Dan-
mörku um helgina og varð í 2.
sæti í kata. Ingólfur Snorrason
sigraði með yfirburðum í +80
kg flokki og vaim dauska
mótherja sinn 6-1 í úrslitum.
Halldór Svavarsson varð i 2.
sæti í -70 kg flokki.
Um 160 keppendur frá 10
löndum tóku þátt í mótinu.
Keppt var i tveimur flokkum
kvenna og þremur flokkum
karla og er þetta besti árangur
íslendinga í keppninni.
Mótið er hugsað sem undir-
búningur fyrir opna Skandinav-
íska meistaramótið sem haldið
verður i Svíþjóð eftir tvær vik-
ur.